Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Page 42
42 Lífsstíll 27.–29. september 2013 Helgarblað Kókosmjöl í stað hveitis n Hægt er að baka lágkolvetna brauð og kökur Þ eir sem aðhyllast lágkolvetna- mataræðið hafa haldið því fram að ofneysla á kolvetnum sé meginorsök offitufaraldurs sem riðið hefur yfir vestrænar þjóðir. Það eru afar skiptar skoðanir um ágæti þessa mataræðis en fjöl- margir eru ánægðir með þann ár- angur sem næst með því að breyta mataræði sínu. Næringarfræðingar hafa þó margir hverjir verið gagnrýn- ir á mataræðið og haft efasemdir um hollustu þess. Þrátt fyrir að LKL geti verið áhrifarík leið til að grennast þá hafi þeir áhyggjur af því að lágkol- vetnamataræði geti haft slæm áhrif á blóðfitu vegna þess að í flestöllum tilvikum sé gert ráð fyrir aukinni neyslu á fitu. Samkvæmt ráðleggingum LKL á að forðast meðal annars sterkju en þá þarf maður að sleppa brauði, pasta, hrísgrjónum, kartöflum, hafragraut, kornvörum, múslí og gulrótum. Það eru þó til ótal uppskriftir að lágkol- vetnabrauði auk þess sem finna má slík brauð í verslunum og bakaríum. Þegar kemur að því að baka lág- kolvetnabrauð þá er notað til dæm- is Husk, kókos- og möndlumjöl svo eitthvað sé nefnt. Fjölmargar upp- skriftasíður eru á netinu sem sýna hvernig elda má allt milli himins og jarðar án kolvetna, svo sem pipar- kökur fyrir jólin. LKL-mataræðið útilokar einnig sykur en hægt er að kaupa Sukrin sem er eins og sykur en hollari en Sukrin framleiðir einnig púður- og flórsykur. Þar að auki er til pasta sem inniheldur engar hitaeiningar og engin kolvetni. n gunnhildur@dv.is Vilhjálmur Ari Arason Af sjónarhóli læknis Færðu slæma flensu í vetur? N ú er byrjað að bólusetja gegn árlegri inflúensu á öll- um heilsugæslustöðvum og víða í fyrirtækjum. Erlend- is er orðið „vaccination“ (ónæmisaðgerð) notað yfir bólusetn- ingar, en hér á landi notum við ennþá hið þjóðlega orð bólusetning og sem höfðar til árangurs kúabólusetningar- innar gegn stórubólu á sínum tíma fyrir rúmlega tveimur öldum og sem í dag er búið að útrýma. Umræða um bólusetningar hefur samt því miður stundum fengið á sig neikvæðan blæ vegna misskilnings og stundum rang- túlkana á hugsanlegum aukaverkun- um örfárra. Vel heppnuð bólusetn- ing við árlegri inflúensu er hins vegar talin gefa allt að 70% vörn hjá þeim sem eru „bólusettir“ og aukaverkanir eru yfirleitt litlar sem engar. Hefðu fengið drómasýki Fyrir rúmlega ári var ég á norrænu þingi um bólusetningar á Norður- löndum. Þar voru meðal annarra rannsókna kynntar athyglisverðar niðurstöður rannsóknar um auka- verkanir svínaflensubólusetningar- innar, sem forðaði okkur frá mikið verri faraldri en annars hefði orðið. Sérstaklega var fjallað um hugsan- legar orsakir tengsla svínaflensu- bólusetningarinnar (Pandemrix) við aukna tíðni drómasýki (svefnsýki) í Finnlandi. Leiddar voru fram sterkar líkur á að tengslin hefðu senni- lega mest með veikleika sumra fyrir drómasýki almennt að gera, og sem hefði að öllum líkindum þróast hjá sömu einstaklingum um síðir, óháð bólusetningunni. Svörunin tengd- ist líklega efnum í svínaflensubólu- efninu sem juku ónæmissvarið og sem var mjög gott (>80%). Svo sannarlega er tilefni til að rann- saka aðferðir í framleiðslu á bóluefn- um með tilliti til hugsanlegra auka- verkana, þótt auðvitað viljum við líka geta treyst á sem öflugasta bóluefnið. Af hverju þetta gerðist í Finnlandi og í minna mæli í Svíþjóð, er sennilega vegna mikið hærri tíðni almennt á drómasýki í þessum löndum. Ekki ólíkt og gerist með ýmsa gigtarsjúk- dóma sem eru með ólíka tíðni milli landa. Óheftir bólgustormar Umræða um afleiðingar af Spænsku veikinni hér á landi fyrir tæpri öld þegar engin bóluefni voru til stað- ar, og jafnvel svínaflensunnar fyrir þremur árum ef við hefðum ekki haft aðgang að bóluefni í tíma, er líka áminning um hvernig venjuleg inflúensa getur hagað sér í verstu tilfellunum, hjá hverju og einu okkar. Þegar óheftir bólgustormar geta herjað á lungu, bein og vöðva á miðjum vetri, eins og hendi sé veifað. Flestir fá þó sem betur fer mildari einkenni, en samt oft með háum hita og miklum beinverkjum ásamt slæmum kvefeinkennum. Börnin fá oft fyrst í magann, jafnvel með uppköstum, en flestir særindi í hálsi áður verstu einkennin koma fram á nokkrum klukkustund- um. Síðan harður hósti sem tekur í allt brjóstið, höfuðverkur og verk- ir í augum. Sótthitinn byrjar yfir- leitt snögglega og varir síðan í 3–5 daga, stundum lengur. Vikuna á eft- ir eru flestir hálfslappir með harð- an hósta. Mikilvægt er því að fara vel með sig. Ráðlagt er að taka para- setamól við sótthitanum og bein- verkjum eftir þörfum. Mæði og óráð eru slæm einkenni Meiri hætta er á fylgisýkingum ef viðkomandi er veikur fyrir og með lungnasjúkdóma. Leita á ráðgjafar til heilsugæslunnar eða vaktþjón- ustunnar ef fólk er óöruggt með einkennin, svo sem mæði, illvið- ráðanlegan hita, óráð og slæman höfuðverk. Einkenni sem geta líkst öðrum alvarlegri sýkingum svo sem heilahimnubólgu og blóðeitrun. Oftast líða ekki nema nokkrir dagar frá því einstaklingur tekur smit og fyrstu einkenna verður vart (2–4 dagar). Smithætta frá þeim sýkta varir síðan í allt að 1–2 daga eftir að hitinn er genginn yfir. Flensulyf- in,tamiflu (hylki) og relenza (úða- lyf), má stundum nota í verstu til- fellunum og þá sem allra fyrst. Ólíkt sýklalyfjum, hefta þau aðeins fram- gang veirunnar meðan ónæmis- kerfið tekur við sér og fer sjálft að framleiða sérhæfð mótefni sem gera að lokum út af við vírusinn. Ungbörnin varin Eldra fólk og sjúklingar með langvinna sjúkdóma eru sérstak- lega hvattir til að láta bólusetja sig gegn árlegri inflúensu á hverju hausti. Eins er nú mælt með að verðandi mæður láti bólusetja sig. Það er ekki síst til að verja ung- barnið á meðgöngunni og fyrst eftir fæðingu. Í Bandaríkjunum er einnig mælt með að öll ungbörn frá sex mánaða aldri fái inflúensu- bólusetningu að hausti, enda engin bólusetning sem kemur jafn oft í veg fyrir slæmar loftvegsýkingar og meðfylgjandi fylgisýkingar á vet- urna og einmitt inflúensubólusetn- ingin. Ekki vera hrædd Það verður ömurlegt að þurfa að liggja heima, í eina viku eða jafn- vel tvær í vetur, með slæma flensu vegna þess eins að við vorum hrædd við inflúensubólusetninguna. Enn verra verður að fá hugsanlegar fylgisýkingar, svo sem skútabólgu, lungnabólgu eða miðeyrnabólgu. Hugsum því dæmið í tíma. n Fróðleikur um neglur n Aðgreina prímata frá öðrum spendýrum V ið veitum nöglum okkar kannski ekki mikla athygli og tökum þeim jafnvel sem sjálfsögðum hlut. Það er þó svo margt varðandi neglur sem við vitum ekki en á Huffington Post má finna 15 atriði um neglur sem gaman er að fræðast um. Hér eru nokkur þeirra. Vaxa 3,5 sentímetra á mánuði Ef þú ert rétthent/ur vaxa neglurnar á hægri hendi hraðar. Táneglur vaxa hægar eða um 1,6 sentímetra á mánuði. Hvítir blettir á nöglum Þeir eru ekki merki um kalkskort eins og mýtan heldur fram. Sann- leikurinn er sá að hvítu blettirn- ir eru mjög algengir, skaðlaus- ir og gefa enga vísbendingu um vítamínskort. Rætt er við Jessicu Krant naglafræðing sem segir að líklega séu blettirnir vegna eldri áverka á naglbol og naglrót. Sama efni og hárið Bæði neglur og hár eru gerð úr kera- tíni, samsetningin er bara öðruvísi. Það þýðir að sú fæða sem er góð fyrir hárið er einnig góð fyrir neglur. Fjölbreytt fæða sem er rík af vítamínum, ávextir sem innihalda andoxunar- efni, grænmeti, prótein og stein- efni hafa áhrif á heilbrigði nagla og hárs. Keratín er prótein og holl- ar olíur og fita hjálpa til við að viðhalda raka í húð, hári og nögl- um og veita styrk. Neglur karla vaxa hraðar Eina undantekningin á þessu er mögulega þegar konur eru ófrískar. Að naga neglur kallast onychophagia Þetta er algengasti ávaninn sem fólk grípur til við streitu. Í flokki yfir slíka hegðun má einnig finna þá hegðun að snúa upp á hár, hárreyting og húð- kroppunaráráttu. Um það bil helm- ingur barna á aldrinum 10–18 ára nagar neglur en flestir eru hættir því um þrítugsaldurinn. Leyfðu nöglunum að anda Það er í raun mikilvægt að leyfa nöglunum að fá frí frá naglasnyrtingunni reglulega og takmarka þann tíma sem þær eru þaktar naglalakki. Neglurnar er lifandi vef- ur sem þarf súrefni sem kemst ekki í gegnum lakkið. Þannig á nöglin erf- iðara með að verjast sýkingum. Nagla- lakk þurrkar einnig upp neglurnar og á endanum verða þær viðkvæmari. Vaxa hraðar á sumrin Neglurnar vaxa hægar á veturna en árstíðir hafa áhrif á vöxtinn, rétt eins og aldur og erfðir. Streita hefur áhrif Auk þess sem margir grípa til þess ráðs að naga neglur vegna streitu þá hefur stress áhrif á vöxt naglanna. Til að ná sem bestum vexti er mikil- vægt að sofa vel og minnka streituna. Langvarandi streita og þreyta beina orku og næringarefnum frá nöglum og hári. Naglaböndin hafa tilgang Þess vegna ráðleggja sérfræðingar fólki frá því að fjarlægja þau. Þau hafa þann tilgang að halda inni raka og halda bakteríum úti. Það ætti því að láta þau vera. Aðgreina prímata frá öðrum spendýrum Flest spendýr eru með klær sem hjálpa til við dagleg verkefni en neglur aðgreina okkur og aðra prímata frá öðrum spendýrum. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Heilbrigðar neglur Aldur, erfðir, streita og árstíðir hafa áhrifa á vöxt þeirra. Lágkolvetnabrauð Hægt er að baka úr öðrum hráefnum en hveiti. MyNd PHotoS.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.