Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 16
16 Lífsstíll 9. október 2013 Miðvikudagur Vasahnífur í hulstrinu n Tekur tæknina skrefinu lengra Þ að er hægt að gera nánast allt með snjallsíma sínum en hver hefur ekki óskað þess að síminn væri gædd- ur enn meiri tæknibrellum. Nú er komið á markaðinn iPhone- hulstur, In1 Case, sem tekur tækn- ina skrefinu lengra og ætti því að kæta tæknisjúka. Þetta þunna hulstur sem pass- ar fyrir iPhone 5 er komið í versl- anir en það inniheldur verkfæri sem hægt er að nota í daglegu lífi. Hulstrið minnir þannig á gamla góða vasahnífinn eða Swiss Army Knife með sínum mörgu tólum og verkfærum. Þau eru þó ekki í sömu hlutföllum og eru í vasahnífnum og eru staðsett þannig að þau koma út um sérstök hólf á baki hulstursins. Verkfærin eru ágætlega gagnleg en í hulstrinu má finna tvær tegundir skrúfjárna, lítil skæri og tvo penna, annan svartan og hinn bláan. Einnig eru ónauðsynlegri verkfæri eins og tannstönglar og naglaþjöl. Það er hins vegar enginn hnífur en ef litið er á björtu hliðarn- ar hvað það varðar þá kemst eig- andinn með þetta hulstur í gegnum öryggishlið á flugvöllum. Hulstur þetta kostar um það bil 55 dollara á netinu og fæst í nokkrum litum. Eins er hægt að fá það glært en þannig sjást öll skemmtilegu verkfærin. n gunnhildur@dv.is Í byrjun ársins fékk Cody Wil- son, 25 ára gamall háskólanemi í Bandaríkjunum, þá hugmynd að kaupa sér prentara. Það væri varla í frásögur færandi, enda seljast prentarar í tugþús- undatali hvern einasta dag ársins, nema fyrir þá staðreynd að tveim- ur mánuðum síðar var Wilson orðinn þekktur um heim allan. Prentarinn var tiltölulega einfald- ur 900 þúsund króna þrívíddar- prentari og Wilson notaði tækið til að smíða skammbyssu sem raun- verulega var hægt að skjóta með. Prentari næsta æðið Flestir muna eflaust eftir frétt- um af smíði Wilson enda komst uppátæki hans í heimsfréttirn- ar og var sennilega fyrsta skipt- ið sem fólk sem ekki lifir og hrær- ist í tækniheimi fékk vitneskju um hvað hægt er að gera með þrí- víddarprentara og það þegar slík- ir prentarar eru glænýir á mark- aði. Í kjölfarið kom upp tvenns konar umræða; hvað þessi magn- aða tækni gæti breytt lífi margra og hitt að tæknin myndi gagnast misindismönnum afar vel og það bæri að varast. Tæknin ekki stöðvuð En eins og sagan segir okkur verða tækniframfarir ekki stöðvaðar heldur þvert á móti. Á því hálfa ári eða svo sem liðið er frá byssu- smíði Wilson hafa orðið verulegar framfarir í gerð þrívíddarprentara og vestanhafs gera menn sér vonir um að á þessu ári aukist sala í slík- um prenturum um tæp 50 prósent. Í því tilliti er vert að hafa í huga að þó hægt sé að kaupa afar ein- falda þrívíddarprentara nú, niður í hundruð þúsund króna, þá er verð á öflugri tækjunum margar millj- ónir króna. Tæknin á enn eftir að ryðja sér til rúms að ráði en þegar eru vísindamenn við Harvard að kanna kosti þess að framleiða fjór- víddarprentara sem svo eru kall- aðir. Slíkir prentarar gætu í fram- tíðinni prentað hluti sem taka breytingum með tíð og tíma. Sprenging framundan Í síðustu viku tilkynnti Geim- vísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, að um borð í næstu geim- ferju sem send yrði út í geim yrði þrívíddarprentari ef ske kynni að geimfarana „vantaði“ eitthvað. Í sömu viku tilkynntu tveir fram- leiðendur slíkra tækja að á mark- aðinn væri að koma næsta kynslóð þrívíddarprentara fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Þeir verða full- komnari en verið hefur, minni að umfangi og léttari svo þá verður hægt að taka með sér ef svo ber undir en þrívíddarprentarar þykja of þungir og klunnalegir til að það sé fýsilegt í dag. Og verðið hríð- fellur því báðir aðilar, Lumifold og Makerbot, hyggjast framleiða tæki sem seljast á undir þúsund dollur- um stykkið eða um 120 þúsund krónur íslenskar. Jólagjöfin 2015? Gangi það eftir er stutt þangað til það verður á allra færi að kaupa þrívíddarprentara. Fræðingar segja margir víst að næsta sölu- sprengja í raftækjum verði á þrí- víddarprenturum enda ólíkt mörgum öðrum raftækjum eru notin sem hafa má af slíkum tækj- um mun meiri en venjan er. Með réttum teikningum er bókstaflega hægt að prenta nánast alla hluti sem fólk kærir sig um eða þarf á að halda. Þeir hugmyndaríkari geta sjálfir hannað nánast hvað sem er og prentað út til athugun- ar. Möguleikarnir eru óþrjótandi að sögn þeirra sem til þekkja og aðeins takmarkaðir af stærð hvers prentara fyrir sig. Nógu öflugur þrívíddarprentari gæti í dag auð- veldlega ráðið við að framleiða heilt einbýlishús í einingaformi svo dæmi sé tekið. En líklega mun fólk byrja á einhverju einfaldara; eins og nýjum garðstólum í sum- arhúsið. n Næsta sprengja í þrívíddarprenturum n Öflugir þrívíddarprentarar fyrir heimili á markað fljótlega Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Skúlptúrar Brjóstmyndir af borgarstjór- um Reykjavíkur í stofuna? Ekki vandamálið. Lampar í miklu úrvali Allt hann- að og framleitt í þrívíddarprentur- um af belgísku fyrirtæki með tækni sem hver og einn kemst í. Karlar bölva, konur tala um verslun Karlar bölva og konur tala um verslun. Gróflega þannig er tal fólks á vef Facebook samkvæmt ítarlegustu rannsókn sem gerð hefur verið á umræðuefnum á þeim vef en mikill munur mælist þar milli kynja á umræðuefnum sem fá fólk til að deila og tjá sig. Rannsóknin sú er birt í heild sinni í tímaritinu Popular Science og segja skýrsluhöfundar niður- stöðurnar vekja spurningar um hjarðhegðun fólks. Það sýnir sig nefnilega að við erum öll meira og minna að tala um sömu hlutina með sömu formerkjum. Karlmenn fárast yfir mörgu sín á milli með- an aðalumræðuefni kvenfólks er verslun af hvaða tagi sem er. Explorer-vafrinn á uppleið Tugmiljarða króna tilraunir Microsoft til að endurvekja vin- sældir netvafra síns, Internet Ex- plorer, virðast skila árangri því eftir margra ára kreppu er vafrinn sá loks að ná sér á strik að nýju. Ráðgjafarfyrirtækið Net Appli- cations sem mælir nákvæmlega vafranotkun á veraldarvefnum á heimsvísu skýrði frá því um helgina að í fyrsta skipti í langan tíma hefði notkun á Explorer- vafranum aukist en allar gerðir þess vafra eru notaðar í tæplega 58 prósentum tilfella af hálfu tölvunotenda. Það er langtum hærra hlutfall en aðrir geta stát- að af. Meira að segja hinn vinsæli vafri Google Chrome, mælist að- eins með 12,8 prósent og þar rétt á eftir hinn þekkti Firefox-vafri með 11,6 prósenta hlutdeild. In1-hulstur Í hulstrinu má finna ýmis verkfæri og tól. Límmiði passar gagnamagns- notkun Ef þú ert í hópi þeirra sem ferð- ast mikið þá veistu hvað það get- ur verið erfitt að láta símann virka um allan heim án þess að fara á hausinn við það. Nýtt tæki hefur verið sett á markaðinn sem getur hjálpað þér við það. KnowRoam- ing er límmiði sem vinnur með iOS eða Android. Það eina sem þú þarft að gera er að setja hann framan á SIM-kortið þitt og hann sér um afganginn, svo sem að loka fyrir gagnaflutning. Meðfylgjandi smáforrit gerir þér kleift að fylgj- ast með notkun þinni og þannig koma í veg fyrir að fá himinháa reikninga þegar heim er komið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.