Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 9. október 2013 Miðvikudagur Útigangsmenn fá pylsur n Bæjarins beztu sýnir örlæti í verki P ylsufyrirtækið goðsagna- kennda Bæjarins beztu gefur útigangsmönnum og öðrum svöngum lítilmagna fríar pyls- ur og hefur gert í mörg ár. Þetta stað- festir eigandi fyrirtækisins, Guðrún Björk Kristmundsdóttir, í samtali við DV. Hún er hins vegar hógværðin uppmáluð og vill síður tjá sig um hina örlátu gjafagerninga en tekur fram, að þeir séu ekki regla heldur undantekning. Enginn á rétt á einni með öllu, segir Guðrún, en starfs- menn hennar hafa heimild til að láta „þjóðarréttinn“ af hendi rakna – án endurgjalds – sjái þeir aumur á við- komandi. En sjaldan launar kálfurinn ofeldið segir málshátturinn, hvers sannleiksgildi virðist hafa staðfests í gjafagerningi Bæjarins beztu. Eftir að fréttir af hinum fríu pylsum kvisuð- ust í undirmálskreðsum Reykjavíkur- borgar, fóru einhverjir að færa sig upp á skaftið og heimta fast fæði hjá fyrirtækinu. Sumir kváðust meira að segja hafa heimildir fyrir því að fyrir- tækinu bæri skylda til að gefa pylsur vegna samnings sem það hafði gert við borgina. Slíkur samningur hef- ur aldrei verið gerður, að sögn Guð- rúnar. Umræðan um það hvort, og þá að hvaða marki, fyrirtæki beri ábyrgð gagnvart samfélaginu sem það starfar í er komin tiltölulega skammt á veg á Íslandi, í samanburði við nágranna- löndin. Fyrir tveimur árum var Festa, miðstöð um samfélags ábyrgð fyrir- tækja, sett á stofn með það að mark- miði að vekja þessa umræðu og hvetja fyrirtæki til að innleiða stefnu í þessum málaflokki. Meðal félaga í Festu eru Össur, Rio Tinto Alcan á Ís- landi og Síminn en Bæjarins beztu er hins vegar hvergi sjáanlegt í félaga- skránni. Af viðbrögðum eigandans að dæma er ástæðan sú, að pylsusalan vill sýna ábyrgð sína og góðmennsku í verki, en ekki í orði. n baldure@dv.is Haustbúðir fyrir 30+ - spænskunámskeið, göngur og jóga Vetrarbúðir fyrir 60+ - persónuleg stefnumótun, göngur og spænskunám Sumarbúðir fyrir 14-18 ára Útskriftarferðir fyrir framhaldsskóla og háskóla Skipulag gönguferða fyrir hópa Gönguferðir um Jakobsveginn – leiðina til Santiago de Compostela Tungumálaskólar á Spáni www.mundo.is Mundo ferðir kynna: Nánari upplýsingar hjá margret@mundo.is. eða í síma 691 4646. Brim hagnaðist um 3,7 milljarða n Brim á ellefu milljarða umfram skuldir n Hefur selt mikinn kvóta B rim, útgerðarfyrirtæki Guðmundar Kristjánsson- ar og bróður hans Hjálm- ars Kristjánssonar, hagn- aðist um rúmlega 3,7 milljarða króna í fyrra. Þetta kem- ur fram í ársreikningi félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár rík- isskattstjóra þann 3. október síð- astliðinn. Félagið er nú skráð fyrir eignum upp á meira en 21 milljarð króna en á móti eru skuldir upp á um 10 milljarða. Eignir umfram skuldir hjá Brim nema því rúmum 11 milljörðum króna. Brim er eitt stærsta útgerðar félag landsins miðað við aflaheimildir og á og rekur nokkra þekkta togara eins og Guðmund í Nesi og Brim- nes. Skipafloti Brims er nýlegur og keypti félagið til að mynda nýjan togara, Skálaberg, fyrir um fjóra milljarða króna fyrr á þessu ári. Telja sig eiga peninga inni Staða Brims er hins vegar háð ákveðnum vafa þar sem félagið hefur fært lán við eignarhaldsfé- lagið Haf Funding, sem er í eigu Glitnis, út úr bókum félagsins. Það lán við Haf Funding er uppi á 2,6 milljarða króna. Ef þessi krafa væri reiknuð með í ársreikningi Brims myndi eiginfjárhlutfall félagsins lækka sem nemur henni, niður í rúmlega átta milljarða. Brim telur sig hins vegar hafa ofgreitt lán sín við Haf Funding og skilanefnd Glitnis og er vísað í hinn svokallaða Borgarbyggðardóm þeirri kröfu til stuðnings í ársreikn- ingnum. Telur Brim að útgerðin gæti átt inni 3,9 milljarða króna hjá Glitni vegna þessa. Þessi ágreining- ur á milli Brims og Glitnis er nú fyr- ir dómi. Einnig telur Brim sig eiga inni hjá fjármuni hjá Landsbankan- um út af ofgreiddum lánum auk þess sem útgerðin á í deilum við fjármálafyrirtæki út af uppgjöri á gjaldmiðlaskiptasamningum. Kröf- ur bankanna nema nærri 2,8 millj- örðum króna. Þurfi Brim að greiða þær til baka, auk dráttarvaxta, væri um að ræða um þriðjungshluta af eigin fé útgerðarinnar. Stofnað til að endurfjármagna Glitni Haf Funding er írskt skúffufélag sem Glitnir notaði til að kaupa upp skuldabréf nokkurra íslenskra út- gerðarfyrirtækja um mitt ár 2008. Meðal annars var um að ræða skuldabréf Þorbjarnar, HB Granda og Brims. Seðlabanki Evrópu fjár- magnaði uppkaupin á skuldabréf- unum. Þetta var gert til að endurfjár- magna Glitni á mjög erfiðum tíma þegar bankinn átti í erfiðleikum með að fá erlenda fjármögn- un. Um var að ræða lánaviðskipti upp á tugi milljarða króna, bara skuldabréfin með veði í skipum og kvóta sem færðust yfir í Haf Fund- ing voru á milli 20 og 30 milljarða króna virði. Fyrir vikið fékk Glitn- ir fjármuni til að greiða af skuld- um sínum en missti í staðinn þessi verðmætu skuldabréf úr bókum. Eftir hrun keypti Glitnir skulda- bréfin svo aftur til baka af Seðla- banka Evrópu. Selja kvóta og létta skuldabyrðinni Brim hefur selt mikið af aflaheim- ildum frá hruni og greitt niður skuldir sínar en félagið stóð ekki vel eftir hrunið. Skemmst er að minnast þess þegar Brim seldi Samherja Útgerðarfélag Akur- eyringa árið 2011 fyrir 14,5 millj- arða króna en stærstur hluti kaup- verðsins var greiddur með yfirtöku á skuldum. Á því ári námu seldar aflaheimildir hjá Brimi nærri 13,5 milljörðum króna og á sama tíma námu afborganir langtímaskulda nærri 17 milljörðum króna. Í fyrra seldi Brim svo um þúsund tonna kvóta til Skinneyjar- Þinganess á Höfn í Hornafirði fyrir tæpa tvo milljarða króna. Skuldir félagsins lækkuðu nokkuð á milli áranna 2011 og 2012 en í lok þess fyrrnefnda námu þær tæplega 15 milljörðum króna en rúmum 10 í lok síðasta árs. En þar áður höfðu skuldir félagsins numið um 30 milljörðum króna vegna eignarhaldsins á Útgerðar- félagi Akureyringa. Brim hefur því selt eignir á síð- ustu árum og samhliða því greitt niður skuldir. Fyrir vikið lítur árs- reikningur félagsins ágætlega út um þessar mundir en taka þarf mið af þeim mörgu fyrirvörum sem er að finna í ársreikningnum sem annaðhvort geta bætt efna- hagsstöðu Brims eða gert hana verri. n Góð staða Brims Brim, út- gerð Guðmundar Kristjánssonar, stendur vel og skilaði rúmlega 3,7 milljarða hagnaði í fyrra. „Telur Brim að út- gerðin gæti átt inni 3,9 milljarða króna hjá Glitni vegna þessa. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Mikil hækkun launa Laun viðskipta- og hagfræðinga hafa hækkað um rúm tuttugu prósent á tveimur árum. Meðal- laun eru tæpar 800 þúsund krón- ur á mánuði og karlar fá rúmlega 100 þúsund krónum hærri laun á mánuði en konur. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Price- WaterhouseCoopers fyrir Félag viðskipta- og hagfræðinga. Í raun skera laun viðskipta- og hagfræðinga sig nokkuð úr með- altali heildarlauna á almennum vinnumarkaði, en þau voru tæpar 500 þúsund krónur á síðasta ári samkvæmt Hagstofunni. Sem dæmi má nefna að meðalheildar- laun opinberra starfsmanna voru rúmlega 460 þúsund í fyrra. Alls hefur launahækkun við- skipta- og hagfræðinga, verið um 20,7 prósent á síðustu tveimur árum. Það er meiri en hækkun launa en á almennum vinnumark- aði. Þar hafa laun hækkað um sext- án prósent á síðustu tveimur árum. Hæst laun hafa karlar og konur sem lokið hafa MBA-gráðu og eru með 21–29 ára starfsaldur. Miðgildi launa karla í þeim hópi er ein millj- ón en kvenna 900 þúsund. Un Women á Íslandi býður upp í dans Þann 11. október mun UN Women á Íslandi standa fyrir þriggja tíma dansmaraþoni í Kramhúsinu í tilefni af alþjóð- legum degi stúlkubarnsins sem haldinn verður í annað sinn. Án efa munu dansararnir skemmta sér vel, en engu að síður er málefnið háalvarlegt. Í ár hefur UN Women lagt höf- uðáherslu á útrýmingu barna- brúðkaupa en á þriggja sek- úndna fresti er stúlka undir 18 ára aldri þvinguð eða tilneydd í hjónaband. UN Women leggur ríka áherslu á að afnema skuli barnahjónabönd á heimsvísu og vonast til að vekja athygli á málefninu með maraþoninu. Dansmaraþonið hefst klukkan 19 og verður dansað afró, Beyoncé-dans, suðræn sveifla og magadans. Kennarar þetta kvöld eru þær Álfheiður Anna Pétursdóttir, Margrét Erla Maack, Kristín Bergsdóttir og Þórdís Naadía Semichat. Þátttaka kostar 2.900 krónur. Örlátur pylsusali Bæjarins beztu gefur lítilmagnanum pylsur. Mynd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.