Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2013, Blaðsíða 31
Vikublað 3.–5. desember 2013 Sport 31 Stjörnurnar fæðast í Eyjum n Margir þeirra sem slegið hafa í gegn og vinna til verðlauna á Shell-mótunum verða atvinnumenn í knattspyrnu n Sjö af fimmtán fóru til útlanda að spila 1994 Gunnar Hilmar Kristinsson Lið: ÍR n ÍR-ingurinn Gunnar Hilmar Kristinsson var besti leikmaður Shell-mótsins árið 1994. ÍR-ingar fóru alla leið í úrslit mótsins en töpuðu á dramatískan hátt í vítaspyrnukeppni fyrir FH. „Ég er mjög ánægður með titilinn, þetta kom mér mjög á óvart vegna þess að það voru svo margir góðir strákar á mótinu,“ sagði Gunnar réttilega í viðtali við DV á sínum tíma. Gunnar lék með ÍR-ingum allt til ársins 2005 er hann færði sig um set til Keflavíkur þar sem hann skoraði meðal annars í Evrópukeppn- inni. Síðan þá hefur hann leikið með Leikni, aftur ÍR, Víði og Létti. Athygli vekur að besti varnarmað- ur mótsins var Atli Guðnason í FH en hann er í dag betur þekktur fyrir hæfileika sína framar á vellinum. Besti markvörðurinn var svo Hannes Þór Halldórs- son sem í dag er aðalmarkvörður landsliðsins. 1995 Eyjólfur Héðinsson Lið: ÍR n Eyjólfur Héðinsson var valinn besti leik- maður Shell-mótsins árið 1995 og og varð hann þar með annar ÍR-ingurinn á jafn mörgum árum sem naut þess heiðurs. Eyjólfur leikur í dag sem atvinnumaður með toppliði Midtjylland í Danmörku en hann hefur áður leikið með SønderjyskE í Danmörku og GAIS í Svíþjóð. Eyjólfur gekk í raðir Fylkis frá ÍR árið 2003 og hélt út í at- vinnumennsku árið 2006. Eyjólfur á fimm leiki að baki með A-landsliðinu. Fjölnir, sem á þeim tíma var aðeins sjö ára, vann mótið í flokki A-liða en Fylkir, með Albert Brynjar Ingason í broddi fylkingar, vann keppni B-liða. 1996 Albert B. Ingason Lið: Fylkir n Albert leikur í dag með FH-ingum en hann lék með liði Fylkis allt til ársins 2011. Albert var einn af betri leikmönnum B-liðanna árið á undan og var svo valinn besti leikmaður mótsins þegar hann lék með A-liði Fylkis sem vann mótið. Vann liðið stórsigur á ÍR í úrslitaleiknum, 4–0. Albert á 165 leiki að baki með meistara- flokki Fylkis og FH, samkvæmt vef KSÍ, og hefur skorað í þeim 51 mark. → Athygli vekur að Ingólfur Þórarins- son, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, var valinn í úrvalslið mótsins en hann var einnig valinn besti varnarmaður mótsins. 1997 Theodór Elmar Bjarnason Lið: KR n Theódór Elmar Bjarnason var verðskuldað valinn besti leikmaður Shell-mótsins árið 1997. Þessi ungi KR-ingur skoraði þrennu í úrslitaleiknum þegar KR-ingar lögðu Fylki. „Ég veit ekki hvernig ég fer að þessu en ég veit nokkurn veginn hvar markið og er læt bara vaða á það,“ sagði Theodór við DV í móts- lok. ÍR-ingurinn Kristján Ari Halldórsson var markahæsti maður mótsins með 16 mörk. → Theodór Elmar leikur nú í Danmörku með Randers en þar áður lék hann með IFK Gautaborg, Lyn og skoska liðinu Glasgow Celtic. 1998 Arnór Smárason Lið: ÍA n Skagamaðurinn knái Arnór Smárason var bestur á Shell-mótinu sumarið 1998. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Arnór í viðtali við Morgun- blaðið. Skagamenn töpuðu úrslitaleiknum gegn HK. Arnór hefur komið víða við á ferli sínum en auk þess að leika með Skagamönn- um hefur Arnór leikið í Hollandi með Heeren- veen, Esbjerg og með Helsingborg í Svíþóð þar sem hann leikur í dag. Arnór hefur auk þess leikið 16 leiki með landsliðinu. Tveir afar öflugir drengir urðu markakóngar á mótinu. Kolbeinn Sigþórs son sem lék með Víkingi á þeim tíma var markakóngur A-liða með 16 mörk en athygli vekur að þá var Kolbeinn einungis á níunda aldursári og var að spila á móti drengjum sem voru tveimur árum eldri en hann. Hjá B-liðun- um varð Alfreð Finnbogason, sem þá lék með Grindavík, markakóngur með 13 mörk. Báðir eru þeir meðal markahæstu manna í Hollandi þar sem sá síðarnefndi er reyndar markahæstur. 1999 Rafn Andri Haraldsson Lið: Þróttur n Rafn Andri var potturinn og pannan í liði Þróttar sem komst alla leið í úrslit Shell- mótsins árið 1998 þar sem liðið tapaði fyrir heimamönnum í ÍBV í úrslitum. Rafn Andri er í dag á mála hjá Breiðablik þar sem hann hefur leikið frá árinu 2011. Þar áður lék hann með Þrótturum í Pepsi-deildinni og í 1. deildinni. Þessi sterki leikmaður hefur glímt við meiðsli undanfarin ár og var ekk- ert með í sumar vegna meiðsla. → Markakóngar mótsins voru Björn Jónsson, sem í dag leikur með KR, og Kolbeinn Sigþórsson en báðir skoruðu 15 mörk. 2000 Kolbeinn Sigþórsson Lið: Víkingur n „Mér leið bara mjög vel. Ég var bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson við DV eftir að hafa verið kosinn bestur á Shell- mótinu sumarið 2000. Kolbeinn lék þá með Víkingum sem unnu Breiðablik í úrslitaleikn- um, 3–1. Kolbeinn var einnig markakóngur mótsins, þriðja árið í röð, en hann skoraði 25 mörk á mótinu. „Ég stefni náttúrulega á að verða atvinnumaður í knattspyrnu og helst með Manchester United,“ sagði Kolbeinn við DV eft- ir leikinn. Kolbeinn er búinn að ná öðru mark- miði sínu en það er spurning hvort kallið frá Manchester United komi einn daginn. 2001 Atli Sigurjónsson Lið: Þór n Atli, sem í dag leikur með Íslands- meisturum KR, var valinn besti leikmað- ur Shell-mótsins árið 2001. „Þetta kom mér algjörlega á óvart og ég átti ekki von á þessu,“ sagði Atli við Morgunblaðið eftir mótið sem Þórsarar unnu. Arnar Darri Péturs- son, markvörður Stjörnunnar, var valinn besti markvörður mótsins. einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.