Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 9. október 2013 Heimtar afsökunarbeiðni n Pútín æfur vegna handtöku stjórnarerindreka í Hollandi V ladimír Pútín, forseti Rúss- lands, heimtar afsökunar- beiðni frá hollenskum yfir- völdum eftir að rússneskur stjórnarerindreki var settur í fangelsi vegna ásakana um heimilisofbeldi. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu á vef sínum en þar kom fram að Pútín fordæmdi handtökuna og sagði hana vera brot á reglum um samskipti ríkja. Þá kallar Pútín einnig eftir því að þeim verði refsað sem handtóku Dimtri Borodin á heimili hans síðastliðið laugardagskvöld. Hollenska lögreglan hefur ekki tjáð sig um málið eftir að Borodin sagðist hafa orðið fyrir árás lögreglu. Samskipti þjóðanna hafa verið stirð eftir að aðgerðasinnar á vegum Græn- friðunga voru handteknir í Rússlandi í síðasta mánuði. Hollensk stjórnvöld reyndu að fá þessa 30 einstaklinga lausa úr haldi en á meðal þeirra voru tveir hollenskir ríkisborgarar sem voru um borð í skipi Grænfriðunga, Arctic Sunrise, sem siglir undir fána Hollands. „Þetta er gróft brot á Vínarsátt- málanum,“ sagði Pútín við fjölmiðla á meðan heimsókn hans stóð í Indó- nesíu. „Við bíðum eftir útskýringum og afsökunarbeiðni og einnig að þeim verði refsað sem gerðust brotleg- ir,“ sagði Pútín. „Viðbrögð hollenskra stjórnvalda munu ákvarða hvernig við bregðumst við þessu máli.“ Utanríkisráðuneyti Rússa segir vopnaða lögreglumenn hafa ráðist inn í íbúð Borodins í Haag og geng- ið í skrokk á honum fyrir framan börn hans vegna ásakana um að hann hefði komið illa fram við þau. „Þetta var gert þó Borodin hefði sagt þeim að hann væri diplómat,“ sagði talsmaður ráðuneytisins, Alex- ander Lukashevich, í samtali við BBC. „Diplómat okkar var handjárnaður og færður á lögreglustöð þar sem hon- um var haldið yfir nótt. Hann var síð- an látinn laus án útskýringa eða af- sökunarbeiðni.“ n birgir@dv.is Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 Reiður Pútín er allt annað en sáttur eftir að stjórnarerindreki Rússa var handtek- inn í Hollandi. Elsta bíóið opnað aftur Elsta kvikmyndahús heims, Eden- kvikmyndahúsið í Frakklandi, verður opnað aftur í dag, miðviku- dag, eftir að hafa verið lokað frá árinu 1995. Kvikmyndahúsið, sem er skammt frá borginni Marseille, var fyrst opnað árið 1899 og með- al fyrstu mynda sem sýndar voru í kvikmyndahúsinu voru kvik- myndir eftir Lumiere-bræður, frumkvöðla á sviði kvikmynda- listar. Hvorki fleiri né færri en 250 manns sáu til að mynda fyrstu kvikmynd bræðranna í kvik- myndahúsinu, en hún var sýnd þann 21. mars árið 1899. Kvik- myndahúsinu var lokað vegna fjárhagsörðugleika eigenda þess, en eftir að Marseille var útnefnd menningarborg Evrópu árið 2013 fékkst loks fjármagn sem nýtt var í gera kvikmyndahúsið upp til að hægt væri að opna það aftur. Kvikmyndahúsið er í smábæn- um La Ciotat í Suður-Frakklandi og hafa þekktir leikarar og leik- stjórar boðað komu sína á endur- opnun hússins, meðal annarra Roman Polanski. Higgs og Englert fengu Nóbelsverðlaun Bretinn Peter Higgs og Belginn Francois Englert fá Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði ár fyr- ir uppgötvun sína á Higgs- bóseindinni, einnig stundum nefnd guðseindin. Þetta var til- kynnt á þriðjudag en viðurkenn- ingin er ein sú allra æðsta á sviði vísinda. Higgs gat sér til um tilvist eindarinnar árið 1964, að því er fram kemur á Vísindavefnum, en tilvist hennar var staðfest af vís- indamönnum í Sviss í fyrra. Higgs, sem er 84 ára, sagði í yfirlýsingu eftir að tilkynnt var um verðlaun- in að hann væri mjög stoltur af að hafa hlotnast þessi heiður. Al-KAídA Aldrei stærri n Ný stjórn samtakanna er ekki eins kröfuhörð og forverarnir Í tök hryðjuverkasamtakanna al- Kaída hafa aldrei verið meiri en í dag. Frá falli Osama bin Laden hafa nýir leiðtogar samtakanna slakað á hæfnisviðmiðum. Ný- verið voru sómalísku samtökin al- Shabaab sameinuð al-Kaída, en þau samtök stóðu að baki voveiflegri hryðjuverkaárás í verslunarmiðstöð í Keníu nýverið. Bin Laden vildi ekki sameiningu al-Kaída og al-Shabaab Sómalísku samtökin al-Shabaab höfðu lengi reynt að ganga í augu hryðjuverkasamtakanna al-Kaída. Osama bin Laden stóð hins vegar í vegi fyrir því að samtökin samein- uðust. Bin Laden gagnrýndi sam- tökin fyrir óþarflega harðar refsingar ef meðlimir þess brutu gegn vilja stjórnenda þess. Í bréfi sem fannst á heimili bin Laden í Pakistan kemur fram að leiðtogi al-Shabaab, Mukht- ar Abu al-Zubayr, hafi óskað form- lega eftir því að samtökin samein- uðust. Bin Laden svaraði kurteislega að það væri ekki hægt en sagði þó að það væri skylda sín að vinna með skoðanabræðrum sínum. Í bréfinu segir bin Laden það ekki ákjósanlegt að samtökin sameinist því það myndi gefa andstæðingum þeirra ástæðu til að ráðast gegn Sómalíu. Bin Laden lýkur svo bréfinu með því að hvetja al-Zubayr til að vera mildur í stjórn sinni á íbúum Sómalíu, en segja má að það sé vísbending fyrir al-Zubayr um fylgst sé með samtökum þeirra og þau dæmd eftir gjörðum þeirra. Metnaðarfull ný stjórn Eftir að bin Laden var tekinn af lífi árið 2011 tók Ayman al-Zawahiri við stjórn al-Kaída. Segja má að hann sé umtalsvert umburðarlyndur hvað varðar innkomu nýrra meðlima í samtökin, en sameining al-Shabaab og al-Kaída er eitt skýrasta merkið um það. Richard Barrett, fyrrverandi sér- fræðingur í málum al-Kaída hjá Sam- einuðu þjóðunum, segir hina nýju stjórn al-Kaída vera töluvert metnað- arfyllri en forverar þeirra í samtali við BBC nýverið. Hann segir sameiningu hryðjuverkasamtakanna vera tilraun til að auka áhrif al-Kaída í Afríku. „Ef þú tekur saman formleg sambönd, útibú og umboð, þá hafa al-Kaída aldrei verið stærri en einmitt nú,“ segir Leah Farrell, fyrrverandi grein- andi hjá áströlsku lögreglunni. Þrátt fyrir það hafa nýir leiðtogar töluverð- ar áhyggjur af því að samtökin séu að missa ítök sín. Vegna þess hafa inn- göngukröfur í samtökin verið minnk- aðar umtalsvert. Sækja í sig veðrið Talið er að um sextíu manns hafi fallið í árás al-Shabaab á verslunar- miðstöðina Westgate í Naíróbí 21. september síðastliðinn. Opinber yf- irlýsing samtakanna var á þá leið að með því væri verið að hefna fyr- ir hernaðaríhlutun Keníu í Sómalíu. Það kann vel að vera rétt en talið er að yfirstjórn al-Kaída hafi hvatt til árásarinnar í þeim tilgangi að halda nafni sínu á lofti á fréttastofum Vestur landa. Mörg ár eru liðin síðan al-Kaída gerðu síðast árás á Vestur- löndum og má segja að yfirstjórn samtakanna hafi áhyggjur yfir því að frægð þeirra séu að hverfa. Samtökin sækja þó í sig veðrið í ýmsum lönd- um þar sem íslamstrú er yfirgnæf- andi. Útbú hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi hefur til að mynda tekið yfir stjórn landamærabæjar og upp- reisnarmenn í Indónesíu sækjast eft- ir inngöngu í samtökin. Eftirminni- leg er auk þess árás útibús al-Kaída í Norður-Afríku á olíuvinnslustöð í Al- sír í janúar. Í nýlegri skýrslu bresku hugveitunnar Quilliam Foundation er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu meðlimir í samtökunum í dag í tugum landa. n Hjálmar Friðriksson blaðamaður skrifar hjalmar@dv.is Ayman al- Zawahiri Tók við stjórn al-Kaída eftir bandarískir hermenn tóku for- vera hans, Osama bin Laden, af lífi í Pakistan árið 2011. Undir hans stjórn hafa samtökin vaxið og dafnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.