Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 7
Fréttir 7Miðvikudagur 9. október 2013 F östudaginn næstkomandi verður fyrirtaka í Héraðs- dómi Reykjavíkur í máli fjór- menninga sem ákærðir eru fyrir líkamsárás, rán og hót- anir í garð tveggja kvenna. Ákæran var gefin út af ríkissaksóknara þann 10. september síðastliðinn en árásin átti sér stað í Hafnarfirði þann 18. október árið 2010. Hin ákærðu eru þrjár konur og einn karl en öll voru þau und- ir tvítugu þegar árásin átti sér stað. Sú yngsta var 16 ára en sá elsti var 19 ára auk þess sem báðir brotaþol- ar voru 19 ára þegar árásin átti sér stað. Tóku út af reikningnum Hinum ákærðu er gefið að sök að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 18. október 2010, veist að annarri kon- unni með því að slá hana í andlitið, sparka í bak hennar og slá með spýtu í vinstra lærið. Þeim er einnig gert að sök að hafa hrækt á konuna og hótað henni líkamsmeiðingum ef hún kærði atvikið til lögreglu. Þá var konunni einnig hótað með hnífi og skipað að afhenda debetkortið sitt auk þess sem hún var þvinguð til að gefa upp pin-númer kortsins. Ákærðu fóru svo með kon- una í hraðbanka Íslandsbanka við Fjarðargötu í Hafnarfirði og tóku út 25 þúsund krónur af reikningi hennar. Við átökin hlaut konan stórt mar ofan við vinstri augabrún, hrufl og bólgu neðan við hægra auga, bólgu á kinnum og vörum og roða yfir hægri hnéskel. Ákærðu eru einnig sökuð um að hafa, á sama tíma og sama stað, slegið hina konuna í andlitið sem og sleg- ið hana með spýtu í fæturna. Konan hlaut meðal annars mar í kringum vinstra auga og bólgu og eymsli á vinstri kinn. Fara fram á skaðabætur Líkt og fyrr sagði voru báðir brota- þolar 19 ára þegar árásin átti sér stað en hin ákærðu voru á aldrin- um 16 til 19 ára og voru tvö þeirra ekki orðin lögráða. Einn hinna ákærðu hefur kom- ið við sögu lögreglu áður – karl- maðurinn í hópi hinna ákærðu var í janúar á þessu ári dæmdur í 90 daga fangelsi fyrir alvarlegt um- ferðarlagabrot auk þess sem hann var sviptur ökuréttindunum í sex mánuði. Er þess krafist að, auk refsingar, verði ákærðu dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar. Farið er fram á að ákærðu verði dæmd til að greiða fyrrnefndu konunni tæpar 850 þús- und krónur í bætur ásamt vöxtum sem og kostnað vegna réttargæslu eða lögmanns auk virðisaukaskatts. Að sama skapi er þess krafist að síð- arnefndu konunni verði greiddar rúmar 600 þúsund krónur í bæt- ur ásamt vöxtum sem og kostnað vegna réttargæslu eða lögmanns auk virðisaukaskatts. Verði ákærðu fundin sek gætu þau einnig átt yfir höfði sér sektir eða nokkurra ára fangelsisvist. n n Fjögur veittust að tveimur ungum konum n Tóku peninga út af reikningi fórnarlambs Fjögur ákærð fyrir árás, rán og hótanir Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Ákærð Málið er nú fyrir dómstólum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Mynd eyþór Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.