Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 9. október 2013 Miðvikudagur Gaf Karli eftir sKuld upp á milljarð n Óþekktur aðili eignaðist félag Karls Wernerssonar í skattaskjóli n Heldur Lyfjum og heilsu n 370 milljóna króna hagnaður á tveimur árum M óðurfélag Lyfja og heilsu á Íslandi fékk af­ skrifaða tæplega millj­ arðs króna skuld sína við seljanda lyfjaversl­ ananna árið 2011. Lyf og heilsa er í eigu Karls Wernerssonar, fyrrver­ andi eiganda fjárfestingarfélags­ ins Milestone. Skuldin sem var af­ skrifuð var við eignarhaldsfélagið Leiftra sem skráð er í skattaskjólinu Seychelles í Indlandshafi og var fé­ lagið einnig í eigu Karls Werners­ sonar skömmu áður en skuldin var afskrifuð. Áður en Leiftri af­ skrifaði skuldina seldi Karl félagið hins vegar til annars manns sem virðist hafa tekið þá ákvörðun að fella skuldina niður. Þessi afskrift á skuldum Aurláka við Leiftra kemur fram í ársreikningi þessa móður­ félags Lyfja og heilsu sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskatt­ stjóra fyrir skömmu. Lyf og heilsa er í dag annað af stærstu apótekum landsins og skilaði hagnaði upp á 169 milljón­ ir árið 2011 og 200 milljónum árið 2012. Lyfjakeðjan er öflug og var með tekjur upp á nærri 5,8 millj­ arða króna í fyrra og er með já­ kvætt eigið fé – eignir mínus skuld­ ir – upp á rúmlega 600 milljónir. Lyf og heilsa er því gott fyrirtæki. Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, er forstjóri lyfjaverslan­ anna. Selt í aðdraganda gjaldþrots Aurláki stofnaði til skuldarinnar árið 2008 þegar félagið keypti Lyf og heilsu af dótturfélagi Mile stone fyrir rúma þrjá milljarða króna. Stærsti hluti kaupverðsins var greiddur með yfirtöku á skuldum Lyfja og heilsu við Íslandsbanka en svo var eiginfjárframlag upp á 900 milljónir króna. Fyrir vikið náðu Karl og Steingrímur Wernerssynir að halda yfirráðum sínum í Lyfj­ um og heilsu áður en Milestone fór í gjaldþrot. Eftir þessi viðskipti hefur Karl keypt hlut Steingríms í Aurláka og á Lyf og heilsu því einn um þessar mundir. Aurláki hafði ekki skilað árs­ reikningi frá stofnun félagsins árið 2008 þar til félagið skilaði ársreikn­ ingi fyrir síðasta ár. Þrotabú Mile­ stone, sem stýrt er af Grími Sig­ urðssyni, hefur höfðað riftunar mál út af kaupum Karls og Steingríms á Lyfjum og heilsu og stefnt Aurláka til að endurgreiða þrotabúinu um­ ræddar 900 milljónir króna. Telur þrotabúið að viðskipti Aurláka með Lyf og heilsu hafi verið gjafa­ gerningur og að rétt kaupverð hafi ekki verið greitt fyrir versl­ anirnar og því hafi verið gengið á hagsmuni kröfuhafa þrotabús­ ins. Þrotabúið hafði betur í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en hæstaréttardómur hefur ekki fall­ ið í málinu. Nýr eigandi dúkkar upp Afskriftin á skuld Aurláka átti sér þannig stað að Leiftri skipti um hendur árið 2011 þegar Friðrik Arnar Bjarnason eignaðist félagið. Þessi nýi eigandi Leiftra sem átti kröfuna á hendur Aurláka afskrif­ aði svo skuldina á hendur þessu móðurfélagi Lyfja og heilsu af ein­ hverri ástæðu sem ekki liggur fyrir. Þetta gerðist í lok árs 2011. Einn af heimildarmönnum DV seg­ ir um söluna á Leiftra til Friðriks Arnars: „Eina sem hann gerði var að fella niður skuldina á Aurláka.“ Fyrir vikið skuldaði Aurláki ekki lengur umræddan milljarð vegna kaupanna. Í ársreikningi Aurláka fyrir árið 2012 stendur orðrétt um málaferli þrotabús Milestone gegn Aurláka og afskriftina á skuldinni: „Skiln­ ingur þrotabúsins er að með niðurstöðu dóms hafi orðið kröfu­ hafaskipti og Aurláki ehf. skuldi því búinu nú umrædda fjárhæð. Stjórnendur félagsins telja hins vegar að niðurstaða dómsins hafi ekki haft í för með sér kröfuhafa­ skipti, auk þess sem hún hafi verið felld niður við fjárhagslega endur­ skipulagningu Aurláka ehf. með samkomulagi þess efnis og krafan sé því óréttmæt. Ekki hefur verið færð nein skuldbinding í ársreikn­ inginn vegna þessa. Við fjárhags­ lega endurskipulagningu Aurláka ehf. var skuldin við Leiftra Ltd. felld niður.“ Hið eina sem eftir stóð því af kaupverði Aurláka á Lyfjum og heilsu þegar Friðrik Arnar tók þá ákvörðun að afskrifa kröfuna á hendur Aurláka voru skuldirnar sem félagið yfirtók við kaupin árið 2008. Aurláki þurfti því aldrei að greiða krónu fyrir Lyf og heilsu fyrir utan þá yfirtöku skulda sem var hluti af viðskiptunum. Ekki liggur hins vegar fyrir af hverju Friðrik tók þá ákvörðun að kaupa Leiftra og af­ skrifa kröfu félagsins á Aurláka. „Ekki bara sami maðurinn allan hringinn“ Karl Wernersson segir að afskrift kröfu Leiftra á hendur Aurláka hafi verið liður í fjárhagslegri endur­ skipulagningu Lyfja og heilsu sem Íslandsbanki kom að. Karl segir að afskriftin sé hluti af samningi á milli Aurláka, Íslandsbanka og Leiftra. „Þegar Lyf og heilsa er seld inn í Aurláka hvíldi veðskuld á hluta­ bréfunum frá Glitni. Þessi veðskuld fylgdi bréfunum auk seljendaláns. Svo kemur þetta „svokallaða hrun“ og þá tvöfaldast eða þrefaldast veð­ skuldirnar. Svo kom að því að menn vildu freistast til að laga stöðu fé­ lagsins. Þá gerir Íslandsbanki þetta skilyrði: Að ef þeir ættu að lækka skuldir Aurláka þá ættu aðrar skuld­ ir að fara út,“ segir Karl en með þess­ um orðum er Karl að vísa til skuldar Aurláka við Leiftra. Samkvæmt samkomulaginu sem Karl nefnir lækkaði Íslands­ banki skuldir Aurláka um milljarð króna, úr 2,2 milljörðum og niður í 1.200 milljónir. Samkomulagið fól því í sér afskrift á skuldum Aurláka. Tekið skal fram að Karl var auð­ vitað sjálfur að selja Lyf og heilsu og kaupa lyfjakeðjuna í þeim viðskipt­ um sem hann lýsir. Karl segir að honum hafi verið ráðlagt að vera ekki sjálfur í þeirri stöðu að afskrifa kröfu Leiftra á hendur Aurláka og því hafi hann fengið Friðrik til taka við félaginu. Karl segir að í staðinn geti Friðrik, sem hann kallar „Frikka“, eignast ákveðinn hlut í Aurláka gangi áætl­ anir um rekstur félagsins og Lyfja og heilsu eftir. „Mér var ráðlagt að það væri betra að það væru svokölluð „arms length“ viðskipti þegar gefið væri grænt ljós á þetta: Þannig að þetta væri ekki bara sami maður­ inn allan hringinn. Þannig að þá var þetta niðurstaðan. Hans samning­ ur er þannig að hann getur haft af þessu dálítinn fjárhagslegan ávinn­ ing og eignast, eftir ákveðinn tíma, hlut í félaginu,“ segir Karl. Aðspurð­ ur hvort hann sé að segja að honum hafi ekki fundist ganga upp að hann væri sjálfur bæði eigandi Aurláka og Leiftra þegar afskriftin ætti sér stað segir Karl: „Já, mér fannst þetta betra svona.“ Getur hagnast á viðskiptunum Þegar Karl er spurður hvort hlutur Friðriks geti orðið stór segir hann að svo sé ekki, einungis tveggja prósenta hlutur í Aurláka: „Nei, þessi krafa var náttúrulega ekki merkileg af því hún var á eftir veð­ skuldinni. Þegar þetta „svokallaða hrun“ varð þá varð þessi seljanda­ krafa ekkert sérstaklega merkileg eins og margar aðrar slíkar kröf­ ur á 2. og 3. veðrétti […] Það er svo margt sem tapast í þessu hruni. Af því að veðskuldin tvöfaldast eða þrefaldast þá voru engar eignir að ganga að fyrir þetta seljenda­ lán. Þannig að það má einu gilda hvort það var þrotabú Milestone eða Leiftri sem afskrifaði kröfuna. En því miður varð þessi krafa lítils virði þegar hrunið kom vegna þess að Íslandsbanki er á fyrsta veð­ rétti.“ Aðspurður hvort hann sé að segja að krafan á Aurláka hafi í Framtíðin óljós Framtíð Lyfja og heilsu veltur á máli þrotabús Milestone gegn Aurláka þar sem síðarnefnda félagið er krafið um tæpan milljarð króna. Skuldin afskrifuð Skuld móðurfélags Lyfja og heilsu við félag í skattaskjóli var afskrifuð.„Þannig að þetta væri ekki bara sami maðurinn allan hringinn Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.