Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 19
Vikublað 3.–5. desember 2013 Skrýtið 19 Ölvuð með barn á brjósti Þjónn á veitingastaðnum Gusano í Bandaríkjunum var rekinn fyrir að hringja á lögregluna þegar hann sá móður drekka áfengi á meðan hún var með barn sitt á brjósti. Atvikið átti sér stað í síðasta mánuði þegar þjóninn, kona að nafni Jackie Connors, ákvað að tilkynna gá­ leysi móðurinnar til lögreglunnar í borginni Conway. Svo fór að móð­ irin var handtekin en nokkrum dögum síðar var Jackie rekin. „Ver­ andi mamma þá gat ég ekki horft upp á þetta. Barnið var varnar­ laust gagnvart áfengisdrykkju móður sinnar,“ sagði Jackie. Eig­ andi staðarins sagði við fjölmiðla vestan hafs þetta atvik ekki hafa verið brottrekstrarsök heldur voru aðrar ástæður fyrir því að hann lét Jackie fara, án þess að hann færi nánar út í þær ástæður. Kom upp um sig með sím- hringingu Larry Barnett ætlaði sér að láta myrða fyrrverandi starfsmann sinn. Til allrar hamingju varð ekk­ ert af því og ástæðan? Jú, hann upplýsti tilvonandi fórnarlamb sitt um þetta ráðabrugg í sím­ hringingu sem hann vissi ekki af í síðustu viku. Barnett er 68 ára, frá Jonesboro í Bandaríkjunum. Á meðan Barnett gaf þriðja aðila leiðbeiningar um hvernig ætti að komast heim til fyrrverandi starfs­ manns síns hringdi hann óafvit­ andi í starfsmanninn á meðan úr síma sínum sem hann var með í vasanum. Í 90 mínútur hlustaði starfsmaðurinn fyrrverandi skelk­ aður á þetta ráðabrugg Barnetts og hafði síðan samband við lög­ reglu. „Mér er sama þótt þú þurfir að brenna hús hans. Mér er sama hvað þú gerir, láttu það bara líta út fyrir að vera slys.“ Þegar lögregla kannaði heimili fyrrverandi starfs­ manns Barnetts kom í ljós að ein­ hver hafði brotist þar inn og átt við gaseldavél. Var Barnett handtek­ inn í kjölfarið. Bananasvik­ ari ákærður Bandarískur karlmaður hefur ver­ ið ákærður fyrir svik eftir að hafa runnið á bananahýði í lyftu í lestar­ stöð í Washington. Maðurinn er 42 ára gamall og heitir Maurice Owens. Hann fór fram á 15 þúsund dollara í bætur frá rekstraraðilum Potomac­lestarstöðvarinnar, eða sem nemur tæpum tveimur millj­ ónum króna, vegna áverka sem hann hlaut á fæti og mjöðm eftir að hafa runnið á banana hýðinu. Myndband úr eftirlitsmyndavél í lyftunni leiddi þó í ljós að það var Owens sjálfur sem lét bananahýð­ ið falla viljandi á lyftugólfið áður en hann þóttist falla harkalega til jarðar eftir að hafa runnið á því í ágúst síðastliðnum. Var stefnu hans gegn rekstraraðilum lestar­ stöðvarinnar vísað frá og hann í staðinn ákærður fyrir svik. Særingamanna­ skortur í Mexíkó n Kirkjan segir Guð og Satan heyja blóðuga baráttu í Mexíkó G uð og Satan heyja blóðuga baráttu í Mexíkó ef marka má presta þar í landi. Ganga þeir svo langt að halda því fram að landið sé undir árás Satans og eina vörnin gegn honum séu særingamenn – og nóg af þeim. Greint var frá málinu á vef BBC Mundo í síðustu viku en þar kom fram að árás Satans á Mexíkó lýsi sér best í hrottalegu ofbeldi tengdu eit­ urlyfjaklíkum, þar á meðal mann­ fórnum. Frá árinu 2006 hafa 70 þúsund manns látið lífið í Mexíkó í fíkniefna­ stríðinu svokallaða. Prestarnir hafa þó ekki einungis áhyggjur af mann­ fallinu, heldur villimennskunni sem umlykur það. „Við trúum því að á bak við þessi myrkraverk sé djöfullinn sjálfur. Þess vegna vill Guð hafa hér ráðuneyti særinga og frelsunar í baráttunni við djöfulinn,“ sagði presturinn og særingamaðurinn Carlos Triana, frá Mexíkóborg, við BBC Mundo. „Við trúum því að djöfullinn stjórni eiturlyfjasamtökunum hér í landi. Jafn mikið og við trúum því að hann hafi heltekið Adolf Hitler og stjórnað honum.“ Tilbiðja dýrling dauðans Særingamenn í Mexíkó halda því fram að það sé áður óþekkt eftirspurn eftir þjónustu þeirra. BBC Mundo ræddi einnig við særingamanninn og prestinn Francisco Bautista sem sagði að rekja mætti þessa auknu eftirspurn til mikillar fjölgunar í sér­ trúarflokki sem tilbiður dýrling dauð­ ans, Santa Muerte. Talið er að um átta milljónir manna séu í þessum flokki sem tilbiður brúðarkjólsklædda hauskúpu. „Fíkniefnasmyglarar biðja hana um hjálp við að forðast handtökur og þéna pening,“ sagði Bautista. „Þeir bjóða henni mannfórnir sem hafa leitt til mikils ofbeldis í Mexíkó.“ Þá segir hann lögleiðingu fóstureyðinga einnig hafa aukið eftirspurn eftir sær­ ingum. „Djöflarnir hafa tekið sér ból­ festu í Mexíkó því við höfum opnað dyr okkar fyrir dauðanum.“ Þykir sumum undarlegt hve margir trúa á dauðann í Mexíkó sem ein­ hvers konar andlega veru sem geti á einhvern hátt haft áhrif á velgengni þeirra í lífinu. Það á einnig við um hve margir trúa því virkilega í Mexíkó að kölski sjálfur og djöflarnir séu á bak við öll þessi voðaverk. Sá sem ritar þessa grein fyrir BBC Mundo er Vladimir Hernandez sem ræddi við Jose Roberto Jaimes sem þakkar dauðanum fyrir að hafa lifað af þriggja ára fangelsisvist. „Ég trúi líka á Guð og alla dýrlingana. Ég aðhyllist þó meira dýrling dauðans. Hann hefur hjálpað mér mest af öllum,“ sagði Jaimes. Kirkjunni að kenna Ástæðan fyrir þessari miklu dýrkun á dauðanum meðal glæpamanna í Mexíkó og ættingja þeirra er sú að þeir telja hvorki Jesú Krist né Maríu mey geta verndað sig fyrir hermönnum, lögreglu og óvinum sínum. Hin sextuga Enriqueta Romero bendir á að kaþólska kirkjan hafi ein­ faldlega fælt fylgjendur sína í burtu. „Það eru afbrot prestanna sem fældu okkur frá kirkjunni. Hvað ætla prest­ arnir að gagnrýna? Að við trúum á dauðann? Það er alls ekki slæmt að trúa á hann. Það slæma í þessu eru afbrot prestanna,“ sagði Romero og vísar þar í fjölda kynferðisbrota presta gegn börnum. En spurð hvort hún sé hlynnt þeim hrottalegu mannfórnum sem fylgja þessum hópi þeirra sem tilbiðja dauð­ ann svarar hún: „Við búum í frjálsu landi og er öllum frjálst að gera það sem þeim sýnist. Við þurfum öll að mæta Guði á einhverjum tímapunkti.“ Hvort særingar muni bjarga íbúum Mexíkó frá þessu hörmunga­ ástandi sem ríkir þar skal ósagt látið. Presturinn Carlos Triana er þó á því að kirkjan ætti ekki að auglýsa eft­ ir særingamönnum í fjölmiðlum þó að mikil eftirspurn sé eftir þeim. „Við þurfum að fara leynt með þessar sær­ ingar. Ef kirkjan gerir það ekki verður hún að athlægi, jafnvel á meðal fylgj­ enda hennar,“ segir Triana við BBC Mundo. n Birgir Olgeirsson birgir@dv.is „Við trúum því að djöfullinn stjórni eiturlyfjasamtökunum hér í landi. Jafn mikið og við trúum því að hann hafi heltekið Adolf Hitler og stjórnað honum. Gæslumaður dauðans Enriqueta Romero gætir helgiskríns dýrlings dauðans, Santa Muerta, í borginni Tepito í Mexíkó. Hún segir níðingsverkum presta um að kenna að jafn margir tilbiðji dýrling dauðans í Mexíkó líkt og raun ber vitni. Mynd ReuTeRs. Færa dauðanum gjafir Margir þeirra sem tilheyra eiturlyfjaklíkum í Mexíkó tilbiðja dýrling dauðans, Santa Muerte. Færa þeir henni gjafir, svo sem sígarettur, áfengi, ávexti og blóm í von um að dýrlingurinn færi þeim velgengni í lífi. MyndiR ReuTeRs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.