Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 27
Vikublað 3.–5. desember 2013 Lífsstíll 27 Ósvikinn og barnslegur húmor Davíð Gunnlaugsson og þingkonan Vigdís Hauksdóttir hljóta nokkur stig álitsgjafa. Í rökstuðningi skemur fram að bæði kitli hláturstaugarnar, þótt stundum viti álits- gjafar ekki hvort þeir eigi að hlæja eða gráta.„Sigmundur er alltaf fyndinn, þó hann ætli oftast alls ekki að vera það. Hvort sem litið er til talsmáta, umræðuefnis eða skófatnaðar klikkar það ekki að Mundi kitlar hláturstaugarnar.“„Þó hún Vigdís Hauksdóttir sé eflaust ekki meðvituð um djókið sem vellur úr henni þá er hún ein fyndnasta manneskja landsins. Allt sem hún lætur út úr sér er grín. Maður veit reyndar oftast ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.“ n ingosig@dv.is, kristjana@dv.is Álitsgjafar: n Kristín Ýr Bjarnadóttir - rappari og knattspyrnukona n Hersir Aron Ólafsson - blaðamaður hjá Monitor n Tómas Þór Þórðarson - blaðamaður hjá Morgunblaðinu og útvarpsmaður n Sigurður Eggertsson - menntaskólakennari og fyrr- verandi handknattleiksmaður n Rut Hermannsdóttir – kvikmyndagerðarkona og verslunareigandi n Kidda Svarfdal - nemi og blaðamaður n Hildur Sverrisdóttir - borgarfulltrúi og lögfræðingur n Kristín Ýr Gunnarsdóttir – blaðamaður og kvikmynda- gerðarkona Niðurstaða: n Pétur Jóhann: 15 stig n Jón Gnarr: 14 stig n Ari Eldjárn: 9 stig n Hugleikur Dagsson og Laddi: 7 stig n Edda Björgvinsdóttir, Halldór Högurður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: 5 stig n Berglind Festival, Ilmur Kristjáns- dóttir og Vigdís Hauksdóttir: 4 stig Þessir voru nefndir líka: n Steindi Jr. n Helga Braga n Dagur Gnarr Jónsson n Arnmundur Backman n Björn Bragi Jónsson n Saga Garðarsdóttir n Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir n Atli Fannar Bjarkason n Andri Freyr n Gestur Einar Jónasson n Björk Eiðsdóttir n Snorri Ásmundsson n Konráð Jónsson n Hjalti Pálmason n Gunnar Björn Guðmundsson Helga Braga„Fyndn- asta kona Evrópu! Gyða Sól er besti karakter íslenskrar grínsögu að mínu mati.“„Það er bara nóg að horfa á hana til að fara að hlægja.“ Bergur Ebbi Benediktsson„Lögfræðingurinn ágæti er klárlega vanmetnasti húmoristi landsins. Kraftmikil fram- saga hans er einstök. Með afbrigðum gáfaður maður líka sem hjálpar til.“ Steindi Jr.„Gaurinn sem segir brandarana sem maður segir sjálf- ur í vinahópnum. Frábær grínari og hæfileika- ríkur grínpenni sem á eftir að vera á skjáum okkar um aldir alda.“ Saga Garðarsdóttir„Fyndin og beitt í sömu mund. Getur ver- ið mjög fyndin án þess að detta í ofleik og ærslalæti. Svo er hún ennþá fyndnari í eigin persónu.“ Andri Freyr „Og það magnaða með Andra Frey er að hann nær alltaf að vera fyndinn gjörsamlega á brúninni en fer aldrei yfir brúnina.“„Andri Freyr er bara gleðigjafi minn númer eitt tvö og þrjú á morgnana, þótt ég sé í Ósló, New York eða í flugvél með interneti, þá missi ég ekki af Virkum morgnum.“ Gestur Einar„Mun aldrei gera Tab-drykkju að neinu öðru en nauðsyn- legu eftir stórleikinn sem Goggi í Stellu í orlofi, það er fáránlegt að maður- inn skuli ekki vera fremstur í flokki fyndna liðsins í bíó og sjónvarpi á Íslandi í dag.“ Halldór Högurður „Er snillingur í að setja í samhengi ólíka hluti í íslensku samfélagi til að varpa kaldhæðnu ljósi á það.“ Konráð Jónsson„Er fyndnasti lögmaður landsins. Hlutir eins og límmiðaslagurinn við bílaþvottastöðina eru óborganlegir og á heimasíðunni hans má finna snilld eins og: Svíi opnast. „Jag har alltid älskat andra män.“ Svíi lokast.“ Bergsteinn Sigurðsson„Er meistari í greindarlegri mein- hæðni.“ Lóa Hjálmtýsdóttir„Hún er bara fyndin, hún getur ekkert að því gert, það er besikklí erfitt að taka hana alvarlega stundum, af því hún er svo viðbjóðslega fyndin.“ Dagur Kári Gnarr Jónsson„Hann er nýhættur kaþólsku prestsnámi, er sonur fyndnasta borgarstjóra í heimi og er í sambandi með mesta ræðuskörungi Íslands. Auk þess býr hann yfir gríðarlegum persónutöfrum og er fyndinn algjörlega áreynslulaust. Þjóðin mun sjá meira af þessum.“ Arnmundur Ernst Backman„Virkilega efnileg- ur ungur leik- ari sem kom fram á sjónarsviðið nýlega. Hann sýnir stórleik í Jeppa á Fjalli og ætti að koma jafnvel örgustu fýlupúkum til þess að skella upp úr.“ Björn Bragi Arnarson„Björn Bragi gleður hvar sem hann kemur og stendur sig með prýði í uppi- standshóp Mið- Íslands. Auk þess er hann ómótstæðilega myndarlegur.“ Hjalti Pálmason„Frá þessum rólega og yfirvegaða manni stendur óvænt buna af vönduðu djóki allan daginn.“ Björk Eiðsdóttir „Ætti að koma á laggirnar uppistandi. Hún er uppfull af stílfærðum skemmtisögum.“ Atli Fannar Bjarkason „ Drengur sem gaman er að fylgjast með á facebook. Statusar hans gleðja og kæta.“ Gunnar Björn Guðmundsson „Gunnar Björn Guðmundsson, (leikstjóri ára- mótaskaupsins 2009- 2012) Getur breytt leiðinlegustu sögum í frábæra skemmtun.“ Fyndin þingkona Vigdís Hauksdóttir þykir ein fyndasta manneskja landsins. Á toppnum Pétur Jóhann fékk flest stig álitsgjafa. Hann heillar með einlægni og barnslegum húmor. Bein útsending frá TEDWOmen Fimmtudaginn 5. desember klukkan 18.30 mun TEDxReykja- vík í samstarfi við Bíó Paradís bjóða upp á beina útsendingu frá TEDWomen-ráðstefnunni sem haldin er í San Francisco. Þetta er þriðja árið í röð sem TED- Women-ráðstefnan er haldin og er áherslan í ár á uppfinningar; allt frá nýjustu tækniframförum yfir í hvernig finna má nýjar leið- ir til að uppræta fátækt. Meðal fyrir lesara verða Sheryl Sand- berg, COO hjá Facebook og höf- undur bókarinnar Lean In. TEDWomen er hluti af TED, samtökum sem hafa það að markmiði að færa saman helstu hugsuði okkar tíma og breiða út nýjar hugmyndir sem geta breytt heiminum, enda er slagorð sam- takanna „Ideas Worth Spreading“. TEDx-ráðstefnur (x-ið stendur fyrir sjálfstætt skipulagðar ráð- stefnur) eru haldnar úti um allan heim og verður hin íslenska TEDxReykjavík haldin í þriðja sinn í maí á næsta ári. Vinsælasta áfengi heims Vinsælasta áfengi heims er ekki vodka, viskí eða gin eins og margir myndu giska á. Það er suðurkóreskur göróttur drykkur, sem kallast Soju. Vinsældir drykkjarins eru gífur legar í Kóreu og þar er andlit hans kóreska súperstjarnan Psy, sem segir drykkinn sinn besta vin. Nú hafa vinsældirnar breiðst um allan heim, Soju er seldur í 80 löndum og er þrisvar sinnum vinsælli en Smirnoff. Soju-skot og soju-kokkteilar eru vinsælir á börum í New York og London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.