Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 20
Föstudagur 25. júlí 200820 Umræða DV Toblerone handa Mörthu Stewart „Frétt vikunnar er án efa að Dorrit hafi borðað með Mörthu Stewart, ég er mikill aðdáandi Dorritar. Alltaf þegar ég hitti hana kemst ég í hrikalega gott skap, hún er ógeðs- lega skemmtileg og mikill húmoristi. Ég þori að veðja að það hefur verið gaman hjá henni og Mörthu að skiptast á húsráðum og ein- hverjum bröndurum. Ég sendi Dorrit einu sinni bol sem stóð á You made me sleep on the wet spot og slatta af Tobleroni, þannig ég vona að hún hafi verið í bolnum og boðið Mörthu upp á Toblerone. Ég var loksins að koma heim eftir langt tónleikaferðalag. Ég hef verið meira og minna að heiman í þrjá mánuði, þannig það var hrikalega gott að koma heim og hitta börnin mín og konuna hérna á Súðavík. Við höfum verið að undirbúa tónleikana á Nasa sem verða í kvöld og við erum alveg ótrúlega vel upphitaðir eftir alla spilamennskuna undanfarna mánuði. Það var rosalega gaman að enda tónleikaferðalagið í Póllandi, ég hef aldrei komið þangað áður en mig hefur lengi langað til þess.“ Mugison, tónlistarmaður Nýjar vélar og gegndarlaust okur „Fyrir mig persónulega var það þessi samningur sem Iceland Express var að und- irrita um nýjar flugvélar sem bar hæst. Við erum að fara að taka nýjar vélar í notkun sem eiga eftir að gjörbylta öllu hérna hjá okkur, allt viðhald verður þægilegra, þær eru mun sparneytnari og öruggari. Þó að þær vélar sem við erum með hafi þjónað okkur vel eru þær eldri en þessar sem við fáum og við bindum miklar vonir við nýju vélarnar. Stærsta frétt vikunnar er þó að stríðsglæpa- maðurinn Radovan Karadzic hafi náðst. Stærsta frétt síðustu mánuði hlýtur samt að vera þetta gegndarlausa okur. Ég finn það svo vel þegar ég er að kaupa í matinn hvað allt er orðið dýrt. Einn lítill tyggjópakki getur kostað heilar 110 krónur sem er náttúrulega bara bilun. Ég finn rosalega mikið fyrir þessu, ég er með stóra fjölskyldu. Þetta er það sem er helst talað um í boðum innan fjölskyld- unnar. Maður vonar að forsætisráðherrann geri eitthvað í þessum málum.“ Lára Ómarsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express Fundur með borgarstjóra „Mér kemur fyrst í hug fundur borgar- stjóra með dómsmálaráðherra um mikil- vægi fjölgunar lögreglumanna í miðborginni. Umræðan sem fylgt hefur í kjölfarið leiðir vonandi til þess að ríkisvaldið muni koma til móts við yfirlýstar forgangsáherslur borgar- stjóra um öryggi borgaranna, að nóttu sem degi. Hér þurfa til að koma tafarlaus og já- kvæð viðbrögð fjárlaganefndar Alþingis. Þá mætti nefna glæsta verðlaunatillögu um Listaháskóla Íslands milli Hverfisgötu og Laugavegar jafnhliða þeirri miklu samstöðu sem virðist um það í borgarstjórn að vernda þá 19. aldar götumynd Laugavegarins sem núverandi borgarstjóri hefur ávallt barist fyrir. Líklegt er að Listaháskóli Íslands verði að laga sig að þeirri staðreynd. Loks ber að fagna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar efnahagsráðgjafa forsætis- ráðherra og ríkisstjórnar. Full ástæða er til að óska honum velfarnaðar í starfi sem vonandi leiðir til skjótra úrlausna þeirra flóknu við- fangsefna sem við blasa í efnahagslífinu.“ Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri Oddakirkja kom á óvart „Túr minn um Ísland byrjaði í vikunni þar sem ég Spilaði á 800 Bar á Selfossi og í Odda- kirkju. Á miðvikudagskvöld spilaði ég á Egils- stöðum. En Oddakirkja kom mér skemmti- lega á óvart, hún er ein minnsta og fallegasta kirkja sem ég hef komið í. Þetta er kirkjan sem Sæmundur fróði á að hafa barist við kölska um að fá að vera prestur í. Hún er svo fallega máluð og svo gaman að byrja tónleikaferð- ina hérna. Það er líka rosalega gaman að vera farin að ferðast um landið aftur. Annars er búin að vera mikil skipulagning fyrir túrinn í vikunni þar sem ég lagði af stað út á land aft- ur í fyrradag og svo hef ég verið að taka upp vídeóblogg á hverjum stað. Ég stoppaði við Jökulsárlón en það eru tvö ár síðan ég kom þangað síðast. Ég fæ mikinn innblástur frá náttúrunni og er búin að semja tvö ný lög en ég þarf að passa að fara ekki á undan sjálfri mér þar sem ég er með plötu með nýjum lög- um. Mér finnst skemmtilegast að sjá alla foss- ana og kríuna líka þar sem það er ekki mikið af þeim heima, svo má ekki gleyma mosan- um og blóðberginu. Öll þessi lykt sem er ekki heima er alveg æðisleg.“ Hera Hjartardóttir, tónlistarkona HVAÐ BAR HÆST í Vikunni? SÍÐSUMAR Á FJÖLLUM Eigum laust í eftirfarandi ferðir í ágúst:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.