Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 9
Fréttir 9Miðvikudagur 9. október 2013 Eignarhaldsfélagið L&H, sem var í eigu fjárfestanna Karls og Steingríms Werners­ sona og hélt utan um eignarhluta þeirra í lyfjaverslunum Lyfja og heilsu, veitti eignarhaldsfélaginu Aurláka tæplega 900 milljóna króna lán þegar síðarnefnda félagið keypti Lyf og heilsu í lok mars 2008. Bankahrunið skall svo yfir hálfu ári síðar og fjárfestingarfélag þeirra, Milestone, fór í þrot í kjölfar þess og skilur eftir sig nærri 100 milljarða króna skuldir. Aurláki er einnig í eigu þeirra bræðra. Lyfjaverslanirnar voru seldar út úr Mile­ stone­samstæðu bræðranna fyrir rúmlega 3,4 milljarða króna með yfirtöku skulda, seljendaláni og skuldajöfnun. Tæplega 2,55 milljarðar af kaupverðinu voru greiddir með yfirtöku skulda en eftirstöðvarnar, tæpar 900 milljónir króna, voru greiddar með seljendaláni frá L&H Eignarhaldsfélagi, sem var í eigu Milestone. Upphæðin sem Aurláki tók að láni frá Milestone til að kaupa Lyf og heilsu var síðan skuldajöfnuð með viðskiptakröfum sem félagið hafði keypt með seljendaláni frá eignarhaldsfélaginu Leiftra sem er skráð í skattaskjólinu Seychelles­eyjum. Þannig var skuld Aurláka núlluð út með þessum viðskiptakröfum. Leiftri fékk viðskiptakröf­ urnar hins vegar frá Milestone. Því má segja, eftir því sem best verður séð, að Aurláki hafi alfarið greitt fyrir Lyf og heilsu með yfirtöku skulda félaga í eigu Milestone. Rúmum þremur árum eftir að Aurláki keypti Lyf og heilsu af L&H Eignarhaldsfélagi var skuld Aurláka við Leiftra svo afskrifuð eftir að Karl Wernersson hafði selt Leiftra til Frið­ riks Arnar Bjarnasonar af því að hann vildi ekki sjálfur vera eigandi Leiftra þegar skuldin yrði afskrifuð, að eigin sögn. Aurláki greiddi því fyrir Lyf og heilsu með yfirtöku skulda og seljendaláni sem síðar var afskrifað. Gaf Karli eftir sKuld upp á milljarð n Óþekktur aðili eignaðist félag Karls Wernerssonar í skattaskjóli n Heldur Lyfjum og heilsu n 370 milljóna króna hagnaður á tveimur árum Í samtali við DV neitar Friðrik að ræða málið við DV og ber því að það sé einka­ mál. Hann segist auk þess vera „busy“. Samtal blaðamanns við Friðrik fer hér á eftir: Blaðamaður: Ingi heiti ég og er blaða­ maður á DV. Friðrik: Blaðamaður á DV já. Ókei. Blaðamaður: Þú ert eigandi eignarhaldsfélagsins Leiftra er það ekki? Friðrik: Jú, það passar. Blaðamaður: Getur þú sagt mér hvað þú greiddir fyrir félagið og af hverju þú keyptir það? Friðrik: Nei, ég get það ekki. Blaðamaður: Af hverju ekki? Friðrik: Af hverju ætti ég að gera það? Blaðamaður: Er þetta eitthvert feimn­ ismál? Friðrik: Þetta er ekki blaðamál. Blaðamaður: Er þetta ekki blaðamál, þetta er komið fyrir dóm og þér er stefnt til vara? Friðrik: Ókei, ég ætla ekki að ræða við þig. En er eitthvað annað sem þú vilt spyrja um? Blaðamaður: Bíddu, af hverju viltu ekki segja mér af hverju þú keyptir félagið og af hverju þú felldir niður skuldina á hendur Aurláka? Friðrik: Ókei, ég ætla ekki að ræða við þig. Er eitthvað annað sem þú vilt ræða. Blaðamaður: Nei, ég hringdi í þig út af þessu. Friðrik: Ókei. Blaðamaður: En af hverju keyptirðu félagið, hvað greiddir þú fyrir það og af hverju felldir þú skuldina niður? Hvaða viðskiptalegu forsendur voru fyrir því að fella skuldina niður? Friðrik: Ég ætla ekki að ræða það við fjölmiðla. Blaðamaður: Af hverju viltu ekki ræða þetta, af hverju er þetta feimnismál? Friðrik: Þetta er bara mitt mál og kemur þér ekkert við. Ég mun ekki ræða við þig. Blaðamaður: Heldur þú ekki að dómar­ inn muni hafa áhuga á þínum sjónarmið­ um í málinu, það er riftunarmál í gangi út af þessu? Friðrik: Þá ræði ég þetta bara við hann. Ég er bara „busy“ skilurðu … Blaðamaður: Ertu „busy“ … Ef þú hefðir svarað spurningunum mínum þá hefði símtalinu verið lokið. Friðrik: Það er bara ekki í boði. Viltu ræða eitthvað frekar? Blaðamaður: Fékkstu greitt fyrir að taka við félaginu? Friðrik: (Skellir á: Sónn …) Bakgrunnur málsins: Ekkert greitt fyrir Lyf og heilsu KONUR OG KRABBAMEIN Með því að kaupa Bic „For Her“ kúlupenna frá Ísey.is styrkirðu Bleiku slaufuna átak Krabbameinsfélagsins. Allur ágóðinn rennur til Krabbameinsfélagsins. Pennarnir eru sérstaklega hannaðir fyrir konur og eru með þægilegu gripi og mjúkum oddi 12 pennar í pakka 5.400 kr. Pöntunarsímar Sibba: 897 8797 Ásta: 863 7789 „Ég er bara „busy“ skilurðu … reynd verið töpuð og að því gefnu að hún hafi verið töpuð þá hafi Karli þótt heppilegra að hann af- skrifaði hana ekki sjálfur segir hann: „Já, þú mátt bara túlka orð mín eins og þú vilt […] Mitt verk- efni var fyrst og fremst að bjarga Aurláka og þeim hagsmunum sem voru þar. Inni í Leiftra voru kannski aðrir hagsmunir og ég ákvað að það væri betra að aðrir presenteruðu þá hagsmuni en ég. Og þetta er gert í samstarfi við Ís- landsbanka.“ Út frá orðum Karls liggur því fyrir að hann seldi Friðriki Leiftra af því hann vildi ekki sjálfur vera eigandi félagsins þegar krafan á hendur móðurfélagi Lyfja og heilsu væri afskrifuð. Fyrir vikið lækkuðu skuldir móðurfélags- ins Lyfja og heilsu um sem nemur tæpum milljarði króna. Hagsmunir Karls Engin svör fást því frá Friðriki varðandi það af hverju hann keypti Leiftra og afskrifaði stærstu eign fé- lagsins, kröfuna á hendur Aurláka, líkt og fram kemur annars staðar á opnunni. Þessi krafa er algjört lykil atriði í rekstri Lyfja og heilsu þar sem endurskoðendur félagsins benda á það í skýrslu sinni að verði Aurláki dæmt til að greiða kröfuna til baka til þrotabús Milestone þá muni „vafi“ leika á rekstrarhæfi fé- lagsins. Afskriftin er því mikilvæg fyrir Aurláka og Karl Wernersson, með henni þá lækkuðu fjárhags- legar skuldbindingar Aurláka um milljarð króna. Karl Wernersson er hins vegar með svör á reiðum höndum um málið. Sá sem hafði hvaða mesta hags- muni af afskrift Leiftra á skuld Aurláka er því Karl Wernersson. Hugsanlegt er, og jafnvel eiginlega mjög líklegt, að hann hafi fengið Friðrik til að eignast Leiftra svo félagið væri ekki í eigu hans sjálfs þegar krafan á hendur Aurláka væri afskrifuð. Hugsanlegt er jafn- framt að Friðrik hafi fengið eitt- hvað frá Karli fyrir að taka félagið yfir en vandséðar eru viðskipta- legu forsendurnar fyrir þessum gjörningi. Skuldar Karli nærri 900 milljónir Heildarskuldir Aurláka í dag nema tæplega 3,4 milljörðum króna. Þar af eru tæplega 2,2 milljarðar við lánastofnanir, Íslandsbanka, en tæplega 900 milljónir króna eru við félög í eigu Karls Wernerssonar, líkt og segir í ársreikningi. Lánin frá félögum Karls eru víkjandi í bókhaldi Aurláka. Umrædd lán nema tæplega jafn hárri upphæð og þrotabú Milestone hefur nú krafið Aurláka um. Segja má að ef Aurláki verður dæmt til að greiða þrotabúi Milestone umræddan milljarð þá muni lánin frá Karli til Aurláka renna upp í skuldina. Dómarinn í máli þrotabús Mile- stone gegn Aurláka mun kveða upp úrskurð um frávísun málsins í dag, miðvikudaginn 9. október. Staðan er því sú að Karl Wern- ersson heldur yfirráðum yfir Aurláka og Lyfjum og heilsu og hef- ur nú gert tvo sérstaka snúninga til að halda félögunum. Annars vegar seldi hann Lyf og heilsu út úr Mile- stone árið 2008 án þess að nokk- ur greiðsla kæmi fyrir lyfjaversl- anirnar inn í bú Milestone og hins vegar hefur skuld Aurláka við félag í skattaskjóli sem var í hans eigu nú verið afskrifuð með sérstökum hætti. n Segist vera „busy“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.