Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 12
Sandkorn U ppgangur þjóðernishyggju í kjölfar efnahagsþrenginga er ekki nýlunda í löndum heimsins. Eftir fyrri heims­ styrjöldina spiluðu margir stjórnmálamenn í löndum Evrópu á þann streng, meðal annars á Ítalíu og í hinu stríðshrjáða Þýskalandi sem hafði beðið ósigur og var gert að greiða háar stríðsskaðabætur sem sliguðu landið. Með alheimskreppunni í lok þriðja áratugarins jókst þessi tilhneiging enn frekar þar sem hver þjóð var talin þurfa að hugsa um sig og sína: Þjóð með þjóð. Tímabilið frá fyrra stríði, og í gegnum alheimskreppuna, og fram að seinna stríði var tími stigvaxandi þjóð­ ernishyggju í Evrópu sem endaði með seinna stríði. Ástæðurnar voru meðal annars áðurnefndir tveir atburðir og efnahagsþrengingar í kjölfar þeirra: Stríðið og hrunið á Wall Street 1929. Eftir alþjóðlegu bankakreppuna 2008 hefur það sama gerst víða um Evrópu. Sterkir, þjóðernissinnaðir leið­ togar og stjórnmálaflokkar hafa stig­ ið fram á sjónarsviðið og komist til áhrifa í lýðræðislegum kosningum, til að mynda Viktór Orbán í Ungverja­ landi og Gullin dögun í Grikklandi. Hægri sinnaðir popúlistar nýta sér þrengingarnar og erfiða stöðu fólks í viðkomandi ríkjum og tala fyrir þjóð­ ernishyggju, samstöðu þjóðarinnar og mikilvægi þess að hún láti engan bilbug á sér finna gagnvart erlendum aðilum og áhrifum. Tónninn í stefnu­ ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugs­ sonar forsætisráðherra í síðustu viku var á þennan veg. Framsóknarflokk­ urinn hefur nú þegar nýtt sér íslenska efnahagshrunið, líkt og þjóðernissinn­ aðir flokkar gerðu í Evrópu á milli­ stríðsárunum, til að komast til valda með óábyrgum kosningaloforðum um skuldaniðurfellingar fyrir skuld­ setta landsmenn. Annað leiðarstef í málflutningi flokksins er svo þjóð­ ernishyggjan sem álíka prímitíft er að spila á og bjóða einhverjum ókeypis pening. Sitt sýnist hverjum um málflutn­ ing Framsóknarflokksins og Sigmund­ ar Davíðs. Sumir gagnrýna hann en aðrir taka upp hanskann fyrir flokk­ inn, líkt og bloggarinn Guðmundur Jónas Kristjánsson sem er gagnrýn­ inn á þá sem ekki eru sammála mál­ flutningi Sigmundar Davíðs, meðal annars blaðamenn á DV. Í bloggpistli fyrir nokkrum dögum sagði hann: „Ánægjulegast er þó að horfa á að hér er um ekkert íslenskt fyrirbæri að ræða. Í kjölfar heimskreppunnar hefur taumlaus alþjóðahyggja t.d. í anda sósíaldemókrata beðið skip­ brot, og stjórnmálaöfl hlynnt aukinni heilbrigðri þjóðhyggju verið í mikilli sókn síðustu ár, sérstaklega í Evrópu. Sú þróun á klárlega eftir að birtast í íslenskum stjórnmálum fyrr en seinna af enn meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Landi og þjóð til heilla!“ Þess þróun í átt þjóðernishyggju sem Guðmundur er að lýsa hefur hins vegar sannarlega birst á Íslandi, til að mynda í aðdraganda síðustu kosninga hjá Framsóknarflokknum og eins eftir þær, og eru erlendir aðilar nú farnir að taka eftir þessu. Í grein um Ísland sem birtist í breska blaðinu The Guardian á fimm ára afmæli íslenska efnahags­ hrunsins á sunnudaginn var fyrsta málsgrein blaðamannsins Simon Bowers: „Ný gerð af stoltri þjóðernis­ hyggju er byrjuð að koma fram á Ís­ landi eftir efnahagslega upprisu í kjöl­ far bankahrunsins sem reið yfir landið fyrir nákvæmlega fimm árum. Sá sem fer fyrir þessu aukna sjálfstrausti þjóðarinnar er hinn 38 ára gamli for­ sætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var kjörinn í apr­ íl á grundvelli loforða um skuldaleið­ réttingar handa hverjum landsmanni.“ Blaðamaðurinn benti einnig réttilega á það að Sigmundur Davíð byggði upp vinsældagrunn sinn á Íslandi í gegn­ um Icesave­málið, og andstöðu við uppgreiðslu á þeim skuldbindingum, á árunum fram að kosningunum í vor. Í þeirri baráttu Sigmundar Davíðs var þjóðernishyggjan aldrei langt undan enda deilumál sem snerist um hags­ muni Íslendinga annars vegar og hags­ muni útlendinga hins vegar, í með­ förum Sigmundar Davíðs. Skoðanir Sigmundar Davíðs virðast eiga sér hljómgrunn meðal stórs hluta þjóðar­ innar enda er þjóðernishyggja út­ breidd á Íslandi. Í ljósi þeirra efnahagslegu og póli­ tísku hræringa sem eru afleiðingar íslenska hrunsins, meðal annars uppgangi þjóðrembu og einangrunar­ hyggju á Íslandi sem birtist ágætlega í málflutningi Sigmundar Davíðs og skrifum erlendra aðila um landið, þá held ég að það sé tímabært að lands­ menn spyrji sig að því hvernig Íslandi þeir vilji búa á í framtíðinni. Sigmund­ ur Davíð svaraði þessari spurningu fyr­ ir sitt leyti í síðustu viku með tali sínu um „fyrirmyndarlandið“. Annaðhvort eru landsmenn sammála honum eða ekki en sjálfur metur Sigmundur Davíð það sjálfsagt sem svo að fleiri séu sam­ mála honum þar sem forsætisráðherr­ ann er gjarn á að vilja segja það sem hann heldur að kjósendur vilji heyra. Svíar spyrja sig einnig gjarnan að þessari spurningu í opinberri umræðu þar í landi: Vilket Sverige vill vi ha? Þegar upp koma vafasöm mál í Sví­ þjóð, eins og til dæmis nýlegar frétt­ ir um skráningu og þar af leiðandi eftir lit sænsku lögreglunnar á Roma­ sígaunum og börnum þeirra um árabil víða um landið sem tröllriðið hafa opin berri umræðu í landinu síðustu vikurnar, þá kemur þessi stóra spurn­ ing óhjákvæmilega upp hjá Svíunum. „Fyrirmyndarlandið“ hjá Svíum er ekki land þar sem Roma­sígaunar verða fyrir rasisma af hendi hins opinbera og eru undir eftirliti. Svíar eru sakbitnir yfir þessum tíðindum enda er rasismi fyrirlitinn í landinu af meirihluta þjóðarinnar – að minnsta kosti opin­ berlega. Spurningin sem Íslendingar ættu að spyrja sig er hvort þeir vilji búa í landi þar sem þjóðernishyggja er ríkj­ andi og popúlískir stjórnmálaflokkar spila á þessar einföldu kenndir hluta kjósenda til að komast til valda. Roma­ málið lætur Svía líta út eins og rasista á alþjóðavettvangi en Sigmundur Davíð lætur Íslendinga líta út eins og þjóð­ ernissinna. n Sunnlendingar í bobba n Það gustar um fréttaritar­ ann Magnús Hlyn Hreiðars- son á Selfossi. Magnús var lengi fréttaritari RÚV auk þess að stýra Dagskránni og fréttavef héraðsfrétta­ blaðsins. RÚV skar hann niður og fékk hann þá inni á Stöð 2 þar sem óhætt er að segja að hann hafi far­ ið á kostum. Eigendur hér­ aðsfréttablaðsins voru þó ekki ánægðir með að hann skyldi vinna fyrir aðra miðla. Magnús Hlynur sagði þá upp og var daginn eftir farinn að gera fréttir fyrir 365 í Reykja­ vík. Víst er að Suðurland fær þar með minna vægi. Nakinn á Patró n Mikil gleði var á Patreks­ firði við lok ráðstefnunn­ ar Fiskeldi í köldum sjó. Á Foss hóteli þótti ein­ hverjum gest­ anna nóg um gleðilætin þegar leið á nótt. Steininn tók úr þegar einn gestanna missti gjörsamlega sjálfsstjórnina og barði að öllum dyrum sem hann fann og hljóp síðan nakinn niður í móttöku. Stúlkan sem þar stóð vaktina mun hafa fengið vægt áfall við atganginn. Karl á brauðfótum n Athafnamaðurinn Karl Wernersson gengur nú í gegnum erfiða tíma. Þrota­ bú Mile­ stone, hans gamla stór­ veldis, kref­ ur Aurláka, eignarhalds­ félag hans, um 970 millj­ ónir króna eftir krókaleiðum. Helsta eign þess félags er Lyf og heilsa. Auður Karls stóð á gömlum merg en faðir hans, Werner Rasmussen var einn auðugasti Íslendingurinn á sinni tíð. Nú riðar veldið til falls eftir ævintýralegar fjár­ festingar Karls og Steingríms bróður hans. Samhljómur n Enn liggur ekkert fyrir um það hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis­ ráðherra ætlar að standa við loforðin um að bjarga skuldsettum heimilum. Inn­ an Sjálfstæðisflokksins sjá menn ekki til hvaða töfra­ bragða formaður Fram­ sóknar ætlar að grípa og skoða því aðra möguleika á samstarfi. Eftir því er tekið að Sjálfstæðismenn og VG eru í mörgum málum sam­ mála. Þetta kom sterkt fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Brynjar Níelsson og Ögmund- ur Jónasson voru mættir og samhljómurinn nær algjör. Í dag verð ég boðin upp Auðvitað er Guð til. Bara ekki í alvöru Hrefna Sætran lagði átakinu Bleiku slaufunni lið. – Facebook Hugleikur Dagsson aðspurður um Guð. – DV Uppgangur þjóðernishyggju„Roma-málið lætur Svía líta út eins og rasista á alþjóðavettvangi en Sigmundur Davíð lætur Íslendinga líta út eins og þjóðernissinna. Sérstakur skorinn F átt ófyrirsjáanlegt gerist í heimi ís­ lenskra stjórnmála þessa dagana nema hvað veruleikinn er senni­ lega heldur ýktari en svæsnustu sviðsmyndir ímyndunaraflsins voru sl. sumar þegar ríkisstjórnin tók við völdum. Flestir bjuggust við … Flestir bjuggust við skattkerfisbreyting­ um. En engan hefði órað fyrir að byrjað yrði á því að afleggja auðlegðarskatt sem gaf ríkissjóði sex milljarða í tekjur 2012 og hefði sennilega gefið þremur milljörð­ um betur á næsta ári. Flestir bjuggust við að hafist yrði handa við að einkavæða heilbrigðiskerf­ ið. En að byrjað yrði á því að rukka sjúk­ linga sem leggjast inn á spítala landsins óraði fáa fyrir. Flestir bjuggust við að ekki yrði að fullu staðið við fyrirheit um endurnýjun tækjabúnaðar spítalanna. En að fyrirhug­ aðar fjárfestingar yrðu þurrkaðar út óraði engan fyrir. Flestir bjuggust við að reynt yrði að hlífa útgerðinni við gjaldtöku. En fáa óraði fyrir að afnumin yrðu milljarða­ gjöld rétt áður en sömu útgerðarfyrirtæki greiddu eigendum sínum milljarða í arð. Flestir bjuggust við að amast yrði við vísindum og rannsóknum. Þó töldu margir að hugsanlega yrðu þessum fram­ tíðarsprotum vaxtar hlíft. Svo reyndist ekki. Flestir bjuggust við því að stuðning­ ur við græn verkefni ætti ekki upp á pall­ borðið, en að þau yrðu þurrkuð út óraði fáa fyrir. Flestir bjuggust við að ný náttúru­ verndarlög yrðu ekki höfð í hávegum en að yfir þau yrði strokað og ekki staðið við umsamda gildistöku laganna hafði fáa órað fyrir. Flestir bjuggust við að almennings­ samgöngur myndu ekki eiga upp á pall­ borðið hjá nýrri ríkisstjórn. En að strax í fyrstu fjárlögum yrði gengið þvert á undirritaðan uppbyggingarsamning milli ríkis og sveitarfélaga hafði fáa órað fyrir. Flestir bjuggust við að þrengt yrði að almennum framkvæmdum í samgöngu­ kerfinu. En að skorið yrði niður um 750 milljónir til almennra framkvæmda og boðuð einkaeign á höfnum, flugvöllum og vegum hafði fáa órað fyrir. Flestir bjuggust við því að byrjað yrði að þrengja að sérstökum saksóknara, en að skorið yrði niður til embættisins um mörg hundruð milljónir, hafði fáa órað fyrir. Stöldrum við sérstakan saksóknara Þessari upptalningu má enn áfram halda. En staðnæmumst við síðasta at­ riðið. Hvers vegna mátti búast við því að að farið yrði að þrengja að embætti sér­ staks saksóknara? Sem kunnugt er var embættið sett á laggirnar til að rannsaka efnahagsbrot sem áttu þátt í efnahagshruninu árið 2008. Fljótlega eftir að mynduð hafði verið ríkisstjórn VG og Samfylkingar var boð­ ið hingað til lands Evu Joly, sem unnið hafði sér til frægðar í Frakklandi og víð­ ar, hugdjarfa framgöngu við rannsókn efnahagsbrota og pólitískrar spillingar. Heimsókn hennar og ráðgjöf varð án efa til þess að greiða götu rannsóknar efna­ hagsbrota hér á landi því farið var að hennar ráðum og sett verulegt fjármagn til slíkra rannsókna á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ég hef áður rifjað það upp hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands, þáverandi ríkisstjórn til ráðgjafar. Það var eitthvað á þessa leið: „Þegar á líð­ ur verður margt gert til að torvelda rann­ sókn mála; gera rannsakendur tortryggi­ lega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Reynt verður að fjársvelta rannsóknarvinnuna.“ Eins og Eva Joly varaði við Þetta gekk eftir. Þegar hilla tók undir niðurstöður í dómsmálum fóru að heyr­ ast hljóð úr horni. Rannsóknaraðferðir voru gagnrýndar á þeirri forsendu að friðhelgi manna væri vanvirt þegar við­ skipti og bankafærslur væru skoðaðar, símar hleraðir og töluvpóstur haldlagð­ ur. Slík gagnrýni kom jafnvel frá sömu mönnum og harðast höfðu gengið fram í því að tala fyrir auknum rann­ sóknarheimildum lögreglu, til eftirlits og hlerana gagnvart öðrum en hvítflibb­ unum. Eins og einhverja kann að reka minni til stóð ég jafnan mjög ákveðið gegn kröf­ um þeirra aðila innan stjórnmálanna og löggæslunnar sem langt vildu ganga í þessum efnum. Vildi ég setja slíku rann­ sóknarstarfi strangar skorður í lögum. Þegar hins vegar rökstuddur grunur væri um alvarlegt ofbeldi, mansal eða þegar rökstuddur grunur væri á stórfelld­ um brotum sem valdið hefðu einstak­ lingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða – eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar – þá gætu rann­ sóknarhagsmunir að mínu mati réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúr­ skurði. Unnið af trúmennsku Sem áður segir, fóru andmæli gegn hvít­ flibbarannsóknum vaxandi, eftir því sem betur miðaði í rannsóknum sérstaks sak­ sóknara og komu þau einkum úr innstu röðum Sjálfstæðisflokksins – hinum fag­ lega og pólitíska armi hans. Sérstakur saksóknari og hans ágæta samstarfsfólk hélt hins vegar, að því er best varð séð, sínu striki við að rækja af trúmennsku það hlutverk sem Alþingi hafði falið embættinu. En fyrst hótanir dugðu ekki, hvað var þá til ráða? Það má nú öllum ljóst vera. Ráðið er að draga úr fjárveitingum til embættisins, skrúfa fyrir súrefnið. Þannig verður starfsemin máttlausari og fjarar að lokum út. Ábyrgðin er stjórnarmeirihlutans Sérstakur saksóknari mætti í Spegil RÚV sl. mánudag. Mæltist honum ágætlega nema hvað mér þótti hann fara óþarflega mildum orðum um sama fjárveitingar­ vald og nú hefur tekið hann kyrkingar­ taki. Ábyrgðin er hins vegar ekki embættis sérstaks saksóknara heldur ríkisstjórnar­ innar og þess meirihluta sem hún styðst við á Alþingi. n Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 12 9. október 2013 Miðvikudagur Kjallari Ögmundur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.