Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Qupperneq 18
Föstudagur 25. júlí 200818 Helgarblað DV Hún hefur stundum verið köll- uð húsmóðir Ameríku. Og nú er hún orðin opinber Íslandsvinur. En Martha Stewart er ekki einung- is fræg fyrir bakstur og saumaskap því að hún var dæmd í fangelsi árið 2004 fyrir það að leyna upplýsingum um fyrirtæki sitt. Í júní síðastliðnum var henni svo meinað að koma til Bretlands á þeim forsendum að hún væri dæmdur glæpamaður. Hún átti þó auðvelt með að fá landvistarleyfi á Íslandi og ferðaðist um landið um síðastliðna helgi þar sem hún skoð- aði meðal annars Þingvelli, fór í Bláa lónið og hitti gamla vinkonu sína og forsetafrú Dorrit Moussaieff. Gamlar vinkonur Martha mætti til Íslands síðast- liðinn föstudagsmorgun með einka- þotu sinni og hélt rakleiðis á Nesja- velli að hitta forsetann, Ólaf Ragnar Grímsson, og skoða virkjunina. Því næst kom Martha sér vel fyrir í for- setabústaðnum á Laufásvegi og hélt skömmu seinna á Þingvelli ásamt föruneyti sínu þar sem bragðað var á dýrindis bleikju á Hótel Valhöll. Um kvöldið snæddi hópurinn á Fjöru- borðinu á Stokkseyri ásamt forseta- hjónunum en Dorrit og Martha hafa verið góðvinkonur í tuttugu og fimm ár. Að lokum var Mörthu svo boðið í stjörnukvöldverð á Bessastöðum en aðrir gestir voru meðal annars Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir, Björgólfur Thor, Kristín Ólafsdóttir, Kári Stefánsson og Ólaf- ur Jóhann Ólafsson. Uppvaxtarár Mörthu Martha Stewart fæddist 3. ág- úst 1941 en hún ólst upp með fimm systkinum og pólskum foreldrum í bænum Nutley í New Jersey. Sem barn lærði Martha fljótt að vinna heimilisstörfin en móðir henn- ar kenndi henni að elda og sauma. Faðir hennar hafði mikinn áhuga á garðyrkju og kenndi dóttur sinni mikið í þeim efnum. Martha var einnig mjög virk í félagsmálum, hún skrifaði fyrir skólablaðið í mennta- skóla og tók þátt í starfi listaklúbbs- ins. Á þeim árum hófst fyrirsætu- ferill hennar. Hún var ráðin sem fyrirsæta og birtist í framhaldinu í nokkrum sjónvarps- og blaðaaug- lýsingum, þar á meðal „Rather fight than switch“-sígarettuauglýsing- unni. Martha sem kláraði mennta- skólann með glans fékk skólastyrk til þess að fara í Barnard-háskólann í New-York borg. Varð verðbréfasali Í upphafi ætlaði hún að klára nám í efnafræði en skipti yfir í evr- ópska sögu og lærði loks sögu bygg- ingarlistar. Það var á þeim tíma sem hún hitti tilvonandi manninn sinn, Andrew Stewart. Eftir að þau giftust tók Martha sér pásu frá skólanum og hélt fyrirsætustörfunum áfram. Á meðan kláraði maðurinn hennar embættispróf í lögfræði við Yale-há- skóla. Hún hélt svo námi sínu áfram ári seinna og útskrifaðist með tvö- falda gráðu í almennri sögu og sögu byggingarlistar. Árið 1965 fæddist svo dóttir hennar, Alexis Stewart. Á þessum tíma, fór Stewart að rækta viðskiptahæfileika sína og árið 1967 varð hún verðbréfasali. Henni gekk mjög vel þar til hún hætti starfinu árið 1973 til þess að geta átt meiri tíma með dóttur sinni. Martha og Andrew keyptu gamalt sveitahús í Turkey Hill Road í Conn- ecticut og gerðu það upp. Það var þá sem áhugi Mörtu Stewart á því að laga og endurgera kom fyrst í ljós. Erfitt að starfa með Mörthu Árið 1967 settu Martha og vin- kona hennar, Narma Collier úr fyr- irsætubransanum, upp veitinga- þjónustu. En ævintýrið endaði fljótt vegna þess að Collier sagði erfitt að starfa með Mörthu og keypti Mart- ha hlut hennar. Á sama tíma hafði maður Mörthu orðið forseti út- gáfufyrirtækisins Harry N. Abra- hams í New York. Í einu útgáfupartí- inu fékk hann veitingaþjónustuna hennar Mörthu til þess að sjá um veitingar og þar hitti hún Alan Mir- ken, forstjóra útgáfunnar Crown Publishing. Alan dáðist að Mörthu og hafði samband við hana eftir á um að gefa út bók með uppskrift- um og myndum úr veislunum sem fyrirtækið hennar sá um. Bókin Ent- ertaining kom út og eftir það óx fyr- irtækið mikið. Bókin varð metsölu- bók og best selda uppskriftabókin í tvo áratugi síðan Mastering the Art of French Cooking kom út. Sjálfstæð amerísk kona Í kjölfarið sendi Stewart frá sér margar bækur sem voru vinælar. Hún skrifaði einnig greinar í blöðin og kom fram í sjónvarpsþáttum Op- ruh Winfrey og Larry King. Martha skildi við manninn sinn árið 1989 og ári seinna gaf hún út nýtt tíma- rit, Martha Stewart Living, sem varð strax mjög vinsælt og seldist í 250 þúsundum eintaka. Martha byrjaði með sjónvarpsþátt árið 1993 sem byggður var á tímariti hennar. Vin- sældirnar jukust hratt og þátturinn sem í upphafi átti að vera hálftími varð að klukkutíma þætti. Mart- ha var á forsíðu New York-tímarits- ins í maí 1995 og var henni þar lýst sem dæmi um sjálfstæða, ameríska konu. Martha milljarðamæringur Í september 1997 tókst Mört- hu ásamt viðskiptafélaga sínum, Sharon Patrick, að kaupa upp mis- munandi vörumerki á fjölmiðla- markaðnum er tengdust Mörthu Stewart-vörumerkinu og setja þau undir nýtt fyrirtæki sem hún kall- hin eina sanna húsmóðir ameríku Jón BJarki MaGnúSSon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Martha Stewart Hún kom til íslands um helgina og snæddi dýrindis kvöldverð með forsetahjónunum. Í dómssal Martha var dæmd árið 2004 fyrir að leyna upplýsingum um fyrirtæki sitt fyrir rannsóknarnefnd. Skrifstofur omnimedia Martha stewart living-vörumerkið breyttist síðar í Martha stewart living Omnimedia. Martha Stewart Living Blaðið sem leiddi til þess að Martha stewart varð risastór fjölmiðlakona í Bandaríkjunum. Hún var fundin sek í mars 2004 fyrir sam- særi og að ljúga að rannsóknarnefnd. Martha var dæmd í júlí sama ár í fimm mán- aða fangelsi og fékk tveggja ára skilorðs- bundinn dóm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.