Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1957, Blaðsíða 50
48*
Búnaðarskýrslur 1954
er við, að í framkvæmd sé erfitt að halda þessu aðgreindu, einkum að því er varðar
vinnu við minni háttar fjárfestingu.
Ef tölu daga við landbúnaðarstörf er deilt í upphæðir greidds kaups, fæst
dagkaupið samkv. skýrslunum, sem hefur verið sem liér segir (í kr.):
Börn og foreldrar 1950 1951 1954
Karlar á vinnualdri 22,00 27,58 39,10
Konur á vinnualdri 15,63 19,61 26,31
Unglingar og gamalmenni 12,12 14,60 21,34
Aðrir
Karlar á vinnualdri 33,84 40,70 58,01
Konur á vinnualdri 20,04 26,49 33,46
Unglingar og gamalmenni 14,45 18,38 23,12
Þessar tölur eru að ýmsu leyti villandi og atlxugaverðar, og vísast í því sam-
bandi til athugasemda á bls. 36* í Búnaðarskýrslum 1951.
12. Heildartekjur og gjöld framleiðenda 1954.
Gross income and expenditure of agricultural producers 1954.
Töflur XIV A og B á hls. 56—59 sýna heildartekjur og -gjöld fram-
leiðenda landbúnaðarafurða og fjárfestingu í landbúnaði, og sýnir tafla A
heildartekjur og -gjöld allra framleiðenda landhúnaðarafurða, en tafla XIV B
heildartekjur og -gjöld bænda sérstaklega.
Tveir dálkar töflunnar, 1. tekjudálkur og 1. gjaldadálkur, eru með samtölum
úr töflum XI og XII og vísast um þá til athugasemda og skýringa í 9. og 10. kafla
inngangsins, en í öllum öðrum tekju- og gjaldadálkum eru tekjur og gjöld samkvæmt
framtali á aðalframtalsskýrslu.
Vinnulaun móttekin í peningum eru samkvæmt töflu A alls 81 036 þús.,
kr., en hjá bændum sérstaklega, samkvæmt töflu B, 32 978 þús. kr. Mismunurinn,
48 058 þús. kr., eru vinnulaun „búlauss fólks“, er einhverja landbúnaðarfram-
leiðslu hefur, og eru þau að einhverju leyti greidd af bændum fyrir landbúnaðar-
störf og koma fram sem gjöld hjá þeim (sbr. töflu XIII B og 1. dálk töflu XII B).
Hins vegar eru launatekjur bænda, sem eru aðallega fyrir annað en landbúnaðar-
störf. Sumt af þeim er að vísu fyrir daglaunavinnu, og getur hún verið í þágu
landbúnaðarins að talsverðu leyti, svo sem vinna við jarðabætur og húsabætur
utan heimilis, en er einnig að verulegu leyti við störf utan landbúnaðarins, svo
sem við vegagerð og daglaunavinnu í kauptúnum. Talsverður hluti þessara launa
er þó fyrir ýmis opinher störf, svo sem laun hreppstjóra, oddvita, presta og kennara,
sem jafnframt eru bændur.
Árið 1951 voru fram talin vinnulaun móttekin í peningum alls 54 090 þús. kr.,
og hefur þessi tekjuliður því hækkað nálega 50% síðan þá. Þetta er talsvert meira
en nemur almennri kauphækkun, er var rúmlega 20% (hækkun almenns Dags-
brúnarkaups 20,6%). Hækkun er aðallega hjá búlausu fólki, 63%.
Vinnulaun móttekin í fríðu eru fæði, húsnæði, þjónusta, skepnufóður
o. fl. Þessi vinnulaun nema alls 15 473 þús. kr., þar af 411 þús. kr. hjá hændum,
en 15 062 þús. kr. hjá búlausu fólki, og er það nærri allt greitt af bændum.
Alls eru laun móttekin af búlausu fólki í peningum og fríðu 63 110 þús. kr.
Hins vegar telja bændur fram sem kaupgreiðslu (samkvæmt XIII. töflu B) 62 502