Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 9. október 2013 Starfsmenn endurgreiði laun n VR fer í hart við Bauhaus en fær ekki lista yfir starfsmenn F jölmargir núverandi og fyrrver- andi starfsmenn Bauhaus hafa á síðustu vikum fengið kröfu frá fyrirtækinu um endur- greiðslu á ofgreiddum launum en um er að ræða launagreiðslur frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012, eða fyrir rúmu ári. Nokkrir starfs- mannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Þetta kemur fram í frétt á vef VR, en þar er bent á að samkvæmt meginreglu vinnuréttar beri vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Það er því ekki hægt að krefja launþega um endurgreiðslu, nema að um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. „Þessi regla, sem hefur verið stað- fest með dómum, byggir á því megin- sjónarmiði að laun séu ætluð til fram- færslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því al- mennt ekki endurkræf,“ segir í til- kynningu VR. Þar er það einnig tekið skýrt fram að afstaða VR sé sú að þessi megin- regla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. Að auki hefur VR krafist þess skrif- lega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og lík- legt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum. Bauhaus hefur að auki neitað að afhenda VR lista yfir starfsmenn sem eru félagsmenn í VR og fengu að mati Bauhaus ofgreidd laun. VR vildi upplýsa viðkomandi fé- lagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra að sögn. „VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endur- greiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa sam- band við kjarasvið félagsins,“ segir í tilkynningu. n astasigrun@dv.is Halldór og Guðni skrifuðu undir n Viðskiptin með höfuðstöðvar Framsóknarflokksins árið 2003 H alldór Ásgrímsson og Guðni Ágústsson, sem þá voru formaður og varafor- maður Framsóknarflokks- ins, skrifuðu undir fyrir hönd flokksins í viðskiptum með hús á Hverfisgötu 33 í Reykjavík árið 2003. Húsið hýsir skrifstofur Fram- sóknarflokksins í dag. Undirskriftir þeirra voru vegna skilmálabreytinga á lánum sem hvíldu á fasteigninni sem Ólafur Ólafsson í Samskip- um hafði afsalað sér til flokksins í desember 2002. Seljandi hússins var eignarhaldsfélagið Ker sem var í eigu Ólafs að stóru leyti og var móður félag olíufélagsins Esso. Tæpum mánuði síðar Tæpum mánuði eftir að eignarhalds- félag Ólafs afsalaði sér húsinu til Framsóknarflokksins keypti Ólaf- ur Búnaðarbankann, ásamt öðrum fjárfestum, í gegnum S-hópinn. Einn af kaupendum bankans með Ólafi var Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar. Líkt og margoft hefur kom- ið fram bendir flest til þess að aðilar tengdir Framsóknarflokknum hafi fengið að kaupa Búnaðarbankann gegn því að aðilar tengdir Sjálfstæð- isflokknum, Björgólfsfeðgar, fengju að kaupa Landsbanka Íslands. Þá liggur fyrir að Ólafur Ólafsson og Halldór Ás- grímsson höfðu átt í bein- um símasamskiptum nokkrum mánuð- um áður vegna sölunnar á hlut Landsbankans í VÍS, líkt og greint var frá í umfjöll- un um einkavæð- ingu bankanna í Fréttablaðinu árið 2005. Í því símtali reyndi Ólafur að koma hlutum þannig við að Halldór beitti sér fyrir því að Landsbankinn myndi selja um helming hlutafjár í VÍS til áðurnefnds S-hóps. Greitt með yfirtöku skulda Kaupverðið var greitt með yfirtöku skulda við Landsbanka Ís- lands upp á 45 milljónir króna þó svo að fasteignamat þess hafi verið talsvert hærra. Þetta kemur fram í afsali hússins frá 19. desember 2002 sem DV hefur undir höndum. Í afsalinu var kaupverð hússins ekki tekið fram en ljóst er að það var allavega greitt með umræddri yfirtöku skulda að hluta til. Engum kaupsamningi var þinglýst vegna viðskiptanna: Aðeins afsali. Halldór og Guðni skrifa undir Ker hafði hafði áður verið skuldar- inn og greiddi afborganir af lánun- um en Framsóknarflokkurinn tók skuldabréfin yfir þegar flokkurinn eign- aðist húsið. Halldór Ás- grímsson og Guðni Ágústsson, æðstu ráða- menn flokks- ins á þessum tíma, skrif- uðu undir skilmála- breytingu vegna lánanna sem hvíldu á húsinu í ágúst 2003, rúmu hálfu ári eftir sölu íslenska ríkisins á Bún- aðarbankanum til Ólafs Ólafsson- ar. Þeir sem stýrðu sölu bankans til þessara aðila voru meðal annars fulltrúar ráðherra Framsóknar- flokksins í ríkisstjórn sem sátu í framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu. Aðspurður um kaup Fram- sóknarflokksins á húsinu og undir- ritun sína á skilamálabreytinguna segir Guðni Ágústsson að hann viti ekkert um málið. „Ég veit ekkert um þetta.“ Yfirtók skuldina mánuðum eftir kaupin Þá stytti Framsóknarflokkurinn í lánunum og ákvað að breyta fjölda afborgana í sextán í stað nítján. Svo virðist einnig, út frá skilmála- breytingunni, að Framsóknarflokk- urinn hafi ekki formlega yfir tekið skyldur skuldarans, Kers, sem var einn af kaupendum Búnaðarbank- ans, fyrr en meira en átta mánuðum eftir að afsalinu vegna viðskiptanna með húsið var þinglýst. Fram- sóknarflokkurinn hefur því, laga- lega séð, ekki verið ábyrgur fyrir því að greiða af húsinu fyrr en eftir að búið var að skrifa undir umrædda skilmálabreytingu. Afborganir af húsinu átti að greiða einu sinni á ári, í mars, og er ekki hægt að draga aðra ályktun af skilmála- breytingunni en að Ker hafi verið ábyrgt fyrir afborguninni af húsinu í mars þetta ár, jafn- vel þó að húsið hefði orðið þing- lýst eign Framsóknarflokksins í desember 2002. Tveimur mánuð- um áður en gjalddaginn var á lán- inu keypti Ker Búnaðarbank- ann af íslenska ríkinu ásamt öðrum fjárfestum. n „Ég veit ekkert um þetta Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skrifuðu undir Guðni Ágústsson og Halldór Ásgrímsson skrifuðu undir skil- málabreytingu vegna lána sem hvíldu á húsinu við Hverfisgötu sem Fram- sóknarflokk- urinn eignaðist í lok árs 2002. Seljandinn var eignarhalds- félag Ólafs Ólafssonar. Snjórinn hverfur á fimmtudag Það snjóaði á Suðvestur- og Vest- urlandi á þriðjudag og vöknuðu borgarbúar til dæmis upp við talsvert fannfergi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við því að allur snjór verði á bak og burt á fimmtudag, en dregið hafði talsvert úr honum seinnipart þriðjudags. Á miðvikudag á að vera að mestu þurrt. DV óskaði eftir því að lesend- ur sendu inn myndir af vetrar- dýrðinni á netfangið ritstjorn@ dv.is. Fjölmargir tóku við sér og afraksturinn má sjá á DV.is. Meðfylgjandi mynd tók Hrannar Harðarson áhugaljós- myndari. Regína til Arion banka Regína Bjarnadóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður grein- ingardeildar Arion banka. Regína hefur undanfarin sex ár starfað sem hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabankans einkum við grein- ingu á greiðslujöfnuði og erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins. Árin 2005–2007 starfaði Regína sem verkefnastjóri hjá Þróunarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í Georgetown í Gvæana. Frá 2001–2005 starf- aði Regína hjá CRU Ana- lysis og CRU Strategies í Lundúnum á Englandi sem hagfræðiráðgjafi á álsviði og síðar sem hagfræði- sérfræðingur í orkumál- um. Vildi endurgreitt eftir dópkaup Lögreglan á Suðurnesjum stöðv- aði fíkniefnaviðskipti sem voru í gangi á salerni veitingastaðar í umdæminu um síðastliðna helgi. Þegar lögreglumenn bar að voru tveir menn þar fyrir og hélt annar þeirra á glærum poka. Í tilkynn- ingu lögreglunnar segir að sá er hélt á pokanum hafi tekið sprett að salerni staðarins er hann sá lögregluna. Líklega vildi hann losa sig við fíkniefnin. Hinn maðurinn kvaðst hafa verið að kaupa „stöff“ af poka- manninum. Þeir heimiluðu báðir leit á sér og fannst ekkert saknæmt á þeim fyrrnefnda, en hass á þeim síðarnefnda. Meðan lögreglu- menn voru við störf á vettvangi margbað kaupandinn þá um að láta sig hafa fimm þúsund krón- ur sem hann hefði verið búinn að greiða pokamanninum fyrir „stöff- ið“ þegar lögregla setti viðskipt- in í uppnám. Peningurinn var á endanum haldlagður og fíkni- efnasalinn handtekinn. Vilja endurgreiðslu VR telur ábyrgðina liggja hjá fyrirtækinu, ekki starfsmönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.