Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Qupperneq 13
DV Helgarblað Föstudagur 25. júlí 2008 13 hingað nýlega menn frá New York sem var vísað á að skrá sig á einka- mal.is til að finna vændiskonu. Í viðtali DV við mann sem þekkir til í íslenskum kynlífsiðnaði kemur fram að karlmenn sem reynslu hafa af vændiskaupum sæki helst í kon- ur yfir 25 ára aldri. Það séu helst þeir sem sérstakan áhuga hafa á barns- legu útliti sem vilji þær yngri. Stúlk- ur um tvítugt sem stunda vændi séu þó síður í stakk búnar til að geta haldið uppi áhugaverðum samræð- um við mennina og látið þeim líða vel með sjálfa sig. Því séu þær eldri frekar valdar. Seldar af eiginmönnunum Sigþrúður �uðmundsdóttir�� framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf�� hefur ekki orðið var við miklar breytingar ár frá ári á þeim fjölda kvenna sem þang- að leita og hafa stundað vændi. Í Kvennaathvarfið leita konur sem ekki geta búið á heimili sínu vegna ofbeldis. „Hingað koma konur sem hafa verið þvingaðar út í vændi. Oft eru þær giftar mönnum sem mis- nota þær kynferðislega og selja þær öðrum mönnum. Þetta hefur ekki aukist svo við vitum. Hins vegar vit- um við líka að þetta er oft það síð- asta sem konur segja frá.“ Sigþrúður segir ekkert einkenna sérstaklega þá menn sem selja kon- urnar sínar í vændi: „Það er ljóst að þessir menn bera ekki virðingu fyrir konunum sínum�� og sennilega ekki konum almennt. En þetta eru bara menn. Við myndum ekki þekkja þá úr�� því miður. Það myndi auðvitað einfalda hlutina talsvert.“ Skömm kvenna sem hafa ver- ið gerðar út af eiginmönnum sín- um er yfirgnæfandi. „Það er nógu slæmt að maðurinn þinn lemji þig eða kalli þig hóru. En þegar hann er farinn að selja þig í kynlífsþjónustu til annarra manna gengur það út fyrir öll mörk.“ Á síðasta ári nýttu 22 konur og 3 karlar sér viðtalsþjónustu Stíga- móta vegna vændis. Þar af voru 12 ný mál og 13 eldri. Aldrei hafa jafn- margir leitað til samtakanna vegna vændis. Auk þessa voru nokkrar konur sem stunda vændi í reglu- legu símasambandi við Stígamót. Siðlaus skilaboð út í samfélagið „Mér finnst það athyglisverð skilaboð út í samfélagið að þetta sé heimilt��“ segir Sigþrúður spurð um afstöðu sína til þeirra laga sem heimila vændi. „Lagalega séð er ekkert athugavert við að kaupa konu ef hún vill selja sig eða er ekki í aðstöðu til að setja sig upp á móti því. Mér finnst það óþægileg og slæm skilaboð til okkar allra. Ég ímynda mér að það sé einhver hóp- ur manna sem kaupir sér vændi nú en myndi ekki gera það ef kaup á vændi væru refsiverð��“ segir hún. Atli er sammála Sigþrúði. „Mér finnst lögin gefa alröng skilaboð út í samfélagið�� eiginlega siðlaus skila- boð.“ Spurð hvort hamingjusama hór- an sé til segir Sigþrúður: „Það getur svo sem vel verið að hún sé til ein- hvers staðar�� rétt eins og það eru einhverjir sem þrífast í eiturlyfja- neyslu. Það breytir ekki þeirri stað- reynd að þetta er eitt það hræðileg- asta sem kona getur lent í. Reynsla þeirra kvenna sem til okkar leita talar sínu máli.“ Lögleiðing vekur athygli erlendis Heimildir DV herma að erlend- ir aðilar geri sérstaklega út á Ísland við vændissölu þar sem það er lög- legt nema þriðji aðili hagnist á því. „Það veit allur heimurinn þetta��“ segir heimildamaður blaðsins þeg- ar hann er spurður hvort þeir sem koma hingað erlendis frá geri sér grein fyrir því að hér liggur engin refsing við því að stunda vændi. Algengt er að þegar stórar ráð- stefnur eru haldnar hér á landi komi vændiskonur erlendis frá�� allt að fimmtán kvenna hópar í senn�� til að finna þar viðskiptavini. Sumar þeirra ferðast á milli landa gagngert til að vera við ráðstefnurnar og fara þannig á milli borga eins og Kaup- mannahafnar�� Brussel og Amster- dam. Stórar sýningar þar sem margs konar fyrirtæki kynna þjónustu sína og vörur eru einnig vinsælar hjá vændiskonum og þeim sem gera þær út. Þá eru dæmi um að menn sem hafa konurnar á sínum snær- um gangi á sölubásana og láti eig- endur fyrirtækjanna fá símanúmer sem þeir geta hringt í til að kaupa kynlíf. Engin rannsókn á umfangi vændis Þegar lögum um vændi var breytt í fyrra var gefið út að rann- saka þyrfti umfang og eðli vænd- is hér á landi. Engin slík rannsókn hefur enn verið gerð. Atli �íslason segir það merki um viðhorf stjórn- valda. „Ég lít svo á að ríkisstjórninni sé sama um þetta Þeir bara leggja blessun sína yfir vændi�� þennan ömurlega veruleika. Fjöldinn allur af viðtölum við fyrrverandi vændis- konur í Danmörku sýnir að félags- legur bakgrunnur þeirra er veikur�� bæði andlegur og siðferðislegur.“ Þó að Heiðrún Lind sé á önd- verðum meiði við Atla finnst henni sjálfsagt og eðlilegt að umfang vændis á Íslandi sé rannsakað. Hún segir að það sé alltaf mögu- legt að einhverjar konur leiti út í vændi af neyð. Í framhaldi af lög- leiðingu vændis sé því nauðsyn- legt að efla forvarnir og félagslega aðstoð við þær konur sem og efla fræðslu til lögreglu. Þannig að unnt sé að greina mansal frá vændi. Í því sambandi segir hún Stígamót vinna gott starf en mögulega þyrfti það að vera meira áberandi. Þrælkun líka í byggingariðnaði Að mati Heiðrúnar Lindar er alrangt að tengja vændi sjálfkrafa við mansal. „Stundum helst þetta í hendur. En þrælkun getur einnig átt sér stað í byggingariðnaðinum.“ Björgvin Björgvinsson segir að oft hafi komið inn á borð lögregl- unnar mál þar sem grunur leik- ur á mansali í tengslum við vændi. „Það hefur hins vegar aldrei náðst að sanna eitt eða neitt því þær kon- ur sem hingað koma þræta statt og stöðuglega fyrir það. Þessi mál eru því erfið í vinnslu��“ segir hann en grunur leikur á að konurnar neiti mansali af ótta við þá sem skipu- leggja vændið. Að mati Atla �íslasonar er sænska leiðin svokallaða�� þar sem kaup á vændi eru gerð refsiverð�� ár- angursríkasta leiðin til að uppræta mansal og vísar hann í rannsóknir frá Svíþjóð í þeim efnum. Heiðrún Lind bendir hins vegar á aðrar rannsóknir frá Svíþjóð þar sem kemur fram að þessi leið hafi leitt til þess að vændi sé nú frekar neðanjarðar og erfiðara fyrir lög- reglu að finna fórnarlömb mansals. „Ég held að það skipti engu þó út- limir verði höggnir af fólki fyrir að stunda eða kaupa vændi. Þetta er starfsgrein sem hefur alltaf verið til staðar og ég held að verði það alltaf. Í því sambandi skiptir engu hvaða leiðum löggjafinn beitir til að refsa fólki. Þeir sem ætla að ná sér í vændiskonu gera það hvort sem það er ólöglegt eða ekki. Þeir harðs- víruðustu sem láta sig lögin engu skipta eru þeir sem beita ofbeldi. Þannig er heillavænlegra að halda vændi löglegu.“ Engin skipulögð aðgerðaáætl- un er til á Íslandi til að bregðast við mansali og er landið eitt af örfáum aðilum að Palermo-viðauka Sam- einuðu þjóðanna um mansal sem ekki hafa staðfest viðaukann. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra setti á laggirnar starfshóp innan ráðuneytisins sem nú vinnur að tillögum til úrbóta. „HAMINGJUSAMA HÓRAN ER MÝTA“ Nýta einkamálaauglýsingar á netinu Erlendar konur koma í vændisferðir til íslands og skipuleggja þær fyrirfram í gegnum einkamálaauglýsingar. lögregluna grunar að um mansal sé að ræða en konurnar þræta fyrir það. Einnig eru konur sem sækja ráðstefnur og sýningar til að finna viðskiptavini. Mesta lygi sem haldið hefur verið fram Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir mýtuna um hamingjusömu hóruna einhverja mestu lygi sem haldið hefur verið fram. Honum finnst alvarlegt hversu mikið er reynt að réttlæta vændi. „Þau afskipti sem við höfum haft af íslensk- um konum sem selja sig eru í tengslum við áfengi og fíkniefni.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.