Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 32
Vikublað 3.–5. desember 201332 Menning Á þeim tæplega 50 árum sem liðin eru síðan Ríkissjón­ varpið hóf útsendingar hefur fjölmiðlalandslagið hér gerbreyst. Á þeim tíma þótti nauðsynlegt að bjóða upp á ann­ að sjónvarp en Kanann, og lengi vel var Ríkissjónvarpið eina sjón­ varpsstöð landsmanna, sex daga vikunnar, ellefu mánuði á ári. Þessa dagana eru ekki aðeins fleiri íslenskar sjónvarpsstöðvar í boði, heldur hafa flestir landsmenn aðgang að erlendum sjónvarps­ stöðvum líka og það færist í auk­ ana að fólk horfi á þætti á netinu eða jafnvel, eins og ég, safni serí­ um á DVD. Eldra fólk horfir enn á dagskrá RÚV eins og í gamla daga, en þeir yngri sjá lítinn tilgang í að binda sig við útsendingartíma sjónvarps stöðvanna. Héraðsblöð þjóðarinnar Ríkissjónvarpið eins og það er í dag reynir í raun að sinna öllu í einu, bæði hvað varðar fræðsluefni og léttmeti, innlent og erlent, og þegar það var eina sjónvarpsstöð allra landsmanna var það nauðsyn. En sá tími að Ríkissjónvarpið sé sú sjónvarpsstöð sem fólk kveikir sjálfkrafa á þegar það sest niður á kvöldin fer senn að líða undir lok, sé hann ekki þegar liðinn. En þurfum við þá enn á Ríkis­ sjónvarpi að halda? Svarið er: Já, sem aldrei fyrr. Reynsla fjölmiðla víða annars staðar í heiminum er sú að þeir sem reyna að sinna öllu í einu eru hægt og rólega að hverfa. Þeir sem helst lifa eru þeir sem eru svo sérhæfðir að áhugafólk er reiðubúið til að borga fyrir þá sér­ staklega. Meðal slíkra miðla eru héraðsblöðin, sem standa hlut­ fallslega betur hjá nágrannaþjóð­ um okkar en hin deyjandi stórblöð sem segja fréttir sem allir eru búnir að lesa á netinu daginn áður. Frétt­ ir úr nærumhverfinu er ekki hægt að nálgast í öðrum miðlum. Og Ríkissjónvarp og útvarp eru hér­ aðsblöð íslensku þjóðarinnar. Aðkeypt efni óþarfi Þegar fram líða stundir verður stöðugt minni ástæða til að borga fyrir Ríkissjónvarp sem sýnir að stórum hluta til aðkeypt efni. Það efni verður sífellt auðveldara að nálgast annars staðar frá. Það sem Ríkissjónvarpið getur hins vegar gert betur en allir aðrir er að sýna íslenskt efni, bæði skemmtiþætti og fræðslu. Því ætti ekki að skera niður, heldur þvert á móti stórefla Ríkissjónvarpið sem leiðandi afl í íslenskri dagskrárgerð. Uppbyggilegt og atvinnuskapandi Vonandi væri hægt að ná almennri sátt um slíka stöð, sem væri bæði uppbyggileg og atvinnuskapandi. Og ef Ríkissjónvarpið á að ná til nýrrar kynslóðar, þá gerist það ekki með amerískum spennuþáttum, sem flestir eru þegar búnir að sjá þegar þeir eru teknir til sýninga á RÚV, heldur þvert á móti með tónlistarþáttum eins og Stúdíó A, kvikmyndaþáttum eins og Djöfla­ eyjunni, spurningaþáttum á borð við Gettu betur og hinum frábæra Hulla, svo eitthvað sé nefnt, því þeir eru að bjóða upp á eitthvað sem ófáanlegt er annars staðar. Hvernig er best að breyta RÚV? Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Pistill Óbilandi ástríða n Bragi og Brynja ganga eins og einn maður í þáttagerðinni S kemmtiþátturinn Orðbragð með þeim Braga Valdi­ mar Skúlasyni og Brynju Þorgeirs dóttur í stafni hefur vakið lukku áhorfenda. Í þáttunum fjalla Bragi og Brynja með líflegum hætti um íslensku. Hingað til hafa þættirnir verið fullir af óvæntum uppákomum og fjöri. Þau hafa stungið fólki í fiskikar fullu af klaka og mælt í fólki blóðþrýstinginn meðan það blótar, fjallað um ný orð og úrelt orð, ofnotuð orð og afdrif ís­ lenskunnar eftir 100 ár. Alin upp úti á landi Bæði Brynja og Bragi sökktu sér í bóklestur dagana langa í æsku og þaðan er íslenskuáhuginn sjálfsagt sprottinn. „Ég fluttist ungur frá Reykjavík, fyrst til Ísafjarðar og svo í Hnífsdal. Ætli ég hafi ekki verið fjórtán eða fimmtán ára gamall og helsta áhuga­ málið var bóklestur,“ segir Bragi sem seinna endaði sinn námsferil í íslenskunámi í Háskóla Íslands. Hann segist ekki hafa verið haldinn óbilandi ástríðu á þessum tíma. „Nei, ég get nú ekki sagt það, ég lærði einhver orð, mætti í tíma og skil­ aði mínu. Það fór nú ekki mikið fyrir mér.“ Textagerð og grín kveiktu áhuga Seinna kviknaði áhugi Braga á ís­ lensku í gegnum húmor og texta­ gerð. Bragi er einn þeirra sem stofn­ uðu grínsíðuna Baggalút árið 2001. „Þá fór ég að dunda mér að búa til texta og gera grín á internetinu. Mín útrás hefur verið í gegnum það. Baggalútur byrjar á vefnum 2001. Tónlistarbröltið byrjar árið 2005. Baggalútur er gömul klíka úr MH sem hefur aðeins bæst í með tíman­ um.“ Fékk rangt fyrir forna stafsetningu Brynja bjó í nokkur ár barnæskunnar í Lundi í Svíþjóð þar sem foreldrar hennar stunduðu nám. Þar var þess gætt að lesa mikið fyrir hana á ís­ lensku. „Svo þegar ég kom heim til Íslands talaði ég mjög sérkennilega íslensku, eins konar bókmál, sem hljómaði undarlega í eyrum jafn­ aldra minna. Ég notaði gömul orð sem krakkarnir vissu ekki einu sinni hvað þýddu og gamaldags setninga­ skipan. Þetta er eiginlega sá grunnur sem var lagður að minni máltilfinn­ ingu. Ég jafnvel notaði forna staf­ setningu og fékk rangt fyrir á staf­ setningarprófum, til dæmis orðið æfintýri sem ég ritaði alltaf með effi. Við fluttum í Kópavog og síðar á Álftanes þar sem ég bý ennþá, enda mjög notalegt að hlusta á sjóinn þegar maður leggur höfuðið á kodd­ ann, og sjá fuglana koma þúsundum saman á vorin.“ Brynja segist hafa sökkt sér í bók­ lesturinn sem barn. „Ég lá í bókum sem barn, ég eiginlega át þær upp til agna. Pabbi á mjög gott bóka­ safn sem ég las meira og minna allt í, og svo byrjaði ég á bókasafninu á Álftanesi og las þar mér til óbóta. Ég sökkti mér alveg ofan í þennan heim, sótti þangað bæði gleði og huggun. Fátt ef nokkuð hefur gefið mér jafn mikið og bóklestur.“ Ruddist í gegnum bækur Uppáhaldsbækurnar segir hún hafa verið allt sem að kjafti kom. „Fyrst auðvitað barna­ og unglingabækur, bækur eftir Astrid Lindgren, Ole Lund Kirkegaard, Öddu­bækurnar, Grímur grallari og Baldintáta, sem var mér mikill innblástur. Ég ruddist í gegnum allar Enid Blyton­bækurnar, sem og Agöthu Christie og Sherlock Holmes. Þegar ég varð eldri var mér fátt meiri ánægja en að uppgötva nýjan góð­ an höfund og lesa allt sem til var eftir hann, og enda svo á ævisögunni.“ Brynja man reyndar ekki til annars en að hafa alltaf haft brennandi áhuga á orðum og tungu­ máli. „Ég fór snemma að skrifa ljóð sjálf, smásögur og annan texta, og tungumálið hefur alltaf heillað mig sem lifandi og síbreytilegt fyrirbæri, en ekki síst fyrir allt sem hægt er að gera við það. Orð eru galdur.“ Engar hugmyndir of brjálaðar Bragi segir þáttagerðina hafa verið líflega. „Brynja og Konráð Tómasson báru hitann og þungann af fram­ leiðslunni en hóuðu í mig þegar það þurfti að fá hugmyndir. Við höf­ um eiginlega komist að því að það er óþrjótandi efni til að fjalla um og engin hugmynd var svo brjáluð að við fengum ekki að fylgja henni eftir. Við reyndum að hafa smá þráð í hverjum þætti, það var af nógu að taka. Við gerðum sex þætti núna, von­ andi verða þeir fleiri.“ Hvað skyldi Braga hafa fundist skemmtilegast við vinnslu þáttanna? „Hvað íslenskan er skemmtileg og hvað það er gaman að leika sér að málinu. Og hvað það er gaman að sjá sig í sjónvarpinu.“ Brynja segir takmarkið að ungt fólk nennti að horfa á þáttinn. „En það er afskaplega kröfuharður áhorf­ endahópur sem slekkur á sjónvarp­ inu um leið og efnið verður óáhuga­ vert. Það var því frumskilyrði að framsetningin yrði lifandi og hressi­ leg. Þegar formið var ákveðið fór vinnan að miklu leyti fram á hlaup­ um og í mjög óformlegum samskipt­ um milli mín, Braga Valdimars og Konráðs Pálmasonar, upptöku­ og leikstjóra þáttanna. Við hentum öllu sem okkur datt í hug í pott. Síðan tók hver sinn þráð og spann úr honum í einrúmi. Síðan sendum við hug­ myndirnar hvert á annað og lögð­ um mat á þær. Bragi var fljótur að sjá út hvað hann vildi gera og vann áfram með það, ég vildi gera umfjöll­ un í stærri kantinum með viðtölum. Það var heilmikil rannsóknarvinna sem ég þurfti að vinna fyrir hvert og eitt af mínum innslögum, og svo velja viðmælendur og taka viðtöl­ in. Þegar viðtölum var lokið klippti ég þau og gerði endanlegt handrit, hannaði uppbrot og myndræna út­ færslu í samvinnu við Konráð, og svo kórónuðum við þetta með grín­ atriðum sem Bragi skrifaði að mestu leyti, enda er hann fyndnasti aðilinn í þessu prógrammi.“ Óður til málfræðinga Þau Brynja og Bragi hafa þótt prúð­ búin á skjánum. Bragi hefur klæðst vesti og buxum með forláta svarta og stóra slaufu. Það kemur í ljós að slauf­ an er ekki bara eitthvað upp á punt. „Slaufan er óður til málfræðinga síð­ ustu ára. Ég geng nú ekki með slaufu dagsdaglega, en þetta er svona mál­ fræðingaslaufan mín. Hún er stór. Því stærri slaufa, því meiri vigt.“ Kom í veg fyrir stórslys Brynja segist hafa komið í veg fyrir stórslys þegar Bragi heimtaði að vera í Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Með ástríðu fyrir íslensku Brynja og Bragi sprella á setti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.