Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Blaðsíða 54
52*
Búnaðarskýrslur 1954
maður allan styrkinn (af honum er ekkert greitt til búnaðarfélags), en jarðabætur
þær, er Landnámið lætur gera, kostar ríldð að öllu leyti. En því þótti ekki brýn
ástæða til að halda alveg sér þeim jarðabótum, sem styrktar eru samkvæmt
II. kaíla jarðræktarlaganna um liendur Búnaðarfélagsins, að styrkveitingarnar eru
svo mismunandi, að heildarskýrslurnar (töflur XV—XVII) liefðu livort sem var
ekki verið í samræmi innbyrðis. T. d. fá býli með minna en 10 ha tún 300 kr. styrk
auk verðlagsuppbótar á hvern ha nýræktar, en býli með 10 lia tún og meira aðeins
200 kr. styrk. Einnig befur vcrið greiddur mismunandi hár styrkur til túnaslétt-
unar eftir túnstærð, 400 eða 500 kr. auk verðlagsuppbótar.
Grjótnám hefui verið sem hér segir, talið I m3:
1948 18 924 1952 24 049
1949 16 583 1953 22 577
1950 22 824 1954 25 305
1951 24 493
Grjótnámið hefur verið hlutfallslega minna móts við aðrar jarðabætur, síðan
farið var að nota jarðýtur við jarðvinnsluna, því að þær eru látnar ryðja miklu
grjóti í jörð niður um leið og þær eyða þúfum og misliæðum. Einnig er þess að
gæta, að á síðari árum hefur hlutfallslega mikið verið unnið að jarðabótum í þeim
héruðum, þar sem ekki er mikið um grjót á yfirborði jarðvegsins.
Framræsla liefur á síðustu árum verið með tvennum hætti, annars vegar
handgrafnir skurðir og handgrafin lokræsi, liins vegar vélgrafnir skurðir og lok-
ræsi. Handgröfnu skurðirnir og lokræsin hafa verið styrkt samkvæmt II. kafla jarð-
ræktarlaganna. Kostnað við vélgröfnu skurðina bar ríkið að hálfu árin 1952—54
(svo var einnig 1950 og 1951, en áður greiddi það %), en til kílræsa hefur enginn
styrkur verið greiddur, og hafa þau ekki verið mæld nema sums staðar. Hand-
grafnir framræsluskurðir vegna túnræktar hafa verið mældir hin síðustu ár,
talið í m3:
1948 83 350 1952 44 968
1949 40 690 1953 41 931
1950 49 340 1954 30 716
1951 42 180
Skurðir þessir hafa á síðustu árum lítið verið grafnir, nema þar, sem ekki
hefur verið hægt að koma við skurðgröfum, eða menn hafa ekki beðið eftir því,
að þeir gætu fengið gröfur til að grafa fyrir sig.
Gröftur handgrafinna ræsa hefur einnig farið heldur þverrandi. Af þeim
hefur verið grafið 1948—54, talið í lengdarmetrum:
Hnausaræsi Önnur ræsi Samtals
1948 .......................... 17 700 17 850 35 550
1949 ........................... 8 190 7 940 16 130
1950 .......................... 15 590 21 240 36 830
1951 .......................... 13 330 17 360 30 690
1952 ........................... 7 438 15 967 23 405
1953 ........................... 7 648 17 739 25 387
1954 ........................... 5 257 15 383 20 640
Skurðgröftur með skurðgröfum (sjá töflur XVIII—XX á bls. 66—69)
hefur hins vegar farið vaxandi. Skurðgröfum hefur að vísu ekki fjölgað verulega,
en sumrin 1952—54 liafa verið hagstæð til skurðgraftrar, jörð lengi þíð og veður
oftast góð, svo að gröfurnar hafa nýtzt vel. Vélgrafnir skurðir, sem teknir hafa
verið út sem jarðabætur 1948—54, hafa verið: