Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 15
Sport 15Miðvikudagur 9. október 2013 í góðri leikæfingu n Níu af ellefu leikmönnum byrjunarliðsmenn í sínum félagsliðum N íu leikmenn sem voru í byrj- unarliði íslenska lands- liðsins gegn Albaníu í byrjun september eru fasta- menn í liðum sinna félags- liða. Aðeins Eiður Smári Guðjohn- sen hefur ekki verið í byrjunarliði síns liðs frá síðasta landsleik, auk þess sem Birkir Bjarnason hefur ekki spilað heilan leik fyrir sitt nýja lið, Sampdoria á Ítalíu. Ísland mætir Kýpur í afar mikil- vægum leik á Laugardalsvelli á föstu- daginn. Á þriðjudag leikur liðið svo við Noreg í leik sem gæti ráðið úr- slitum um það hvort liðið hafnar í öðru sæti riðilsins í undakeppni HM í Brasilíu og tryggir sér þannig sæti í umspili við annað lið um þátttöku- rétt. Varnarlínan í góðri leikæfingu Þeir leikmenn sem voru í byrjun- arliði Lars Lagerbäck í síðasta leik ættu flestir að vera í toppformi. DV hefur tekið saman hvernig byrjun- arliðsleikmönnunum hefur geng- ið á þeim mánuði sem liðinn er frá leiknum við Albaníu. Markvörður- inn Hannes Halldórsson og þeir leik- menn sem skipa varnarlínuna hafa allir spilað mikið á þessum mánuði og ættu að vera í fyrsta flokks leikæf- ingu. Ragnar Sigurðsson fékk rautt spjald í fyrsta leiknum eftir Al- baníuleikinn, með FC København, og kom þess vegna ekki í sögu í tveimur næstu leikjum liðsins. Hann hefur þó spilað tvo heila leiki síðan. Bikir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason hafa allir spil- að mikið með sínum liðum undan- farinn mánuð. Birkir að koma sér fyrir Svipaða sögu er að segja af miðjunni, ef Birkir Bjarnason er frátalinn, en hann er að koma sér fyrir hjá nýju liði á Ítalíu. Birkir hefur byrjað tvo leiki en verið skipt út af í hálfleik í þeim báðum. Lars Lagerbäck lands- liðsþjálfari sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann hefði ekki áhyggj- ur af Birki. Veikindi hefðu verið að plaga hann í byrjun en að hann væri Hvað segja strákarnir um leikina framundan? Við vitum að við töpuðum fyrir Kýpur úti og það verður ekkert auðvelt að mæta þeim. Þetta er kannski staða sem við höfum ekki verið í áður. Við settum þessa pressu á okkur sjálfir með því að komast í þessa stöðu og við ætlum ekkert að gefa það eftir. Áður fyrr vorum við að fylla völlinn með þessum stjörnum sem voru að koma hingað að spila, eins og Christiano Ronaldo og fleirum. Núna er völlurinn fullur vegna þeirrar stöðu sem við höfum komið okkur í. Það er bara flott og maður finnur fyrir stuðningi Íslendinga. Það eru allir spenntir, bæði áhorfendur og við. Við hlökkum til að takast á við þetta.“ Aron Einar Gunnarsson – miðjumaður og fyrirliði Mér líst mjög vel á þetta. Við töpuðum auðvitað fyrir þeim úti og stefnum á að gera betur en það. Ég geri engar kröf- ur. Ég held að þjálfarinn sé bara eins og allir aðrir þjálfarar; velur bara sitt besta lið. Það á að vera erfitt fyrir hann að velja liðið. Það eru margir leikmenn að standa sig vel, svo þetta er hans hausverkur.“ Alfreð Finnbogason – sóknarmaður Ef fyrri leikurinn hefur einhver áhrif þá eru það bara góð áhrif. Við ætlum að sýna að sá leikur var algjör mistök. Þessi leikur er mikilvægari núna en sá næsti. Ef við vinnum þennan leik þá höldum við öðru sætinu. Þannig að við erum bara fók- useraðir á þenn- an leik núna. Flest- ir okkar eru búnir að vera í þessu það lengi að þeir hugsa ekki um marga leiki fram í tím- ann. Ég er mjög bjartsýnn.“ Ragnar Sigurðsson – varnarmaður Það er frábært að vera kominn í lands-liðið. Ég er búinn að horfa á alla leikina og fékk smjörþefinn af þessu í æfingar- leiknum gegn Rússum á sínum tíma. Það er gaman að fá kallið núna, þá veit maður að maður er að gera eitt- hvað rétt. Því að spila fyrir landsliðið fylgir ákveðið stolt, sem mér finnst mjög mikilvægt. Ég býst ekki endilega við að spila en er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn í hópinn. Mér líst vel á þessi verkefni sem framundan eru. Þetta er mikilvægur tími. Það þýðir ekkert að vanmeta Kýpur þó úr- slitin hafi verið góð undanfarið. Ef við gerum það sem þjálfarinn leggur upp með þá held ég að við náum í þrjú stig á föstudaginn. Guðlaugur Victor Pálsson – miðjumaður n DV ræddi við landsliðsmenn í Fífunni Hannes Halldórsson n Hannes hefur varið mark Íslands alla undankeppnina. Hann ætti að vera í fínni leikæfingu því hann hefur spilað fjóra leiki frá 10. september. Gengið hefur verið upp og ofan. Hannes hélt hreinu í Ólafsvík, fékk á sig eitt mark gegn Fylki, þrjú mörk gegn Breiðablik og loks eitt mark gegn Fram í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Birkir Már Sævarsson n Birkir Már hefur verið fastamaður í liði sínu Brann í efstu deild í Noregi. Liðinu hefur þó gengið afleitlega undanfarið og aðeins unnið tvo af síðustu tólf leikjum. Liðið tapaði síðast um helgina 1–0 fyrir Haugesund. Birkir hefur spilað fjóra leiki (tvo tapleiki og tvo jafnteflisleiki) frá síð- asta landsleik og er því í fínni leikæfingu. Kári Árnason n Kári er lykilmaður í liði sínu Rotherham United í þriðju efstu deild í Englandi. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar og hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum. Í þeim hafa Kári og félagar fengið á sig fjögur mörk. Kári hefur spilað alla leikina nema einn á tímabilinu og er því í fínni leikæfingu. Ragnar Sigurðsson n Ragnari og félögum í FC København hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. Liðið er með 13 stig úr ellefu leikjum og er um miðja deild, sem þykir ekki merkilegt á þeim bænum. Ragnar spilar í vörninni með reynsluboltanum Olof Mellberg. Hann var rekinn af velli í fyrsta leiknum eftir síðasta landsleikjahlé (á 78. mínútu) og var ekki með í næstu tveimur leikjum. Hann spilaði hins vegar í 2–1 sigri á SönderjyskE um helgina sem og í meistaradeildinni gegn Real Madrid á dögunum. Ragnar hefur því leikið tvo heila leiki, næstum þrjá, frá síðasta landsleik. Ari Freyr Skúlason n Ari Freyr gekk í raðir OB í Danmörku í lok júlí og hefur verið fastamaður í byrjun- arliðinu undanfarið. Liðið vann góðan sigur á Esbjerg í síðustu umferð en gengið hefur verið upp og ofan. Liðið er í sjötta sæti af tólf liðum í dönsku Superligunni. Ari er í fínni leikæfingu. Jóhann Berg Guðmundsson n Jóhann hefur staðið sig vel á tímabilinu og komið við sögu í öllum leikjum liðs síns, AZ Alkmaar í Hollandi. Liðið hefur átt fína spretti og er um miðja deild og er einnig í baráttu í Evrópudeildinni. Af þessum sex leikjum sem AZ hefur spilað frá síðasta landsleik Íslands hefur Aron hafið leik í tveimur. Í öllum hinum hefur hann komið inn á sem varamaður, yfirleitt á 70. mínútu eða þar um bil. Hann skoraði eina mark liðs síns í 2–1 tapi um helgina. Aron Einar Gunnarsson n Aron Einar er fastamaður í byrjunarliði Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað fjóra heila leiki frá síðasta landsleik og er því væntanlega í toppformi. Cardiff hefur tapað fyrir Newcastle og naumlega fyrir Tottenham en unnið Fulham og gert jafntefli við Hull City. Gylfi Þór Sigurðsson n Gylfi hefur verið frábær á tímabilinu fyrir lið sitt í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði bæði mörk Tottenham í fyrsta leiknum eftir síðasta landsleik og svo eina mark síns liðs í jafntefli gegn Chelsea. Gylfi Þór er fasta- maður í byrjunarliðinu í deildinni en hefur verið hvíldur í Evrópuleikjum gegn lakari liðum. Gylfi Þór, sem spilað hefur fjóra heila leiki frá síðasta landsleik, ætti að vera í toppformi og fullur sjálfstrausts. Birkir Bjarnason n Birkir skipti um félag og gekk í raðir Sampdoria í byrjun september. Síðan þá hefur hann spilað tvo heila hálfleiki og auk þess að hafa komið inn á sem varamaður í þriðja leiknum. Um helgina spilaði hann ekkert gegn AC Milan. Lagerbäck sagði fyrir helgi að hann hefði engar áhyggjur af Birki. Veikindi hefðu sett strik í reikninginn hjá honum. Kolbeinn Sigþórsson n Ajax hefur spilað sjö leiki frá síðasta landsleikjahléi. Kolbeinn hefur spilað síð- ustu fimm leiki og skorað í einum þeirra, tvö mörk. Óhætt er að segja að Kolbeinn hafi glímt við sterka andstæðinga á þessum mánuði því hann hefur mætt Barcelona, PSV og AC Milan. Gegn Barcelona misnot- aði hann vítaspyrnu. Kolbeinn ætti að vera í toppformi. Eiður Smári Guðjohnsen n Þessi reynslumikli knattspyrnumaður hefur verið úti í kuldanum hjá Club Brugge í haust. Hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik af þeim fimm sem liðið hefur spilað frá síðasta landsleikjahléi. Í þeim leik spilaði Eiður Smári 13 mínútur. Hann er ekki í leikformi en hefur sannað í landsleikjun- um í undankeppninni að hann getur spilað vel þrátt fyrir það. Byrjunarliðið frá því í síðasta leik orðinn góður. Eini veiki hlekkurinn úr byrjun- arliði síðasta leiks, þegar horft er til spilatíma byrjunarliðsmanna, er Eið- ur Smári Guðjohnsen. Hann hefur bara komið við sögu sem varamaður í einum leik fyrir Club Brugge, jafnvel þó liðið hafi nýlega skipt um þjálfara. Hér fyrir neðan má sjá hvernig byrjunarliðsmönnum Íslands frá því úr síðasta leik hefur reitt af á þeim mánuði sem liðinn er frá sigrinum góða gegn Albaníu. Ekki er víst að Lars, sem hefur loksins úr öllum sínum leikmönn- um að moða, velji sama byrjunarlið og síðast. Leikmenn sem eru líkleg- ir til að koma inn í liðið eru helst Al- freð Finnbogason og jafnvel Rúrik Gíslason, sem Lars hefur haft mikið dálæti á frá því hann tók við liðinu. Alfreð hefur farið á kostum í hol- lensku deildinni og er þar marka- hæstur. Rúrik hefur verið í byrjun- arliði København í síðustu leikjum og meðal annars att kappi við Real Madrid. Hann ætti því að vera klár í slaginn. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Skorar gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið sjóðheitur undanfarið með liði sínu. Byrjunarliðsmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.