Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 21
Vikublað 3.–5. desember 2013 Umræða 21 Spurningin Þetta er bara sjúkt Hörmulegur atburður átti sér stað í nótt Ég hef glímt við þung- lyndi og tek mín lyf Ertu ánægð/ur með skuldaleið- réttingartillögur ríkisstjórnarinnar? Salmann Tamimi um dreifingu svínshausa á lóð sem moska mun rísa við. – DV.is Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri um aðgerðir lögreglunnar í Hraunbæ aðfaranótt mánudags. – DV.is Víkingur Kristjánsson um taugáfall sitt – DV. RÚV – hver er stefnan? Þ að er greinilegt að Ís- lendingum stendur ekki á sama um Ríkisútvarpið. Nokkrum sinnum á liðnum árum hefur verið gripið til fjölda- uppsagna á RÚV og í hvert skipti rís upp mikil mótmælaalda. Ég hef nokkrar áhyggjur af stöðu mála. Síendurteknar fjöldauppsagnir hjá einni og sömu stofnuninni á ör- fáum árum geta varla verið skyn- samleg viðbrögð við niðurskurði. Sérstaklega þar sem svo virð- ist sem ítrekað sé aftur ráðið í þær stöður sem losna, ódýrara starfs- fólk kannski. Höfuð við efni á tveimur ríkis- reknum útvarpsstöðvum? Það er löngu kominn tími á að mótuð sé stefna um RÚV sem heldur til lengri tíma. Hvað erum við tilbúin að setja mikinn pen- ing í þessa stofnun og hvað vilj- um við fá fyrir peninginn? Hvað myndum við gera ef við værum að stofna RÚV í dag? Ég er ekki viss um að við myndum endilega vera með fréttatíma kl. 19.00 í sjónvarp- inu og splæsa svo í annan kl. 22.00. Það var kannski þörf á því hér einu sinni en varla nú á tölvuöld. Við þurfum að spyrja okkur hvort við höfum efni á tveimur ríkisreknum útvarpsstöðvum eða hvort einkareknar stöðvar séu ef til vill farnar að sinna því hlutverki sem Rás 2 gegndi þegar hún var stofnuð. Einnig má spyrja hvort RÚV eigi að standa í mikilli þáttagerð eða kaupa í meira mæli efni af sjálfstætt starfandi. Og er kannski kominn tími til að láta einka- reknum sjónvarpsstöðvum eftir að sýna bandaríska sjúkrahús-, slökkviliðs- eða glæpaþætti? Við verðum einnig að svara því með hvaða hætti RÚV eigi að þjóna hinum dreifðari byggðum, sérstak- lega eftir að útsendingum svæðis- stöðva var hætt árið 2010. Starf- semi úti á landi er í lágmarki en 95% af starfsfólki RÚV er staðsett í höfuðstöðvunum í Reykjavík sem gerir stofnunina óneitanlega mjög höfuðborgarmiðaða. Vinsældir norðlensku stöðvarinnar N4 sanna að dagskrárgerð þarf ekki að vera bundin við höfuðborgarsvæðið. Kannski er það afstaða þjóðarinn- ar að RÚV þurfi ekki að vera með öfluga starfsemi úti á landi en er þá hugmynd að hluti nefskattsins renni til einkarekinna staðbund- inna miðla? Aftur uppsagnir innan fárra ára? Flestir virðast sammála um mik- ilvægi þess að hér sé rekinn öfl- ugur ríkisfjölmiðill. Viðbrögð við fréttum síðustu viku sýna það glöggt. Við þurfum hins vegar að gera það upp við okkur hvaða verk efnum þessi mikilvæga stofn- un á að sinna og það þótt fyrr hefði verið. Það er eflaust ekki auðvelt en hinn kosturinn er að við sitjum uppi með aðeins verri stofnun sem reynir að sinna of mörgum verk- efnum án þess að hafa til þess bol- magn. Þá er eins víst að innan fárra ára verði aftur ráðist í uppsagnir. Það er ekki ásættanlegt að stjórn- endur og starfsfólk RÚV viti aldrei hvað bíður handan við hornið. Þess vegna þarf skýra stefnu um hlutverk stofnunarinnar inn í framtíðina og um þá stefnu þarf að ríkja þverpólitísk sátt. n „Hvað erum við til- búin að setja mik- inn pening í þessa stofn- un og hvað viljum við fá fyrir peninginn? Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Kjallari „Mér finnst mjög sniðugt að láta bank- ana borga.“ Dagur Snær Stefánsson 16 ára nemi „Mér finnst þetta vera mjög vel út- hugsaðar og góðar tillögur fyrir fólkið í landinu. Ég veit ekki hve mikið ég fæ af þessu en það sem ég hef heyrt líst mér mjög vel á.“ Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson 50 ára skrifstofumaður „Ég er ekki í þeirri stöðu að ég geti notið góðs af þessu. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt, að fólk sem er í góðri stöðu geti fengið þetta.“ Ásmundur Þór Kristmundsson 24 ára stöðumælavörður „Ég er búinn að skoða þetta aðeins og mér finnst það sem ég hef séð ekkert of sniðugt.“ Ægir Freyr Stefánsson 23 ára atvinnulaus „Ég hef ekki kynnt mér það nógu vel til þess að geta sagt nokkuð um það.“ Kári Auðar- Svansson 34 ára nemi 1 Helgi skellti hurðum Helgi Seljan brást illa við niðurskurðinum á RÚV í síðustu viku. 2 Réðust fjórir á tíu ára dreng Kom hræddur og grátandi heim af fótboltaæfingu. 3 Eddu Sif sagt upp „Ég þarf að sætta mig við það að þurfa að gjalda þess að vera dóttir föður míns“ 4 „Erum að fara á leynifund í LÍÚ, segi þér síðar“ Skilaboð fjölda íslenskra þingmanna öllum opin eftir árás hakkara á Vodafone. 5 „Fólk mígur þarna, skítur og hefur samfarir“ Langþreyttur á ólifnaði í húsa- sundi í Þingholtunum. 6 Gríðarlega persónulegar upplýsingar í dreifingu Sum skilaboðanna innihéldu grófar kynlífslýsingar og rifrildi para. Mest lesið á DV.is Myndin Éljagangur Ferðafólk brettir upp kragana og dregur húfurnar niður fyrir augu í útsynningi og éljagangi. Spáð er kólnandi veðri. mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.