Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 27.–29. september 2013 Helgarblað Haustbúðir fyrir 30+ - spænskunámskeið, göngur og jóga Vetrarbúðir fyrir 60+ - persónuleg stefnumótun, göngur og spænskunám Sumarbúðir fyrir 14-18 ára Útskriftarferðir fyrir framhaldsskóla og háskóla Skipulag gönguferða fyrir hópa Gönguferðir um Jakobsveginn – leiðina til Santiago de Compostela Tungumálaskólar á Spáni www.mundo.is Mundo ferðir kynna: Nánari upplýsingar hjá margret@mundo.is. eða í síma 691 4646. 71,5 milljónir í arð n Lögmannsstofa Kristins Hallgrímssonar úr S-hópnum E igendur lögmannsstofunnar Advel, sem er meðal annars í eigu Kristins Hallgrímssonar, fengu 71,5 milljónir króna í arð út úr einu af rekstrarfélögum lög- mannsstofunnar. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins Advel - lög- fræðiþjónusta ehf. sem nýlega varð opinber hjá ársreikningaskrá ríkis- skattstjóra. Félagið tapaði rúmlega þrem- ur milljónum króna á síðasta ári en samt sem áður var umræddur arður greiddur út úr félaginu vegna rekstr- arársins þar á undan. Árið 2011 nam arðgreiðslan út úr félaginu 45 millj- ónum króna. Samtals nema arð- greiðslurnar út úr félaginu því nærri 120 milljónum króna á tveimur árum. Lögmannsstofan, sem áður hét Fulltingi, er einna þekktust vegna starfa Kristins Hallgrímssonar fyrir þá Ólaf Ólafsson og Finn Ingólfsson sem báðir voru meðlimir í S-hópn- um sem keypti Búnaðarbankann árið 2003. Kristinn sá nánast alfar- ið um lögfræðilega hlið þeirra við- skipta sem síðar sættu harðri gagn- rýni. Síðan þá hefur lögmannsstofa Kristins unnið fyrir þessa aðila og sá meðal annars um að ganga frá kaupum á rúmlega tveggja prósenta hlut í Kaupþingi fyrir hönd katarska sjeiksins Al Thanis. Embætti sér- staks saksóknara fór meðal annars í húsleit á lögmannsstofunni vegna þeirra viðskipta. Þá er lögmanns- stofan staðsett í húsi sem er í eigu Ólafs Ólafssonar við Suðurlands- brautina. n ingi@dv.is Góður arður Arðgreiðslur út úr lögmanns- stofu Kristins Hallgrímssonar nema samtals tæplega 120 milljónum króna á tveimur árum. „Menntahroki“ Bæði fyrrverandi stjórnarfor- maður og varaformaður stjórn- ar Íbúðalánasjóðs sögðu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd- ar Alþingis á fimmtudag að rann- sóknarnefnd um Íbúðalánasjóð hefði gert of lítið úr reynslu manna sem stjórnuðu sjóðnum. Um of hafi verið einblínt á menntun. Samkvæmt frétt RÚV sagði stjórnarformaðurinn þetta til marks um menntahroka, sem væri ríkur í Íslendingum. Á fund- inum var farið yfir skýrslu rann- sóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Ríkisstjórnin fær upplýsinga- fulltrúa Sigurður Már Jónsson hefur ver- ið ráðinn upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Sig- urður Már er fyrrverandi blaða- maður á Viðskiptablaðinu og var um skeið ritstjóri þess. Hann hefur undanfarið séð um viðskiptaum- fjöllun á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Sigurður Már mun starfa í forsætisráðuneytinu og hefur störf 1. október næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðu- neytinu. Félag Bjarna græddi 375 milljónir S jávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, hagnaðist um tæplega 375 milljónir króna í fyrra. Fé- lagið á eignir upp á meira en 3,2 milljarða króna en skuldar rúman milljarð. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskatt- stjóra þann 19. september síðast- liðinn. Sjávarsýn er einna þekktast fyrir að hafa verið félagið sem Bjarni notaði til að halda utan um hluta- bréf sín í Glitni á árunum fyrir hrunið 2008. Bjarni var bankastjóri Glitnis þar til í lok apríl 2007. Hann seldi hlutabréf sín á yfirverði fyrir um átta milljarða króna þegar hann hætti í bankanum eftir yfirtöku FL Group á honum. Eftir hrunið skil- aði hann svo yfirverðinu sem hann fékk fyrir bréfin, um milljarði króna. Mest skuldabréf Stærsti hluti hagnaðar Sjávarsýnar er gengismunur, rúmlega 200 millj- ónir króna, en rekstrarhagnaðurinn nam rúmlega 180 milljónum. Eignasafn félagsins er annars áhugavert en langstærsti hluti ríflega 3,2 milljarða króna eigna þess eru skuldabréf upp á meira en 2,7 millj- arða króna. Bjarni er ekki áhættu- sækinn fjárfestir og hefur haft það orð á sér í fjármálalífinu að vera mik- ill skuldabréfamaður. Ekki er tekið fram hvers eðlis þessi skuldabréf eru. Skuldabréfaeign félagsins jókst um nærri milljarð króna á milli ár- anna 2011 og 2012. Auk skuldabréfanna á félagið eignarhluti í öðrum félögum fyrir tæplega 365 milljónir króna. Félag Bjarna á meðal annars hlut í fyrir- tækinu Kælitækni, líkt og DV greindi frá fyrir skömmu, ásamt félögum í eigu Erlendar Hjaltasonar og Hjör- leifs Jakobssonar. Þá á félag Bjarna einnig hlut í öðrum félögum en þau eru ekki tilgreind í ársreikningi hans. Rann saman við annað félag Í ársreikningi Sjávarsýnar er tekið fram að árið 2011 hafi félagið Imagine Investments, sem einnig var í eigu Bjarna, runnið inn í félag- ið og verið hluti af því síðan. Það fé- lag komst í fréttirnar haustið 2009 þegar frá því var greint að Bjarni hefði komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskriftir á rúmlega 800 milljóna króna skuld- um eignarhaldsfélagsins við bank- ann. Félagið fjárfesti í 12 prósenta hlut í norska fasteignafélaginu Glitnir Property Holding í árs- lok 2007 fyrir nærri milljarð króna. Bjarni lagði fram 351 milljón króna í eiginfjárframlag til að fjármagna kaupin og veitti Glitnir honum lán fyrir afganginum af kaupverðinu. Bjarni tapaði eiginfjárframlaginu sem hann lagði í viðskiptin og var veðið fyrir eftirstöðvunum af fjár- festingunni sem Glitnir hafði lán- að fyrir í bréfunum sjálfum í Glitni Property Holding. Veðstaða Glitnis var því ekki góð. Bjarni greiddi hins vegar nokkra tugi milljóna króna upp í skuldina áður en hún var afskrifuð jafnvel þó hann hefði ekki þurft að gera það. Þegar DV ræddi við Bjarna um þetta mál í september 2009 sagði hann, aðspurður af hverju hann hefði ekki bara greitt alla skuldina þar sem Sjávarsýn ætti nægilega fé til þess, að slíkt hefði verið „óábyrgt“: „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Er það ekki?“ Staða Sjávarsýnar er að minnsta kosti mjög sterk í dag og á félagið miklar eignir á móti skuldum sín- um. n „Enda væri það náttúrulega bara óábyrg meðferð á fé af minni hálfu að gera það. Milljarða eignir Eignarhaldsfélag Bjarna Ármanns- sonar á meira en þriggja milljarða króna eignir og skuldir félagsins nema rúmum milljarði. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Sjávarsýn á eignir upp á meira en þrjá milljarða króna Mótmæli við sendiráð Mótmæli voru haldin við danska sendiráðið á fimmtudaginn. Voru það nokkrir ME- og FM- (síþreytu og vefjagigtar) sjúklingar sem tóku sig saman um að mótmæla meðhöndl- uninni á M.E.-sjúklingnum Karinu Hansen í Danmörku fyrir utan sendiráðið. „Karina, 23 ára kona, var tekin í nauðungarvistun og hefur lítil sem engin samskipti við fjölskyldu sína vegna þess að nokkrir læknar telja ME vera sálvefrænan sjúkdóm sem hún „spinnur upp“ með ímynd- unarafli sínu,“ segir á heimasíðu ME félags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.