Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Page 12
sveitarfélaga og umfangi félagslega íbúðakerfisins á hverjum stað. Fæst­ ir eru á biðlista á Seltjarnarnesi en flestir í fjölmennasta sveitarfélaginu, Reykjavík. Þannig eru 810 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá borginni. Fjöldi úthlutana á leiguíbúð­ um hefur verið á bilinu 160–190 íbúð­ ir á ári þannig að ljóst er að biðin eftir íbúð getur verið löng. Samkvæmt upp­ lýsingum frá velferðarsviði borgarinn­ ar er meðalbiðtíminn 22 mánuðir. Í skriflegu svari Elfu Bjarkar Ell­ ertsdóttur, upplýsingafulltrúa Reykja­ víkurborgar, við fyrirspurn DV, kemur fram að 575 séu á biðlista eftir tveggja herbergja íbúðum, 165 á biðlista eftir þriggja herbergja íbúðum, og þá voru sjötíu á biðlista eftir fjögurra herbergja eða stærri íbúðum. Biðlistar eftir fé­ lagslegu leiguhúsnæði lengdust um sjö prósent á milli áranna 2012–2013. „Segja má að allir sem sækja um félags­ legt húsnæðisúrræði til Reykjavíkur­ borgar séu í brýnni þörf fyrir húsnæði en hluti þeirra uppfyllir ekki skilyrði um að fá félagslegt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir Elfa. 288 umsækjendur uppfylla ekki skil­ yrði um sérstakar húsaleigubætur, og hafa því ekki rétt á að félagslegu leigu­ húsnæði í Reykjavík. „Flestir eiga rétt“ Rétt rúmlega 240 fjölskyldur eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Hafnarfirði, þar af barst 81 umsókn það sem af er þessu ári. Þetta kem­ ur fram í skriflegu svari frá Rannveigu Einarsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldu­ sviðs Hafnarfjarðar. Biðlistinn er lang­ ur sé miðað við það að bærinn á 235 leiguíbúðir. Það mun því taka dágóðan tíma fyrir þann sem er neðst á biðlist­ anum að komast í íbúð. Rannveig segir erfitt að svara til um biðtíma eftir íbúð. Hún segir þó að flestir á biðlistanum hafi beðið í um það bil tvö ár. Hún seg­ ir að flestir sem óski eftir því séu skráð­ ir á biðlista: „Flestir sem leita hingað eiga rétt.“ Biðlisti eftir félagslegum leigu­ íbúðum í Mosfellsbæ telur einungis nítján fjölskyldur en bærinn er með fáar íbúðir til leigu. „Þegar íbúð losn­ ar þá er staða umsækjanda metin og sá sem er metinn í mestri þörf fyrir viðkomandi íbúð fær úthlutað íbúð­ inni,“ segir Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar. Hún segir erfitt að svara spurningum um hver biðtím­ inn sé þar sem umsækjendur flytjist ekki sjálfkrafa upp listann. Ásókn hef­ ur aukist aðeins á milli ára en í fyrra voru sautján fjölskyldur á biðlista. Hún segir mikilvægt að stjórnvöld grípi til hvetjandi aðgerða til að stuðla að stöð­ ugum leigumarkaði og uppbyggingu hans. „Enn fremur að stuðlað verði að því að íbúðarhúsnæði í eigu banka og Íbúðalánasjóðs sem hugsanlega stendur autt verði sett á leigumarkað.“ Þriðjungi vísað frá 26 fjölskyldur eru á biðlista eftir félags­ legri íbúð í Garðabæ. Að sögn upp­ lýsingastjóra bæjarins, Guðfinnu B. Kristjánsdóttur, hefur ásóknin aukist nokkuð á undanförnum árum. Hún segir afar misjafnt hversu lengi fólk þurfi að bíða eftir íbúð. Fimm einstak­ lingar eru á biðlista eftir félagslegum íbúðum á Seltjarnarnesi, en bærinn á einungis 13 félagslegar íbúðir. Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri segist ekki geta gefið upp neinn jafnaðarbið­ tíma þar sem leigukerfið sé lítið. Hann segir að ekki séu til tölur yfir þá sem leitað hafi til félagsþjónustunnar en eigi ekki rétt til að skrá sig á biðlista. Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri ráðgjafar­ og íbúðadeildar hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar, segir 173 umsóknir á biðlista eftir fé­ lagslegri leiguíbúð með 17 stig eða fleiri. „Það var í mars á þessu ári sem félagsmálaráð tók þá ákvörðun að vísa frá umsóknum með sextán stig eða færri.“ Hún segir sviðið ekki hafa haldið utan um fjöldann sem vísað hefur verið frá, en líklegt sé að það sé um þriðjungur. Hún segir biðtímann mjög mismunandi: „Að jafnaði getur biðtími verið í kringum tvö til þrjú ár.“ Ósýnilegur hópur Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, lagði nýlega fram bókun á fundi bæjarráðs Kópavogs, þar sem fram kom að eftirspurn eftir aðstoð hafi aukist mikið frá fólki sem áður hafi ekki þurft á henni að halda. Í langflestum tilvikum væri ástæða vandans dýrt húsnæði. Í samtali við RÚV sagðist Hjálmar telja að þetta væru um hundrað manns. Heimildarmaður DV innan úr fé­ lagslega kerfinu segir að þessi hópur sé svo að segja ósýnilegur þegar litið sé á tölur félagsþjónustunnar. Húsnæð­ isþörf þessa fólks sé brýn en þar sem tekjurnar séu hærri en félagsleg mörk segja til um fái það ekki aðstoð hjá fé­ lagsþjónustunni. Oft sé um að ræða fólk sem er í skuldavanda, jafnvel í ferli hjá umboðsmanni skuldara, og það greiði hátt hlutfall af tekjum sínum í skuldir. Það sem eftir sé, nægi ekki til þess að leigja á hinum almenna leigu­ markaði, þar sem verð fari síhækk­ andi. Lykilatriði í kjarasamningum Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, tók í sama streng og Hjálm­ ar í samtali við RÚV fyrr í þessum mánuði, þegar hann sagði öll sveitar­ félög glíma við sama vandann. Þá sagði hann að taka ætti málið upp á vettvangi Sambands íslenskra sveitar­ félaga „og sambandið myndi svo ræða við forsætisráðherra eða ríkisstjórnina um hvaða lausnir menn gætu séð fyr­ ir sér.“ Eygló Harðardóttir félagsmálaráð­ herra segist hafa rætt við lífeyrissjóði, verkalýðsforystuna og fulltrúa sveitar­ félaga um leiðir til þess að ýta undir byggingu leiguhúsnæðis sem rekið væri án hagnaðarsjónarmiða. Þá vilji hún skoða mögulegar ívilnanir sem gætu dregið úr byggingarkostnaði og þar með leitt til lægra leiguverðs. „Að auki hef ég lagt mikla áherslu á að hús­ næðismál verði eitt af lykilatriðunum í viðræðum aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga.“ Ekkert hefur þó verið ákveðið í þessum efnum. Ljóst er að þær 1.274 fjölskyldur sem eru á biðlista eftir félagslegu hús­ næði þurfa að bíða eitthvað lengur eft­ ir úrræðum ríkisstjórnarinnar. n 12 Fréttir 27.–29. september 2013 Helgarblað 1.200 á biðlista eftir félagslegu húsnæði n Neyðarástand ríkir á leigumarkaði n Málinu vísað í nefnd sem skilar af sér á næsta ári 1 .274 fjölskyldur og/eða einstak­ lingar eru á biðlistum eftir félagslegum íbúðum hjá sveitarfélögum á höfuðborgar­ svæðinu. Enn fleiri eru í bráðri húsnæðisþörf en fá ekki inni á biðlista þar sem þeir eru með tekjur umfram félagsleg mörk. Heimildarmaður DV innan úr félagslega kerfinu segir þann hóp að miklu leyti ósýnilegan þar sem hann birtist ekki í tölum félagsþjón­ ustunnar. „Það er stór hópur fólks sem á erfitt með að ná endum saman sem kemur aldrei inn á borð sveitarfélag­ anna.“ Ætla má að fleiri þúsundir einstak­ linga eigi í bráðum húsnæðisvanda. DV fjallaði fyrr í þessum mánuði um barnafólk sem býr við bág kjör í gömlu verslunarhúsnæði í Kópavogi. Fólk­ ið sagðist ekki hafa efni á því að leigja á hinum almenna leigumarkaði, en samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hefur húsaleiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um rúm sjö prósent á þessu ári einu saman. Æ fleiri leita á náðir sveitarfélag­ anna í von um að fá þar félagslega að­ stoð. Margir þeirra þurfa heim að snúa þar sem neyð þeirra þykir ekki næg. DV fjallaði nýlega um konu á sextugs­ aldri sem hefur búið á götunni frá því í janúar en fær samt sem áður ekki inni hjá félagslega kerfinu í Kópavogi. Ýmsir hafa að undanförnu kallað eft­ ir aðgerðum í húsnæðismálum, þar á meðal bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, sem hefur sagt vanda­ málið af slíkri stærðargráðu að það eigi erindi inn á borð ríkisstjórnarinn­ ar. Eygló Harðardóttir félagsmálaráð­ herra hefur vísað málinu í nefnd sem á að skila skýrslu í upphafi næsta árs. Neyðarástand Árni Páll Árnason, formaður Samfylk­ ingarinnar, sagði nýlega á Alþingi að bregðast þyrfti við því neyðarástandi sem nú ríkir á leigumarkaði: „Við sjá­ um í fréttum að fólk er látið hírast í skrifstofu­ eða atvinnuhúsnæði við óboðlegar aðstæður. Þetta segir okkar að það ríkir neyðarástand á þessum markaði.“ Sviðsstóri velferðarsviðs Reykjavíkur sagði í samtali við RÚV í vikunni sem leið að sameiginlegt átak ríkis og sveitarfélaga þyrfti til að leita lausna á húsnæðisvandanum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráð­ herra, tekur undir áhyggjur sveitarfé­ laga af stöðunni. „Vandinn er orðinn það mikill að við þurfum öll að taka höndum saman til að leysa hann,“ seg­ ir hún í skriflegu svari við fyrirspurn DV. Hún vísar til þess að skipuð hafi verið nefnd til að móta framtíðarstefnu í húsnæðismálum í júlí síðastliðn­ um. Verkefni hennar verður annars vegar „að kanna hvaða fyrirkomulag fjármögnunar almennra húsnæðis­ lána á íslenskum húsnæðislánamark­ aði sé hagkvæmast“, og hins vegar að „skoða hvernig unnt sé að tryggja virk­ an leigumarkað hér á landi.“ Nefndin mun skila niðurstöðum í upphafi næsta árs. Af svörum Eyglóar er ljóst að engra beinna aðgerða sé að vænta frá ríkisstjórninni á næstu mánuðum. Biðlistar lengjast Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru almennt að lengjast þegar litið er yfir tölur sem DV hefur fengið frá sveitar­ félögunum á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks á biðlista fer eftir stærð Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Langflestir bíða í Reykjavík Fjölskyldur og/eða einstaklingar sem eru á biðlista eftir félagslegri íbúð Höfuðborgarsvæðið allt 1.274 á biðlista Reykjavík 810 Hafnarfjörður 241 Kópavogur 173 Garðabær 26 Seltjarnarnes 5 Mosfellsbær 19 Árni Páll Segir um neyðarástand að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.