Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 8
föstudagur 25. júlí 20088 Fréttir DV Tjaldsvæði -Zeltplatz - Camping Gisting -Unterkunft auf dem Bauernhof - Farm Accommodation Heitur pottur og gufubað -Sauna und heisser Pott - Sauna and Jacuzzi Veiðileyfi -Angellizenz - Fishing FERÐAÞJÓNUSTAN DÆLI Sími / Tel.: 451 2566 GSM: 864 2566 FAX: 451 2866 Netfang / E-mail: daeli@daeli.is www.daeli.is Eins og DV greindi frá í gær ríkir viðbragðsástand á Keflavíkurflugvelli vegna fyrirhugaðrar útgöngu slökkviliðsmanna á vellinum 1. ágúst. Án slökkviliðs er flugvöllurinn óstarfhæfur. Lára V. Júlíusdóttir, lekt- or í vinnumarkaðsrétti við Háskóla Íslands, telur brunaverðina í rétti með fyrirhugaðar aðgerðir sínar. Brunaverðir í rétti „Við lítum á þessa greiðslu sem ígildi kjarasamnings,“ segir Guðni Á. Har- aldsson, lögmaður brunavarða á Keflavíkurflugvelli, um kjaradeilu þeirra og flugmálastjórnar. Eins og fram kom í DV í gær hafa bruna- verðirnir hótað að ganga út eftir slétta viku eftir að hafa verið sagt upp tuttugu tíma fastri yfirvinnu á vellinum. Brunaverðirnir telja að þar með hafi þeim í raun verið sagt upp störfum. Lára V. Júlíusdóttir, lektor í vinnumarkaðsrétti við Háskóla Ís- lands, telur brunaverðina í rétti með fyrirhugaðar aðgerðir sínar. Áratuga hefð fyrir greiðslunni „Það er áratuga hefð fyrir þess- ari greiðslu,“ segir Guðni um hina svokölluðu sporslu; viðhalds- og ræstingaverkefni sem brunaverð- irnir sinna í yfirvinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, hefur hún verið hluti af launagreiðslum frá árinu 1967. „Þetta er hluti af þeirra föstu kjör- um. Það þarf að semja um þetta. Það er okkar álit.“ Aðspurður hvort sérstaklega sé kveðið á um sporsluna í kjarasamn- ingum segir Guðni svo ekki vera: „Nei, það er faktískt séð ekki, en það er áratuga hefð fyrir þessu.“ Guðni segir slökkviliðsmenn- ina telja kjaraskerðingu á borð við yfirvinnutapið jafngilda uppsögn. „Ef laun þeirra eru lækkuð um tut- tugu prósent, er það í raun uppsögn á starfi.“ Ekki hluti af kjarasamningum Friðþór Eydal, upplýsingastjóri Flugmálastjórnar, staðfestir að sporslan sé ekki hluti af kjarasamn- ingum. „Það er kveðið á um sporsl- una í starfslýsingu, ekki kjarasamn- ingi.“ Þó Friðþór jánki því að starfslýs- ingin sé lögð til grundvallar ráðn- ingu starfsmanns þykir honum ekki óeðlilegt að breytingar geti orð- ið á henni. Hann segir að þau störf sem felld eru út úr starfslýsingunni séu umfram meginstörf og ábyrgð- arhlutverk slökkviliðsmanna al- mennt. „Ef það er ekki þörf á því leng- ur að starfsmaður sinni ákveðnu starfi fellur það niður,“ segir Frið- þór og vísar til 19. greinar laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Þar er kveðið á um að op- inberum starfsmönnum sé skylt að hlíta breytingum á verksviði sínu. Ef breyt- ingarnar hafa í för með sér skert launakjör skal við- komandi starfsmaður halda óbreyttum kjörum jafnlang- an tíma og réttur hans til upp- sagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Samkvæmt ráðningarsamningi brunavarð- anna er uppsagnarfresturinn þrír mánuðir. Þeim var sagt upp sporsl- unni 28. apríl. Enn sem komið er hafa engir brunaverðir sagt upp störfum né hafa þeir tilkynnt Flugmálastjórn að þeir hyggist ganga út 1. ágúst. Hafa rétt til aðgerða Lára V. Júlíus- dóttir, lektor í vinnumark- aðsrétti við Háskóla Ís- lands, telur að fyrirhugaðar aðgerð- ir brunavarðanna standist lög. Hún segir þó líklegt að fyrir dómi gæti orðið ágreiningsefni hvort starfslýs- ingin skoðist sem hluti af ráðning- arsamningi eður ei. Að sögn Láru er ekki hægt að breyta ráðningarkjör- um einhliða nema segja samningn- um upp. „Auðvitað er þetta hluti af þeim forsendum sem fólk gengur að þeg- ar það ræður sig til vinnu,“ segir Lára. „Ég er svo sem ekkert að hvetja til þess að fólk sé að ganga úr vinnu und- ir slíkum kringumstæðum, en þeir hafa væntanlega rétt til að gera það. Það þarf að nálgast þessi ráðning- armál af ákveðinni nærfærni í garð starfsmannanna. Það er ekki hægt að henda þeim til og frá og ætlast svo til þess að fólkið haldi áfram að vinna.“ „Það þarf að nálgast þessi ráðningarmál af ákveðinni nærfærni í garð starfsmannanna. Það er ekki hægt að henda þeim til og frá og ætlast svo til þess að fólkið haldi áfram að vinna.“ HafstEinn gunnar Hauksson blaðamaður skrifar hafsteinng@dv.is flug Millilandaflugi á íslandi er stefnt í voða með fyrirhuguðum aðgerðum brunavarða. slökkviliðið á vellinum Hefur rétt til aðgerða að mati láru V. júlíusdóttur, lektors í vinnumarkaðsrétti. Mynd dV / gúndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.