Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Side 22
Sandkorn
B
orgarfulltrúinn Gísli Marteinn
Baldursson hefur verið einn
þeirra stjórnmálamanna sem
hefur fylgt eigin sannfæringu í
störfum sínum og starfað þvert
á pólitískar línur. Hann hefur ekki fallið
í gryfju skotgrafarpólitíkur og henti
stefnu heldur hefur hann haft einarða
afstöðu í flugvallarmálinu og unnið með
meirihlutanum að nýju aðalskipulagi
borgarinnar. Það hefur hann gert ásamt
þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og
Áslaugu Maríu Friðriksdóttur.
Saman hafa þau stundað samræðu
stjórnmálin sem Hanna Birna Kristjáns
dóttir boðaði á sínum tíma, og snerist
um að vinna að góðum málum með
öðrum flokkum, finna lausnir og stuðla
að sátt þrátt fyrir ólíkar áherslur. Fyrir
vikið hefur Gísli Marteinn notið vin
sælda í borginni en verið umdeildur
innan flokksins.
Vinnubrögðin hafa gengið þvert á
hefðina, að gera lítið úr andstæðingn
um og gagnrýna hann fyrir það sem
hann gerir, sama hvað hann gerir, óháð
eigin sannfæringu. Þar sem áherslan
hefur verið á sterka forystu og flokk sem
stendur sterkur fyrir, sem sameinuð
heild, ein eining. Þar sem fólk fórnar
hugsjónum fyrir flokkslínuna af því að
það er auðveldara að selja stefnur og
frasa sem flokksmenn sameinast um.
Af því að í gegnum tíðina hefur það
reynst farsælt að vera trúr og tryggur
málstaðnum, flokknum og gildunum.
En á sama tíma og tryggð er dyggð get
ur hún einnig snúist upp í andhverfu
sína. Blind hollusta getur valdið röng
um ákvörðunum og dregið úr trúverð
ugleika stjórnmálamanna sem geta ekki
staðið með sannfæringu sinni og mál
um sem þjóna hagsmunum almenn
ings. Við þekkjum dæmin, það er ekki
langt síðan Þorbjörg Helga sagðist enn
skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í
að gera Ólaf F. Magnússon að borg
arstjóra. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis
flokksins hefðu misnotað vald sitt til
þess að flokkurinn næði aftur völdum í
borginni.
Nú er svo komið að aðeins lítill hluti
þjóðarinnar treystir stjórnmálamönn
um til góðra verka. Fyrst og fremst
vegna framkomu þeirra við hvern ann
an, stjórnmálamenn sýna hver öðrum
virðingarleysi og standa sífellt í óþarfa
rifrildi og skítkasti á kostnað málefna
legrar umræðu og samvinnu.
Sjálfstæðisflokkurinn leitar nú log
andi ljósi að næsta leiðtoga í borginni.
Þar takast ólíkar fylkingar á, þeir sem
styðja nýtt aðalskipulag og hinir sem
gera það ekki. Fyrirséð er að sterk staða
Besta flokksins ógnar öðrum flokkum
nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosn
ingar og átökin um flugvöllinn, þéttingu
byggðar og áherslur í samgöngumálum
eru hafin. Enn sem komið er ekki ljóst
hverjir stefna á fyrsta sætið, en Júlíus
Vífill er sá eini sem hefur lýst því opin
berlega yfir að hann ætli að taka slaginn.
Hann var einu sinni stuðningsmaður
þess að flugvöllurinn færi en hefur skipt
um skoðun og talar nú í takt við leiðar
ahöfund Morgunblaðsins sem vill flug
völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Hann
hefur því lagst gegn aðalskipulaginu og
gagnrýnt meirihlutann.
Gísli Marteinn sem var orðaður við
oddvitaslaginn hefur hins vegar ákveðið
að draga sig út úr baráttunni og borgar
málunum. Af því að hann vildi ekki
fórna sannfæringunni og hefur fyrir vik
ið þurft að standa í stöðugum illdeilum,
meðal annars við félaga og vini sem
honum þótti vænt um. Sannfæringin
varð honum þannig til trafala. Þótt það
sé skiljanlegt, þá er það sorglegt að gott
fólk skuli hverfa frá af þessum ástæðum
og það er ekki til þess fallið að auka
traust eða trú á stjórnmálunum. n
Lýðræðisráðherra
n Sigurður Ingi Jóhanns
son umhverfisráðherra
þykir vera á meðal kostu
legustu stjórnmálamanna.
Varla er hægt að nefna eitt
embættis verka hans sem
ekki hefur valdið fjaðrafoki.
Nýjasta útspil ráðherrans er
að boða afnám nýrra nátt
úruverndarlaga. Ástæðan
er óljós en hann talar um
óeiningu vegna laganna og
að þarna séu á ferðinni eins
konar lýðræðisumbætur.
Boðað hefur verið til mót
mæla vegna þessa.
Gæsalappadrífa
n Hannes Hólmsteinn Giss
urarson pró
fessor er með
pálmann í
höndunum
eftir að Sigur
björg Sigur
geirsdóttir
lektor og Ro
bert Wade prófessor báðu
hann afsökunar á því að
hafa sett ummæli um ágæti
Davíðs Oddssonar í gæsalapp
ir og gert að orðum Hannes
ar. Sjálfur hlaut Hannes dóm
fyrir að nota orð Halldórs
Laxness án þess að setja í
gæsalappir. Það er ljóst að
gæsalappir eru örlagavaldar
í lífi Hannesar Hólmsteins.
Þorbjörg styrkist
n Baráttan um leiðtogasæti
sjálfstæðismanna í Reykja
vík mun harðna enn frekar
við brotthvarf
Gísla Marteins
Baldurssonar.
Talið er að
Gísli muni
styðja Þor
björgu Helgu
Vigfúsdóttur
til þess að leiða flokkinn en
þau hafa lengst af verið sam
herjar. Þessi hrókering mun
þá styrka Þorbjörgu í slagn
um við Guðlaug Þór Þórðar
son, Júlíus Vífil Ingvarsson og
Kjartan Magnússon. Spennan
vex með degi hverjum.
Prik fyrir Pál
n Gísli Marteinn Baldursson,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis
flokksins,
kom mörgum
á óvart með
því að takast
á hendur
verk efni fyrir
Ríkisútvarpið og hætta í at
vinnustjórnmálum. Páll Magn
ússon útvarpsstjóri réð Gísla
í skarð Egils Helgasonar. Víst
er að öðrum þræði er Páll þar
með að koma sér í mjúkinn
og næla sér í prik hjá valda
mönnum Sjálfstæðisflokksins
sem vildu ekki að borgarfull
trúinn yrði leiðtogi í borginni.
Fyrsta hlutverkið
að leika blóm
Arnmundur Ernst Björnsson leikur í Jeppa á Fjalli. – DV Erla Hlynsdóttir minnist Hugos Þórissonar. – DV
Sannfæringin þvældist fyrir
É
g setti pistil inn á fésbókarsíð
una mína í byrjun vikunnar og
skrifaði um einelti. Ég eins og
aðrir hef fylgst með fréttum af
einelti í skólum og fæ hroll af til
hugsuninni. Einelti þrífst því miður
víðar en í skólum og þessi óþrifnað
ur mannlífsins er grasserandi. Frétt
ir af fullorðnu fólki sem leggur börn
í einelti eru ömurlegri en tárum tek
ur. Steininn tekur þó úr þegar sam
starfsmenn ganga til liðs við lastar
ann. Það er eins og lögreglan gengi
í lið með nauðgaranum sem níðst
hefur á fórnarlambinu. Svo virðist
sem fórnarlömbum séu allar bjargir
bannaðar. Yfirvöld, ráðuneyti og
skólaskrifstofur koma ekki í veg fyrir
óþverraskapinn þó svo allir viti hver
staðan er. Það hafa margir reynt að
stöðva níðingana og þykkar skýrslur
skrifaðar og bent á leiðir til úrbóta.
Það gerist ekkert. Í besta falli eru
þeir reknir sem vilja taka á málum.
Menntamálayfirvöld verða að spyrja
skólayfirvöld og sveitarfélög spurn
inga um stöðuna og fylgja eftir úr
bótum sem bent er á í skýrslum. Er
ekki mál að linni og ósóminn verði
stöðvaður í eitt skipti fyrir öll.
Kjarasamningar
Kjarasamningar eru lausir og við
ræður aðila farnar af stað. Verkefnið
er að auka kaupmátt og viðhalda
honum. Það hefur því miður ekki
verið raunin og því erfitt að bera
okkur saman við lönd sem búa við
stöðugt verðlag og kaupmátt. Sam
flot í samningum verður til þess að
þær greinar sem standa vel, fram
leiða eða selja þjónustu til útflutn
ings og eru að standa undir veru
lega auknum útflutningstekjum
greiða trúlega lægri laun en þau
gætu staðið undir. Það þarf því að
gæta að skattlagningu fyrirtækja
og gera þau betur búin til að greiða
hærri laun. Góð laun í stað hárra
skatta munu verða drifkraftur auk
innar neyslu sem hefur áhrif um allt
þjóðfélagið. Samherji á Akureyri og
fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi hafa á
undanförnum árum sent fiskverka
fólki verulega jólabónusa á laun
in. Bónusa sem nema hundruðum
þúsunda á hvern starfsmann. Þetta
er frábærlega gert og í senn viður
kenning á mikilvægi starfsfólks
ins og stöðu fiskverkafólks hjá
þessum fyrirtækjum og spurning
hvort laun hækki sem þeim nemur.
Á undanförnum árum hefur hag
ræðing í fiskvinnslu, sérstaklega
uppsjávarveiðum, verið mikil. Ný
tækni og sjálfvirkni hefur fækkað
vinnandi höndum við framleiðsluna
en fjölgað vel launuðum störfum
við hönnun og framleiðslu nýrrar
tækni í sjávarútvegi. Sjávarklasinn í
Grindavík er að skapa ný, fjölbreytt
og vel launuð störf. Fiskvinnslan er
á siglingu og einstaklingsframtakið
sér tækifæri framtíðarinnar og mun
skapa vel menntuðu heimafólki
störf við hæfi. Þeir fáu sem koma
að vinnslunni í dag hafa ekki notið
hagræðingar og aukinnar verð
mætasköpunar. Ferðaþjónustan
er önnur grein sem flytur út þjón
ustu. Uppgangur og afkoma ætti að
skapa grundvöll til endurskoðunar
á launum starfsfólks í greininni. Við
verðum að hafa kjark og þor til að
skapa það umhverfi á vinnumarkaði
að bestu fyrirtækin, sem hafa burði
til að greiða bestu launin fái til sín
besta starfsfólkið. Það mun hafa já
kvæð áhrif á heimilin, sveitarfélögin
og ríkissjóð með meiri veltu í samfé
laginu. Við erum svo heppin að eiga
öflugar útflutningsgreinar sem hafa
svigrúm til að bæta kjörin án þess að
kollvarpa stöðugleika. Nýtum það
svigrúm.
Fjárlögin
Í næstu viku leggur fjármála og
efnahagsráðherra fram fyrsta fjár
lagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæð
isflokks og Framsóknarflokks. Þessi
fjárlög verða gríðarlega mikilvæg
og þau skilaboð sem lögin senda út
í samfélagið. Ég bind vonir við að
sú sýn og von sem við þingmenn
og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna
höfum staðið fyrir í undirbúningi
kosninga fái byr undir vængi. Verði
upphaf að jákvæðum breytingum
sem styrki heimilin, atvinnulífið,
menntun, heilbrigðisþjónustu og
alla grunnþjónustu í landinu. Að því
viljum við öll vinna.
Fjárlögin, einelti
og kjarasamningar
Leiðari
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon
Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og
vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
22 27.–29. september 2013 Helgarblað
„Svo virðist sem
fórnarlömbum séu
allar bjargir bannaðar.
Kjallari
Ásmundur
Friðriksson
þingmaður Sjálfstæðisflokks
„Það er auðveldara
að selja stefnur og
frasa sem flokksmenn
sameinast um.
Einn af merkustu mönn-
um sem ég hef kynnst