Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Page 20
20 Sport 27.–29. september 2013 Helgarblað Chelsea með gott tak á Tottenham n Tottenham vann Chelsea síðast árið 2010 n Arsenal unnið sjö útileiki í röð S jötta umferð ensku úr- valsdeildarinnar fer fram um helgina og er óhætt að segja að umferðin byrji á sannkölluðum stórleik í há- deginu á laugardag. Þá taka Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Totten- ham á móti Chelsea í Lundúnaslag. Fleiri athyglisverðir leikur eru á dagskrá um helgina og á topplið Arsenal til að mynda erfitt verkefni fyrir höndum þegar liðið heim sækir Swansea. 15–8 fyrir Chelsea Ár og dagar eru síðan Totten- ham lagði Chelsea síðast að velli. Það gerðist þann 17. apríl 2010 þegar Tottenham vann 2–1 sigur í deildinni með mörkum frá Jermain Defoe og Gareth Bale. Síðan þá hafa liðin leikið sjö sinnum gegnt hvort öðru; Chelsea hefur unnið þrjá leiki en fjórir hafa endað með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 15– 8, Chelsea í vil. Bæði lið hafa byrjað tímabilið vel og eru í efri hluta deildarinnar. Tottenham deilir toppsætinu með Arsenal þar sem liðið er með tólf stig en örlítið lakara markahlutfall. Chelsea er hins vegar með 10 stig í 4. sætinu. Spenntir áhorfendur ættu ekki að gera ráð fyrir markasúpu; Chelsea hefur aðeins skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum og Tottenham aðeins fimm mörk. Manchester-liðin í eldlínunni Englandsmeistarar Manchester United þurfa að fara að hrökkva í gang ef liðið ætlar að blanda sér í toppbaráttuna af fullum krafti. United situr í 8. sæti deildarinn- ar með 7 stig og mætir West Brom, sem situr í 14. sæti með fimm stig, á Old Trafford á laugardag. Þessi lið mættust síðast í lokaumferð úrvals- deildarinnar í vor og endaði sá leik- ur með ótrúlegu 5–5 jafntefli. Nágrannar United, Manchester City, virðast vera komnir í gang eft- ir stórsigur á United um liðna helgi, 4–1. City mætir Aston Villa á Villa Park á laugardag, en Villa-liðið verður án Christian Benteke sem er Laugardagur Tottenham – Chelsea 2-1 „Ég held að Chelsea og Mourinho vinni þennan leik, 2–1. Gylfi smellir sjálfsagt einu marki en ég held að Chelsea-liðið sé of sterkt fyrir Tottenham. Og ef Torres er farinn að skora þá er voðinn vís. Ég held að Chelsea verði að berjast um titilinn, það er engin spurning.“ Aston Villa – Man. City 2-1 „Ég er ekki jafn skotinn í City og Chelsea. Ég held að Villa vinni þennan leik, 2–1. Ætli City verði ekki það lið í vetur sem vinnur stóru leikina en verður í basli með minni liðin – alveg eins og Liverpool í fyrra. Eftir að hafa labbað yfir félaga sína í United held ég að þeir komi inn í þennan leik og haldi að sigur verði sjálfgefinn.“ Fulham – Cardiff 1-0 „Þarna mun Cardiff vinna 1–0 og Aron Einar mun smella einu. Þeir þurfa að ná sterkum útisigrum og ég held að þeir eigi að vera nógu góðir til að halda sér uppi.“ Hull – West Ham 1-1 „Þessi leikur fer jafntefli, 1–1. Gamla Íslendingaliðið nær að jafna undir lokin, þetta verður stál í stál en endar í bróðerni.“ Man. United – WBA 5-0 „Þetta fer 5–0 fyrir United. Nú er Moyes búinn að taka sína menn á teppið og þeir klára þetta almennilega. Þeir verða klárir í þennan leik og eru vanir að klára þessi lið fyrir neðan miðju. United verður sjálfsagt eitt af þessum 3–4 liðum sem verða að berjast um titilinn en auðvitað er erfitt fyrir Moyes að fylla í skarðið sem Ferguson skildi eftir sig.“ Southampton – C. Palace 2-0 „Ég er skotinn í þessu Southampton-liði og held það fylgi eftir sannfærandi sigri á mínum mönnum og vinni þetta 2–0. Þetta er flott liðsheild og það virðist vera agi yfir þessu hjá þeim.“ Swansea – Arsenal 3-3 „Þetta eru tvö hörkulið og með betri spilandi liðum í þessari deild. Ég hugsa að þessi leikur gæti farið 3–3; þetta eru sóknarlið sem halda bolta vel, það verður allavega lítið um innköst og hornspyrnur.“ Sunnudagur Stoke – Norwich 1-0 „Þetta verður karlrembuknattspyrna sem fer 1–0 á annan hvorn veginn. Ætli það lendi ekki Stoke megin og þeir skori eftir einhverja hornspyrnu.“ Sunderland – Liverpool 2-0 „Af fenginni reynslu er þetta einn af þeim leikjum sem eru stórhættulegir fyrir mína menn. Di Canio er farinn en ég held að við eigum tromp á hendi og Suarez klári þennan leik. Hann skorar bæði mörkin í 2–0 sigri.“ Mánudagur Everton – Newcastle 3-0 „Ég ætla að spá sannfærandi sigri Everton í þessum leik, 3–0. Þetta eru stórir klúbbar en ég held að Everton klári þetta. Newcastle-liðið skortir stöðugleika en er með ágætis mannskap. Ætli Baines skori ekki allavega eitt úr aukaspyrnu og Lukaku, einn efnilegasti framherji Evrópu, skori tvö.“ Markaleikur hjá Arsenal Páll Gíslason styður Liverpool og spáir sínum mönnum sigri gegn Sunderland Vissir þú … … að andstæðingar Fulham hafa átt samtals 100 skot að marki liðsins í úrvalsdeildinni. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri skot. … að Seamus Coleman, varnarmaður Everton, hefur átt fjögur skot á mark andstæðing- anna á tímabilinu, flest allra varnarmanna. … að Swansea hefur fengið flest gul spjöld allra liða á tímabilinu fyrir kjaft- hátt, eða fjögur. … að Manchester United hefur fengið á sig 11 mörk í síðustu 6 úrvalsdeildar- leikjum sínum eftir að hafa fengið á sig aðeins 10 í 18 leikjum þar á undan. … að 20 prósent skota Arsenal-liðsins hafa endað með marki samanborið við 6 prósent skota Tottenham. … að í 6 skipti af 13 sem Manchester United hefur unnið úrvalsdeildina hefur liðið aðeins verið búið að landa tveimur sigrum í fyrstu fimm leikjum sínum. … að Robin van Persie hafði komið við sögu í 90 úrvalsdeildarleikjum í röð áður en hann missti af leiknum gegn Man- chester City um liðna helgi. P áll Gíslason, þjálfari karla- liðs Þórs í knattspyrnu, er spámaður umferðarinnar að þessu sinni. Það var létt yfir Páli þegar DV hafði samband enda tryggði Þórsliðið sér áfram- haldandi sæti í Pepsi-deildinni að ári. Páll er stuðningsmaður Liver- pool og hann hefur trú á að sínir menn komi sterkir til baka eftir ósigurinn gegn Southampton um liðina helgi og gengi Manche- ster-liðanna verði misjafnt um helgina. meiddur. City er í 3. sæti deildarinn- ar með 10 stig á meðan Villa er í 13. sætinu með 6 stig. Arsenal ósigrandi á útivelli Topplið Arsenal hefur spilað feiki- vel í undanförnum leikjum og unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Liðið heimsækir sterkt lið Swansea um helgina og má búast við hörkuleik. Swansea-liðið er jafnan sterkt á heimavelli en sú staðreynd, að Arsenal hefur unnið síðustu sjö útileiki sína, mun gera þetta að ein- um athyglisverðasta leik umferðar- innar. Liverpool, sem tapaði um liðna helgi fyrir Southampton, mætir stjóralausu Sunderland-liði um helgina. Búast má við því að Luis Suarez verði í hópnum hjá Liver- pool, en hann hefur nú lokið 10 leikja banni sem hann fékk fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea. Liverpool er í fínum mál- um í 5. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan Sunderland er á botni deildarinnar með aðeins eitt stig og er eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni. n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Af fenginni reynslu er þetta einn af þeim leikjum sem eru stórhættulegir fyrir mína menn. Stórleikur Gylfi Þór var á skotskónum síðast þegar Chelsea og Tottenham mættust. Þá endaði leikurinn með jafntefli, 2–2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.