Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Blaðsíða 40
38*
Búnaðarskýrslur 1954
Eftir framtali til búnaðarskýrslu að dæma eru hlunnindi að ganga til þurrðar
með hverju ári sem líður. Eru flest klunnindi talsvert miklu minni 1954 en þau
voru 1951, svo sem eftirfarandi samanburður sýnir:
1951 1954
Reki 1 000 kr. 303 123
Veiði- og berjaleyfi 546 653
Lax ,, kg 27 814 17 000
Silungur 79 085 60 081
Hrognkelsi 175 758 128 363
Selir 113 171
Kópar 2 062 2 297
Dúnn kg 2 026 1 875
Egg 66 923 55 702
Fuglar 95 869 76 385
Svo sem þessar tölur sýna, liafa tekjur af veiði- og berjaleyfum bækkað, en
þó tæplega sem nemur almennri verðlagshækkun, og lítið eitt meira hefur veiðzt
af selum og kópum. Framtal allra annarra hlunninda er lægra 1954 en 1951.
Enginn efi er á því, að framtalið er fjarri sanni hæði árin. Samkvæmt skýrslu
veiðimálastjóra veiddust 18 433 laxar, rúmlega 73 þús. kg að þyngd, árið 1951,
og er það nærri þreföld veiði á við það, er fram var talið til búnaðarskýrslu. Þó
taldi veiðimálastjóri, að veiðiu 1951 liefði verið meiri eu fram kom í skýrslum til
hans. Árið 1954 veiddust samkvæmt skýrslu lians 14 208 laxar, en þyngd þeirra
er ekki upplýst. Þessi veiði skiptist þannig á sýslur:
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2 727 Skagafjarðarsýsla 96
Borgarfjarðarsýsla 1 672 Þingcyjarsýsla 938
Mýrasýsla 3 514 Múlasýslur
Snæfellsnessýsla 430 Rangárvallasýsla 30
Dalasýsla 967 Arnessýsla 1 652
Isafjarðarsýsla 232
Strandasýsla 50 Alls 14 208
Húnavatnssýsla 1 630
Fugl mun og mjög hafa verið vantalinn hæði þessi ár. Árið 1954 var mikið
um rjúpu, og er sá fugl, sem fram er talinn, aðallega rjúpa, en því nær enginn
hjargfugl, nema lítilræði í Yestmannaeyjum. Hvort tveggja þetta mun mjög van-
talið. Af framtöldum siluugi og eggjuin er 1954 meira en helmingur úr Mývatns-
sveit (Skútustaðahreppi) einni saman.
Víst er, að hlunnindi liafa víða farið í óliirðu á síðustu árum og gengið til þurrðar
af þeim söltum, sérstaklega fugla-, eggja- og dúntekja. En framtal þeirra lilunninda til
húnaðarskýrslna er svo óöruggt, að lítið mark er á takandi, og verða tölur þeirra
því ekki ræddar frekar að sinni.
8. Bifreiðir og landbúnaðarvélar 1954.
Motor-cars and agricultural machinery 1954.
Tafla X á hls. 44—45 sýnir fjölda bifreiða við landbúnað. Slík skýrsla
hefur aðeins einu sinni verið birt áður í búnaðarskýrslum, árið 1951. Á tímabilinu
1951—54 hefur bifreiðum við landbúnað fjölgað verulega, svo sem eftirfarandi
samanburður sýnir: