Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Qupperneq 6
föstudagur 25. júlí 20086 Fréttir DV Sandkorn n Gunnlaugur Stefánsson, for- maður Veiðifélags Breiðdæla, prestur að Heydölum og fyrrver- andi alþingismaður, var nýlega að veiðum í Breiðdal. Þar hljóp heldur betur á snærið því hann fékk risalax og barðist við hann drykklanga stund. Sjónvarps- maðurinn knái, Þorsteinn Joð, var á svæðinu með sjónvarps- tökuvél og festi baráttu Gunn- laugs við laxinn á filmu. Stór- laxinum var sleppt aftur í ána en hægt er að sjá myndbandið á vef austurgluggans. Í Breiðdalsá veiddust tveir laxar sem vógu yfir tuttugu pund. Báðum var sleppt aftur. n Baggalútur hefur sent frá sér flunkunýtt og æsilegt síðsumar- lag af væntanlegri gleði- og sam- kvæmisskífu sinni. Lagið, sem heitir Þjóð- hátíð ‚93, er eftir Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Pálsson. Textinn er eftir Braga, en hann er byggður á sannsögulegum atburðum, aðeins nöfnum hefur verið breytt – til að hlífa saklaus- um. Guðmundur syngur af hjart- ans lyst eins og honum einum er lagið. Guðmundur Pétursson, Sigurður Guðmundsson, Krist- inn Snær Agnarsson og Daði Birgisson sjá um undirleik ásamt blásarasveit Nashville-borgar. n Jónas Hallgrímsson, fyrrver- andi þjálfari Völsungs í fótbolta, var dæmdur í eins leiks bann fyrir hörð ummæli í garð KSÍ. Gríðar- leg umræða fór af stað í íþrótta- heiminum eftir að Jónas hafði meðal annars sagt að KSÍ hefði hótað Húsvíkingum. KSÍ tók sér langan umhugsunartíma, drakk kaffi og gat ekki klárað málið á sínum venjulega fundi á þriðju- degi. Þess í stað var framhalds- fundur þar sem niðurstaðan fékkst. Einn leikur í bann. n Dómurinn er undarlegur í meira lagi. KSÍ sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu enda væri málið grafalvarlegt. „Mjög alvarlegar ásakanir koma fram í ummælum Jónasar og alveg ljóst að undir þeim verður ekki setið án viðbragða,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Fram- kvæmdastjóri KSÍ kom síðar fram í sjónvarpsviðtölum þar sem hann harmaði ummælin og bjóst íþróttaheim- urinn við einhverju svakalegu frá aganefnd KSÍ. Eftir hinn venju- lega fund aganefnd- arinnar á þriðjudag og málið ekki klárað vegna alvarleika skalf íþrótta- heimurinn. Framhaldsfundur var haldinn þar sem niðurstaðan fékkst. Einn leikur í bann. n Jónas Hallgrímsson er eldri en tvævetur í fótboltabransan- um. Hann þótti einhver örugg- asta vítaskytta allra tíma, hann fékk aldrei gult eða rautt spjald og spilaði í hartnær þrjá áratugi með meistaraflokki. Jónas er hins vegar einhver mesta rjúpnaskytta landsins og Hlað-haglaskotin eru hans. Eitt sinn þegar Jónas gekk til rjúpna ásamt hundinum sínum veiddist vel og Jónas hélt áfram og áfram og áfram. Jónas labbaði vel og lengi en mönnum brá engu að síður í brún þegar Jónas birtist við bílinn sinn með rúmlega tvö hundruð rjúpur í farteskinu og hundinn á bakinu. Hundurinn hafði gefist upp á miðri leið og Jónas þurfti að bera hann heim. Næstum 15 fjárnámsbeiðnir hafa borist til sýslumannsins í Kópavogi á hverjum degi síðan um áramótin en allt seinasta ár bárust 11 á dag. Gjaldþrotum fer fjölgandi og setja mark sitt á marga. Einn viðmælandi DV, sem stýrði fyrirtæki sem varð gjald- þrota, var við það að bresta í grát þegar gjaldþrotið bar á góma. Grátið undan Gjaldþrotum Mikil vinna bíður starfsmanna hjá sýslumannsembættunum í Reykja- vík, í Hafnarfirði, í Kópavogi og á Akureyri við að ganga frá þeim fjárnámsbeiðnum sem hafa safn- ast upp yfir sumartímann. Mikið er um sumarfrí og er búist við því að vinna hefjist að fullu með haustinu við að ganga frá beiðnunum. „Það bíða margar beiðnir og það verður ekki mikið gert í þessu núna heldur verður þetta tekið fyr- ir seinnipartinn í ágúst,“ segir Guð- geir Eyjólfsson, sýslumaður í Kópa- vogi. Fleiri fjárnámsbeiðnir bárust frá einstaklingum en fyrirtækjum árið 2007 og það sem af er þessu ári til sýslumannsins í Kópavogi.. Mikið af málum í bið Starfsmaður á skrifstofu sýslu- mannsins í Reykjavík sagði að vinnsluferlið við fjárnámsbeiðn- irnar tæki einhvern tíma. Eins sagði starfsmaður sýslumanns Hafnafjarðar að mjög mikið af málum biði hjá þeim og það væri sprengja sem biði inni hjá lög- fræðiskrifstofunum sem kæmi ekki fyrr en í lok ágúst. Að auki fyndu starfsmenn sýslumanns- ins í Hafnafirði vissulega fyrir aukningu fjárnámsbeiðna. Gráti nær Einum fyrrverandi eiganda fyrirtækis, sem varð gjaldþrota í sumar, var mikið niðri fyrir þeg- ar DV náði af honum tali. Hann var með grátstafinn í kverkunum og leið auðsjáanlega illa yfir því hvernig farið hafði fyrir fyrirtæk- inu hans sem var byggingarfyrir- tæki. Hann sagði að málið hefði komið illa við fjölskyldumeðlimi og næstum farið með suma í gröf- ina því gjaldþrot væri mikið álag á alla sem það snerti. Annar maður, fyrrverandi eig- andi flutningafyrirtækis sem fór á hausinn, sagði vandann í greininni gífurlegan. Hann óttast mikil gjald- þrot í greininni. Þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem hafa farið á hausinn og rætt var við vildu ýmist ekkert tjá sig um málefni sín eða báðust undan því að vera nafngreindir. Því er ljóst að mönnum þykir enn mjög erfitt ef spyrst út og fjallað er um gjald- þrot þeirra. Gjörbreyttar rekstaraðstæður Eitt af þeim fyrirtækjum sem var úrskurðað gjaldþrota í sum- ar var í verslun með fisk. Fyrr- verandi framkvæmdastjóri fyr- irtækisins sagði að gjörbreyttar rekstraraðstæður væru aðalástæð- an fyrir gjaldþroti fyrirtækisins. Kostnaður á fiski og kvóta var orð- inn gífurlegur og ómögulegt var að fá hráefni nema að eiga bát sjálf- ur. Vegna hárra lána og erfiðleika við að fá peninga í rekstur stefndi í gjaldþrot en enginn hefði viljað taka sénsa því vitað var í hvað stefndi á markaðnum. Þrengri staða fólks „Væntanlega endurspeglar þetta þrengri stöðu hjá fólki,“ segir Guð- jón Björnsson, fulltrúi sýslumanns- ins á Akureyri. „Þessar niðursveiflur skila sér alltaf í aukningu á fjárnám- um og gjaldþrotum og þar af leið- andi aukningu mála hjá sýslumönn- um. Þetta á bæði við í sambandi við neysluskuldir og skattaskuld- ir,“ segir Guðjón. Fjárnámsbeiðnir: Sýslumaðurinn í Kópavogi: Árið 2007: 4.171, 11 á dag. Þar af 2.381 einstaklingar og 1.790 lögað- ilar. Síðan um áramót: 3.029, 15 á dag. Þar af 1.790 einstaklingar og 1.239 lögaðilar. Sýslumaðurinn í Reykjavík: Árið 2007: 19.758, 54 á dag Síðan um áramót: 10.223, 50 á dag Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Árið 2007: 4.765, 13 á dag Síðan um áramót: 2.700, 13 á dag Sýslumaðurinn á Akureyri: Árið 2007: 1.090, 3 á dag Síðan um áramót: 1.720, 8 á dag. Rúnar Bjarki Ríkharðsson ekki vistaður í fangelsinu á Snæfellsnesi: Netaðgangi lokað á Kvíabryggju Netaðgangi fanga á Kvíabryggju hefur verið lokað samkvæmt til- kynningu fangelsismálastofnunar eftir að DV sagði frá lyftingaafrekum fanga þar. Í DV kom fram að fanginn hafi verið Rúnar Bjarki Ríkharðsson, dæmdur morðingi og nauðgari, en það var rangt í fréttinni. Rúnar er ekki vistaður á Kvíabryggju heldur situr hann enn inni á Litla-Hrauni. Á myndbandinu má sjá fanga á Kvíabryggju lyfta 291 kílói í kraftlyft- ingum sem hlýtur að teljast nokkurt afrek. Ekki er vitað hver fanginn er sem lyftir slíkri þyngd. DV biður við- komandi fanga afsökunar á mistök- unum. Aftur á móti kemur fram í til- kynningu frá Fangelsismálastofnun að aðgangi á netið hafi verið lokað vegna misnotkunar á því en þegar eftir því var leitað kom í ljós að fang- ar máttu nota veraldaravefinn í af- plánun en nú hefur verið lokað fyrir hann. Að auki hafa þeir takmörkuð afnot af farsímum á meðan á fang- elsisdvölinni stendur auk þess sem þeir geta stundað heilbrigða lík- amsrækt. Síðu sem lyftingafanginn hélt úti á vefsvæði Youtube hefur verið kippt út og þar með myndböndun- um af afrekum hans. Eins og fyrr segir er ekki vitað hver dularfulli lyftingamaðurinn er en hitt er ljóst að afrekið er þó nokk- uð. Þess má hins vegar geta að Ís- landsmet í kraftlyftingum er yfir fjögur hundruð kíló. valur@dv.is Kvíabryggja röngum fanga voru eignuð lyftingaafrek á Kvíabryggju en rúnar Bjarki ríkharðsson dvelur enn á litla- Hrauni en ekki Kvíabryggju. ástrún Friðbjörnsdóttir blaðamaður skrifar: astrun@dv.is „Þessar niðursveiflur skila sér alltaf í aukn- ingu á fjárnámum og gjaldþrotum og þar af leiðandi aukningu mála hjá sýslumönn- um.“ Fjárnám Ef þú átt ekki fyrir skuldum eða lánum er fjárnám gert í þær eignir sem þú átt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.