Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Síða 56
Helgarblað 15.–18. ágúst 2014
63. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Saug hann á
sviðakjamma
við tölvuna?
Velferðarríki
fyrir kjúklinga
n Þingkonan Elín Hirst tjáði
vinum sínum á Facebook frá
því sem voru að hennar mati
bestu fréttir sem hún hafi heyrt
í langan tíma. Þar átti hún við
svokallaða velferðarkjúklinga.
„Velferðarkjúklingarnir sem fá
að alast upp við náttúrulegar að
stæður er besta frétt sem ég hef
heyrt lengi, þegar dýravelferð
er annars vegar,“ skrifaði Elín á
fimmtudag. Hún sagðist hlakka
til að geta keypt slíkan kjúkling.
„Gaman að
vita einnig
hvar hægt
verður
að kaupa
þessar
afurðir,“
skrifaði
Elín.
„Hreinræktaðir
Íslendingar“ bíða
í röðum
n Dr. Gunni Hjálmarsson kom
ferðamönnum til varnar á bloggi
sínu á þriðjudag og segir bölv
„hreinræktaðra Íslendinga“ yfir
að þurfa að bíða í röð vera ein
tómt væl. „Við þessa vælverja
segi ég: Farið til Þorlákshafnar ef
þið viljið endilega vera þar sem
ekki sést sála á götunum. Ég man
alveg þegar Reykjavík var eins og
Þorlákshöfn. Maður fór kannski
á einhverja drepleiðinlega mynd
í MÍR klukkan 14 á sunnu
degi, kom svo út og
gekk um göturn
ar þar sem ekki
hræða var á
ferð; í mesta
lagi nokkrir
að rúnta nið
ur Laugaveg
inn inni í bíl
um,“ skrifar Dr.
Gunni.
Sigmundur
snýr aftur
n Forsætisráðherrann Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson sneri
aftur af krafti á Facebook þegar
hann uppfærði síðuna sína eftir
tæplega mánaðarhlé. Á einni viku
hefur hann sett inn þrjár færsl
ur með nokkuð þjóðlegu ívafi. Sú
fyrsta fjallaði um heimsókn hans
á Handverkshátíðina í Eyjafirði.
„Stórkostlegt að sjá fjölbreytileik
ann og nýsköpunina í íslensku
handverki og vöruþróun,“ sagði
Sigmundur. Næst mærði hann
íslensku kraftajötnana Bene-
dikt Magnússon og Hafþór Júlí-
us Björnsson sem unnu til afreka
í vikunni. „Ég er hissa á að þetta
skuli ekki hafa vakið meiri athygli
hér heima en raun ber vitni,“ kvað
Sigmundur. Að lokum brá hann
sér til Siglufjarðar.
„Hitti unga
frænku sem
var að keppa
á Pæju
mótinu,“
sagði
forsætisráð
herrann.
16/08 201
4 | WWW.
LOTTO.IS
Ert þú á Facebook? Magnað, við líka!
facebook.com/lotto.is
Lottópotturinn stefnir í 60 sætar og svalandi milljónir!
Skelltu þér í smá Lottóleiðangur og fáðu þér miða.
Leyfðu þér smá Lottó!
60 FRÍSKANDI
KÚLUR!PIPAR \ TBWA
•
S
ÍA
Garðbæingar flykkjast til Ítalíu
n Seldist strax upp í hópferð á leik Stjörnunnar gegn Inter Milan n 200 manns á biðlista
E
ins Greinilegt er að mikill
áhugi er á viðureign
Stjörnunnar gegn Inter
Milan sem fram fer hér á Ís
landi þann 20. ágúst sem
og í Mílanó þann 28. ágúst. Íslensk
ferðaskrifstofa bauð upp á hópferð
á leikinn í Mílanó og varð uppselt
í hana á örskömmum tíma. Ferðin
kostaði rétt tæpar 130.000 krónur á
mann.
Leikurinn í Mílanó mun fara fram
á San Siroleikvanginum, sem er
heimaleikvangur bæði Inter Milan
og A.C. Milan. 80.000 manns kom
ast fyrir á leikvanginum, en til gam
ans má geta að Samsungvöllurinn,
sem er heimavöllur Stjörnunnar er
með sæti fyrir tæplega 1.000 manns.
Victor Ingi Olsen, rekstrarstjóri
knattspyrnudeildar Stjörnunnar,
segir að ásókn í að komast á leik
inn úti hafi verið gríðarleg og að
áhuginn hafi verið miklu meiri
en hann hafði nokkurn tíma þor
að að vona. „Það er náttúrlega frá
bært að sjá hvað Garðbæingar og
aðrir hafa mikinn áhuga á að fylgja
Stjörnunni í þetta rosalega verk
efni,“ segir Victor.
Hann segir að það hafi selst upp
í leiguvélina, sem tekur 178 manns
í sæti, á örskömmum tíma og nú sé
verið að leita leiða til að koma enn
fleira fólki út á leikinn með öðrum
leiðum, en nú þegar eru komnar inn
rúmlega 260 beiðnir um miða á leik
inn. Victor telur að það verði um 300
Íslendingar á San Siro þegar leik
urinn fer fram. Hann segir leikmenn
Stjörnunnar gríðarlega spennta fyr
ir leiknum gegn Inter, en segir þó
að þeir reyni að halda fókusnum
á næsta leik liðsins, en þeir spila á
móti Val í kvöld. n
jonsteinar@dv.is
San Siro-leikvangurinn Victor býst við
að 300 Íslendingar muni leggja leið sína til
Ítalíu til að styðja Stjörnumenn.