Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 9. október 2013 Miðvikudagur
R
eykjanesbær hefur ekki gert
neina skriflega samninga við
þau gistiheimili sem fengin
hafa verið til þess að þjón-
usta hælisleitendur. „Við
erum ekki með skriflegan samning
við Fit, eða aðra gististaði sem við
notum vegna móttöku hælisleitenda.“
Þetta segir Hjördís Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri félagssviðs Reykjanes-
bæjar, í skriflegu svari við fyrirspurn
DV.
Fólk sem kemur hingað til lands í
leit að hæli, meðal annars vegna of-
sókna í heimalandi sínu, hefur síð-
ustu ár haldið til á gistiheimilinu.
Engin opinber gögn eru til um það
hvað eigi að felast í þjónustunni.
Útlendingastofnun og Reykjanes-
bær hafa gert með sér samstarfs-
samning sem felur í sér að félagsþjón-
usta bæjarins á að annast fólk sem
leitar hælis á Íslandi sem flóttamenn á
meðan hælisumsókn þess er til með-
ferðar hér á landi. Hjördís segir að
engir skriflegir samningar séu til við
þau gistiheimili sem hýsa hælisleit-
endur en vísar í samantekt á þjónustu
Reykjanesbæjar við hælisleitendur,
þar sem fram kemur að Reykjanes-
bær hafi gert munnlega samninga
við gistiheimilið Fit og Hótel Keflavík,
sem er í eigu Steinþórs Jónssonar,
Leynd yfir gistiheimili
Þetta er ótækt að mati Ólafs Þ. Harðar-
sonar, prófessors í stjórnmálafræði:
„Samningur opinbers aðila og einka-
aðila sem ekki er skriflegur, þar sem
einkaaðilinn á að framleiða þjónustu
og opinberi aðilinn á að borga fyrir
hana, það er bara ótækt að það sé ekki
gert á neinum skriflegum grundvelli.“
Skriflegt svar Hjördísar barst DV
þann 16. september síðastliðinn eða
áður en í ljós kom að bærinn hefði
síðustu sjö mánuði leigt húsnæði í
Auðbrekku 23 í Kópavogi til að hýsa
hælisleitendur án þess þó að upp-
lýsa yfirvöld í Kópavogi um það. Í
svari Hjördísar kom ekkert fram um
að bærinn væri að leigja húsnæðið
í Auðbrekku, sem er í iðnaðarhverfi
og ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði.
Svo virðist sem þar hafi einnig verið
um munnlegan samning á milli bæj-
arfélagsins og eigenda húsnæðisins
að ræða. Félagsmálaráð Kópavogs
hefur krafið innanríkisráðuneytið um
viðhlítandi skýringar.
Tugir í leynihúsi
Eins og DV hefur greint frá réðst sér-
sveit ríkislögreglustjóra inn á heimil-
ið í síðasta mánuði og lagði það í rúst.
Hælisleitendur frá ýmsum löndum
voru handteknir, meðal annars á nær-
buxunum og færðir í fangageymslur.
Þeir fengu ekki að vita hvers vegna þeir
hefðu verið handteknir, né heldur að
ráðfæra sig við lögfræðing eins og lög
kveða á um.
Tveimur vikum áður hafði félags-
málastjóri Kópavogsbæjar krafist skýr-
inga á því frá Reykjanesbæ hvers vegna
húsnæðið hefði verið leigt án vit-
neskju Kópavogsbæjar og viðraði um
leið áhyggjur sínar af réttindum um-
ræddra hælisleitenda, að því er RÚV
greindi frá í síðustu viku. Í svari fé-
lagsmálastjóra Reykjanesbæjar, Hjör-
dísar Árnadóttur, kom fram afsök-
unarbeiðni vegna málsins, og þá var
sérstaklega tekið fram að einungis þrír
hælisleitendur hefðu verið búsettir í
húsnæðinu frá upphafi.
Heimildir DV herma að tugir hæl-
isleitenda hafi búið í húsnæðinu síð-
ustu sjö mánuði. Þetta staðfestir Hera
Ósk Einarsdóttir, forstöðumaður
stoðdeildar félagsþjónustunnar í
Reykjanesbæ í skriflegu svari við fyrir-
spurn DV. Hún segir að hælisleitendur
séu ennþá búsettir þar.
Engin opinber gögn
Í ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir
árið 2012 finnast engar upplýsingar
um leigu húsnæðis fyrir hælisleit-
endur. Það eru því ekki til nein opin-
ber gögn þar sem fram kemur hversu
mikið bærinn borgar í leigu fyrir slíkt
húsnæði, né hvernig leigu bæjar-
ins á húsnæði fyrir hælisleitendur er
háttað. Ljóst er að erfitt getur verið
fyrir félagsþjónustuna að gera kröf-
ur á eigendur gistiheimilanna þegar
enginn skriflegur samningur er til
staðar.
Aðspurð hvort þetta séu eðlileg
vinnubrögð vísar Hjördís á saman-
tekt sem hún tók saman vorið 2012,
en þar eru almennar upplýsingar um
hvað felst í munnlegum samningum
á milli bæjarins og gistiheimilanna:
„Ekki var gerður skriflegur samning-
ur við gistiheimilin en samstarfið fól í
sér að þau skyldu leggja til; uppábúin
rúm, salernis- og baðaðstöðu í sama
húsi, setukrók með aðgangi að sjón-
varpi og fjórar máltíðir á dag.“ Þetta
samkomulag hefur eitthvað breyst því
að frá árinu 2010 hafa hælisleitendur
fengið úttektarkort í matvöruverslun
til að sjá um eigin fæðuöflun.
Fyrirspurn til Persónuverndar
Ólafur segir þessi vinnubrögð vera
mjög skrítin. „Þarna ertu með samn-
ing á milli opinbers aðila við einka-
aðila sem varðar fjárhagsskuld-
bindingar bæjarins og mér finnst í
rauninni alveg ótrúlegt að það sé ekki
til skriflegt.“ Almennt segir hann að
slík tilfelli skapi stjórnendum óeðli-
legt svigrúm til þess að láta geðþótta
ráða við útdeilingu fjármuna. Ef skrif-
legir samningar séu ekki til staðar, sé
til að mynda ómögulegt að vita hvaða
þjónustu einkaaðilunum beri að
veita. „Þetta held ég að sé ótækt.“
Skrifleg fyrirspurn DV var á þessa
leið: „Með vísan í upplýsingalög bið
ég um að fá afrit af þeim samning-
um sem Reykjanesbær hefur gert við
húseigendur um leigu á húsnæði fyrir
hælisleitendur, svo sem samning við
gistiheimilið Fit.“
Í svari framkvæmdastjóra félags-
sviðs Reykjanesbæjar kom fram að
engir skriflegir samningar hefðu ver-
ið gerðir, en þó vísað til þess að til
væru húsaleigusamningar við íbúðar-
eigendur, þar sem uppsagnarfrestur
væri einn mánuður á báða bóga.
Þegar blaðamaður bað um að fá af-
rit af umræddum húsaleigusamning-
um, var honum tjáð að fyrirspurn hans
hefði verið send til Persónuverndar. n
Ósamþykkt húsnæði Reykjanesbær leigði húsnæði í iðnaðarhverfi í Kópavogi sem var ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði, án þess að
upplýsa yfirvöld í Kópavogi um það. Mynd SigTryggur Ari
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Mér finnst í raun-
inni alveg ótrúlegt
að það sé ekki til skriflegt.
Leynd yfir
munnLegum
samningum
n Reykjanesbær gerir munnlega
samninga við gistiheimili í einkaeigu
Ótækt Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ.
Harðarson segir ótækt að opinberir aðilar
geri munnlega samninga við einkaaðila.
Mynd SigTryggur Ari
Eigendur gistiheimilisins Fitjar komu nýlega
fyrir öryggismyndavél í sameiginlegri stofu
íbúa hússins. Þannig gátu eigendur og/eða
starfsmenn fylgst með íbúum á
meðan þeir horfðu á sjónvarpið
eða fengu sér að borða.
Íbúar gistiheimilisins komu
upphaflega hingað til lands
í leit að hæli, meðal annars
vegna ofsókna í heimalandi
sínu, og eru því með stöðu
hælisleitenda. Rauði kross
Íslands gerði athugasemdir við
öryggismyndavélina og í kjölfarið
var hún tekin niður. Áshildur Linnet, hjá
Rauða krossi Íslands staðfestir í samtali
við DV að öryggismyndavél hafi verið tekin
niður. Ekki fást upplýsingar um hversu lengi
myndavélin var í notkun.
Ekki er heimilt að koma fyrir upptöku-
búnaði inni á heimilum fólks, en gisti-
heimilið Fit er skilgreint sem tímabundið
heimili hælisleitenda. Samt sem áður virðast
eigendur hafa tekið þá ákvörðun að setja
upp slíkan búnað án þess þó að ráðfæra
sig við félagsþjónustu Reykjanesbæjar eða
Rauða krossinn. Persónuvernd úrskurðaði
í sambærilegu máli árið 2005 en þá hafði
skólastjóri Menntaskólans á Egilsstöð-
um komið öryggismyndavélum fyrir
í sameiginlegu rými á heimavist
nemenda. Yfirvöldum skólans var
gert að fjarlægja myndavélarnar
þar sem þær þóttu ekki standast
sjónarmið um persónuvernd.
DV hefur fjallað mikið um gisti-
heimilið Fit á síðustu árum en aðstæður
þar þykja ekki til fyrirmyndar. Þeir íbúar
sem DV hefur talað við segja eigendur og
starfsmenn sýna þeim mikla vanvirðingu.
Árið 2011 sagði forstöðumaður gistiheim-
ilisins, í samtali við DV, að hælisleitendur á
gistiheimilinu væru dekraðir.
Gistiheimilið er í gömlu húsi sem staðsett
er í iðnaðarhverfi í Reykjanesbæ. Húsnæði í
Auðbrekku í Kópavogi, sem Reykjanesbær
er með á leigu fyrir hælisleitendur, er einnig
staðsett í iðnaðarhverfi.
Allt á huldu
Engin opinber
gögn eru til um
þá samninga sem
Reykjanesbær
hefur gert við gisti-
heimilið Fit sem og
önnur gistiheimili.
Öryggismyndavélar í stofunni