Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 36
Vikublað 3.–5. desember 201336 Fólk Reiðiköst Kanye West topp 5 1 Niðurlægir Taylor Swift Þegar Taylor tók á móti verðlaun- um fyrir Besta myndband söngkonu á MTV-hátíðinni árið 2009 greip Kanye hljóðnemann og sagði að Beyoncé Knowles hefði átt skilið að bera sigur úr býtum fyrir myndband sitt við Single Ladies. 2 Bush sama um svart fólk „George Bush er sama um svart fólk,“ sagði rapparinn í beinni sjónvarpsútsendingu þegar verið var að fjalla um fellibylinn Katrinu sem gekk yfir New Orleans. Það var umsvifalaust klippt á Kanye eftir þessi ummæli og skal engan undra. 3 Tístrifrildi við Kimmel Það nýjasta á listanum. Jimmy Kimmel ögraði rappar- anum á Twitter með þeim afleiðingum að Kanye jós úr skálum reiði sinnar yfir Kimmel. Hann skrifaði skilaboð til hans í hástöfum sem voru persónuleg og niðrandi í garð Jimmys Kimmel. 4 Rauk af tónlistarhátíð Kanye varð fyrir miklum vonbrigðum árið 2004 þegar hann bjóst við því að verða valinn besti nýi tónlistar- maðurinn á Amerísku tónlistarverðlaununum. Kántrísöngkonan Gretchen Wilson vann og Kanye rauk af hátíðinni og sagðist hafa verið rændur. 5 Rauk af tónlistarhátíð – aftur Á MTV-hátíðinni árið 2006 vann Kanye ekki verðlaun fyrir Besta myndbandið og hélt því tómhentur heim. Áður en hann yfirgaf svæðið útskýrði hann fyrir áhorfendum af hverju hann hefði átt að vinna stærstu verðlaun kvöldsins. C harles Saatchi segist ekki hafa nokkra vitneskju um að fyrrverandi eiginkona hans, Nigella Lawson, hafi tekið inn eiturlyf. Þetta staðhæfir hann í réttarsal nokkrum dögum eftir að tölvupósti var lekið þar sem hann sakar hana um fíkniefnaneyslu. Tölvupósturinn var notaður sem sönnunargagn í réttarhöldum í Bret- landi þar sem systurnar Francesca og Elisabetta Grillo eru sakaðar um að hafa svikið fé af hjónunum fyrr- verandi á meðan þær unnu fyrir þau. Neita ásökunum Systurnar neita að hafa svikið fé af Nigellu og Charles og hafa borið því við að Lawson hafi gefið þeim leyfi til að nota fyrirtækjakort hjón- anna svo lengi sem þær segðu ekki Saatchi frá fíkniefnaneyslu hennar. Upphæðin er ansi há, 685 þúsund pund eða rúmar 134 milljónir ís- lenskra króna. Systurnar eru sagðar lifa hátt, eyða fénu í glæsifatnað og lúxusvarning. Tölvupósturinn var svohljóðandi: „Að sjálfsögðu munu Grillo-systurn- ar komast upp með þetta núna af því að þú og dóttir þín voruð svo út úr heiminum vegna fíkniefnaneyslu að þið leyfðuð þeim að eyða eins miklu og þær vildu. Og já, ég trúi öllu því sem þær segja,“ sagði Saatchi í tölvu- póstinum til Lawson. Miður sín Þegar Charles var spurður af dóm- aranum hvort hann tryði ásökun- um um að Nigella hefði verið svo dópuð að hún hefði leyft aðstoðar- mönnum hennar að rasa út með kreditkortinu, sagði hann: „Nei, ekki í eina sekúndu.“ Listamógúllinn sagði allt heila málið hafa verið hræðileg mistök. Hann hefði aldrei nokkurn tímann séð nokkur dæmi þess að Nigella tæki inn eiturlyf. „Ég er hreinlega miður mín að þessi einkatölvupóst- ur til Nigellu sé nú í umferð að hrella okkur bæði tvö.“ Vildi að hún væri hamingjusöm Saatchi og Lawson rötuðu í fréttirnar í sumar þegar breska dagblaðið The Mirror birti myndir af rifrildi þeirra á veitingastaðnum Scott´s í Lund- únum. Þar sást Saatchi taka Law- son kverkataki og rötuðu myndirnar inn á borð lögreglunnar í Lundún- um sem tók málið til rannsóknar. Ofbeldið var rætt í málaferlum gegn systrunum. Saatchi virtist niður- brotinn og aumur. „Ég dái Nigellu núna, ég dái hana gjörsamlega og ég er í sárum að hafa misst hana. Ég vildi að hún væri hamingjusöm.“ Myndir af atvikinu voru birtar tvisvar sinnum í málaferlunum og lögfræðingur annarrar systurinnar spurði hvort hann hefði tekið hana hálstaki vegna rifrildis um eiturlyfja- neyslu hennar. Því neitaði hann. Lögfræðingur spurði Charles áfram um samskipti þeirra Nigellu og vísaði í annan tölvupóst þar sem hann sagðist hlæja að ógæfu hennar. „Ég var ekki að hlæja,“ sagði hann. „Ég var niðurbrotinn.“ Charles virtist sérlega aumur spurður um lífið á heimilinu áður en rifrildið afdrifaríka kom upp. „Þetta var hamingjuríkt heimili, þar sem allt iðaði af lífi og fjöri.“ Nigella sjálf mætir fyrir dómstóla á morgun, miðvikudag. n n Charles niðurbrotinn í réttarsal n Segir Nigellu ekki í fíkniefnaneyslu „Ég dái hana gjörsamlega“ Niðurbrotinn og sár Charles segist í sárum eftir skilnað við Nigellu, einkalíf þeirra hjóna er fyrir opnum tjöldum. Ekki uppdópuð Charles segist ekki vita til þess að Nigella hafi nokkru sinni neytt fíkniefna. Rifrildi á almannafæri Nigella og Charles eiga bágt þessa dagana og einkalífið er fyrir allra augum. Rifrildi á veitingastað nýverið vakti mikla athygli. P aul Walker, sem þekktastur varð fyrir leik sinn í myndunum Fast and Furious, lést í bílslysi að- faranótt laugardags í borginni Santa Clarita í Kaliforníu. Hann var farþegi í sportbíl á leið á góðgerða- samkomu til styrktar Filippseyingum vegna fellibyljarins sem reið þar yfir fyrir skömmu. Bílstjórinn lést einnig samstundis, en bíllinn skall á tré og kviknaði í honum í kjölfarið. Paul fæddist 12. september árið 1973 og hafði því fagnað fertugsaf- mæli sínu nokkru fyrr. Honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1999 eftir að hafa leikið í kvikmyndinni Varsity Blues. Árið 2001 lék hann í fyrstu mynd Fast and Furious og er sjöunda myndin í röðinni í bígerð. Ekki liggur enn fyrir hvort frumsýning hennar muni tefjast vegna fráfalls Paul en til stóð að frumsýna hana í júlí á næsta ári. Paul lék einnig í kvikmyndum eins og Eight Below, Into the Blue, She's All That og Takers. Paul var afar vinsæll og hafa fjöl- margir innan kvikmyndaheimsins í Hollywood minnst hans á samskipta- miðlum síðustu daga. Þar ber helst að nefna meðleikara hans úr bílamynd- unum, Vin Diesel, en hann segist orð- laus yfir dauða Paul. Unglingsstúlkur vestanhafs hafa einnig minnst hans á veraldarvefnum, en Paul var afar vinsæll á meðal þeirra og þótti fjall- myndarlegur maður. n Orðlaus yfir dauða Walkers Frægir syrgja leikarann Paul Walker sem lést um helgina aðeins fertugur að aldri Hollywood syrgir Paul Paul var á leið á góðgerðasamkomu þegar hann lést. Bale djammar eftir þrennu Nýjasta stjarna Bretlands er knattspyrnu- kappinn Gar- eth Bale sem gekk til liðs við spænska stórliðið Real Madrid í sum- ar. Fjölmiðlar fylgjast með hverju skrefi kappans og fékk Bale engan frið fyrir ágeng- um ljósmyndurum þegar hann skellti sér út á lífið á laugardags- kvöld. Hann hafði fyrr um daginn skorað þrennu í sigri Real Madrid en þegar félagið keypti hann í sumar varð hann dýrasti leikmað- ur í heimi. Bale er sagður vera afar hógvær og kurteis maður, en hann er giftur æskuástinni sinni og eign- aðist með henni barn í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.