Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 21
Afþreying 21Miðvikudagur 9. október 2013 Nútíma fjölskylduerjur n Fimmta sería Modern Family hafin E kkert lát er á vinsæld- um sjónvarpsþáttanna Modern Family sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Nú er fimmta serían að líta dagsins ljós og var hún frumsýnd hér á landi í síð- ustu viku. Flest verður áfram óbreytt í nýju seríunni og heldur hversdagslífið áfram að plaga fjölskyldufólk sam- tímans á góðlátlegan hátt en ástæðan fyrir vinsæld- um þáttanna eru snörp og hnyttin átök manna á milli. Gera má ráð fyrir því að Dunphy-fjölskyldan slái ný met í ringulreiðinni sem ríkir á heimilinu. Mitch og Cam þrasa að venju yfir smámunum tilverunnar enda snillingar í að gera úlf- alda úr mýflugu. Uppáhald margra er hið óvenjulega og ósamstæða par Gloria og Jay þar sem andstæðurnar takast verulega á. Gloria er heitfeng þokkagyðja leik- in af kólumbísku leikkon- unni Sofiu Vergara en hún var ólétt í síðustu seríu og er nú orðin tveggja barna móðir. Hún hefur fyrir löngu stimplað sig inn á topplist- ann fyrir krúttlegar, ergilegar húsmæður með spænskum hreim. Margir kannast við mótleikara Vergara, hann Ed O´Neill, í hlutverki fjöl- skylduföðurins Al Bundy úr þáttunum Married With Children þar sem hann lék meðal annars á móti Christinu Applegate. Ed er greinilega á réttri hillu sem latur húsbóndi í bandarísk- um fjölskylduþáttum. n svala@dv.is Erfið Fimmtudagur 10. október 15.45 Kiljan. e. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) 17.20 Franklín og vinir hans (19:52) 17.43 Hrúturinn Hreinn (14:20) 17.55 Stundin okkar. e. 18.25 Táknmálsfréttir 18.35 Melissa og Joey (5:16) 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.05 Gunnar á völlum - Maður í bak Gunnar Sigurðarson spjallar við íþróttafólk af hóflegri alvöru. 20.15 Fagur fiskur (6:8) (Heimilis- matur) Matreiðslumaðurinn Sveinn Kjartansson eldar góm- sætt sjávarfang. Í þessum þætti glæðir hann gamlar uppskriftir nýju lífi og gerir tilraunir með heimilismat. Framleiðandi er Saga film. 20.50 Sönnunargögn (12:13) (Body of Proof) Bandarísk sakamála- þáttaröð. Meinafræðingurinn Megan Hunt fer sínar eigin leiðir í starfi og lendir iðulega upp á kant við yfirmenn sína. Aðalhlutverkið leikur Dana Delany. Atriði í þættinum er ekki við hæfi barna. 21.35 Hulli (6:8) (Sjötti þáttur) Hulli er teiknuð útgáfa af höfundi þáttanna, Hugleiki Dagssyni. Hann býr í Reykjavík og er lista- maður á niðurleið. Dónalegar myndasögur hans, sem hafa notið töluverðrar velgengni, eru hættar að seljast. Skrautlegur vinahópur hjálpar Hulla í hamingjuleitinni en ekkert virðist ganga upp hjá honum. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Djöflar Da Vincis 7,9 (4:8) (Da Vinci’s Demons) Þáttaröð um snillinginn Leonardo Da Vinci og ævintýri hans þegar hann var ungur maður í Flórens á endurreisnartímanum. Meðal leikenda eru Tom Riley, Laura Haddock, Elliot Cowan, Lara Pulver, Tom Bateman og Hera Hilmarsdóttir. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.20 Hálfbróðirinn (6:8) (Halvbror- en) Norskur myndaflokkur byggður á sögu eftir Lars Saabye Christensen sem hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir hana. Sagan gerist í Osló og segir frá konum þriggja kynslóða. e. 00.05 Kynlífsráðuneytið (11:15) (Sex ministeriet) Dönsk þáttaröð. Þáttagerðarmaðurinn Emil Thorup kemur víða við og fjallar um kynlíf í sínum margbreyti- legu myndum. 00.35 Kastljós Endursýndur þáttur. 01.00 Fréttir Endursýndar Tíufréttir. 01.10 Dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:10 Malcolm in the Middle (4:25) 08:30 Ellen (100:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (65:175) 10:15 60 mínútur 11:00 Hell’s Kitchen (6:15) 11:45 Touch (5:12) 12:35 Nágrannar 13:00 The New Normal (6:22) 13:25 Two Weeks Notice 15:15 The Glee Project (11:11) 16:00 Ofurhetjusérsveitin 16:25 Ellen (101:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan (12:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Meistarmánuður (3:6) 19:40 The Big Bang Theory (9:24) 20:05 Sælkeraferðin (4:8) Glæsilegir og gómsætir þættir þar sem sjónvarpskonan Vala Matt ferðast í kringum Ísland og heimsækir sælkera, veitinga- húsafólk og sveitamenn og konur sem bjóða uppá það allra besta og skemmtilegasta af íslenskum sælkeramat. Farið er í alla landshluta og falin leyndarmál skoðuð. Í hverjum þætti fáum við að heyra sögu viðmælendanna og svo mat- reiða þeir fyrir okkur einfalda en um leið lygilega góða rétti úr hráefni sveitanna. Sannkölluð sælkeraferð um Ísland! 20:25 Masterchef USA (14:20) 21:10 The Blacklist (3:13) 8,9 Æsispennandi þáttaröð með James Spader í hlutverki eins eftirlýstastasta glæpa- manns heims, Raymond Red Reddington, sem gefur sig fram við FBI og býður fram aðstoð sína við að klófesta hættulega glæpa- og hryðjuverkamenn. 21:55 NCIS: Los Angeles (9:24) Þriðja þáttaröð þessarar vinsælu spennaþáttaraðar um starfsmenn sérstakrar deildar innan bandaríska hersins sem hafa það sérsvið að rannsaka glæpi sem tengjast sjóhernum eða strandgæslunni á einn eða annan hátt. Með aðalhlutverk Chris O’Donnell og LL Cool J. 22:40 Person of Interest (9:22) Önnur þáttaröðin um fyrrver- andi leigumorðingja hjá CIA og dularfullan vísindamann sem leiða saman hesta sína með það að markmiði að koma í veg fyrir glæpi í New York-fylki. 01:15 Ástríður (4:10) Nú eru liðin tvö ár frá því við skildum við Ástríði og félaga. Ástríður og er nú orðin forstjóri skilanefndar fjárfestingabanka í borginni en undirmenn hennar eru fyrrum vinnufélagarnir Fanney, Sveinn Torfi og Bjarni. 01:40 Spaugstofan 02:10 Homeland (1:12) 03:00 Boardwalk Empire (4:12) 03:55 Just Wright 5,3 Rómantísk gamanmynd með Queen Latifah í aðahlutverki. 05:35 Fréttir og Ísland í dag e Stöð 2RÚV 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Cheers (18:26) 08:25 Dr.Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 14:40 The Voice (2:13) 17:10 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (9:20) 17:40 Dr.Phil 18:20 America’s Next Top Model 19:05 America’s Funniest Home Videos (11:44) 19:30 Cheers (19:26) Endursýningar frá upphafi á þessum vinsælu þáttum um kráareigandann og fyrrverandi hafnaboltahetj- una Sam Malone, skrautlegt starfsfólkið og barflugurnar sem þangað sækja. 19:55 Solsidan (9:10) e. 20:20 Save Me (3:13) Skemmtilegir þættir með Anne Heche í hlut- verki verðufræðings sem lendir í slysi og í kjölfar þess telur hún sig vera komin í beint samband við Guð almáttugan. 20:45 30 Rock (3:13) 21:10 Happy Endings (7:22) 21:35 Parks & Recreation (7:22) Geggjaðir gamanþættir með Amy Pohler í aðalhlutverki. Gagngerar breytingar þarf stundum að gera á samfélaginu svo það megi breytast. 22:00 Flashpoint (17:18) 22:45 Under the Dome 6,8 (3:13) Dularfullir þættir eftir meistara Stephen King. Smábær lokast inn í gríðarstórri hvelfingu sem umlykur hann og einangrar frá umhverfinu. Hver ræður yfir tækni og getu til að framkvæma svona nokkuð? Það er ýmislegt reynt til að komast út úr bænum, meðal annars reynt að grafa sig til botns. 23:35 Excused 00:00 Unforgettable (4:13) Bandarískir sakamálaþættir um lögreglukonuna Carrie Wells sem glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem gerir henni kleift að muna allt sem hún hefur séð eða heyrt á ævinni. Hvort sem það eru samræður, andlit eða atburðir, er líf hennar; ógleymanlegt. 00:50 Green Room With Paul Provenza (1:8) Það er allt leyfilegt í græna herberginu þar sem ólíkir grínistar heimsækja húmoristann Paul Provenza. 01:20 Flashpoint (17:18) 02:05 Blue Bloods (1:22) Vinsælir bandarískir sakamálaþættir sem gerast í New York borg. Borgarstjórinn reynir að beita Frank þrýstingi þegar einn af hans helstu stuðningsmönnum finnst myrtur. 02:55 Pepsi MAX tónlist 16:00 Pepsí-mörkin 2013 18:30 Liðið mitt (Dominos deildin) 19:00 Dominos deildin (Grindavík - KR) Bein útsending 21:00 Þýski handboltinn 2013/2014 22:20 Evrópudeildin 00:05 Evrópudeildarmörkin 01:00 Formúla 1 2013 - Æfingar (Japan 2013 - Æfing # 1) Beint 05:00 Formúla 1 2013 - Æfingar (Japan 2013 - Æfing # 2) Beint SkjárEinnStöð 2 Sport 06:00 Eurosport 07:40 Presidents Cup 2013 (4:4) 13:40 Champions Tour - Highlights 14:35 Presidents Cup 2013 (4:4) 20:35 Inside the PGA Tour (41:47) SkjárGolf sýnir áhugaverða þætti um PGA mótaröðina. Farið verður yfir það helsta sem gerðist á nýliðnu móti. 21:00 Frys.com Open 2013 (1:4) 00:00 Frys.com Open 2013 (1:4) 03:00 Eurosport SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Norðurlandsleiðangur 3:30 Hvammstangi/Blönduós 21:00 Auðlindakistan Umsjón Páll Jóhann Pálsson 21:30 Fiskikóngurinn. Á Faraldsfæti 6:10 ÍNN 12:25 Airheads 13:55 Diary of a Wimpy Kid: Rodrick Rules 15:35 Last Night 17:10 Airheads 18:45 Diary of a Wimpy Kid: Rodrick Rules 20:25 Last Night 22:00 The Fighter 23:55 Tree of Life 02:10 From Paris With Love 03:40 The Fighter Stöð 2 Bíó 15:30 Messan 16:40 Norwich - Chelsea 18:20 Cardiff - Newcastle 20:00 Premier League World 20:30 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 21:25 Ensku mörkin - neðri deild 21:55 Liverpool - Crystal Palace 23:35 Southampton - Swansea Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Gull 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (5:24) 18:45 Seinfeld (18:22) (Seinfeld) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (21:24) 20:00 Fóstbræður (5:7) 20:30 Mið-Ísland (6:8) 21:00 Steindinn okkar (6:8) 21:25 The Drew Carey Show (10:24) 21:50 Curb Your Enthusiasm (5:10) 22:25 Twenty Four (4:24) Jack eltist við vísbendingar og Dan kemur Kimberly til Gaines. 23:05 Game of Thrones (3:10) 00:05 A Touch of Frost (4:4) 01:45 Fóstbræður (5:7) 02:15 Mið-Ísland (6:8) 02:40 The Drew Carey Show (10:24) 03:00 Steindinn okkar (6:8) 03:20 Curb Your Enthusiasm (5:10) 03:55 Tónlistarmyndb. frá Popptíví 16:45 The Great Escape (4:10) 17:25 Smash (4:17) 18:10 Super Fun Night (1:13) 18:35 Game tíví (5:13) 19:00 Bunheads (5:18) 19:45 The X-Factor US (9:26) 21:10 Shameless (5:12) Bráðskemmti- leg þáttaröð um skrautlega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er forfallinn alkóhólisti, mamman er löngu flúin að heiman og upp- átækjasamir krakkarnir sjá um sig sjálfir. William H. Macy og Emmy Rossum leika aðalhlutverkin. 21:55 Banshee (5:10) Magnaðir spennuþættir um Lucas Hood sem er fyrrum fangi og afar útsmoginn þjófur. Hann tekur upp nafn og starf látins lög- regluvarðstjóra í Amish-bænum Banshee í Pennsylvaníu og heldur þar áfram á glæpa- brautinni í skjóli starfs síns. En fortíðin bankar alltaf uppá á endanum og alltaf virðist koma að skuldadögunum. 22:40 Hunted (3:10) 23:40 Strike back (4:10) 00:25 Bunheads (5:18) 01:10 The X-Factor US (9:26) 02:30 Shameless (5:12) 03:15 Banshee (5:10) 04:05 Tónlistarmynd.frá Popptíví EINKUNN Á IMDB MERKT Í GULU Stöð 3 Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi, hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum. Skrifstofa í henglum Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta brauðið í bænum“ eins og hún orðar það. Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum leirhúsum sem standa lágreist við veginn. Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“ Skemmtilegt að ögra sér Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd- um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“ Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og orðspor samtakanna.“ Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri. „Þetta er svolítið skrýtið líf.” „Ég hringdi í öryggisvörðinn okkar og hann sagði bara: „Bönker!”“ Vaknaði upp við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. Fáðu meira með netáskrift DV 790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi *fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr. 5 7 1 4 8 3 6 9 2 8 2 4 9 5 6 1 3 7 6 9 3 7 1 2 4 5 8 1 4 5 3 6 7 8 2 9 3 6 2 1 9 8 5 7 4 7 8 9 2 4 5 3 6 1 4 3 8 5 7 9 2 1 6 9 5 6 8 2 1 7 4 3 2 1 7 6 3 4 9 8 5 Sofia Vergara Leikur heitfenga, spænskumælandi húsmóður, Gloriu Pritchett, sem á það til að rífast og skammast við mann sinn Jay, leikinn af Ed O´Neill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.