Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 15.–18. ágúst 201436 Skrýtið 10 undarlegir fundir í garðinum n Sprengjur, bílar og eiturlyf n Getur borgað sig að fara varlega með skófluna Hver kannast ekki við að hafa rótað með skóflu í garðinum hjá sér? Bæði sem barn eða þegar taka á lóðina í gegn. Það er þó æði misjafnt hvað fólk finnur þegar það á annað borð hefst handa. Hér koma tíu sögur af oddee.com um fólk sem fann fleira en bara jarð- veg í skóflunni sinni.  Frumbyggjar í „heim- sókn“ Í upphafi þessa árs ætlaði íbúi í Salt Lake City að grafa litla tjörn í garðinum hjá sér. Honum til mikillar skelfingar fann hann bein í garðinum og hringdi á lögregluna. Beinin voru send til sérfræðings en þá kom í ljós að þau voru um 1.000 ára gömul. Sérdeild innan stjórnsýslunnar sem sér um málefni indíána skoðar nú málið.  Peningabölvun Í ágúst 2011 fann Wayne Sabaj tösku í garðinum sínum sem innihélt 17 milljónir í reiðufé. Wayne hafði áhyggjur af því að peningarnir væru illa fengnir og fór með þá til lögreglunnar – með þeim formerkjum að ef enginn myndi sækja þá fengi hann þá til baka árið 2012. Nágranni Wayne Dolores Johnson, 87 ára, gaf sig fram en hún sagðist hafa losað sig við peningana þar sem á þeim hvíldi bölvun. Hún dó mánuði seinna. Dómari dæmdi að dóttir Johnson ætti peningana en Wayne fékk hluta þeirra í fundarlaun. Wayne dó tíu dögum áður en hann fékk peningana þannig að faðir hans átti að taka við þeim. Hann fékk hins vegar hjartaáfall þegar hann frétti af andláti sonar síns. Sannarlega bölvaðir peningar.  Skart í lauginni Hinn austurríski Andreas K. Var að stækka litla sundlaug í garðinum hjá sér árið 2007. Hann fann heilmikið magn af alls kyns járnadrasli og gömlu glingri og safnaði því saman í kistu. Það var svo ekki fyrr en tveimur árum seinna sem Andreas veitti hlutunum athygli á ný þegar hann seldi húsið. Þeir voru svo þaktir drullu að erfitt var að sjá hvað var þar á ferðinni. Eftir að hafa þrifið hluta fengsins og sett myndir á netið kom í ljós að um 650 ára gamalt skart var að ræða – um 200 hluti sem voru margir hverjir úr gulli og þaktir eðalsteinum. Þegar Andreas bar fundinn undir yfirvöld í heimlandinu kallaði yfirmaður fornminjastofnunar fundinni „ævintýri“. Andreas kærði sig lítið um að græða og gaf hlutina á safn.  Barnaleikur og bíll Árið 1978 voru tveir krakkar að leik í garði nokkrum. Til að drepa tímann ákváðu þeir að grípa í skóflu og grafa. Eftir stutta stund komu þeir niður á eitthvað hart og stórt. Þeim til mikillar undrunar var heill bíll í bakgarðinum! Lögreglan kom á staðinn og kláraði að grafa bílinn upp sem var af gerðinni Ferrari Dino 246 GTS. Eftir stutta rannsókn kom í ljós að þjófar höfðu grafið bílinn í garðinum aðeins fjórum árum áður en enginn nágranni hafði tilkynnt neitt undarlegt. Bílnum var skilað til tryggingafyrirtækisins sem hafði bætt fyrri eiganda tjónið. Seinna kom í ljós að um tryggingasvik var að ræða. Þjófarnir áttu að farga bílnum en þótti hann svo glæsilegur að þeir grófu hann í staðinn. Bíllinn er enn til og ber númeraplötuna „Dug up“.  Gull í garðinum Hvern hefur ekki dreymt um að finna grafinn fjársjóð? Par í Sierra í Nevada í Bandaríkjunum upplifði þann draum árið 2013 þegar það fór í göngutúr með hundinn sinn. Parið átti ágætis jörð og var í göngutúr þegar það sá ryðgað járnílát standa upp úr jörðinni. Þau opnuðu lok á í látinu og fundu fullt af málmdiskum. Tóku þau ílátið heim til að skoða innihaldið betur. Eftir skrúbb og þrif kom í ljós að ílátið var fullt af gullpeningum frá árinu 1890. Þau fór aftur á staðinn þar sem þau fundu gullið og fundu tvö ílát til viðbótar. Alls fundust 1.373 gullpeningar sem metnir voru á 10 milljónir dala eða um 1,1 milljarð króna.  Kjarnorkubyrgi og vistir Chris og Collen Otcasek keyptu hús í Woodland Hills í Kaliforníu árið 2013. Í gögnunum sem fylgdu kaupsamningi kom fram að geymsla væri í garðinum. Hjónin héldu að um holu í jörð væri að ræða en þegar þau fluttu inn kom í ljós að um kjarnorkubyrgi var að ræða sem hafði verið byggt árið 1960. Það var óhreyft, hlaðið vistum og nauðsynjavöru frá þeim tíma. Kjarnorkuverkfræðingurinn Alvin Kaufman hafði byggt byrgið þegar kalda stríðið geisaði en þar var einnig að finna töluvert af dagblöðum og tímaritum. Alvin ætlaði ekki að leiðast ef til kjarnorkustríðs kæmi.  Lois Lane í garðinum Árið 1996 fannst Lois Lane, ástkona Superman, í bakgarði í Glendale í Kaliforníu. Eða nánar tiltekið leikkonan Margot Kidder sem fór með hlutverk hennar í kvikmyndunum sem skörtuðu Christopher Reeve í aðalhlut- verki. Leikkonan var heil á húfi en hafði verið týnd í fjóra daga. Hún var skelkuð og hrakin en hún var seinna greind með geðklofa. Hún hefur síðan fengið aðstoð heilbrigðisyfir- valda og náð góðum bata. Hverfi á sprengjuæfingasvæði  Íbúar í hverfi í Orlando í Flórída fara varlegar en aðrir þegar þeir grafa í garðinum. Ástæðan er sú að þúsundir húsa á um 5.000 hektara svæði voru byggð ofan á gömlu sprengjuæfingasvæði frá seinni heimsstyrjöldinni. Frá árinu 1998 hafa fundist 126 virkar sprengjur á og í kringum hlaupavöll hjá framhaldsskóla. Þónokkrar sprengjur hafa einnig fundist í görðum á svæðinu þó herinn hafi eytt um milljarði króna í hreinsunarstörf. Húsnæðis- verð hefur hrunið frá því að sprengjurnar fóru að finnast og fjöldi lögsókna litið dagsins ljós.  Allt er vænt sem vel er grænt Í desember 2012 fann Mack Reed, íbúi í Silver Lake-hverfinu í Los Angeles, nokkuð óvænt tösku í garðinum sínum. Hann hafði fengið til sín verkamann til að setja upp sólarsellur til raforkuöflunar. Í garðinum var niðurgrafin hvelfing sem var lítið notuð og þegar hún var opnuð í tengslum við verkefnið kom í ljós græn taska. Í henni voru um tíu kíló af kannabisefnum Reed hringdi í lögregluna en fékk þau svör að allir bílar væri úti vegna neyðartilviks. Þjónustufulltrúi lögreglunnar bað þá Reed um að koma með efnin á lögreglustöðina. Reed fannst það ekki nægilega góð hugmynd og á endanum var rannsóknarlögregla send á staðinn. Reed skildi eftir miða í garðhvelfingunni sem á stóð: „Fann efnin og hringdi á lögguna. Þeir gerðu efnin upptæk og eru núna að fylgjast með staðnum. Sorrí“.  500 kílóa steingervingur Þegar Gary Johnson var í framhaldsskóla í Rancho Palos Verdes í Kaliforníu rakst hann á undarlegan stein nærri heimili sínu. Hann hafði mikinn áhuga á fornleifafræði og með hjálp vina sinna rúlluðu þeir 500 kílóa hnullungnum inn í garð hjá sér. Gary þreif mestu drulluna af steininum og fékk síðan fornleifafræðing til að líta á gripinn. Sá sagði hann nauðaómerkilegan. 35 árum seinna sá Gary þátt um 300 kílóa steingerving af búrhval sem var 12.000 ára gamall. Sá fannst rétt hjá æskuheimili Garys. Gary fékk því annan fornleifafræðing til að meta steininn og þá kom í ljós að um sambæri- legan og stórmerkilegan fund var að ræða. Steingervingurinn er núna í Náttúruminjasafni Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.