Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Side 25
DV Menning Föstudagur 25. júlí 2008 25 Skinn og hvalir Franski leik- og gjörninga- hópurinn Parques Majeures sýnir verkið Skin & the Whales í Norræna húsinu um helgina. Fyrri sýningin verður í kvöld, föstudag, klukkan 20 og sú síð- ari annað kvöld á sama tíma. Verkið byggist upp í kringum hreyfimyndir sem varpað er upp en þær njóta þó stuðnings leikara sem hreyfa sig inn og úr mynd. Sýningin skiptist upp í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir takast á við manns- líkamann en þriðji hlutinn, Whales, fjallar um samband mannlegs eðlis við náttúruna. Sýningin tekur um fjörutíu mínútur og er aðgangur ókeyp- is. Michaels í Hafnarborg Á laugardaginn verður opn- uð ný sýning á verkum banda- ríska listamannsins Creightons Michaels í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Sýningin byggist á verkum sem Michaels vann í kjölfar ferðalags um Ísland árið 2004 og nefnist Bylgjulengdir. Verk hans eru flest þrykkt og teiknuð á pappír, auk skúlptúr- teikninga í sama efni. Michaels hefur unnið til fjölda verðlauna í heimalandi sínu og býr og starfar í New York. Sýningin er opin frá 11 til 17 alla daga nema þriðjudaga og stendur til 25. ág- úst. Aðgangur er ókeypis. Tenór í kirkju Á laugardaginn klukkan þrjú verða bandaríski tenórinn Donald Kaasch og píanóleik- arinn Steinunn Birna Ragnars- dóttir með tónleika í Reyk- holtskirkju. Efnisskrána prýða frönsk og ensk ljóð í bland við þekkt íslensk sönglög, svo sem Draumalandið eftir Sigfús Ein- arsson og Þú ert eftir Þórarin Guðmundsson. Donald hefur sýnt íslensku sönglögunum sérstakan áhuga og hefur flutt þau víða. Donald söng einnig á Reyk- holtshátíð árið 2005 og fékk afbragðs viðbrögð frá gagnrýn- endum, sem og áhorfendum. Höskuldur Björnsson sýnir verk sín í Listasafni Árnesinga: Málverkasýning Fuglamálara Íslands „Þáttur Höskuldar í íslenskri listasögu er merkur en hann var fyrstur til að kanna áður ónýtt myndefni úr íslenskri náttúru, fuglalífið. Hann notaði þetta mynd- efni á markvissan hátt og það varð með tímanum veigamesti þátturinn í listsköpun hans,“ segir Hrafnhild- ur Schram, sýningarstjóri sýningar á verkum eftir Höskuld Björnsson, sem opnuð verður í Listasafni Ár- nesinga á sunnudaginn. Sýningin ber nafnið Á ferð með fuglum en þar má sjá á níunda tug verka eftir Höskuld. Þetta eru aðal- lega olíumálverk og vatnslitamynd- ir en einnig má þar finna teikningar og verk unnin með blandaðri tækni. Sérstaða Höskuldar sem helsta fuglamálara landsins hélst vel fram á sjöunda áratuginn og í hugum margra landsmanna lifir hann enn sem slíkur. Höskuldur fæddist í Dilksnesi í Nesjum á Hornafirði árið 1907. Hann bjó hins vegar síðustu sautján ár ævi sinnar í Hveragerði þar sem hann lést árið 1963. „Hveragerði var sannkölluð listamannanýlenda á árunum eftir stríð en þá bjó hér fjöldi þjóðþekktra listamanna,“ seg- ir Inga Jónsdóttir, safnstjóri LÁ, og bætir við að tímabært sé að rifja upp þessa merku sögu og heiðra minn- ingu listamannanna. Hörður Friðþjófsson gítarleik- ari leikur valin lög við opnunina á sunnudaginn sem hefst klukkan 15. Safnið er svo opið alla daga í sumar frá klukkan 12 til 18. SÝNING Menning Heyannadagur á ÁrbæjarsafniÁrlegur heyannadagur verður á Árbæjarsafni á sunnudaginn. Amboðin verða af því tilefni tekin fram og gestum og gangandi boðið að taka virkan þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla. Að þessu sinni munu meðlimir Fornbílaklúbbsins einnig taka þátt, með sýningu á gömlum heyvinnuvélum. Dagskrá hefst eftir klukkan 13 og stendur fram eftir degi. Polaris í galleríi BoxÁ laugardaginn opnar þýski myndlistarmaðurinn Alexander Steig sýninguna Polaris í galleríi Box á Akureyri. Alexander er fæddur árið 1968 og býr og starfar í München í Þýskalandi. Sýningin verður opnuð klukkan 16 og aðgangur er ókeypis. Í vikunni rann út fresturinn til að skila inn myndum í Heimilda- og stuttmyndahátíðina í Reykjavík, eða Reykjavik Shorts&Docs. Hátíðin verð- ur haldin 22. til 29. ágúst og verð- ur þetta í sjöunda sinn sem hún fer fram. Hátíðin var sett á laggirnar af Félagi kvikmyndagerðarmanna árið 2001 vegna skorts á hátíðum í líkingu við þessa þegar hún byrjaði. Hjálm- týr Heiðdal, kvikmyndagerðarmaður og formaður Félags kvikmynda- gerðarmanna, var þá fulltrúi Íslands í hinni norrænu Nordisk Panorama- kvikmyndahátíð sem sýnir eingöngu heimilda- og stuttmyndir. Stjórn há- tíðarinnar hafði tekið þá stefnu að sýna bestu myndirnar í öllum nor- rænu ríkjunum, svokallaða Mini Pan- orama, en þá kom í ljós að enginn vettvangur var fyrir það hér á landi. Hjálmtýr hafði þá frumkvæði að því að stofna Reykjavik Shorts&Docs. Hjálmtýr hefur verið framkvæmda- stjóri hátíðarinnar öll árin en nú hef- ur Guðrún Ragnarsdóttir tekið við því starfi. „Ég var aðeins farinn að þreytast því það gengur svo illa að fjármagna þetta,“ segir Hjálmtýr og hlær. „En Guðrún er búin að gera ótrúlega hluti á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan hún tók við. Hátíðin hefur til dæmis aldrei verið jafnsýnileg og hún verð- ur núna.“ Sem dæmi um það nefnir Hjálmtýr að sjónvarpstækjum verður komið fyrir í gluggum nokkurra húsa við Laugaveginn, meðal annars hús- um sem stendur til að rífa, þar sem hátíðin verður auglýst. Að þessu sinni verður líka samstarf við Menningar- nótt og í tilefni af því verður sögu kvik- myndahúsa í Reykjavík gerð sérstök skil með dagskrá í Gamla bíói, Aust- urbæjarbíói og víðs vegar um borgina, úti jafnt sem inni. Útlendingar og túristar á meðal gesta „Guðrún er með rosalega fínar hugmyndir varðandi framtíðina þó hátíðin líði kannski aðeins fyrir það núna að vera undirbúin á skömm- um tíma,“ segir Hjálmtýr en sú sem tók við af honum sem framkvæmda- stjóri á síðasta ári þurfti að segja sig frá starfinu í vetur af persónulegum ástæðum. „Mér sýnist þetta mjög gott upp á framtíðina og að uppfylla skil- yrði til að geta sótt um styrki í Evrópu- sjóðnum, svokölluðum Media-sjóði Evrópusambandsins. Þá fyrst held ég að hægt væri að skapa henni fastan grundvöll því þetta er ekki hátíð sem getur ekki borið sig á miðasölu,“ segir Hjálmtýr en mesta aðsóknin sem há- tíðin hefur fengið er hátt í þrjú þús- und manns. Og hann bætir við að það hafi komið sér svolítið á óvart hversu margir útlendingar og túristar hafi sótt sýningar á hátíðinni. Skilyrðin sem Hjálmtýr nefnir eru meðal annars að sýna að hátíðin „er og verður“. „Það þarf líka að hafa allt prógrammið á eigin máli og einu al- þjóðlegu máli,“ segir Hjálmtýr. „Síð- an þarftu að vera með erlenda gesti og námskeiðahald. Þetta eru megin- skilyrðin. Í fyrra uppfylltum við þau og aftur núna. Ég held að við eigum góða möguleika á að skjóta þessum stoðum undir hana. Þá erum við með tryggt startfé sem er meira en allt fé sem við erum með núna. Og ég nefni engar tölur,“ segir Hjálmtýr og hlær. Reykjavíkurborg, Kvikmyndasjóður og menntamálaráðuneytið hafa styrkt hátíðina í gegnum tíðina. Þær upp- hæðir standa þó aðeins undir hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að halda hátíðina. Sérhæfð og glamúrlaus Að jafnaði eru sýndir um þrjátíu titlar á hverri hátíð Shorts & Docs, bæði íslenskar og erlendar. Á hátíð- inni hafa verið frumsýndar allt upp í tuttugu íslenskar myndir, þar af fimm heimildamyndir. Á Hjálmtý er að heyra að markmiðið sé ekki endilega að hátíðin stækki ár frá ári. „Við vilj- um fyrst og fremst festa hana í sessi; að þetta sé góð heimildar- og stutt- myndahátíð. Þetta er líka bara viku- fyrirbrigði og þú hefur takmarkaðan fjölda sýninga. Í einum sal geturðu einungis haft þrjár sýningar á dag og svo er regla að sýna allar myndir tvisv- ar. Stuttmyndirnar geta þó auðvitað verið margar í einni sýningu.“ Hjálmtýr bendir líka á að hátíðin sé sérhæfð að því leyti að hún sýni ekki leiknar bíómyndir, sé ekki eins og RIFF, Reykjavík International Film Festival, sem geti tekið allt inn. „Heimilda- og stuttmyndahátíðir eru þó fjölmargar úti um allan heim. En þetta eru samt myndir sem vilja verða út undan í umræðunni. Þú ert ekki með heims- fræga leikara og þennan glamúr sem fylgir bíómyndunum. Þetta eru svolít- ið óhreinu börnin hennar Evu.“ Myndir frá Cannes Valnefnd er núna að fara yfir þær myndir sem óskað hefur verið eftir að verði sýndar á hátíðinni. Hjálmtýr segist vita um allavega tvær íslensk- ar heimildarmyndir í þeim flokki. Þá er orðið ljóst að allar stuttmyndirnar sem kepptu um Gullpálmann í Cann- es í vor verða sýndar á hátíðinni. Þess má geta að heiðursgestur hátíðarinnar í ár verður Bandaríkja- maðurinn Thom Andersen. Thom býr í Los Angeles þar sem hann starf- ar sem kvikmyndagerðarmaður, kvik- myndagagnrýnandi og prófessor við kvikmyndadeild hins virta listahá- skóla California Institute Of The Arts. Á meðal þekktustu heimildamynda hans eru Eadweard Muybridge, Zoo- praxographer, Red Hollywood og Los Angeles Plays Itself. Ekki er víst að samstarfið við Menningarnótt muni halda áfram þar sem vilji aðstandenda Shorts & Docs stendur til þess að hafa hátíðina á vor- in, eins og venjan hefur verið undan- farin ár. „Það er að mörgu leyti betra. Þá er til dæmis styttra síðan Panor- ama var [fer fram á haustin] upp á að halda Mini Panorama. Svo er oft gam- an á vorin, það er ákveðin stemning.“ Lýðræðisskortur og „vitleysingar“ Talið berst að gagnrýninni sem Hjálmtýr og Böðvar Bjarki Pétursson kvikmyndagerðarmaður settu fram á Framleiðendafélagið SÍK (Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda), bæði á netinu og í prentmiðlum, fyrr í sumar. Hjálmtýr talaði meðal annars um að allt væri í skralli innan stjórn- ar SÍK. Blaðamaður biður hann um að útskýra þessi orð sín aðeins betur. „Ég tel að félagsmál kvikmynda- gerðarmanna séu ekki, og hafi ekki verið, í góðu horfi. Tónlistarmenn sem dæmi vinna miklu betur í sínum mál- um og fyrir sínum hagsmunum. Okk- ur hefur ekki borið gæfa til að standa saman og vinna nægilega skipulega að okkar málum. Ég var í stjórn SÍK í fjögur ár. Fyrstu tvö árin var ég meira svona að kynna mér þetta en reyna um leið að vinna í þessum málum. Baltas- ar Kormákur tók við formennskunni að þessum tveimur árum liðnum og þá kom ákveðin deyfð yfir starf- ið. Það voru sjaldnar fundir og fyrsta hálfa árið sem hann var formaður var hann ekkert á landinu. Ég gerði mikið af því að gagnrýna þetta vegna þess að lög SÍK eru frá árinu 1999 og þar eru bráðabirgðaákvæði. Auðvitað á að vera búið að semja ný lög á öll- um þessum tíma. Ég fékk samþykkt á fjórum aðalfundum í röð að það ætti að breyta lögunum, en því var aldrei framfylgt. Loksins var það sett í nefnd sem ég tók sæti í. Svo hittist nefndin og kem- ur fram með lagatillögu. Hún er síðan tekin og hent út um gluggann. Baltas- ar, stjórnin og hluti nefndarinnar setja svo fram nýjar hugmyndir sem ganga út á það að bíómyndaframleiðendur hafi margfalt atkvæðavægi á við aðra framleiðendur, í krafti þess að þeir séu að gera miklu viðameiri og merkilegri hluti. Í rökstuðningi formanns laga- nefndarinnar með tillögu þeirra um misvægi í atkvæðavæginu segir meira að segja eitthvað á þá leið að það sé best að þeir ráði sem hafi mest vit. Það er náttúrlega mjög skrýtið fyrir fé- lagsmenn að lesa greinargerð þar sem segir að þeir séu hálfgerðir vitleysing- ar. Og það var fleira í þessi greinargerð sem var fáránlegt. Ég hef líka alltaf gagnrýnt stjórnina fyrir lýðræðisskort. Það er aldrei unnið fyrir opnum tjöld- um og það er ekkert samband við fé- lagsmenn. Allri gagnrýni minni er mætt með því að kalla hana árásir.“ Bíómyndir merkilegri? Að sögn Hjálmtýs er atkvæða- mismununin fólgin í ákveðnu stiga- kerfi sem sé á þá leið að framleiðend- ur fái tvö stig fyrir hverja framleidda mínútu í heimildamynd en tíu fyrir hverja mínútu í bíómynd. Hjálmtýr hefur kynnt sér hvernig þessum mál- um er háttað hjá framleiðendafélög- um á Norðurlöndunum, í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi. Hann segir að alls staðar sé hvert framleiðenda- félag með eitt atkvæði, þó með einni undantekningu. „Það var í einu litlu, frönsku félagi þar sem atkvæðin ráð- ast af því hvað þú ert með mikla veltu. Í því félagi eru hins vegar einungis bíómyndaframleiðendur og þetta er eitthvað sem þeir hafa komist að sam- komulagi um. Ég hef skrifaði tólf blað- síðna greinargerð um þetta, lagt hana fram sem rök, en þessu er ekki svar- að. Ég held að þeir lesi þetta ekki einu sinni.“ Hjálmtýr segir að bíómyndafram- leiðendur réttlæti þessa skipan mála með því að þeir séu með meiri veltu. Þeir kalli þetta réttlætismál því stór fyrirtæki geti ekki setið við sama borð og lítil. „En þetta hefur ekkert með það að gera því þótt heimildamynda- fyrirtæki væri að gera heimildamyndir um allan heim, gerði kannski hundr- að myndir á meðan eitthvað annað fyrirtæki gerir fimm bíómyndir væri það einungis kannski farið að nálg- ast bíóframleiðendafyrirtækið. Þetta stenst því ekki. Kjarninn í þessu er að bíómyndaframleiðendur telja sig vera að gera merkilegri hluti en heimilda- myndaframleiðendur.“ Skortir naflaskoðun kviik- myndagerðarmanna Nú stendur til að stofna nýtt félag kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, Fé- lag sjálfstæðra kvikmyndaframleið- enda. Hjálmtýr bendir líka á að flest þeirra fyrirtækja sem ætli að ganga í það félag séu utan SÍK, eða um fimm- tíu talsins. Þau komist einfaldlega ekki inn í SÍK vegna furðulegra inn- tökuskllyrða. Þar eru nú fimmtíu og tveir framleiðendur, þar af þrettán sem „eru í rauninni ekkert að gera“ að sögn Hjálmtýs. „Ef þú framleiðir eina bíómynd er þér fagnað eins og týnda syninum hjá SÍK, jafnvel þótt það komi bara einn maður að sjá hana. Þú verður hins vegar að gera fimm heim- ildamyndir til komast inn.“ Hjálmtýr segist einfaldlega vilja að menn vinni opið, lýðræðislega og heiðarlega og hafi einhver mark- mið. Og hann kallar eftir því að það fari fram meiri naflaskoðun innan íslenska kvikmyndabransans. „Af hverju heldur kvikmyndabransinn til dæmis ekki ráðstefnu? Flestar grein- ar reyna að skoða sjálfar sig, setja nið- ur framtíðarplön og fleira. En það er ekkert svoleiðis í íslenska kvikmynda- bransanum. Við höfum alltaf haldið illa á okkar málum.“ Að mati Hjálmtýs hefur Baltasar heldur ekki sinnt starfi sínu sem for- maður SÍK sem skyldi vegna anna í kvikmyndagerð. Hann hefði því ekki getað það, þótt hann hefði viljað. Vitrænt samband við RÚV Hjálmtýr játar því að kvikmynda- bransinn hér á landi hafi lengi ein- kennst af alls kyns skærum og hnútu- köstum. Það orsakist líka af því að þetta sé heimur þar sem keppt sé um svokallaða „ókeypis peninga“, styrki og fjárframlög úr hinum ýmsu sjóð- um og pyngjum. Kvikmyndagerð sé líka áhættusöm starfsemi og til marks um það hafi margir kvikmyndagerðar- menn farið á hausinn. „Að öllu jöfnu er þetta er ekki góður bisness.“ Hjálmtýr sér þó votta fyrir sólar- geislum í þeim nokkuð dimma dal sem íslenski kvikmyndabransinn sé í nú um stundir. „Eitt stóra vandamál- ið, að minnsta kosti hvað varðar heim- ildamyndagerðina, er staða Ríkissjón- varpsins. Það er okkar aðalmarkaður og því þarf að koma á vitrænu sam- bandi við RÚV. Það eru forsend- ur til þess í þjónustusamningnum sem menntamálaráðuneytið og RÚV gerðu. Það er langmikilvægast fyrir kvikmyndagerðarmenn að mínu mati að fá stjórnendur Ríkissjónvarpsins til að líta ekki á okkur sem eitthvað fólk úti í bæ sem grætur utan í þeim, held- ur sem samherja í þeirri viðleitni að gera RÚV að betra sjónvarpi.“ kristjanh@dv.is Heimilda- og stuttmyndahátíðin í Reykjavík, eða Reykjavik Shorts&Docs, verður haldin í sjöunda sinn eftir tæpan mánuð. Sú ný- breytni er í ár að hátíðin verður haldin í samstarfi við Menningarnótt. Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, hafði frumkvæðið að stofnun hátíðarinnar á sínum tíma. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hennar öll árin, þar til nú, en er þó ekki alfarið hættur afskiptum af henni. Hjálmtýr hefur líka sterkar skoðanir á ástandinu innan íslenska kvikmyndabransans og þann skort á lýð- ræði og réttlæti sem hann segir vera staðreynd, eins og hann sagði blaðamanni DV frá í vikunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.