Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 29
Fólk 29Helgarblað 27.–29. september 2013
Ég spila aldrei
fótbolta framar
„Já. Ég byrjaði náttúrulega mjög
seint í atvinnumennskunni. Var uppi
á Skaga og ég mátti ekki fara í at-
vinnumennsku fyrr en ég var búinn
að klára fjölbrautaskólann. Móðir
mín setti mér þau skilyrði og það var
allt í lagi. Ég ætlaði alltaf að gera það
sama og Eyjólfur Sverrisson talaði
um að væri skynsamlegt. Ef ég myndi
meiðast eða ég yrði ekki stjarna, þá
væri nauðsynlegt að eiga eitthvað í
bakhöndinni þegar atvinnumennsk-
unni lyki. Þannig að ég kláraði
skólann og lenti svo í því að slíta
krossbönd. 23 ára fór ég í atvinnu-
mennskuna, sem er auðvitað mjög
seint, og fór á lægri laun en ég var
með hjá ÍA. Þannig að ég var í raun
að taka skref til baka til að komast til
Evrópu. En ég var alltaf með hugann
við það sem ég ætlaði að gera eftir
fótboltann, vitandi að þetta gæti allt
endað á morgun.“
Gæti snúið aftur til AZ
Það var síðan fyrir ári, þegar hann var
samningslaus hjá Bolton, að mörg lið
höfðu samband við hann og vildu fá
hann til að spila. Eitt þessara lið var
hans gamla félagslið í Hollandi, AZ
Alkmaar.
„Þeir spurðu hvað ég ætlaði að
gera. Ég sagði þeim að ég ætlaði að
taka einn samning til viðbótar og síð-
an ætlaði ég að hætta. Ég ætlaði alltaf
að hætta árið 2014. Ég ætlaði að spila
þangað til sumarið 2014 og snúa mér
þá að öðru. Ég sagði þeim að ég væri
því farinn að líta aðeins í kringum
mig. Þeir spurðu mig því hvort ég
hefði áhuga á að starfa fyrir þá í fram-
tíðinni. Ég sagði já.“
Svo fór að Grétar á fund forráða-
manna AZ í janúar síðastliðnum eft-
ir að hann var búinn að semja við
Kayserispor og búinn að meiðast.
„Ég tjáði þeim að ég ætlaði líklega
að hætta og vildi fá að vita hvað þeir
hefðu í huga. Þannig að þeir vildu
fá mig inn, til starfa innan félags-
ins, þannig að ég hefði tækifæri til
að byggja mig upp innan klúbbsins,
komast hærra.“
Grétar átti góðu gengi að fagna
sem leikmaður hjá AZ og vakti athygli
margra liða víðs vegar um Evrópu
þegar hann lék með liðinu árin 2006
til 2008. AZ-menn höfðu því áhuga á
að fá það sem Grétar kallar „sitt öðru-
vísi sjónarhorn á hlutina“ og drifkraft
hans og til að vinna í þágu félagsins.
„Þannig að þeir vildu fá mig til
starfa 2014. Núna eftir að ég hætti hef
ég eitt ár til að vinna að því þannig
að núna er ég að læra og styrkja mín
sambönd. Ég var í Tyrklandi í eina
viku fyrir skömmu, var hjá klúbbi þar
og er að læra inn á klúbba. Er að fara
til Kanada eftir stuttan tíma í viku.
Þá fæ ég að fara til Liverpool í viku,
West Bromwich Albion í viku, verð
í Búlgaríu í viku, Hollandi. Í augna-
blikinu er ég að stækka tengslanet
mitt, skoða klúbba af mismunandi
styrkleika, sjá klúbba með mismun-
andi fjárhagsstöðu og hvernig þeir
vinna á bak við tjöldin og afla mér
reynslu. Í staðinn fyrir að koma al-
gjörlega grænn til starfa hjá AZ þá
ætla ég að nýta tímann í stað þess að
gera ekki neitt.“
Grétar kveðst nýta tímann vel
núna. Hann sé að njósna um leik-
menn, mæta á og horfa á leiki og
mæla með leikmönnum og í raun að
nálgast fótbolta frá öðru sjónarhorni
en áður.
Þó ekki sé búið að formgera það
hlutverk sem Grétar Rafn kann að
taka að sér hjá AZ né ganga frá samn-
ingum, þá segir hann aðspurður
hvert hann setji markið að hann vilji
komast eins hátt og mögulegt er, þó
honum hugnist ekki að gerast þjálf-
ari eða knattspyrnustjóri.
„Það er erfitt að segja nákvæmlega
hvar ég enda. Þó ég og AZ höfum rætt
hvert markmiðið er – því ég myndi
aldrei fara þarna til að pússa skó hjá
neinum – þá er ég að fara þangað til
að láta draum rætast. Ég vil komast
langt og ég vil ná árangri þrátt fyrir
að ég sé hættur að spila fótbolta. Ég
er enn með sama eldheita viljann til
að ná árangri. Ég gæti fengið tækifæri
hjá AZ og mig langar að skoða hvort
það sé möguleiki. Það er auðvitað
ekki búið að skrifa undir neitt og ef
einhverjir aðrir möguleikar opnast í
millitíðinni þá er aldrei að vita hvað
maður gerir. Þetta er einn af þeim
möguleikum. Mér hefur verið boð-
ið að starfa við umboðsskrifstofuna
mína úti. Hún hefur áhuga á að ég
nýti mín tengsl í umboðsmennsku.
Það er annar möguleiki sem ég velti
fyrir mér en þetta er harður bransi –
umboðsmennskan. Ef þú lítur á ís-
lenska markaðinn þá eru ekki margir
leikmenn sem geta haldið bolta á
lofti sem ekki eru komnir með um-
boðsmann. Það eru allir með um-
boðsmann þó þeir eigi kannski ekki
möguleika á því að verða nokkurn
tímann atvinnumenn.“
Óheiðarlegur umboðsmaður
Grétar hefur sjálfur slæma reynslu
af umboðsmönnum. Það fékk hann
að reyna þegar í undirbúningi var að
gera nýjan samning við Bolton á sín-
um tíma. Þá komst hann að því að
umboðsmaðurinn, sem Grétar leit á
sem einn af sínum bestu vinum og
líkaði mjög vel við, var ekki umboðs-
maður.
„Ég hélt alltaf að hann væri um-
boðsmaður en hann var það ekki.
Hann kom mér á nokkra klúbba og
allt í lagi með það. Síðan gerðist það
að eftir að ég fór til Bolton, þá komst
ég að því að hann er ekki umboðs-
maður. Ég, ásamt klúbbnum, lenti
í því að vera leiddur fyrir vitnadóm
hjá enska knattspyrnusambandinu
vegna þessa. Hann mátti ekki gera
samninginn. Maður komst út úr því
með að segja að maður hefði ekki
notað þennan mann en svo kom að
því að Bolton vildi gera við mig nýj-
an samning. Með því skilyrði að
þessi maður verði ekki notaður aftur.
Þannig að ég gerði samninginn sjálf-
ur og tilkynnti umboðsmanninum
að þeir vildu ekki nota hann. Hann
sagði það ekki vera mikið mál því
hann fengi samt greitt frá klúbbnum.
Ég tók mér nokkrar vikur í að semja
við klúbbinn og gerði nokkuð vel þó
ég segi sjálfur frá. Þegar það var frá-
gengið þá var umboðsmaðurinn allt
í einu mættur til Bolton, með mann
með sér, og þeir komu bara heim til
mín eftir fund með forráðamönn-
um Bolton þar sem þeim hafði verið
hafnað.“
Grétar segir umboðsmanninn
hafa krafið hann um upphæð sem
hann hafi átt að borga og mennirnir
hafi neitað að fara fyrr en samkomu-
lag næðist um það.
„Þetta var ákveðin upphæð sem
mér var tilkynnt að ég ætti að borga
á ákveðnum tíma. Ég samþykkti að
gera það vegna þess að þeir voru
þarna heima hjá mér og þarna kom-
inn maður sem ég hafði aldrei séð
áður. Mun stærri í vexti en ég. Síðan
eftir eitt ár fékk ég nóg og fékk mér
öryggisverði til að vera fyrir utan
húsið.“
Allt hljómar þetta svolítið eins og
Grétar hafi lent í fjárkúgun þar sem
umboðsmaðurinn krafði hann, á afar
óþægilegan máta, um peninga sem
hann átti enga heimtingu á. Grétar
vill þó ekki ganga svo langt að kalla
þetta fjárkúgun.
„Tja, ég myndi ekki segja fjárkúg-
un, en hann átti engan rétt á því. Ég
var tilbúinn að borga honum þar sem
ég er eins og ég er og við vorum bestu
vinir. En peningar breyta fólki þannig
að upphæðin sem ég var tilbúinn að
greiða honum fyrir að gera í raun-
inni ekki neitt – því hann gerði engan
samning og mátti ekki gera samning
– var stærri í hans augum en hún var
í mínum. Því fór það svona.“
Grétar segir afar brýnt að menn
fari varlega málum sem þessum.
„Maður er bara grænn í hlutunum
og fær einhvern sem kyssir mann
og knúsar mann þegar maður hittir
hann en á endanum snýst þetta allt
um peninga. Það er gífurlega mikill
peningur í umboðsmennsku og
það er um að gera fyrir leikmenn að
hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara
til einhverra umboðsmanna. Maður
þarf að passa sig. Það er ekki hægt að
treysta hverjum sem er. Maður getur
fengið það allt í bakið.“
Hann segir foreldra ungra krakka
á Íslandi þurfa að passa sig á að
börn þeirra séu í réttum höndum.
Þá skipti engu máli hversu mikinn
fótbolta foreldrarnir hafi horft á eða
hversu mikið þeir hafi lesið í slúð-
urblöðum um hvernig þessir hlutir
gangi fyrir sig.
„Þar er ekki hægt að lesa um hvað
raunverulega er að gerast í fótbolta
þannig að það er um að gera fyrir for-
eldra sem eru að skoða þessa hluti að
vanda valið.“
Hafnað fyrir Spánarferð
Eftir að hafa farið frá ÍA á Akranesi
til Young Boys í Sviss árið 2004 og
þaðan til AZ í hafði Grétar ýmsum
möguleikum úr að velja eftir gott
gengi í Hollandi. Aðspurður kveðst
hann hafa átt fundi með nokkrum
liðum, bæði á Ítalíu og í Þýskalandi
en hann hafi hins vegar alltaf ætlað
sér til Bolton. Í fyrsta lagi vildi hann
feta í fótspor allra þeirra Íslendinga
sem leikið höfðu með liðinu en í
öðru lagi, og ekki síst, vegna þess
að Bolton hafnaði honum á sínum
tíma þegar hann var enn leikmaður
ÍA og hafði farið á reynslu til félags-
ins ásamt Ellerti Jóni Björnssyni, fé-
laga sínum.
„Þegar ég og Ellert fórum á
reynslu til þeirra þá var Sam Allar-
dyce knattspyrnustjórinn og Óli
Þórðar og Guðni Bergsson höfðu
komið okkur út til að æfa og við
vorum frábærir. Það gekk allt upp
hjá okkur og okkur leið ofsalega vel
þarna. Við vorum því sannfærðir um
að þeir myndu bjóða okkur samn-
ing og kaupa okkur frá ÍA. Síðan tók
Phil Brown, þáverandi aðstoðarmað-
ur Allardyce, okkur afsíðis og hrósaði
okkur fyrir það hversu vel við höfðum
staðið okkur en valið stóð víst á milli
þess að taka liðið til Spánar í helgarfrí
eða kaupa okkur. Eins og þeir orðuðu
það þá voru ekki til nægir peningar
til að bæði verðlauna liðið fyrir gott
gengi og kaupa okkur. Okkur var því
hafnað fyrir helgarferð til Spánar.“
Grétar segir þessa höfnun hafa
drifið hann áfram sem aldrei fyrr. „Ég
ætlaði mér að verða atvinnumaður í
Bolton. Ég ætlaði að sýna og sanna
að ég væri maðurinn sem þeir hefðu
átt að kaupa fyrr. Ég ætlaði mér því
alltaf að fara til baka og sanna mig.“
Snerist um markmið ekki peninga
Það er ekkert leyndarmál að menn
fá ríkulega greitt fyrir viðvikið í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
og umræðan um ofurlaunin ávallt
skammt undan þegar rætt er um at-
vinnumennskuna. Grétar er þar ekki
undanskilinn. Hann var kominn í
feitt og þénaði samkvæmt ýms-
„Við erum í
mjög góðu
sambandi og
erum fínir vinir í
dag. Við eigum
yndislega dóttur
saman og allt er
bara í himnalagi.
Hættur Grétar Rafn Steinsson hefur
lagt skóna á hilluna eftir að ljóst varð
að hann myndi aldrei ná sér af alvar-
legum meiðslum. Mynd SiGtryGGur Ari