Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 19
Menning 19Miðvikudagur 9. október 2013 Bylting í ljósmyndun n Sýning á verkum Rússans Rodchenko Þ ann 5. október var opnuð yfir- litssýning á verkum rússneska listamannsins Alexanders Rodchenko í Listasafni Reykja- víkur en hann var einn áhrifamesti listamaður Rússlands á fyrri hluta 20. aldar. Sýningin hefur farið víða um heim síðustu ár og mun standa yfir hér á landi til 14. janúar. Rodchenko hafði mikla trú á áhrifamætti ljósmynda og langaði að fá fólk til að virða ljósmyndun sem listgrein. Hann vildi fá fólk til að líta heiminn nýjum augum með mynd- um sínum. Hann var einn lykilmanna í hópi róttækra listamanna í Moskvu sem kenndi sig við konstrúktívisma og trúði því að listin væri tæki í þágu samfélags og framfara auk þess sem Rodchenko var brautryðjandi í mynd- byggingu og notaði óvanalega vinkla við myndatökur. Rodchenko var fremstur í flokki listamanna þess tíma ásamt El Lissitzky, Gustav Klutsis og Stenberg-bræðrunum. Verk hans eru samofin rússnesku byltingunni og öðrum sviptingum í Rússlandi í upp- hafi 20. aldar. Ástandið kallaði á nýja sýn á listir og hlutverk þeirra í sam- félaginu en Rodchenko skapaði nýtt sjónrænt tungumál fyrir nýja tíma með ljósmyndum sínum og grafískri hönnun. n Símon hættir Símon Birgisson, fréttastjóri menningar DV, hefur látið af störf- um. Hann mun þó sem fyrr skrifa gagnrýni í DV á sviði leiklistar og bókmennta, ásamt Hlín Agnars- dóttur. Honum er þökkuð sam- leiðin undanfarna mánuði. Kristjana Guðbrandsdóttir, um- sjónarmaður helgarblaðs DV, tekur við menningarumfjöllun blaðsins. Fjölbreytt verk á Háskóla- tónleikum Fyrstu tónleikarnir í árvissri tón- leikaröð Háskólatónleika verða í Hátíðarsal Háskóla Íslands mið- vikudaginn 9. október og verður það hinn Íslenski saxókvartett sem spilar. Hljómsveitina skipa Vigdís Klara Aradóttir sópran- saxófónn, Sigurður Flosason alt- saxófónn, Peter Tompkins ten- órsaxófónn, og Guido Bäumer barítónsaxófónn. Íslenski sax- ófónkvartettinn er fyrsti og eini starfandi klassíski saxófónkvar- tettinn á Íslandi. Á dagskránni eru tvö verk. Hið fyrra er Lamentatio eftir eistneska tónskáldið Erkki-Sven Tüür en hið síðara er Saxófón- kvartett eftir Philip Glass. Þetta er frumflutningur beggja verka hérlendis. Alls verður boðið upp á sex tónleika í Hátíðarsal og kapellu aðalbyggingar HÍ í vetur. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.30 og er ókeypis aðgangur. Bylting og sviptingar Verk Rodchenko eru samofin rússnesku byltingunni og öðrum sviptingum í Rússlandi í upphafi 20. aldar. Ljósmyndun sem listgrein Listamaðurinn vildi efla vægi ljósmyndunar sem listgreinar. Elí með nýja bók Elí Freysson, rúmlega þrítug- ur Akureyringur, gefur út sína þriðju skáldsögu, Kallið. Fyrsta bók hans kallaðist Meistari hinna blindu og á síðasta ári gaf hann út bók sína Ógnarmána. Elí vinnur í Nettó við vöru- áfyllingar. Hann er með Asperger-heilkenni og hefur síð- an í barnæsku haft áhuga á bók- menntum. Í fyrri bókum hafa sterkar karlhetjur leitt sögur hans en nú er aðalsöguhetjan valkyrj- an Katya. „Ég kann einkar vel við að skrifa um hana. Fjórða bók mín kemur út á næsta ári og verður líka um hana,“ segir Elí. Kyrralífsmynd af grimmum glæp H ver er eða eru sek í verki Hrafnhildar Hagalín sem Leikfélag Akureyrar frum- sýndi um síðustu helgi? Er það móðirin sem svíkur barn sitt til að verja manninn sem hún á í tryllingslegu ástar- og kynferðissam- bandi við eða eru þau öll sek, hún og faðir barnsins og meintur ástmaður? Eða erum við kannski öll sek, samfé- lagið sjálft þegar brotið er á börnum kynferðislega? Nýjasta verk Hrafn- hildar Hagalín, Sek, spyr allra þessara spurninga. Það er gjörólíkt fyrri verk- um hennar, bæði að innihaldi og formi en hún sækir efni þess í gamalt dóms- mál frá öndverðri nítjándu öld til að fjalla um áleitnar spurningar í svipuð- um málum sem upp hafa komið á okk- ar tímum. Það eru spurningar um sekt í kynferðisbrotum gagnvart börnum og þá helst um sekt mæðranna sem vita af brotunum en kjósa af einhverj- um ástæðum að þegja um þau og verja gerandann ef hann er, eins og í þessu tiltekna máli, „ástmaður“ móðurinnar. Dýrslegar hvatir mannsins Texti Hrafnhildar er sóttur beint í dómskjölin í áðurnefndu máli en hún segist hafa heillast af kjarnyrtu og oft ljóðrænu orðfæri persónanna sem áttu í hlut. Hér verður ekki fjallað um bókmenntafræðilegt gildi textans sem er fullur af táknsæi um grimmd mann- eskjunnar sem spegluð er í ríku mynd- og líkingamáli. Til að segja sögu þeirra fjögurra einstaklinga sem leiktextinn fjall- ar um, er ekki farin hefðbundin leið með raunsærri persónusköpun og dramatískri framvindu í réttri tíma- röð. Í stað þess eru persónum verks- ins léðar raddir sem Hrafnhildur fléttar saman í nokkurs konar ljóða- hring, einn samfelldan seið sem hnit- ar stanslausa hringi þar til hann kem- ur að aðalkjarna verksins, glæpnum ógurlega gagnvart stúlkubarninu Guð- rúnu. Endurtekið og taktfast hring- sólið er leitt áfram af sögumanni, sem er fimmta röddin. Við lestur verksins og ekki síst flutninginn kom norska leikskáldið Jon Fosse upp í hugann, en hann hefur skapað sér sérstöðu fyrir ljóðræn leikritaskrif sem líða fram eins og tónlist, efnistök hans einkenn- ast af samspili manneskju og náttúru í afskekktum byggðum Noregs eins og reyndin er í þessu verki Hrafnhildar, en sögusvið þess er votlendi Melrakka- sléttu þar sem dýrslegar hvatir manns- ins, losti og hömlulausar fýsnir leiða til kynferðisglæps gagnvart barni. Fallegt myndlistarverk Það er ekki létt verk fyrir leikstjóra eða leikara að koma texta sem þess- um til skila eða öllu heldur setja hann á svið, holdgera þær frumstæðu hvatir og fýsnir sem liggja í leyni í textanum. Hér er ekkert fyrirfram gefið, engar leiklýsingar, engar frekari útskýringar um sviðsetningu eða útfærslu, aðeins knappur og tálgaður leiktexti sem jafn- vel minnir á óperulibretto enda glittir í óperuraddirnar í hljóðmynd verksins sem Þorvaldur Örn Davíðsson er höf- undur að. Persónur verksins eru eins og tákn um frumefnin fjögur og að vissu leyti mátti skynja það í uppsetn- ingunni og allri ytri umgjörð hennar. Stella Önnudóttir og Sigurgeirsdóttir gerir hér sína fyrstu leikmynd og tekur mið af lónum og vötnum sléttunnar enda koma þau oft við sögu í text- anum. Hún fyllir leiksviðið af lifandi vatni sem leikararnir speglast í allt frá upphafi sýningarinnar og á baksviði hefur hún byggt stóran vegg úr ótal bárujárnsplötum á ýmsum stigum ryðgunar sem minna okkur á fátæktar- hokrið í afskekktum sveitum norður- hjarans og dulmagnast svo og dýpka í flottri lýsingu Jóhanns Bjarna Pálma- sonar. Reyndar er lýsing hans eitt af afrekum uppfærslunnar og á stóran þátt í að gera sýninguna að því fal- lega myndlistarverki sem hún sannar- lega er, nokkurs konar kyrralífsmynd af grimmum glæp. Sýningin leið áfram hæg en taktföst í sinni óræðu fegurð. Ungur leikstjóri Leikstjórinn Ingibjörg Huld Haralds- dóttir er ung að árum eins og leikara- áhöfnin öll að undanskildum aldurs- forsetanum Þráni Karlssyni sem er hér í hlutverki sögumanns. Leikar- arnir flytja textann fremur en líkamna hann, þeir eru lifandi strengjabrúður eins og í leikhúsi belgíska leikhús- mannsins Maeterlincks, fremur á valdi höfundarins sem flytur okkur sögu þeirra og örlög, en á valdi innri til- finningalegra átaka. Heildaryfirbragð sýningarinnar ber öll þessi merki, það er statískt og kyrrt og myndar þannig visst mótvægi við undirliggj- andi grimmdina sem felst í textanum. Það er fátt sem kemur á óvart þegar líða tekur á flutninginn, áhorfandinn venst smám saman hægum takti endurtekningarinnar sem drífur verk- ið áfram ekki aðeins í textanum, held- ur líka í hreyfimunstri og siglingunni um vatnasviðið. Stundum varð þessi aðferð leikstjórans full eintóna í fram- setningu, uppstillingar og fastmótað- ar myndir á leiksviðinu langdregnar og möguleikar sem gáfust til uppbrota ekki alltaf nýttir. Vandratað einstigi Að sjálfsögðu er það álitamál hversu langt er hægt að ganga í raunsæislegri leiktúlkun þegar ljóðrænn textinn er annars vegar og því áttu leikararnir ekki margra kosta völ. Hlutverkin krefjast ákveðinnar stærðar og reynslu af þeim sem eiga að hafa þau á valdi sínu, líkt og stór sönghlutverk í óperu. Aðalviðfangsefni þeirra er að koma skáldlegum textanum til skila ekki síst raddlega, textinn þarf að flæða sterk- ur en þó áreynslulaust til áhorfenda líkt og þau innri og ytri öfl sem stjórna hvötum persónanna. Þar reyndi einna mest á Aðalbjörgu Árnadóttur í hlut- verki móðurinnar Jórunnar sem hvíldi ekki alltaf alveg örugg í túlkun sinni og átti stundum í erfiðleikum með radd- beitinguna. Hilmir Jensson í hlutverki ástmannsins Friðfinns er þokkafullur á sviði, en skorti þann nauðsynlega sviðsþunga sem þarf til að líkamna ógnvekjandi aflið sem býr í persónu Friðfinns. Það var vandratað einstig- ið milli kvalalosta og nautnar, sjálf- spyntingar og ofbeldis, þáttanna sem einkenna kynferðissamband Jórunnar og Friðfinns. Hannes Óli Ágústsson var í hlutverki Jóns og gerði margt vel sem niðurlægður eiginmaður og faðir. Hann fær útrás fyrir bældar hvatir sín- ar og óra í átökum við dýr og náttúru og er jarðsambandið í verkinu ásamt dótturinni ungu sem Embla Björk Jónsdóttir lék á frumsýningu af ein- lægni og yfirvegun. Utan um þessi fjögur andlit úr söguþokunni fléttaði Þráinn Karlsson síðan streng sögu- mannsins af sinni alkunnu leikni og reynslu. Konur halda um alla tauma Það fer ekki milli mála að það ligg- ur mikill listrænn metnaður og leik- hússkáldskapur bak við uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Sek og þrátt fyr- ir einstaka veikleika er hún öllum að- standendum til sóma, ekki síst kon- unum sem halda hér um alla tauma og setja á svið viðkvæmt efni um sekt í kynferðisbrotum gagnvart börnum af frumleika og dirfsku. Þessi sýning krefst ekki einungis mikils af leikur- um sínum, heldur einnig hlustunar og íhugunar af áhorfendum. n Sek Höfundur: Hrafnhildi Hagalín Leikstjóri: Ingibjörg Huld Haraldsdóttir Aðalleikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir Jensson, Þráinn Karlsson, Embla Björk Jónsdóttir og Særún Elma Jakobsdóttir. Leikmynd og búningar: Stella Önnudóttir Sigurgeirsdóttir Tónlist: Þorvaldur Örn Davíðsson, nemandi í tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands Sýnt í Leikfélagi Akureyrar Leiklist Hlín Agnarsdóttir skrifar „Leikararnir flytja textann fremur en líkamna hann, þeir eru lifandi strengjabrúður. Til sóma „Þrátt fyrir einstaka veikleika er sýn- ingin öllum aðstandendum til sóma, ekki síst konunum sem halda hér um alla tauma og setja á svið viðkvæmt efni um sekt í kynferðisbrotum gagnvart börnum af frumleika og dirfsku.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.