Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Qupperneq 11
Inngangur.
Introduction.
A. Mannfjöldimi.
The population.
1. Stærð og vöxtur mannfjöldans.
Number and increase of population.
Mannfjöldatölur 1951 eru samkvæmt manntali presta og bæjarstjóra, sem
var með sama hætti og árleg manntöl fyrri ára. Gert var ráð fyrir, að þau væru
tekin um áramót, en algengt var, að þau væru tekin á ýmsum tímum hausts. í
Reykjavík og öðrum kaupstöðum voru þau, eins og komið var, tekin í október,
svo að nægilegt svigrúm væri til að gera skattgreiðendaskrár o. fl. á grundvelli
manntalsins, vegna álagningar opinberra gjalda á næsta ári. Mannfjöldatölur 1952
eru hins vegar samkvæmt sérstöku manntali, sem fór fram um land allt hinn 16.
október það ár. Sveitastjórnir landsins framkvæmdu það manntal undir umsjón
Hagstofunnar. Á grundvelli þess og aðalmanntalsins frá 1. desember 1950 var
stofnuð „þjóðskrá“, þ. e. vélspjaldskrá yfir afla landsmenn, sem haldið er réttri
með aðseturstilkynningum þeirra, sem flytja, og með skýrslum presta til Hagstof-
unnar um fæðingar, skírnir, hjónavígslur og mannslát, o. fl. Var af þeim sökum
hætt að taka árleg manntöl. Síðasta ársmanntalið í Reykjavík var tekið haustið
1953, en það var ekki notað til að færa þjóðskrána fram til hausts það ár. — Frá
og með 1953 eru mannfjöldatölur samkvæmt þjóðskrá 1. desember ár hvert.
Við stofnun þjóðskrár kom í Ijós, að það fólk, sem ýmist var vantalið eða
tvítalið í manntölum, skipti nokkrum þúsundum. Var þetta lagfært að mestu
strax í byrjun, og má fullyrða, að slíkir skráningargallar séu nú með öllu horfnir
úr þjóðskránni og hafi að engu gætt í tölum hennar um mannfjöldann frá byrjun.
Það er meginregla þjóðskrár að telja þá útlendinga eina með mannfjölda
landsins, sem eru við atvinnustörf hérlendis, og fjölskyldur slíkra manna. Þó er
ekki allt slíkt fólk meðtalið, t. d. ekki Færeyingar við árstíðarhundin störf hér á
landi, á skipi eða í verstöð. Sama gildir um ýmsa aðra útlendinga, sem hafa hér
skamma dvöl. Varnarliðsmenn og erlendir sérfræðingar í þjónustu Varnarliðsins
eru ekki heldur meðtaldir, og sama er að segja um erlenda sendiráðsstarfsmenn
og fjölskyldur þeirra.
Hvort íslendingar staddir erlendis eru meðtaldir í mannfjöldatölum eða ekki,
fer eftir því, hvort brottflutningur (þ. e. flutningur lögheimilis) þeirra hefur verið
tilkynntur þjóðskrá. íslenzkt starfsfólk sendiráða erlendis er ætíð meðtalið í fólks-
fjöldatölu. Ávallt munu vera skráðir búsettir í landinu nokkru fleiri en rétt er,
þar eð nokkuð getur dregizt, að vitneskja um brottflutning úr landi berist þjóð-
6krá, einkum þegar hlutaðeigendur fara án þess að vera ráðnir í að flytja alfarnir
b