Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 9. október 2013 Miðvikudagur Þjóðernissinni í prófkjör n Hafði áhyggjur af berklum frá Austur-Evrópu og vildi „endurheimta landamæri Íslands“ V iðar H. Guðjohnsen, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðis flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, fór mikinn í málefnum innflytjenda þegar hann var formað- ur ungliðahreyfingar Frjálslynda flokksins, og lýsti sjálfum sér sem „frjálslyndum þjóðarsinna.“ Skrifaði hann ófáa pistlana þar sem hann færði rök fyrir því hvers vegna stöðva ætti búferlaflutninga erlendra borg- ara til Íslands. Sagði hann meðal annars að Íslendingum stafaði ógn af lyfjaónæmum berklum frá Austur- Evrópu sem gætu ógnað heilbrigði íslensku þjóðarinnar. Þá sagði hann að Frjálslyndi flokkurinn væri eini flokkurinn sem ætlaði sér „að snúa við blaðinu og endurheimta landa- mæri Íslands.“ Nýlegt viðtal við Viðar í þættinum Harmageddon á X-inu hefur vakið talsverða athygli en þar brast hann í hlátur þegar málefni erlendra úti- gangsmanna bar á góma, og sagði: „Við skulum nú bara taka hlutina í réttri röð. Tökum stóru málin fyrst, skipulagsmálin.“ Á hápunkti góðær- isins skrifaði Viðar pistilinn Ísland fyrir Íslendinga – Um hvað snýst málið? Færslan var í punktaformi en þar listaði Viðar ástæðurnar fyrir því hvers vegna takmarka ætti búferla- flutninga erlendra ríkisborgara til Ís- lands, sérstaklega þeirra sem kæmu frá Austur-Evrópu. „Hingað til Ís- lands streyma nú þúsundir innflytj- enda árlega,“ skrifaði Viðar sem vildi meina að það væri ein ástæða fyrir rýrnandi kaupmætti Íslendinga sem þó fór hækkandi á þessum tíma. Viðar sagði í pistlinum að vel- ferðar- og heilbrigðiskerfi helstu Evrópuríkja væru að hruni komin, og sagði ástæðuna vera þá óeiningu sem fylgi fjölmenningarsamfélög- um. „Það er nauðsynlegt að verja ís- lenska menningu og íslensk gildi,“ skrifaði Viðar sem hafði verulegar áhyggjur af því að erlend glæpagengi kæmu sér fyrir á Íslandi, ef ekki yrði brugðist við, með tilheyrandi „eitur- lyfjasölu, mansali og skipulögðum nauðgunum,“ eins og kom fram í punktunum hans. Ekki náðist í Viðar við vinnslu þessarar fréttar. n jonbjarki@dv.is Borgar sig varla að vinna n Fékk 173.000 útborgað n Vill ekki fara á atvinnuleysisbætur É g er á lágmarkslaunum hjá bæn- um og í dag þarf ég að vinna annan hvern laugardag til þess að hífa upp launin og þá fæ ég rétt yfir 190.000 á mánuði,“ segir óánægður starfsmaður Akureyrarbæj- ar. Umræddur starfsmaður vinnur hjá íþróttamannvirki á vegum bæjarins og fær aðeins 20.000 krónum meira út- borgað en ef hann væri á atvinnuleys- isbótum, sé tekið tillit til skatta, útsvars og greiðslu í lífeyrissjóð. Starfsmað- urinn vill ekki koma fram undir nafni en segir mikilvægt að fjalla um mál- ið, enda viti hann um fjölmarga aðra í svipaðri stöðu. Aðeins munar um 18.000 krónum á lágmarkslaunum og atvinnuleysis- bótum en einstaklingur sem nýtir sér 59.000 króna frítekjumark vegna tekna samhliða atvinnuleysisbótum getur hins vegar þénað rúmum 16.000 krón- um meira en einstaklingur í fullu starfi á lágmarkslaunum. Mikil vonbrigði Blaðamaður DV hefur launaseðil mannsins undir höndum en sam- kvæmt honum er maðurinn með 229.000 krónur á mánuði. Eftir skatt, útsvar, greiðslu í lífeyrissjóð og ann- að fær hann hins vegar einungis tæp- ar 173.000 krónur útgreiddar. Til sam- anburðar eru atvinnuleysisbætur, sé miðað við fullan bótarétt, 172.000 krónur á mánuði og eftir skatt myndu því greiðast um 152.000 krónur á mánuði, en það er aðeins um 20.000 krónum lægra en maðurinn fær út- borgað frá Akureyrarbæ. Hann segir þetta gríðarleg vonbrigði. „Mig langar svolítið að vita hvort þau myndu treysta sér til að lifa á svona launum, bæði verkalýðs- foringjarnir og stjórnendur,“ segir hann og bætir við að hann hafi haft samband við sinn verkalýðsforingja en fátt hafi verið um svör. „Ég spurði hana nú á hvaða laun- um hún væri og hún vildi ekki svara því.“ Vill ekki fara á atvinnuleysisbætur Maðurinn segist vita um marga sem íhugi nú að sækja frekar um atvinnu- leysisbætur en að vinna fullt starf á lágmarkslaunum. Sjálfur segist hann þó ekki geta hugsað sér það. „Ég er lærður húsasmiður og lenti í því, þegar fyrirtækið sem ég starfaði hjá fór á hausinn, að verða atvinnulaus í nokkra mánuði og ég fór nú frekar að starfa við þetta en að vera heima.“ Hann segist hafa lækkað mikið í launum frá því að hann starfaði sem smiður en að erfitt sé fyrir smiði að fá vinnu í dag. „Það er hægt að fá vinnu í kannski tvo eða þrjá mánuði en ekki örugga vinnu.“ Getur fengið vinnu í Noregi „Það eru náttúrulega lausir samningar eftir áramót og ég veit að margir sem eru á svona lágum launum eru mjög óánægðir,“ segir maðurinn, aðspurð- ur hvað nú taki við, en líkt og áður sagði starfar hann hjá Akureyrarbæ og er því í stéttarfélaginu Kili. „Samningarnir eru lausir eftir áramót og þá fer samninganefndin af stað að reyna að semja. Ég ætla að bíða aðeins og sjá hvernig útkoman verður en ég samþykki náttúrulega engin laun nema að lágmarki 250 til 260 þúsund króna útborgun.“ En hvað ef samningarnir bjóða ekki betri kjör? „Það er þá bara Noregur. Ég er þegar búinn að tala við menn þar sem vantar smiði og ég get fengið vinnu strax. Ég er með fjölskyldu og ætla þá bara að flytja.“ Borgar sig varla að vinna Lágmarkslaun eru 204.000 krónur á mánuði en eftir skatt fær einstak- lingur í fullu starfi á lágmarkslaun- um útgreiddar um 171.000 krón- ur. Einstaklingur í hundrað prósent starfi þénar því ekki nema um 18.000 krónum meira á mánuði en einstak- lingur á fullum atvinnuleysisbót- um sé tillit tekið til skatta, útsvars og greiðslu í lífeyrissjóð. Hins vegar getur einstaklingur á atvinnuleysisbótum þénað rúmum 16.000 krónum meira en einstak- lingur í hundrað prósent starfi á lág- markslaunum nýti hann sér frítekju- mark vegna tilfallandi tekna með fram bótum en unnt er að fá greitt allt að 59.000 krónum á mánuði án þess að atvinnuleysisbæturnar skerðist. Þá býður Vinnumálastofnun einstaklingum upp á tekjutengdar atvinnuleysisbætur fyrstu þrjá mánuðina eftir að viðkomandi byrj- ar á bótum. Um er að ræða bætur sem nema 70 prósentum af launum viðkomandi í fyrra starfi en verða þó aldrei hærri en 272.000 krónur á mánuði, eða um 211.000 krónur eft- ir skatt, útsvar og greiðslur í lífeyris- sjóð. Það er rúmum 40.000 krónum meira en útgreidd lágmarkslaun. n Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Hér ber að líta samanburð á atvinnuleysisbótum, lágmarkslaunum, bótum ásamt aukatekjum vegna frítekjumarks og tekjutengdum bótum. Reiknivél á vefsíðu ríkisskattstjóra var notuð til að reikna upphæðir með tilliti til skatts, útsvars og greiðslu í lífeyrissjóð. Litlu munar á lágmarkslaunum og bótum Atvinnuleysisbætur Lágmarkslaun Bætur + 59 þúsund í tilfallandi tekjur Tekjutengdar bætur Fyrir skatt Eftir skatt 17 2. 6 0 9 k r. 15 2. 34 9 k r. 20 4 .0 0 0 k r. 17 1. 23 8 k r. 23 1. 6 56 k r. 18 7. 8 79 k r. 27 2. 11 3 kr . 21 1. 6 50 k r. Launaseðill mannsins Laun mannsins eru aðeins um 20.000 krónum hærri en útgreiddar atvinnuleysisbætur. „Ísland fyrir Íslendinga“ Viðar H. Guðjohnsen notaði meðal annars slagorðið Ísland fyrir Íslendinga í baráttu sinni fyrir endurheimt landamæra Íslands. MyNd FAcEBook Braut gegn ungum stúlkum Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á þriðjudag tvítugan karlmann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ung- um stúlkum. Var manninum gert að greiða annarri stúlkunni 800 þúsund krónur í skaðabætur og hinni stúlkunni eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Hann var meðal annars fund- inn sekur um að hafa með ólög- mætri nauðung látið stúlku, sem þá var þrettán ára, árið 2012, hafa við sig munnmök. Var maðurinn sagður hafa nýtt sér yfirburða- stöðu sína gagnvart stúlkunni sök- um aldurs- og þroskamunar. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa haft samræði við stúlku sem var þrettán ára, en brotið átti sér stað árið 2010. Þöggun sem þarf að rjúfa Margar brotalamir eru til staðar þegar kemur að umræðu og úr- lausnum vegna kynferðisofbeldis gegn fötluðum börnum og einstak- lingum. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu sem Stígamót, Rannsóknaset- ur í fötlunarfræðum, landssamtökin Þroskahjálp, NPA miðstöðin, Öryrkjabandalag Íslands, Kvennaathvarfið, Reykjavíkurborg, Jafnréttisstofa, velferðarráðu- neytið, Þroskaþjálfafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Ás styrktarfélag hafa sent frá sér í kjölfar málþings um kynferðisof- beldi gegn fötluðu fólki í síðustu viku. Hópurinn krefst þess að leit- að verði eftir úrlausnum. Þær felast meðal annars í því að tryggja að- gengi fatlaðs fólks að ráðgjöf vegna kynferðis ofbeldis, rjúfa þöggun og svara kalli fatlaðs fólks eftir aukinni kynfræðslu sem tekur mið af marg- breytilegu samfélagi. Auglýst eftir flugmönnum WOW air hefur auglýst eftir flug- mönnum til starfa hjá félaginu, en alls er verið að leita að 28 flugmönnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þetta er í fyrsta skipti sem WOW air auglýsir eftir sínum eigin flugmönnum. Ráðning flugmanna er liður í auknum umsvifum félagins en um er að ræða framtíðarstörf á nýlegum A321- og A320-vélum WOW air. „Það er ánægjulegt að aug- lýsa eftir flugmönnum í fram- tíðarstörf, sem munu fljúga undir flaggi WOW air. Félagið hefur stækkað jafnt og þétt frá fyrsta flugi þess í maí 2012 en það ár flaug félagið með um 90 þúsund farþega, núna í ár verð- ur farþegafjöldi um 450 þúsund og stefnt er að á næsta ári að fé- lagið fljúgi með yfir 720 þúsund farþega,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, í tilkynningu. WOW air hyggst fljúga til 18 áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku frá næsta vori.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.