Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Síða 18
18 Fréttir 27.–29. september 2013 Helgarblað Hvíta ekkjan og voðaverkin í kenía n Eiginmaðurinn sprengdi sig í loft upp 2005 n Var hún meðal árásarmanna? M argt bendir til þess að hin breska Samantha Lewthwaite hafi verið í hópi árásarmanna sem réðust inn í Westgate- verslunarmiðstöðina í Naíróbí í Kenía um síðustu helgi. Sómalísku hryðjuverkasamtökin al-Shabab lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu, sem leiddi 137 manns til dauða. En hver er þessi Samantha Lewt- hwaite sem kölluð hefur verið Hvíta ekkjan í heimspressunni? Hryðjuverkin í Lundúnum Samantha vakti fyrst athygli í heimspressunni árið 2005, eða í kjölfar hryðjuverkaárásarinn- ar á lestarkerfi Lundúna þann 7. júlí það ár þar sem 52 létust. Hún var eiginkona Germaine Lindsay sem var einn af árásarmönnunum sem sprengdu sig í loft upp daginn örlagaríka. Á þeim tíma var Sam- antha ólétt og kvaðst ekkert hafa vitað um fyrirhugaða hryðjuverka- árás – raunar fordæmdi hún hryðju- verkin opinberlega. Í ofan álag var hún breskur ríkisborgari og af þeim sökum fékk hún í raun samúð, frekar en andúð, frá samborgurum sínum vegna þeirra aðstæðna sem hún var skyndilega komin í. Sam- antha fæddist í Buckinghamskíri á Englandi og er 29 ára. Hún kynnt- ist Germaine þegar hún var 17 ára og giftist honum ári síðar, árið 2001. Lét sig hverfa Eftir hryðjuverkin í Westgate- verslunarmiðstöðinni um helgina spurðist fljótt út að kona hefði verið í hópi árásarmannanna. Á upptökum úr öryggismyndavél- um verslunarmiðstöðvarinnar má greina andlit konu sem svipar mjög til Samönthu, þó ómögulegt sé að fullyrða hvort um sömu konu sé að ræða. Vísbendingar benda þó til þess að Samantha hafi verið á staðnum og tekið þátt í ódæðinu. Eftir hryðjuverkin í Lundúnum árið 2005 lét Samantha sig hverfa og yfirgaf Bretland. Lítið spurðist til hennar í nokkur ár í kjölfar- ið, eða þar til yfirvöld í Kenía létu bresk yfirvöld vita að hún héldi til í hafnarborginni Mombasa þar sem hún væri í hryðjuverkasamtök- um tengdum hinum alræmdu Al- Shabab-samtökum. Efni til sprengjugerðar fundust Það var svo í desember 2011 að lögreglan í Kenía réðst í húsleit á þremur stöðum í Mombasa, þar á meðal á heimili Samönthu. Ástæð- an var sú að yfirvöld höfðu feng- ið vísbendingar um yfirvofandi hryðjuverkaárásir á vinsæla ferða- mannastaði í borginni, þar á með- al hótel. Í húsakynnum Samönthu fann lögreglan sambærileg efni og notuð voru við sprengingarn- ar í Lundúnum 2005. Þegar hús- leitin var framkvæmd var Sam- antha á bak og burt og þrátt fyrir skipulagða leit fannst hún hvergi. Er talið að Samantha hafi allan tímann vitað af fyrirætlunum eig- inmanns síns árið 2005 og tengsl hennar við Al-Shabab eigi sér djúpar rætur. Hún sé nátengd samtökunum og sjái meðal annars um fjármögnun þeirra. „Saklaus ung kona“ CNN fjallaði um mál Samönthu á dögunum og ræddi meðal annars við fólk sem var henni vel kunn- ugt á árum hennar í Bretlandi. Raj Khan, bæjarfulltrúi í bænum Ayles- bury, lýsir henni sem indælis- manneskju – sem er lýsing sem kemur ekki beint heim og saman við ætluð voðaverk hennar í Kenía um helgina. „Hún var saklaus ung kona. Hún vildi gera allt til að að- stoða fólk og var mjög góð mann- eskja,“ sagði hann og varaði við að hún yrði dæmd án þess að sannan- ir um þátttöku hennar í hryðjuverk- unum lægju fyrir. Hvað sem því líður eru fulltrú- ar kenískra yfirvalda vissir í sinni sök og telja að konan sem sást á upptökunum sé frá Bretlandi. Þetta staðfesta þeir í samtali við CNN. Utanríkisráðherra landsins, Amina Mohamed, sagði þetta með- al annars og að umrædd kona hefði framið slík voðaverk „oft áður“. Innanríkisráðherra Kenía, Joesph Ole Lenku, hafði áður sagt að allir árásarmennirnir hefðu verið karlar en sumir hefðu klætt sig sem konur. Interpol gaf út handtökuskipun á hendur Samönthu á fimmtudag. n Skelfilegt Á miðviku- dag var greint frá því að 137 hefðu látist. Fólk átti fótum sínum fjör að launa þegar byssumenn hófu skothríð. Þóttist ekkert vita Samantha kvaðst ekkert hafa vitað um fyrirhugaða árás í Lundúnum árið 2005. Nokkrum árum síðar fundust sambærileg efni til sprengjugerðar og eiginmaður hennar hafði notað. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Allar moskur verði brenndar Hópur ónafngreindra aðila hefur hótað að brenna allar moskur í Noregi áður en árði 2013 er liðið. Þetta kom fram í fréttum TV2 í vikunni. Þar kemur fram að tölvupóstur hafi verið sendur til múslimasamtaka í Noregi þar sem þessu var hótað. Á undanförnum dögum hafa nokkur atvik komið upp í Noregi þar sem múslimum er óbeint hótað. Þannig var búið að draga fána að húni á föstudag fyrir framan mosku í Fredrikstad sem á var mynd af pylsu. Á laugar- dag fannst svo svínshöfuð fyrir framan stærstu mosku Noregs í Ósló. Lögregla kom saman til fundar í vikunni vegna atvikanna. Kínverji með tvö nef Kínverji að nafni Xiaolian hefur ratað í fréttirnar í heimalandinu fyrir óvenjulegar sakir. Maðurinn er með tvö nef. Forsögu máls- ins má rekja til bílslyss sem hann lenti í í ágúst í fyrra. Hann meiddi sig frekar illa á nefi en rak því miður ekki inn nefið hjá lækni. Xiaolian fékk sýkingu í brjósk- ið í nefinu og nefinu varð ekki bjargað. Læknar brugðu því á það ráð græða vef (og brjósk) á enni mannsins og móta þar nýtt nef. Eins og sjá má er nýja nefið nokkuð tröllslegt en til stendur að færa það á sinn stað með skurð- aðgerð innan skamms. Þangað til hefur Xiaolian tvö nef. Nakin í draugahúsi Hátíðarhaldarar Shocktoberfest í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fara ótroðnar slóðir í þeirri við- leitni sinni að hræða úr fólki líftóruna. Að þessu sinni er há- tíðargestum boðið upp á að láta hræða sig berrassaða. Þeim er boðið að ganga í gegnum hús þar sem hermt er að draugar og aðrar afturgöngur hafist við. Skorað er á þátttakendur að afklæðast alveg og ganga í gegnum húsið. Talsmaður hátíðarinnar segir að hugmyndin hafi sprottið upp úr sjónvarpsþætti þar sem nakt- ir þátttakendur þurftu að lifa af í óbyggðum. „Þetta snýst ekki um kynlíf eða ósæmilega hegðun að nokkru leyti,“ staðhæfir hann. Tekið er fram að aukagjald sé lagt á þá sem mígi á gólfin af hræðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.