Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 9. október 2013 Miðvikudagur Særingarathöfn endaði með ósköpum n „Þegar hann er andsetinn heldur þú særingarathöfn“ F rönsk táningsstúlka sem ætt- ingjar og vinir töldu að væri andsetin sætti viku langri særingarathöfn og var nær dauða en lífi þegar henni var bjarg- að. Þrír karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir frelsissviptingu og pyntingar. Einn mannanna er fyrr- verandi kærasti stúlkunnar, Eric Deron. Þau eru sögð hafa haldið henni í blokkaríbúð í Grigny-hverfinu í Par- ís. Fólkið mun meðal annars hafa hengt stúlkuna upp á kross og látið hana hanga í sjö daga. Þau töldu sig vera að hjálpa stúlkunni við að losa sig við illa anda. Stúlkan var ítrek- að beitt frekara ofbeldi og það eina sem hún fékk að borða voru litlir skammtar af matarolíu og vatni. Það er kærasti hennar sem er talinn vera forsprakki hópsins. Hann mun hafa talið móður sinni og tveimur öðrum mönnum trú um að konan væri andsetin og þyrfti á aðstoð þeirra að halda. Sannan- ir fólust einna helst í því að stúlk- an væri uppstökk, skapvond og ætti það til að ráðast á Deron og garga á hann. Hann kvaðst hafa gert þetta í góðri trú – þetta hefði verið það eina sem gæti bjargað stúlkunni. Deron og stúlkan voru afar ástfangin. Þau voru bæði mjög trú- uð og deildi hópurinn allur ster- kri trúartengingu. Þau segjast sak- laus, enda hafi stúlkan samþykkt særingarathöfnina. „Í þeirra huga var hún andsetin, ekki veik. Þess vegna hringdu þau ekki á lækni,“ segir verjandi ákærðu. „Þú hringir á lækni þegar einhver er veikur, en þegar hann er andsetinn heldur þú særingarathöfn.“ n astasigrun@dv.is Móðir Baby P sleppt úr haldi Skilorðsnefnd í Bretlandi hefur fallist á beiðni Tracey Conn- elly um reynslulausn. Tracey er móðir Baby P, drengs sem lést árið 2007 í kjölfar mikilla bar- smíða af hálfu kærasta Tracey. Hún var dæmd í ótímabundið fangelsi árið 2009 og var gert að afplána að minnsta kosti fimm ár bak við lás og slá. Var hún sakfelld fyrir að hafa látið of- beldið viðgangast og að koma barni sínu ekki til bjargar. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, verður henni að öllum lík- indum sleppt úr fangelsi á allra næstu dögum. Sakaðir um að þjálfa barnunga hermenn Yfirvöld í Afríkuríkinu Rúanda neita því staðfastlega að her- inn þar í landi þjálfi börn til hernaðar fyrir uppreisnarmenn í Kongó. „Þessi fullyrðing á ekki við nein rök að styðjast og er al- gjörlega fáránleg,“ segir Louise Mushikiwabo, utanríkisráð- herra Rúanda, í samtali við BBC. Bandarísk yfirvöld hættu fyrir skemmstu að veita yfirvöldum í Rúanda hernaðaraðstoð, vegna tengsla yfirvalda þar í landi við uppreisnarsamtökin M23 í Kongó og hefur verið fullyrt að börn frá Kongó séu þjálfuð í Rúanda eða af hermönnum frá Rúanda. Skelfingu lostin Stúlkan var vannærð og illa haldin eftir vikulangar pyntingar. Bóluefni við malaríu Breski lyfjarisinn GlaxoSmith- Kline hefur sótt um markaðs- leyfi fyrir bóluefni gegn malaríu – það fyrsta sinnar tegund- ar. Prófanir á lyfinu hafa gefið góða raun og vonast forsvars- menn breska lyfjafyrirtækisins til að það geti komið á markað árið 2015. Malaría er smitsjúk- dómur sem einkum herjar á fólk í hitabeltislöndum eins og í Afríku. Sjúkdómurinn berst á milli manna einkum með moskítóflugum. Hundruð þús- unda láta lífið á hverju ári af völdum sjúkdómsins. Flughræddur drengur dáleiddur n 12 ára drengur var fastur í útlöndum n Þróaði með sér ofsahræðslu B reskur 12 ára táningur, sem var fastur í Abú Dabí vegna ofsafenginnar flughræðslu, lenti á Bretlandseyjum á mánudag. Drengurinn var að lokum dáleiddur um borð í flugvél til að hann gæti flogið á milli landanna. Joe Thompson flutti með fjöl- skyldu sinni til Abú Dabí í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum árið 2009, þegar faðir hans fékk vinnu sem gæðastjóri á sjúkrahúsi þar. Lífið lék við fjölskylduna, ef svo má segja, þar til í mars í fyrra. Þá fór Joe að þróa með sér alvarlega hræðslu við að ferðast. Þegar samningur föður hans við sjúkrahúsið rann út, núna í júní, var flughræðslan orðin slík að Joe gat ekki flogið heim með fjölskyldunni. Faðir hans, Tony, varð eftir hjá hon- um og reyndi vikum og mánuðum saman að fá drenginn til þess að tak- ast á við vanda sinn og fljúga heim. Pantaði flug fjórum sinnum Í fjögur skipti pantaði Tony flugmiða fyrir son sinn en þegar á hólminn var komið bugaðist drengurinn, brotn- aði saman og upplifði ofsahræðslu. En Tony dó ekki ráðalaus. Hann reyndi til að mynda að semja við yfir völd um að fá að koma drengn- um um borð í flutningaskip. Yfirvöld voru ekki á því og tönnluðust á því að drengurinn þyrfti að hafa vega- bréfsáritun til þess sem ekki væri hægt að útvega honum. Fjölskyldan segir í samtali við Daily Mail að hún hafi þurft að eyða um 40 þúsund pundum, tæplega átta milljónum króna, í flugmiða og hinar ýmsu meðferðir hjá lækn- um og sálfræðingum til að reyna að koma drengnum heim. En allt kom fyrir ekki. Síðasta ráðið sem Tony greip til var að setja sig í sam- band við Russel Hemmings, þekkt- an dáleiðanda. „Ótrúlega ánægður“ Honum tókst, núna rúmlega hálfu öðru ári eftir að Joe hóf að þróa með sér þessa hræðslu, að sannfæra drenginn um að stíga um borð í flug- vél. Þegar vélin var nýfarin í loftið fékk Joe fyrirvaralaust hræðslu kast og allt virtist ætla að fara á versta veg – enn eina ferðina. Þá greip dá- valdurinn inn í og flugferðin varð allt að því ánægjuleg, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fjölskyldan er auðvitað alsæl með að drengurinn, sem hefur misst af heilu ári í skóla, sé kominn heim á nýjan leik. „Ég er ótrúlega ánægð- ur að vera kominn. Ég trúi því varla hvað það er kalt hérna,“ hefur Daily Mail eftir Joe þegar hann lenti á He- athrow-flugvellinum. „Nú langar mig að komast heim og knúsa hund- inn minn. Ég hef ekki séð hann í tvö ár.“ Hann bætti við að hann væri ótrúlega þakklátur foreldrum sín- um fyrir þolinmæðina og dávaldin- um fyrir hans framlag. „Ég get ekki beðið eftir því að komast heim og halda áfram með líf mitt.“ „Hræðslan er mjög svæsin“ Kostnaðurinn við þetta litla ævintýri hefur gengið nærri fjölskyldunni fjárhagslega og undir það síðasta þurftu þeir feðgar að leita á náð- ir kunningja hvað húsnæði áhrærði – enda eru átta milljónir ekki eitt- hvað sem venjuleg fjölskylda hristir fram úr erminni. Tony er alsæll með að ferðin sé loksins afstaðin. „Það komu erfiðar stundir í aðdraganda flugsins en með hjálp Russel tókst okkur að koma honum um borð í vélina. Eftir flugtak varð hann mjög hræddur, fyrirvaralaust, og þetta leit ekki vel út. Hræðslan er mjög svæs- in,“ er haft eftir föðurnum. n Í aðdraganda hrunsins Drengurinn hefur í hálft annað ár glímt við óstjórnlega hræðslu við að fljúga og ferðast. Dáleiddur Eftir að dávaldurinn greip inn í var ferðin hin ánægjulegasta – eða svo til. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Nú langar mig að komast heim og knúsa hundinn minn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.