Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Side 30
30 Fólk 27.–29. september 2013 Helgarblað
Knattspyrnuferill Grétars Rafns
1998 Grétar
Rafn spilaði sína
fyrstu leiki með
Knattspyrnufélagi
Siglufjarðar, KS,
en þar var Grétar
fæddur og upp
alinn. Fyrsti meist
araflokksleikur
hans var í 2–1 tapi
gegn Tindastóli
í bikarkeppninni
þann 4. júní árið
1998. Skömmu
síðar hóf hann feril
sinn í landsliðinu
þegar hann var
í tapliði Íslands
gegn Noregi í U17.
Leikurinn endaði
8–2 fyrir Noregi.
Janúar 1999
Þá samdi Grétar
Rafn við ÍA og
lék hann sinn
fyrsta leik
með meistara
flokki ÍA í 1–0
sigri liðsins á
Leiftri frá Ólafsfirði í fyrstu
umferð Landssímadeildarinnar
sem þá var og hét. Grétar kom
inn á sem varamaður þegar 10
mínútur lifðu leiks.
2001 Sumarið 2001 var
Grétar Rafn orðinn fasta
maður í liði Skagamanna.
Þetta sumar landaði
Grétar Rafn sínum fyrsta
og eina Íslandsmeist
aratitli í knattspyrnu.
Maí 2004
Grétar Rafn skrifaði
undir nýjan samning
við ÍA sem gildir til
áramóta. Þetta
gerðist þrátt fyrir að
svissneska félagsliðið
Young Boys hefði lýst
yfir áhuga sínum á að
fá hann í sínar raðir.
Grétar gaf það út
opinberlega að hann
vonaðist til að fá
tækifæri í atvinnu
mennsku síðar.
Júlí 2004
Þess var ekki langt
að bíða að Grétar
fengi tækifærið í
atvinnumennsku.
Samningar tókust
milli Young Boys og
ÍA um félagaskipti
Grétars. Hann kláraði
tímabilið með
Skagamönnum og
hélt svo til Sviss um
áramótin 2004/2005
en samningurinn gilti
til ársins 2007.
Ágúst 2012 Eftir að hafa spilað
með Bolton í rúm fjögur ár var tími Grét
ars hjá félaginu á enda runninn Bolton
ákvað að endurnýja ekki samning hans
við félagið. Þann 22. ágúst var tilkynnt
að Grétar hefði náð samkomulagi við
tyrkneska félagið Kayserispor um
að leika með því. Meiðsli settu strik í
reikninginn og lék Grétar því aðeins níu
deildarleiki með liðinu.
September 2013
Grétar tók þá ákvörðun að
hætta í knattspyrnu fyrir fullt
og allt en vegna meiðsla.
Segist verða viðloðandi
knattspyrnu áfram.
Ágúst 2005
Hollenska félagið AZ
Alkmaar náði að landa
Grétari og var því endir
bundinn á stutta veru
hans í Sviss. Grétar átti
góðu gengi að fagna
í Hollandi en tæpum
þremur árum síðar tók
hann stærsta skrefið á
ferli sínum.
Febrúar 2005 Grétar
lék sinn fyrsta leik með Young
Boys í þegar hann kom inn á
sem varamaður í leik gegn
Grasshoppers. Fyrr en varði
var Grétar búinn að eigna sér
bakvarðarstöðuna og vekja
athygli annarra liða. Síðar
þetta ár, í mars, lék hann sinn
annan landsleik fyrir Ísland.
15. janúar 2008 Grétar samdi til
fjögurra ára við enska úrvalsdeildarliðið Bolton.
Bolton greiddi 440 milljónir króna
á þáverandi gengi, fyrir Grétar.
Grétar lék með Bolton við góð
an orðstír þar sem hann spilaði
hann á annað hundrað leiki.7. mars 2002 Grétar lék sinn fyrsta
Alandsleik fyrir Ísland þegar liðið heimsótti
Brasilíu í vináttuleik. Óhætt er að segja að fer
ill hans með landsliðinu hafi farið vel af stað
því hann skoraði eina mark Íslands í 6–1 tapi.
um fréttum allt að 12 milljónum
króna á mánuði. En nú þegar hann
stendur frammi fyrir því að leggja
skóna á hilluna verður að spyrja
hann hvort hann sé ríkur maður eftir
öll þessi ár í atvinnumennsku.
„Hvað er að vera ríkur? Maður
hefur það fínt, lifir lífinu. Ég hef það
mjög gott og er búinn að koma mér
vel fyrir á Englandi. Fótbolti hjá mér
snerist aldrei um peninga. Þegar ég
fór í atvinnumennsku var ég á lægri
launum en hjá ÍA. Fótbolti var leiðin
að þessum markmiðum sem ég ætl
aði mér að ná. Markmiðin voru gerð
þegar ég var líklega níu til tíu ára.
Fótbolti snýst aldrei um peninga fyrr
en í lokin þegar menn eru að pæla í
því.“
Hvað framhaldið varðar segist
Grétar hafa verið heppinn að nú
hafi vissar dyr opnast fyrir honum
með tækifæri á að starfa áfram við
knattspyrnu, nokkuð sem ekki allir
leikmenn geti sagt.
„Ég er ekkert að fara að setjast í
helgan stein, ég er bara ekki þannig
týpa. Ég hef það mjög fínt og ég hef
heilsu, fjölskyldan hefur heilsu og
það er það sem skiptir máli. Og ég
veit að Ísland fer á HM og þrátt fyrir
að ég hafi aðeins spilað tvo eða þrjá
leiki í því dæmi þá tel ég samt að ég
eigi einhvern hlut í því. Ef ég fer á HM
þá strika ég yfir síðasta markmiðið
mitt og lít glaður til baka.“
Margir ungir menn standa frammi
fyrir því þegar þeir gerast atvinnu
menn að þeir eigi allt í einu sand af
seðlum. Slíkt getur breytt mönnum.
Aðspurður hvort velgengnin, pen
ingarnir og sviðsljósið sem fylgir því
að vera knattspyrnumaður í vinsæl
ustu deild í heimi hafi breytt hon
um segir Grétar að hann sé enn sami
maðurinn og hann var. Hann hafi
aldrei viljað vera í sviðsljósinu og
hefði miklu frekar bara viljað geta
verið fótboltamaður.
„Þetta er alltaf spurning hvenær
þú ert orðinn eign annarra og
hvenær ertu ekki knattspyrnumaður
og þú sjálfur. Ég hef gaman af bílum
og hef alltaf haft. Ef þú getur keypt
þér bíl þá gerir þú það. En þetta
breytir þér ekki. Þú ert alltaf sami vit
leysingurinn. Þú ert alveg eins. Þegar
maður var yngri og fór út í búð gekk
maður á milli Einarsbúðar og Skaga
vers á Akranesi því að osturinn var
fimm krónum ódýrari í Einarsbúð,
þessir hlutir breytast en þú ert alltaf
sama persónan og kemur fram við
fólk alveg eins sama hvort þú ert
með 100 þúsund kall eða ekki. Ég
lagði mig fram, náði langt og sé ekk
ert athugavert við það. Ef fólki vegn
ar vel og hefur lagt sig fram án svika
og pretta þá á það að njóta þess. Ég er
ekki öfundsjúkur út í neinn.“
Seðlaflóð í búningsklefanum
Í heimi atvinnumennskunnar er
mikið af uppblásnum egóum og
moldríkum ungum mönnum sem
eiga nóg af frítíma og enn meira af
peningum. Margir hafa farið flatt á
veðmálum, spilavítum og djammi á
þessum árum sínum svo blaðamað
ur stenst ekki mátið að spyrja Grétar
hvort hann hafi einhvern tímann
stigið dans við skuggahliðar atvinnu
mennskunnar.
„Ég steig nú engan dans við
skuggahliðarnar. Ég gambla ekki,
einfaldlega vegna þess að ég er svo
tapsár. Ég hef gaman af því að fara á
hestaveðreiðar en ég legg ekki undir.
Ég hef séð ótrúlegustu fjárhæðir í
reiðufé fara milli leikmanna í bún
ingsklefanum, meiri peninga en ég
hef nokkurn tímann séð.“
Hvað er það hæsta sem þú hefur
séð menn henda sín á milli?
„Ætli það séu ekki 50 þúsund
pund sem voru á borðinu fyrir bara
einhver fíflalæti. En það hafa margir
farið flatt á þessu. Ef ég tapaði leik í
fótbolta þegar ég var yngri og grenj
aði og var kallaður Grétar grenju
skjóða var það bara út af keppnis
skapi. Ég er auðvitað ekki að fara að
grenja inni á veðmálaskrifstofu Lad
brokes yfir að tapa einhverju veðmáli
þannig að ég er ekkert í svoleiðis.
Ég hef gaman af ákveðnum hlutum
þannig að ég gerði þá og sé ekki eft
ir því.“
Ævintýraþrá í Tyrklandi
Það kom nokkuð á óvart þegar Grétar
samdi við tyrkneska félagið Kayseri
spor í fyrra enda höfðu margir búist
við því að hann myndi héldi sig á
Englandi. Aðspurður hvernig það
hafi komið til að hann fór þangað
segir hann að hann hafi þekkt þjálf
ara liðsins og spilað með honum í
Hollandi á sínum tíma.
„Tímabilið endaði á Englandi
og ég ætlaði mér aldrei að vera
áfram í Bolton. Ég og þjálfarinn lit
um fótbolta ólíkum augum. Ég
var óánægður með það hversu
óskipulagt allt var, ég vil hafa allt
skipulagt eins og kannski hefur kom
ið fram. Það var allt í óreiðu hjá fé
laginu og ég hafði engan áhuga á
að vera áfram og ég lenti upp á kant
við þjálfarann nokkrum sinnum og
þannig endaði það. Það var bara eitt
símtal sem gerði það að verkum að
ég fór til Tyrklands. Mig langaði að
prófa eitthvað nýtt, læra nýtt tungu
mál og kynna mér nýja menningu og
prófa að sjá hvernig þetta væri svo ég
stökk á þetta.“
Það var á miðvikudaginn síðast
liðinn sem Grétar gekk frá því form
lega að fá sig lausan undan samningi
við Kayserispor. Hann átti inni laun
hjá félaginu og það var því ekki vand
kvæðum bundið að slíta samstarf
inu. Grétar segir það reyndar hafa
verið viðbúið að hlutirnir væru ekki
jafn pottþéttir í Tyrklandi og annars
staðar.
„Þannig er þetta þarna úti, ég
meina FIFPro varar leikmenn við að
fara í þessar deildir eins og í Tyrk
landi. Ég skil af hverju því þetta er
ekkert eins og að fara til Englands eða
Hollands. Það var reyndar alltaf vitað
að þetta yrði þannig, þetta var meira
svona ævintýraþráin heldur en gull
og grænir skógar. Það er aldrei allt
að fara að koma inn. Ég naut þessa
tíma, kynntist mörgu góðu fólki, náði
mér í góð sambönd sem ég mun nýta
mér áfram í framhaldinu. Ég lærði
aðeins af tungumálinu, ég get bjarg
að mér við að panta á veitingahúsi á
tyrknesku. Þetta var allt mjög öðru
vísi. Það eru allir mjög trúaðir í þess
um bæ og allt annar heimur fyrir ein
hvern sem hefur búið á Íslandi. En
það var gaman að sjá þetta og upplifa
því það fá ekki allir tækifæri til á að
búa á svona framandi slóðum.“
Grétar leigði sér íbúð í eitt ár í
Tyrklandi og ætlaði sér í rauninni
aldrei að vera lengur. „Ég var bara
með bílaleigubíl frá klúbbnum. Þetta
er ekkert glamúrlíf. Það eru ekki barir
þarna, ekki golfvöllur eða neitt við að
vera. Ég var bara að fara þangað til að
prófa eitthvað nýtt og þetta var eins
langt frá því að vera eitthvað glamúr
líf sem fólk heldur að atvinnu
mennskan kannski sé. Þetta var bara
vinna í ákveðinn tíma og ævintýri.“
Erfiður skilnaður
Þegar Grétar var að spila hvað best og
Bolton gekk mjög vel í ensku úrvals
deildinni þá var ekki hægt að segja að
allt hafi verið í sóma utan vallar. Árið
2010 fóru að berast fregnir af því að
hann og Manuela Ósk Harðardóttir
væru skilin að borði og sæng. Skiln
aðarferlið var langt og strangt og tók
skiljanlega á. Málið fór fyrir dómstóla
og hart var tekist á. Svo fór að Grétar
þurfti að draga sig úr íslenska lands
liðinu þar sem hann þurfti að sinna
persónulegum málum sínum. Fyrir
það var Grétar gagnrýndur en á sama
tíma gat hann ekki tjáð sig opinber
lega um ástæður þess að hann gæfi
ekki kost á sér en spilaði samt fyrir
Bolton.
„Þegar þetta gerðist þá gekk mér
mjög vel og liðinu gekk mjög vel.
Þegar þú ert fótboltamaður og nærð
langt þá getur þú eiginlega lokað á
allt svona. Þetta er auðvitað alltaf
erfitt og þetta er langt ferli, það er
það erfiðasta við þetta – að þurfa síð
an að einbeita sér að vinnunni, það
er auðvitað mikið í húfi þar. Þó það sé
gott að geta farið inn á fótboltavöll
inn og slökkt á þá var annað gríðar
lega erfitt. Þetta er erfitt en þú þarft
stundum bara að einbeita þér að
vinnunni þinni því að fótboltamenn
eiga alltaf að vera vélmenni. Þú átt
að geta farið inn á völlinn, það má
enginn vera meiddur, það má enginn
vera veikur, það má enginn eiga í
vanda í persónulega lífinu út af því
að þú átt að vera fótboltamaður og
það er það sem fólk vill sjá. Fólk vill
sjá fótboltamenn úti á fótboltavellin
um. En eina sem þetta bitnaði á var í
rauninni landsliðið. Þegar landsleikir
komu upp var einfaldlega ekki hægt
að vera á tveimur stöðum í einu þar
sem ég þurfti að vera að klára mál
ið og allt í einu þurfti ég að vera með
landsliðinu. Ég þurfti því að velja og
hafna og ég þurfti að vera á öðrum
staðnum þannig að á þeim tíma taldi
ég að því hefði verið sýndur skilning
ur. Ég náði að klára mín mál. Erfið
leika í persónulega lífinu óska ég ekki
neinum manni. Þetta er leiðinlegt
og erfitt en lífið heldur áfram. Sam
bandið bara gekk ekki.“
Grétar segir mál eins og skilnað
vera persónulega hluti sem komi
öðrum ekki við.
„Þetta fannst mér ekki koma fólki
við. Þetta voru erfiðir tímar og erfið
ir tímar hjá einhverjum ættu ekki að
skemmta öðrum. Þetta var erfitt fyrir
alla aðila og það þarf að virða það við
alla aðila að þetta er eitthvað sem
maður tjáir sig ekki um.“
Grétar segir það miður að lands
liðið hafi þurft að sitja á hakanum
en hann hafi ekki haft um annað að
velja. Hann hafi oft komist í klandur
hjá félagsliðum sínum fyrir að spila
með landsliðinu eftir að forráða
menn þeirra báðu hann um að spila
ekki.
„Það varð þess valdandi að ég
tapaði miklum peningum, á því að
tilkynna þá ákvörðun, eins og hjá
Bolton. Ég var beðinn um það í Tyrk
landi, að spila ekki með landsliðinu
en ég gerði það samt, ferðaðist 24
tíma heim til Íslands til að spila
landsleiki, þannig að landsliðið er
eitt af þessum markmiðum hjá mér.
En stundum þarf maður bara að
hætta að vera knattspyrnumaðurinn
sem fólk vill að maður sé og fá að
vera maður sjálfur.“
Góðir vinir í dag
Grétar segir aðspurður að þrátt fyrir
allt sem á undan sé gengið skilji
hann sáttur.
„Já, já. Við erum í mjög góðu sam
bandi og erum fínir vinir í dag. Við
eigum yndislega dóttur saman og
allt er bara í himnalagi og ekkert mál
og ekkert vesen. Lífið heldur áfram.
Hún er að gera frábæra hluti í dag,
er auðvitað mjög hæfileikarík í því
sem hún er að gera og á vonandi eftir
að ná mjög langt í því og er sterkur
einstaklingur sem á eftir að ná langt.
Svo eigum við frábæra þriggja ára
dóttur sem er að dafna vel. Þetta er
bara smáhluti af löngu lífi.“ n
„Meiðslin
voru þess
eðlis að ég var
aldrei að fara að
spila fótbolta
aftur
Í góðu sambandi Þrátt fyrir erfitt og langdregið skilnaðarmál segir Grétar að samband hans og Manuelu sé mjög gott í dag.