Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 22
D avid Beckham bætist á dögunum í langa röð þeirra sem heiðra hugrekki korn- ungu baráttustúlkunnar Malölu Yousafzai. Beckham færði Malölu verðlaun dagblaðsins the Daily Mirror fyrir hug- rekki sem hún hefur sýnt eftir að tali- banar reyndu að ráða hana af dögum í október á síðasta ári. David sagði Malölu hafa haft áhrif á milljónir manna. „Það eru forréttindi að fá að afhenda þér þessi verðlaun,“ sagði David við Malölu og hneigði sig fyrir henni. Í brennidepli Malala er í brennidepli í Bretlandi þessa dagana en sjálfsævisaga hennar er nýkomin út þar í landi. Þar lýsir hún ógnarstjórn íslamista. Malala var færð til Bretlands eftir drápstilraunina til aðhlynningar og þar hefur hún dvalið síðan og stund- að nám. Nýlega var tilkynnt að hún komi til greina sem handhafi Nóbelsverð- launanna. Fái hún verðlaunin síðar í vikunni verður það fyrir kjarkmikla mannréttindabaráttu gegn harðstjórn íslamista. Sjálf hefur hún sagt að frið- arverðlaunin yrðu mikill stuðningur við baráttuna fyrir því að tryggja öll- um börnum, stúlkum sem drengjum, menntun Malölu hafa borist ófáar hótanirn- ar frá talibönum eftir að hún komst til heilsu og sverja þeir að drepa hana fyrir að gagnrýna íslam. Nú í vikunni barst henni enn ein morðhótunin frá þeim og reyna þeir árangurslaust að þagga niður í þessari kraftmiklu stúlku og segjast munu nota hvert tækifæri sem þeir fá til þess að taka hana af lífi. Saga af hugrekki Þrátt fyrir þetta gefst hún ekki upp og hefur aldrei gert. Saga hennar er saga af hugrekki. Malala varð heimsþekkt þegar hún hélt úti dagbók á netinu. Í henni gagnrýndi hún talibana sem tekið höfðu völdin í heimabæ hennar í Swat-dalnum í Norðvestur-Pakistan. Talibanar bönnuðu stúlkum að ganga í skóla en Malala barðist gegn því og heimurinn fylgdist með. Hún var skotin í höfuðið þegar hún steig út úr skólabíl og skaddaðist alvarlega á höfði. Hún hefur náð sér að mestu eftir umfangs- miklar aðgerðir á höfði. n 22 Fólk 9. október 2013 Miðvikudagur Philip Chevron látinn Í rski gítarleikarinn Philip Chevron, úr hljómsveitinni The Pogues, lést síðastliðinn þriðjudag aðeins 56 ára að aldri. Philip hafði glímt við þrálátt krabbamein í hnakka og höfði frá árinu 2007 samkvæmt tilkynningu frá hljómsveitinni The Pogues á heimasíðu þeirra. Eftir að hafa gengist undir meðferð var Chevron búinn að ná talsverðum bata og aðeins ári síð- ar hélt hann í tónleikaferðalag um Bandaríkin og náði síðar fullum bata árið 2009. Mörgum var því brugðið við að heyra að krabba- meinið hafði skotið aftur rótum í maí á þessu ári og var ljóst frá upphafi að meinið myndi draga Chevron til dauða. Hann lét þann þunga dóm þó ekki aftra sér frá ástríðu sinni og kom síðast fram opinberlega á Olympia Theatre í Dyflinni á Ír- landi í ágúst síðastliðnum. Tón- leikarnir voru óhefðbundnir að því leytinu til að þeir voru honum sjálf- um til heiðurs þar sem hann vissi að hann ætti stutt eftir. Fjölmargir þekktir írskir tónlistarmenn tóku þátt með því að fara með gömul lög Chevron, meðal annars frá árum pönksins en Chevron á heiðurinn af því að hafa stofnað fyrstu pönk- hljómsveitina á Írlandi sem hét The Radiators From Space. Ch- evron varð síðar meðlimur hljóm- sveitarinnar The Pogues eftir að fyrsta plata þeirra, Red Roses for Me, kom út. n svala@dv.is n Vinsæl í Bretlandi n Tilnefnd til Nóbelsverðlauna n Góð fyrirmynd n Hélt eigin minningartónleika fyrr á árinu Umdeildir friðar­ verðlaunahafar 1 Yasser Arafat Hlaut friðar-verðlaun Nóbels ásamt þáverandi utanríkisráðherra Ísraels Shimon Peres og forsætisráðherra Yitzhak Rabin fyrir starf í þágu friðar í Mið-Austurlöndum en þeir undirrituðu Óslóarsáttmálann á sínum tíma. Kare Kristiansen, norskur fulltrúi í tilnefningarnefnd friðarverðlaunanna, sagði af sér í mótmælaskyni þar sem hann kallaði Arafat hryðjuverkamann. 2 Wangari Maathai Fékk verðlaunin árið 2004 vegna eflingu á sjálfbærni, lýðræði og friði í heimalandi sínu, Kenía. Gleðin varði þó stutt þar sem Wangari var sökuð um að hafa haldið því fram að HIV og eyðni væri sprottin úr tilraunastofum vestrænna vísindamanna til að stemma stigu við mannsfjölda í Afríku. Hún neitaði þó að hafa viðhaft þessi ummæli en staðfesti þó að hún teldi veiruna ekki koma upp- haflega frá apadýrum. 3 Al Gore Fyrrverandi forseta-frambjóðandi Bandaríkjanna lagði sitt af mörkum í að vekja athygli á hlýnun jarðar. Hann vann friðar- verðlaunin á hápunkti góðærisins árið 2007 en síðar hefur verið umdeilt hvort afrekið eigi heima innan þess ramma sem almennt er talið að friðarverðlaunin lúti. 4 Henry Kissinger Fyrrverandi ritari utanríkisráðuneytisins vann verðlaunin 1973 eftir að hafa ritað undir friðarsáttmála í París gegn Norður- Víetnam. Stríðinu lauk hins vegar ekki fyrr en tveimur árum seinna eða árið 1975 og telja margir að Kissinger hafi tekið forskot á sæluna með því að taka á móti friðarverðlaununum á sínum tíma. 5 Barack Obama Ófáir hafa gagnrýnt stríðsréttlætingar Obama Bandaríkjaforseta eftir að hann veitti frið- arverðlaunum Nóbels viðtöku árið 2009. Rökstuðningurinn fyrir afhendingunni var að Obama hugðist beita sér fyrir heftingu á útbreiðslu kjarnorkuvopna í heiminum. Heiðruð fyrir hugrekki Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is 10 góðar ástæður fyrir því að Malala er góð fyrirmynd 1 Hún er sterk „Þeir héldu að byssukúla myndi þagga niður í mér, en þeim mistókst,“ sagði hún. „Ekkert breyttist, nema þetta: ótti og líf án vonar dó. Í staðinn fæddist styrkur, von og hugrekki.“ 2 Hún fyrirgefur „Ég hata ekki einu sinni talibanann sem skaut mig. Jafnvel þótt það væri byssa í hendi minni og hann stæði fyrir framan mig, ég myndi ekki skjóta hann. Þetta er samkenndin sem Múhammeð spámaður miskunnar, Jesús og Búdda kenndu mér,“ sagði hún. 3 Hún er auðmjúk „Munið eitt: Dagur Malölu er ekki minn. Í dag er dagur allra kvenna, stúlkna og stráka sem hafa brýnt rödd sína í þágu mann- réttinda,“ sagði hún. 4 Hún talar fyrir þá minnstu „Ég tala ekki fyrir mig sjálfa, hefur fyrir þá sem hafa ekki rödd.“ 5 Hún er ákveðin „Við munum halda áfram ferðalagi okkar á áfangastað friðar og menntunar. Enginn getur stöðvað okkur.“ 6 Hún hefur aukið með­vitund „Mæður og kennarar um heim allan segja börnum og nemendum frá Malölu,“ sagði Angelina Jolie og sagði hana hvetja börn og foreldra til að taka þátt í baráttunni fyrir menntun stúlkna um allan heim. 7 Hún er ógn„Talibanastjórnin hefur sagt Malölu vera alvarlega ógn. Þeir hafa rétt fyrir sér,“ sagði Hillary Clinton. 8 Hún hefur veitt öðrum innblástur „Barátta hennar fyrir réttindum allra barna til menntunar hefur veitt öðru baráttufólki styrk,“ sagði Sarah Brown, eiginkona Gordons Brown. 9 Hún er tákn vonar og hugrekkis „Malala er táknmynd hugrekkis og vonar í augum milljóna barna um allan heim, sérstaklega ungra stúlkna sem njóta ekki mannréttinda og virðingar,“ sagði Ban Ki-Moon. 10 Hún breytir „Að koma öllum stúlkum og drengjum í skóla fyrir 2015 er raunhæft markmið. Það er aðeins óraunhæft ef fólk segir það óraunhæft. Malala segir að það sé hægt, þá trúa því allir,“ sagði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Hugrekki David heiðrar Malölu en nýverið var gefin út ævisaga hennar í Bretlandi. Fyrirmynd Það eru óteljandi ástæður fyrir því að Malala er góð fyrirmynd. Í þessari grein eru taldar upp 10. topp 5 Philip Chevron Greindist með ban- vænt krabbamein í hnakka og höfði í maí á þessu ári. Skrautlegur á Balí John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var litríkur á dögunum á Efnhagsráðstefnu Asíu-Kyrrahafssambandsins (APEC) á Bali á mánudag. John klæddist fjólublárri „endek“- skyrtu sem var saumuð sam- kvæmt balískri hefð og hreint út sagt virtist hann hafa farið langt út fyrir þægindarammann af svip- brigðum hans að dæma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.