Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Page 4
4 Fréttir 27.–29. september 2013 Helgarblað Haustbúðir fyrir 30+ - spænskunámskeið, göngur og jóga Vetrarbúðir fyrir 60+ - persónuleg stefnumótun, göngur og spænskunám Sumarbúðir fyrir 14-18 ára Útskriftarferðir fyrir framhaldsskóla og háskóla Skipulag gönguferða fyrir hópa Gönguferðir um Jakobsveginn – leiðina til Santiago de Compostela Tungumálaskólar á Spáni www.mundo.is Mundo ferðir kynna: Nánari upplýsingar hjá margret@mundo.is. eða í síma 691 4646. 71,5 milljónir í arð n Lögmannsstofa Kristins Hallgrímssonar úr S-hópnum E igendur lögmannsstofunnar Advel, sem er meðal annars í eigu Kristins Hallgrímssonar, fengu 71,5 milljónir króna í arð út úr einu af rekstrarfélögum lög- mannsstofunnar. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins Advel - lög- fræðiþjónusta ehf. sem nýlega varð opinber hjá ársreikningaskrá ríkis- skattstjóra. Félagið tapaði rúmlega þrem- ur milljónum króna á síðasta ári en samt sem áður var umræddur arður greiddur út úr félaginu vegna rekstr- arársins þar á undan. Árið 2011 nam arðgreiðslan út úr félaginu 45 millj- ónum króna. Samtals nema arð- greiðslurnar út úr félaginu því nærri 120 milljónum króna á tveimur árum. Lögmannsstofan, sem áður hét Fulltingi, er einna þekktust vegna starfa Kristins Hallgrímssonar fyrir þá Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson sem báðir voru meðlimir í S-hópn- um sem keypti Búnaðarbankann árið 2003. Kristinn sá nánast alfar- ið um lögfræðilega hlið þeirra við- skipta sem síðar sættu harðri gagn- rýni. Síðan þá hefur lögmannsstofa Kristins unnið fyrir þessa aðila og sá meðal annars um að ganga frá kaupum á rúmlega tveggja prósenta hlut í Kaupþingi fyrir hönd katarska sjeiksins Al Thanis. Embætti sér- staks saksóknara fór meðal annars í húsleit á lögmannsstofunni vegna þeirra viðskipta. Þá er lögmanns- stofan staðsett í húsi sem er í eigu Ólafs Ólafssonar við Suðurlands- brautina. n ingi@dv.is Góður arður Arðgreiðslur út úr lögmanns- stofu Kristins Hallgrímssonar nema samtals tæplega 120 milljónum króna á tveimur árum. „Menntahroki“ Bæði fyrrverandi stjórnarfor- maður og varaformaður stjórn- ar Íbúðalánasjóðs sögðu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd- ar Alþingis á fimmtudag að rann- sóknarnefnd um Íbúðalánasjóð hefði gert of lítið úr reynslu manna sem stjórnuðu sjóðnum. Um of hafi verið einblínt á menntun. Samkvæmt frétt RÚV sagði stjórnarformaðurinn þetta til marks um menntahroka, sem væri ríkur í Íslendingum. Á fund- inum var farið yfir skýrslu rann- sóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Ríkisstjórnin fær upplýsinga- fulltrúa Sigurður Már Jónsson hefur ver- ið ráðinn upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Sig- urður Már er fyrrverandi blaða- maður á Viðskiptablaðinu og var um skeið ritstjóri þess. Hann hefur undanfarið séð um viðskiptaum- fjöllun á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Sigurður Már mun starfa í forsætisráðuneytinu og hefur störf 1. október næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðu- neytinu. Félag Bjarna græddi 375 milljónir S jávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, hagnaðist um tæplega 375 milljónir króna í fyrra. Fé- lagið á eignir upp á meira en 3,2 milljarða króna en skuldar rúman milljarð. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskatt- stjóra þann 19. september síðast- liðinn. Sjávarsýn er einna þekktast fyrir að hafa verið félagið sem Bjarni notaði til að halda utan um hluta- bréf sín í Glitni á árunum fyrir hrunið 2008. Bjarni var bankastjóri Glitnis þar til í lok apríl 2007. Hann seldi hlutabréf sín á yfirverði fyrir um átta milljarða króna þegar hann hætti í bankanum eftir yfirtöku FL Group á honum. Eftir hrunið skil- aði hann svo yfirverðinu sem hann fékk fyrir bréfin, um milljarði króna. Mest skuldabréf Stærsti hluti hagnaðar Sjávarsýnar er gengismunur, rúmlega 200 millj- ónir króna, en rekstrarhagnaðurinn nam rúmlega 180 milljónum. Eignasafn félagsins er annars áhugavert en langstærsti hluti ríflega 3,2 milljarða króna eigna þess eru skuldabréf upp á meira en 2,7 millj- arða króna. Bjarni er ekki áhættu- sækinn fjárfestir og hefur haft það orð á sér í fjármálalífinu að vera mik- ill skuldabréfamaður. Ekki er tekið fram hvers eðlis þessi skuldabréf eru. Skuldabréfaeign félagsins jókst um nærri milljarð króna á milli ár- anna 2011 og 2012. Auk skuldabréfanna á félagið eignarhluti í öðrum félögum fyrir tæplega 365 milljónir króna. Félag Bjarna á meðal annars hlut í fyrir- tækinu Kælitækni, líkt og DV greindi frá fyrir skömmu, ásamt félögum í eigu Erlendar Hjaltasonar og Hjör- leifs Jakobssonar. Þá á félag Bjarna einnig hlut í öðrum félögum en þau eru ekki tilgreind í ársreikningi hans. Rann saman við annað félag Í ársreikningi Sjávarsýnar er tekið fram að árið 2011 hafi félagið Imagine Investments, sem einnig var í eigu Bjarna, runnið inn í félag- ið og verið hluti af því síðan. Það fé- lag komst í fréttirnar haustið 2009 þegar frá því var greint að Bjarni hefði komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskriftir á rúmlega 800 milljóna króna skuld- um eignarhaldsfélagsins við bank- ann. Félagið fjárfesti í 12 prósenta hlut í norska fasteignafélaginu Glitnir Property Holding í árs- lok 2007 fyrir nærri milljarð króna. Bjarni lagði fram 351 milljón króna í eiginfjárframlag til að fjármagna kaupin og veitti Glitnir honum lán fyrir afganginum af kaupverðinu. Bjarni tapaði eiginfjárframlaginu sem hann lagði í viðskiptin og var veðið fyrir eftirstöðvunum af fjár- festingunni sem Glitnir hafði lán- að fyrir í bréfunum sjálfum í Glitni Property Holding. Veðstaða Glitnis var því ekki góð. Bjarni greiddi hins vegar nokkra tugi milljóna króna upp í skuldina áður en hún var afskrifuð jafnvel þó hann hefði ekki þurft að gera það. Þegar DV ræddi við Bjarna um þetta mál í september 2009 sagði hann, aðspurður af hverju hann hefði ekki bara greitt alla skuldina þar sem Sjávarsýn ætti nægilega fé til þess, að slíkt hefði verið „óábyrgt“: „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Er það ekki?“ Staða Sjávarsýnar er að minnsta kosti mjög sterk í dag og á félagið miklar eignir á móti skuldum sín- um. n „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Milljarða eignir Eignarhaldsfélag Bjarna Ármanns- sonar á meira en þriggja milljarða króna eignir og skuldir félagsins nema rúmum milljarði. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Sjávarsýn á eignir upp á meira en þrjá milljarða króna Mótmæli við sendiráð Mótmæli voru haldin við danska sendiráðið á fimmtudaginn. Voru það nokkrir ME- og FM- (síþreytu og vefjagigtar) sjúklingar sem tóku sig saman um að mótmæla meðhöndl- uninni á M.E.-sjúklingnum Karinu Hansen í Danmörku fyrir utan sendiráðið. „Karina, 23 ára kona, var tekin í nauðungarvistun og hefur lítil sem engin samskipti við fjölskyldu sína vegna þess að nokkrir læknar telja ME vera sálvefrænan sjúkdóm sem hún „spinnur upp“ með ímynd- unarafli sínu,“ segir á heimasíðu ME félags Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.