Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Qupperneq 15
Umræðan spillti mannorðinu
n Segist draga línuna við ásakanir um refsivert athæfi
E
gill Einarsson segist hafa upp
lifað margar andvökunætur í
kjölfarið á tíðum harðyrtri net
umræðu um mál sín. Þetta
sagði hann í Héraðsdómi Reykjavík
ur nú laust fyrir hádegi. Hann telur
umræðuna hafa spillt mannorði sínu
og að viðskiptavinum í fjarþjálfun
fækki í hvert sinn sem mál hans rati
í fjölmiðlana. „Það skráði sig enginn í
tíu daga í röð núna í september, sem
er mikilvægasti mánuðurinn,“ segir
Egill.
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Egils
fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á
fimmtudag. Egill stefndi Sunnu Ben
Guðrúnardóttur myndlistarkonu í
desember í fyrra fyrir ummæli sem
hún lét falla á samskiptavefnum Face
book. Þar hafði viðburður (e. event)
verið settur á laggirnar í mótmæla
skyni við því að Egill prýddi forsíðu
Monitor – því hann væri of umdeildur.
Miklar umræður spunnust í kjöl
farið fram á viðburðarsíðunni og fól
Egill lögmanni sínum, Vilhjálmi H.
Vilhjálmssyni, að kæra þrjá viðmæl
endur fyrir ærumeiðandi ummæli.
Í ummælum Sunnu er Egill með
al annars kallaður nauðgari og eru
slík ummæli refsiverð að mati lög
fræðings Egils þar sem þau séu til þess
fallin að særa og meiða. Í skýrslu töku
segir Egill að sér hafi fundist óþægi
legt að vera kallaður nauðgari þrátt
fyrir að nauðgunarákæran hafi verið
látin niður falla. Að eigin sögn megi
fólk kalla hann öllum illum nöfnum
og nefndi hann sem dæmi „stera
haus“ og „klámkjaft“. Hann dragi
línuna þegar verið væri að ásaka hann
um refsivert athæfi. Þá væri of langt
gengið.
Verjandi Sunnu, Sigríður Rut
Júlíus dóttir, benti í málflutningi sínum
á að Egill hafi sjálfur átt þátt í að skapa
þá orðræðu sem hann er kenndur
við, meðal annars vegna nauðgunar
brandara og niðurlægjandi ummæla
um nafngreinda einstaklinga. n
Ánægð með að
kennarinn víki
É
g er mjög sátt við þá niður
stöðu að það eigi að hefja
formlega og óháða rannsókn
á þessu máli. Og ég er líka
mjög sátt við að það sé loks
ins búið að vísa þessum kennara
frá störfum á meðan rannsókn fer
fram,“ segir móðir tíu ára stúlku
sem sagði frá einelti kennara í
Vesturbæjarskóla í sinn garð. Eftir
að hafa reynt að fá úrlausn á máli
dóttur sinnar frá árinu 2011, án ár
angurs, ákvað hún að taka barnið
úr skólanum.
Fjallað hefur verið um mál
stúlk unnar í fjölmiðlum síðustu
daga og á miðvikudag kom til
kynning frá Ragnari Þorsteinssyni,
sviðsstjóra skóla og frístunda
sviðs Reykjavíkurborgar, um að
kennarinn hefði verið leystur frá
störfum á meðan rannsókn óháðra
aðila færi fram. „Þetta er það sem
ég hef verið að berjast fyrir allan
þennan tíma, að okkur sé trúað,“
bætir móðirin við.
Sálfræðingur tilkynnti málið
Forsaga málsins er að umrædd
stúlka hóf tungumálanám ásamt
bekknum sínum árið 2011 og segir
móðirin eineltið hafa byrjað strax
í öðrum tíma tungumálakennsl
unnar. Stúlkan segir kennarann
meðal annars hafa öskrað á sig
að ástæðulausu, tekið hana út úr
hópnum og meinað henni þátttöku
í tímum. Móðirin segir bekkjar
félaga stúlkunnar hafa staðfest frá
sögn hennar.
Í sumarbyrjun 2012 eftir að
dóttirin hafði lýst hegðun kennar
ans og vanlíðan sinni var mál
ið tilkynnt til barnaverndar. Til
kynningin barst frá sálfræðingi
stúlkunnar og foreldrum.
Viðbrögð barnaverndar þá voru
að fela Vestur bæjarskóla að rann
saka málið, en það þótti móður
inni ámælisvert. Að hennar mati
skilaði sú rannsókn óásættanlegri
niðurstöðu. Hún segir í raun ekk
ert hafa gerst í málinu fyrr en hún
fór með það í fjölmiðla. Eftir að
hafa reynt allar aðrar leiðir.
Skólastjórinn klúðraði málinu
Á mánudagskvöld fór fram
fundur með foreldrum barna í
Vesturbæjar skóla, skólastjórnend
um og fulltrúum frá skóla og frí
stundasviði Reykjavíkurborgar.
Móðirin segir foreldra hafa verið
mjög reiða á fundinum, enda flest
ir mjög ósáttir við að ekki hafi verið
brugðist við málinu fyrr.
Þrátt fyrir að móðirin fagni því
að málið sé loksins komið í réttan
farveg er hún ósátt við hvernig
ferlið hefur verið. Og þó að dóttir
hennar sé ekki lengur nemandi við
skólann ætlar hún að fylgja málinu
eftir í þeirri von um að önnur börn
þurfi ekki að upplifa það sama.
„Ég er ekki sátt við hversu
langan þetta hefur tekið, alls ekki.
Því það er ekki eins og ég hafi
hlaupið með málið í fjölmiðla,
þetta er búið að vera í gangi í eitt og
hálft ár. Ég er síður en svo sátt við
framgöngu skólans í minn garð og
barnsins. Skólastjórinn ber ábyrgð
og hann er algjörlega búinn að
klúðra þessu máli. Eins skóla og
frístundasvið, það stóð ekki með
mér fyrr en málið fór í fjölmiðla.
Það hafði ekkert gerst fram að því.“
„Órökstuddar yfirlýsingar
hjálpa ekki“
Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri
skóla og frístundasviðs Reykja
víkurborgar, ritaði grein í Frétta
blaðið á fimmtudag um fjöl
miðlaumfjöllun af harðræði í
grunnskólum. Í greininni sem hef
ur yfirskriftina: „Vöndum okkur
í umræðunni um einelti“, segir
Ragnar meðal annars: „Umfjöll
unin hefur verið óvægin og órök
studdar fullyrðingar settar fram.“
Óljóst er hvort hann á þar umfjöll
un um mál stúlkunnar í Vestur
bæjarskóla eða umfjöllunina um
harðræði almennt.
Í greininni tekur Ragnar þó fram
að í Vesturbæjarskóla sé unnið gott
faglegt starf og vísar í kannanir
sem sýna að 97 prósent foreldra
telji kennara skólans vera hæfa og
metnaðarfulla. Og að þar mælist
einelti marktækt minna en í öðrum
reykvískum grunnskólum. Ragnar
ritar jafnframt: „Engin mál eru jafn
viðkvæm og flókin og erfið eineltis
mál. Oft upplifa starfsfólk, foreldr
ar og börn sig vanmáttug. Þá reynir
á alla í skólasamfélaginu að vinna
faglega og málefnalega að úrlausn,
börnunum til heilla. Gífuryrði og
órökstuddar yfirlýsingar hjálpa
ekki til, þær beinlínis vinna gegn
hagsmunum þolenda.“ n
n „Ég er síður en svo sátt við framgöngu skólans“ n Mikil reiði á foreldrafundi
Fréttir 15Helgarblað 27.–29. september 2013
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Skólastjórinn
ber ábyrgð og
hann er algjörlega
búinn að klúðra
þessu máli
Ósátt við ýmis-
legt Þrátt fyrir að
vera ánægð með að
mál dóttur hennar sé
loksins komið í réttan
farveg er móðirin
mjög ósátt við fram-
göngu skólans.
Mynd Bragi ÞÓr JÓSefSSon
egill í dómsal
Egill gengur út
úr dómsal eftir
aðalmeðferð meið-
yrðamáls sem hann
höfðaði gegn Sunnu
Ben. Mynd Sigtryggur ari
„Þessi maður er dáinn,
viljað að hún léti þá hafa núm
erið. Dóttir þeirra hefði vaknað
við lætin og eftir að Friðrik hefði
sofnað þá hefði hún verið í um
klukkutíma að reyna svæfa dóttur
þeirra. Hún staðhæfði að hann
hefði ekki farið út aftur eftir að
hann kom inn um kvöldið.
Hugsað stanslaust
um atburðinn
Eftir að samtal Friðriks við
Neyðarlínuna var spilað kom
hann sjálfur fyrir dóminn. Þar
sagðist hann þekkja sjálfan sig á
upptökunum en tók einnig fram
að hann myndi ekki eftir því að
hafa stungið Friðrik með hnífi.
Hann hefði stanslaust hugsað um
atburðinn síðan í maí, hann muni
eftir að hafa verið hjá honum og
að hafa kýlt hann en man ekki til
þess að hafa stungið hann með
hnífi. Hann man eftir að hafa far
ið tvisvar inn í íbúðina – í seinna
skiptið hafi Karl verið látinn en
Friðrik Brynjar hefur haldið því
fram frá því hann var handtekinn
að hann muni ekki eftir að hafa
beitt hnífi.
Saksóknari fer fram á að Frið
rik Brynjar verði dæmdur í 16 ára
fangelsi fyrir að hafa orðið Karli
að bana og segir framburð hans
hafa breyst mikið. Verjandi Frið
riks viðurkenndi að framburður
Friðriks væri nokkuð reikull
en allan tímann hefði hann þó
haldið því fram að hann myndi
ekki til þess að hafa notað hníf. n
n Átakanlegt símtal Friðriks Brynjars í Neyðarlínuna n Ákærður fyrir að verða Karli Jónssyni að bana
friðrik kemur fyrir dóminn
Friðrik Brynjar skýldi sér með
úlpunni sinni þegar hann mætti
fyrir dóminn. Mynd Sigtryggur ari
Þessi maður er dáinn“