Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Qupperneq 24
Vikublað 23.–25. september 201424 Neytendur Krabbameinsvaldur í hverjum krók og kima n Skaðleg eldvarnarefni mælast í sláandi mæli í börnum n Finnast í ryki sem þú andar að þér B andaríski þrýstihópurinn Environmental Working Group (EWG) lét á dögun- um framkvæma rannsókn í samstarfi við vísindamenn við hinn virta Duke-háskóla í Banda- ríkjunum þar sem magn eldvarnar- efna í líkama barna og mæðra þeirra var mælt. Rannsóknir voru gerðar á 22 mæðrum og 26 börnum og var niðurstaðan sú að í þvagi allra mæld- ist eldvarnarefnið TDCIPP. Það er krabbameinsvaldandi eldvarnarefni sem notað er í margvíslegar vöru- tegundir sem er að finna á hverju heimili. Í börnunum mældist meðal- talsgildi TDCIPP, eftir að það brotnar niður, nærri fimm sinnum hærra en hjá mæðrunum. Í versta dæminu var magnið í barninu 23 sinnum hærra en í móðurinni. Úr einu skaðlegu efni yfir í annað Fyrir um áratug fóru Umhverfis- verndarstofnun Bandaríkjanna og heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjun- um í herferð til að þvinga svoköll- uð brómuð eldvarnarefni (PBDE) af markaði. Brómuð eldvarnarefni er samheiti yfir fjölda efna sem not- uð eru til að eldverja allt frá rafbún- aði, til einangrunarefna úr plasti og vefnaðarvöru hvers kyns. Einföld PBDE-efni eru mjög eitruð lífverum í vatni og mörg þessara efna brotna lítið niður í náttúrunni. Því safnast þau saman í bæði mönnum og dýr- um og valda skaða. Sum þessara PBDE-efna geta valdið lifrarskaða, raskað hormónajafnvægi, minnk- að frjósemi, skaðað fóstur og valdið skemmdum á taugakerfinu þótt lítið sé vitað um langtímaverkun þessara efna samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun á Íslandi. Barátt- an í Bandaríkjunum varð til þess að framleiðendur hættu í eins miklum mæli að nota þessi efni en EWG lék forvitni á að vita hvort þeir hafi snúið sér að öruggari efnum eða hreinlega skipt úr einu algengu eiturefni yfir í annað vegna umræðunnar. Það varð til þess að rannsóknin var gerð með framangreindum niðurstöðum. Þessi TDCIPP-efni er almennt að finna í úretani, eða gerviefnum, sem notuð eru við framleiðslu á bólstruð- um húsgögnum, sófaáklæði, sessum í bifreiðar og barnavörum á borð við skiptiborð og brjóstagjafarpúða. Svona berast efnin í þig En hvernig berast þessi eldvarnar- efni í líkama okkar? Samkvæmt skýrslu EWG er algengasta leiðin sú að þau losna úr margvíslegum vör- um og blandast við ryk sem við síð- an öndum að okkur og gleypum. Til að útskýra hvers vegna magn þessara efna er hærra í ungbörnum en full- orðnum hafa vísindamenn bent á að börn eyða löngum stundum á gólf- inu þar sem ryk safnast saman og eru því í beinni snertingu við efn- in og nærri uppsprettunni. Vísinda- menn við Duke-háskólann gerðu rannsókn á PBDE-efnum árið 2012 þar sem niðurstaðan var að bein tengsl væru á milli þess magns af efnum sem fundust á höndum barna og þess mældist í blóði þeirra og renndi það stoðum undir kenningar um hlutverk smits milli handar og munns enda börn mikið með hend- urnar uppi í sér. Það sem getur hjálpað er ef for- eldrar eru duglegir við að þvo börn- unum um hendurnar. Fyrr á þessu ári komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu að börn sem þvegin eru um hendurnar að minnsta kosti fimm sinnum á dag mældust með 30–50 prósent minna magn af skað- legum eldvarnarefnum í sér en börn sem ekki voru þvegin jafnoft. Krabbameinsvaldur í sófasettinu En hvar finnur þú helst eldvarnarefni á heimilinu? Árið 2012 var gerð rann- sókn á 102 sýnum af úretanfroðu úr sófasessum. Í 85 prósentum þeirra fannst að minnsta kosti eitt eldvarn- arefni. Brómaða eldvarnarefnið PBDE var algengasta eldvarnarefnið sem fannst í sófum sem keyptir voru fyrir árið 2005 í Bandaríkjunum áður en notkun þess var hætt. Í sófum sem keyptir voru eftir 2005 innihéldu 52 prósent þeirra TDCIPP og 18 pró- sent innihéldu efni úr Firemaster 550-eldvarnarefninu, bæði eru flokk- uð sem krabbameinsvaldar. Notkun á krabbameinsvaldandi eldvarnar- efnum var því að aukast því 93 pró- sent sófa sem keyptir voru árið 2005 innihéldu eldvarnarefni samanbor- ið við 76 prósent sófa fyrir árið 2005. Rannsókn á barnavörum sýndi sam- bærilega þróun. 80 prósent sýna úr 101 barnavöru sem rannsökuð var, þar á meðal barnasætum, barnabíl- stólum og færanlegum dýnum inni- héldu eldvarnarefni. Þar af fannst TDCIPP í 36 prósentum sýnanna og efni úr Firemaster 550 í 17 prósent- um. Mörg eldvarnarefni eru viðbót- arefni sem þýðir að þeim er bland- að saman við önnur innihaldsefni en ekki bundin þeim með efnahvörf- um. Það verður þess valdandi að þau eiga greiða leið úr vörunni sem inni- heldur þau og berast þannig í menn og dýr. Heimilisryk ekki skaðlaust Gerð var rannsókn á heimilisryki í Kaliforníu árið 2006 og 2011 þar sem fannst 41 mismunandi eldvarnar- efni í að minnsta kosti helmingi allra sýna. EWG bendir á að magn TDCIPP í heimilisryki margra húsa hafi farið langt yfir skilgreind heilsu- verndarmörk Bandarísku umhverfis- verndarstofnunarinnar. Neytendaverndarráð Bandaríkj- anna (Consumer Product Safety Comission) áætlaði í skýrslu árið 2006 að börn þar í landi kæmust í snertingu við fimmfalt það magn af TDCIPP sem ásættanlegt gæti talist og að það hefði í för með sér krabbameinshættu sem væri langt yfir ásættanlegum mörkum – eða eitt barn af hverri milljón á fyrstu tveimur árum ævinnar. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á fólki, það er á blóðsýnum, þvagi og brjóstamjólk, sýna iðulega ummerki eldvarnarefna í fólki. Krefjast úrbóta Í skýrslu sinni vegna rannsóknar- innar hefur Environmental Working Group lagt fram kröfur í nokkrum liðum þar sem úrbóta er krafist, neytendum til hagsbóta. „Bandarísk stjórnvöld verða að endurskoða regluverkið sem leyfir það að skaðlegum efnum á borð við brómuð eldvarnarefni sé skipt út fyrir önnur sambærileg efni sem kunna að vera ekki síður eitruð. Gögn þessarar rannsóknar sýna að börn verða fyrir mun meiri áhrif- um og komast meira í snertingu við þessi skaðlegu efni en fullorðn- ir. Það eitt að heilsu barna sé stefnt í voða ætti að vera næg ástæða til skjótra aðgerða,“ segir í niðurlagi skýrslunnar. EWG leggur síðan meðal annars til að allar vörur sem innihalda eldvarnarefni verði greinilega merktar svo neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Þá verði að taka fram hvaða tilteknu eldvarnarefni varan innihaldi. Leggja samtökin til að notk- un eldvarnarefna í vöru sem ætluð er ungum börnum verði bönnuð. „Sum þessara efna sýna merki þess að raska hormónastarfsemi og/eða eru krabbameinsvaldandi. Það ætti að forðast að börn komist í tæri við slík efni á frumbernskuskeiðinu.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Börnin í meiri hættu Heimilisrykið getur verið smekkfullt af skaðlegum eldvarnarefnum sem losna úr húsgögnum, vefnaðarvöru, rafbún- aði og einangrunarefnum úr plasti. Börn eyða löngum stundum á gólfinu innan um rykið og mælist styrkur þessara efna því hærri í þeim en fullorðnum. Þau eru talin krabbameinsvaldandi. Mynd SHutterStocK Lærðu að lesa upplýsingarnar og láttu ekki glansmyndina blekkja þig Þ að ætti að vera öllum ljóst að þú getur ekki treyst því að morgun- kornið sem þú kaupir úti í búð sé jafn heilnæmt og hollt og framleiðandinn vill telja þér trú um framan á kassanum. Þú þarft að rýna í upplýsingarnar og afrugla blekkj- andi yfirlýsingar á kassanum. DV tók saman nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga þegar þú velur morgun- korn fyrir þig eða fjölskyldu þína. n Lestu lengra en fyrsta innihaldsefnið Á innihaldslýsingunni færðu upplýs- ingar um það magn sem er af hverju innihaldsefni. Það sem er talið upp fyrst er veigamest, svo koll af kolli. Þar finnur þú upplýsingar um fitu- innihald, gerviefni og önnur auka- og viðbótarefni. Hafðu í huga að heilkorna þýðir ekki alltaf að varan sé trefjarík. Gerðu kröfu um minnst fimm grömm af trefjum. n Gættu þín á sykrinum Heilsusamlega konan með Colgate- brosið á kassanum þýðir ekki endi- lega að þú sért að fara að skafa af þér kílóin með því að borða þetta morgun korn. Sykur er gefinn upp í áðurnefndri innihaldslýsingu en gættu þín að sykur getur heitið ýms- um nöfnum. Púðursykur, hrásykur, karamella (caramel) og hunang. Svo eru það gervisætuefnin sem eru víst engu skárri. Consumer Reports mæl- ir með að þú takmarkir sykurmagn- ið við 8 grömm á skammt. Morgun- kornið á myndinni inniheldur sykur, hunang og gervisætuefnin sucralose og acesulfame potassium. n Hver er uppspretta trefjanna? Á morgunkorninu á myndinni er heilkorn fyrsta innihaldsefnið, sem er gott. En það er engin leið að vita hversu mikið af trefjum þess koma úr heilkorni. Sannleikurinn er sá að það inniheldur viðbættar trefjar úr með- al annars inúlín og baunatrefjum. Viðbættar trefjar eru kannski ekki jafnhollar og heilkornatrefjar. Lestu þér til um hvort morgunkornið inni- haldið viðbættar trefjar. n Skammtastærð Það getur reynst þrautin þyngra að bera saman næringarupplýsingar milli morgunkornskassa því eðlis- munur kann að vera á innihaldi þeirra og skammtastærðir af öllum toga. Viðmið bandaríska matvælaeftirlits- ins (FDA) er að skammtastærð sé það hlutfall af bolla sem næst kemst 15, 30 og 55 grömmum eftir eðlis- þyngd morgunkornsins. Skammtur af granóla getur því verið hálfur bolli en heill bolli fyrir maísflögur. n mikael@dv.is Lærðu að lesa á kassann Það er gott að vita eftir hverju skal leita á kassanum þegar kemur að vali á morgunkorni. Fjögur atriði til að athuga á morgunkornskassanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.