Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 13
Tók þessu fegins hendiEr mann að dreyma Engan vilja til að lifa lengur Karen Kjartansdóttir er nýr upplýsingafulltrúi LÍÚ. – DV.isMagnús S. Magnússon er harðorður um stjórnmála- og menningarástandið á Íslandi. – DV.isSigmundur Einar Jónsson var langt leiddur í neyslu. – DV 1 „Besti flokkurinn er orðinn að enn einum gelda stjórnmála- flokknum“ Guðmundur Oddsson biðst afsökunar á að hafa kosið Jón Gnarr og félaga. 2 Geir gerir lítið úr bankahrun-inu: „Sumt gamalt fólk tók ekki einu sinni eftir því“ Í viðtali við breska blaðið Guardian í tilefni af fimm ára afmæli hrunsins. 3 „Kæru vinir – EKKI fara af stað á sumardekkjunum – Plííísssss!“ Reykjavíkurborg varaði við slæmri færð í morgunsárið á þriðjudag. 4 Kaupfélagsstjórnandi tók sér 15 milljóna arð Sigurjón Rúnar hefur tekið nærri 200 milljónir úr eignarhaldsfélagi sínu. 5 Dýraverndunarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ Harkaleg gagnrýni á Dalsmynni tekin fyrir í þætti Sölva. 6 Draugagangur á kaffihúsi hrellir viðskiptavini Gestir urðu viti sínu fjær, en sem betur fer var um hrekk að ræða. Mest lesið á DV.is Í þágu okkar allra Þ að er aldrei að það er sótt að út- varpi allra landsmanna um þess- ar mundir! Jafnvel gagnrýnanda á borð við undirritaðan setur hljóð- an. Að vísu tilheyri ég þeim hópi fólks sem kallað hefur eftir meira útvarpi, en hér eru ferðinni slátrarar blóðugir upp fyrir axlir sem vilja skera stofnunina al- farið niður. Fremstir fara að sjálfsögðu hrunverjarnir sem skiljanlega svíður hvernig Ríkisútvarpið hefur sagt frá gerð- um þeirra og misgerðum. Er það ef til vill róttækasta breytingin við hrunið? Að þá hafi stjórnvöld í fyrsta skipti verið sett undir gagnrýnið ljós í fjölmiðli allra landsmanna? Fram að því hafi hlut- verk fréttamanna einkum verið fólgið í hljóðnemanum, ráðamenn ráðið spurn- ingum og verið einráðir um svörin. Rit- stjóri Morgunblaðsins man þessa tíma og munar í að þeir renni upp að nýju, nú þegar hans menn eru aftur komnir til valda. Aðrir sem eru áberandi í núverandi árásarhrinu á RÚV eru þeir sem girn- ast auglýsingatekjur stofnunarinnar. Við erum áreiðanlega mörg sem gjarnan vildum auglýsingar burt úr útvarpi allra landsmanna. Auglýsing í ljósvakamiðli er í raun árás, í prentmiðli er þó alltaf hægt að fletta áfram. Auglýsing í ljósvakamiðli rýfur dagskrána og tekur upp tíma sem annars ætti að fara í að miðla frambæri- legu efni. En þetta er sú umgjörð sem íslenskir ráðamenn hafa búið fjölmiðli allra landsmanna. Honum hafa aldrei verið ætlaðar fjárveitingar til að halda úti dagskrá sæmandi þjóð sem er forvitin um sögu sína og örlög. Raunar minnist ég þess aldrei að hafa heyrt þingmann svo mikið sem ýja að nauðsyn þess að halda hér úti metnaðarfullum fjölmiðli. Aftur á móti er fastur liður að stjórnmála- menn seilist í þá tekjustofna sem þó hafa verið eyrnamerktir stofnuninni og svo er enn í ár. Og hefur Ríkisútvarpið þó skorið niður sem svarar einum milljarði frá því fyrir hrun, sagt upp fólki og tekið upp lág- marksdagskrá sem íslenskir ráðamenn virðast vel geta sætt sig við að verði hin varanlega. Í eina tíð var talað um Ríkisútvarpið sem mikilvægt öryggistæki í því skyni að koma boðum til landsmanna við nátt- úruhamfarir. Það hlutverk hefur sjálf- krafa dvínað við net- og farsímavæðingu þjóðarinnar. En samtímis hefur orðið til önnur vá og nú af mannavöldum þegar örfáir „fjármálasnillingar“ geta með einu „send“ steypt heilli þjóð í skuldafen. Ef marka má 8. bindi rannsóknarskýrslu Al- þingis stafaði íslenska hrunið ekki síst af upplýsingaskorti. Vanmiðlun upplýsinga í bland við blekkingarleiki. Fréttastjóri Stöðvar 2 lýsir því hvernig stofnunin hafi beinlínis verið undir hælnum á fjármála- fyrirtækjum og af frásögn fréttastjóra RÚV má skilja að fréttastofan þar á bæ hafi í raun verið í herkví stjórn- og fjármála- manna (Rannsóknarskýrsla Alþingis, 8. bindi, bls. 198–199). Fyrir það gjöldum við nú með heilbrigðisþjónustu í upp- lausn, skattbyrði sjúkra, vaxandi fjölda á hrakhólum með húsnæði, menntakerfi með sultaról og gjaldeyrishöftum. Það varðar nefnilega hag okkar allra – í bráð og lengd – að við séum nægilega upplýst um það sem á sér stað í þessu þjóðfélags- kríli okkar. Til þess þarf fyrst og síðast öfl- ugan, sjálfstæðan fjölmiðil sem þjóðin á og treystir. Og stendur vaktina. n Forvarnadagurinn Í dag, miðvikudag, er forvarnadagurinn haldinn í grunnskólum landsins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, og borgarstjórinn, Jón Gnarr, ýttu verkefninu úr vör ásamt fleirum í Háaleitisskóla á mánudagsmorgun. Forvarnardagurinn er nú haldinn í áttunda sinn í grunnskólum landsins en í þriðja sinn í framhaldsskólum, en dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Mynd Sigtryggur Ari Myndin Kjallari Pétur Gunnarsson rithöfundur Umræða 13Miðvikudagur 9. október 2013 „Geir Haarde er svo sannar- lega að sýna landsmönnum ótrúlega mikla fyrirlitningu með þessum orðum sínum. Hvílíkur hroki! Hann gengur með þessum ummælum algjörlega fram af mér.“ ingi gunnar Jóhanns- son var ekki ánægður með ummæli Geirs H. Haarde um efnahagshrunið. „Kjaftæði, ég hef fengið að fara þarna inn án þess að vera í hlífðarfötum. Ég varð reyndar að fara heim strax á eftir og skipta um föt af því ógeðslega lyktin eins og af e-h rotnu angaði af okkur þegar kom út.“ Margrét Friðriksdóttir gaf lítið fyrir svör stjórn- enda Dalsmynnis, sem sakaðir eru um misjafna meðferð á dýrum. „Ég er farin að heyra í plebbunum sem ekki hafa getað nýtt sér Besta flokkinn fyrir sig og sína. Betra að komast á jötuna hjá fjórflokknum. Áfram Jón Gnarr og félagar. Áfram Besti flokkurinn, látið ekki deigan síga.“ ingibjörg Hekla F. Ottesen er ánægð með Besta flokkinn. „If you don’t want your tax dollars to help the poor – then stop saying that you want a country based on christ- ian values, because you don’t!“ – Jimmy Carter“ rósa gunnlaugsdóttir vitnaði í fyrrverandi Banda- ríkjaforseta undir grein um skoðanir Viðars H. Guðjohnsen, varamanns í stjórn SUS. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 14 20 15 42 „Setja á markmið um að kostnað- ur sjúklinga fari aldrei yfir tiltekin mörk F lestir ættu að geta tekið undir það markmið ríkisstjórnarinnar að ná fram hallalausum fjárlög- um á næsta ári, enda verið stefnt að því frá hruni. Hins vegar eru ekki allir sammála um hvernig því mark- miði skuli náð. Í kjölfar niðurskurðar og skattahækkana síðustu ára hefur nú loksins skapast svigrúm til sóknar og uppbyggingar á þeim sviðum samfé- lagsins sem látið hafa undan. Staðan er vissulega enn erfið, en þess vegna skiptir forgangsröðun ríkisstjórnarinn- ar líka miklu máli. Umræðan í þjóðfélaginu og frétta- flutningur undanfarið benda eindreg- ið til þess að heilbrigðiskerfið verði að njóta sérstaks forgangs þegar kem- ur að því nota svigrúmið sem skap- ast hefur. Það varð einnig niðurstaða síðustu ríkisstjórnar, sem ákvað að hætta niðurskurði í heilbrigðiskerfinu fyrir einu og hálfu ári síðan og hefja uppbyggingarferlið. Slíku er því mið- ur ekki fyrir að fara í fjárlagafrumvarp- inu, heldur þvert á móti. Áfram er gerð hagræðingarkrafa á Landspítalann og hvergi sjást áætlanir um uppbyggingu nýs spítala. Lækkun sjúklingaskatta Ekki er látið staðar numið við niður- skurð. Að auki er kynntur til sögunn- ar nýr sjúklingaskattur og vonast til að veikustu einstaklingar þessa samfé- lags skili ríkissjóði um 200 milljónum króna á næsta ári. Fátt lýsir betur undarlegri forgangsröðun ríkisstjórnar, sem gaf kosningaloforð um stóraukin fjárframlög til heilbrigðismála. Í kjölfar hrunsins var staðan þannig að ekki voru aðstæður til að minnka gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Nú þegar svigrúm skapast væri eðlilegra að horfa til þess að lækka sjúklinga- skatta en að hækka þá. Samræmd gjaldtaka Mikil sóknarfæri eru jafnframt í því að samræma alla gjaldtöku á heilbrigðis- kerfinu. Skref voru stigin í þá átt með nýjum lyfjalögum. Það verður að segj- ast eins og er að augljósir ágallar voru í framkvæmd þeirra laga, en markmið þeirra stenst um aukinn jöfnuð með- al sjúklinga. Ekki er nóg að líta ein- göngu til lyfjakostnaðar, heldur verður að líta heildrænt til kostnaðar á lyfjum og annarri heilbrigðisþjónustu. Setja á markmið um að kostnaður sjúklinga fari aldrei yfir tiltekin mörk þannig að fólk í sambærilegri stöðu hafi sömu réttindi. Þingflokkur Samfylkingarinnar hef- ur boðist til að setjast niður í fjárlaga- vinnunni, þvert á flokka, og leita allra leiða til að byggja upp á Landspítal- anum og létta álögum á sjúklingum. Þegar nú virðist hægt að lækka skatta á útgerðina, efnafólk, og tekjuskatt er eðlilegt að spyrja hvort sjúklinga- skattalækkun sé ekki tímabær. n Sjúklingaskattalækkun Aðsent Helgi Hjörvar formaður þingflokks Samfylkingarinnar Mynd guðMundur VigFúSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.