Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 30
Föstudagur 25. júlí 200830 Helgarblað DV „Er þetta ekki eðlileg togstreita milli þeirra sem eru að reyna að vekja á sér athygli og þeirra sem þykjast vita hvernig hlutirnir eiga að vera?“ spyr Óttarr Proppé söngvari um alla þá gagnrýni sem fylgt hefur nýj- ustu auglýsingaherferð Vodafone. Auglýsingin virðist hafa farið fyrir brjóstið á ýmsum í samfélaginu og hefur verið kærð til Sambands ís- lenskra auglýsingastofa. Óttarr segist þó ekki vera að leggja auglýsingagerð fyrir sig. „Ég hef hvorki verið að leita eftir því né berja það frá mér. Fannst þetta til- valið af því að þetta er svo skemmti- legt konsept og viðhorf sem þeir vildu fara út í með herferðinni. Þeg- ar maður er að spila pönk er visst viðhorf sem þarf að koma á fram- færi. Ef stórfyrirtæki ætlar að vera sammála andstöðuviðhorfi og er í pönkinu og vill birta það úti um allt segir maður ekki nei,“ segir Óttarr. Hann tekur þó fram að engin áform séu um að leika í fleiri auglýsing- um. Nýja plataN er stórvirki Óttarr hefur í nógu að snúast með sveit sinni Dr. Spock. Þeir hafa unnið hörðum höndum að gerð nýrrar plötu. „Það er allt á fullu hjá okkur. Höfum verið í upptökum síð- an í vor og erum langt komnir með að klára nýja plötu. Hún er komin í mix eins og það heitir og kemur út með haustinu. Þessi plata er á okkar mælikvarða mikið stórvirki. Það er búið að leggja mikið í þessa plötu og það er mjög flott efni á henni,“ seg- ir Óttarr og heldur áfram: „Þetta er eiginlega það gott efni að við þor- um ekki annað en að vinna það al- mennilega áður en við skilum því af okkur.“ Sveitin hefur þróast mikið und- anfarin ár og hafa meðlimir Dr. Spock þroskast mikið síðan fyrsta breiðskífa þeirra, Dr. Phil, kom út fyrir þremur árum. „Í eðlinu er þetta sama músíkin, munurinn er sá að við höfum verið að spila sam- an síðastliðin fjögur, fimm ár. Þeg- ar við vorum að taka upp Dr. Phil vorum við tiltölulega nýbyrjaðir að spila með látum og efnið á þeirri plötu var samansafn. Efnið á nýju plötunni er sérstaklega samið fyr- ir hana,“ útskýrir Óttarr. Hann tek- ur einnig fram að sveitin hafi tekið stakkaskiptum er Þorbjörn Sigurðs- son hljómborðsleikari gekk til liðs við hana. En Þorbjörn, betur þekkt- ur sem Tobbi, var eitt sinn í sveitinni Jeff Who?. Óttarr segir komu hans hafa gert mikið fyrir Dr. Spock, þá sérstaklega tónlistarlega. tíkur og ýktar týpur Aðdáendur Dr. Spock bíða í of- væni eftir breiðskífunni sem hlotið hefur nafnið Falcon Christ. Blaða- maður spyr Óttar út í nafnið og virð- ist titillinn vera útpældur og mjög djúpur. „Fálkinn kemur mjög sterk- ur inn hjá Dr. Spock. Fálkakonseptið fylgir sveitinni svolítið, sömuleiðis sálarhjálparkonseptið í kristinum. Svo komumst við að því á meðan við vorum að semja að við í sveit- inni erum eins og eitís sápuópera. Þetta eru svona tíkur og ýktar týpur í bandinu. Við erum með höfuð fjöl- skyldunnar, baldna soninn sem vill helst vinna á búgarðinum en inn- viklast alltaf í vesenið og vonda son- inn sem heimtar arfinn og þess hátt- ar. Við samsvörum okkur við þetta. Hið dulda sálarlíf Dr. Spock kemur í gegn á þessari plötu,“ segir Óttarr. Hann tekur einnig fram að helsta markmið sveitarinnar sé að koma plötunni út. Með fyrsta upplaginu fylgir DVD-diskur með tónleika- upptökum. Óttarr segir þær upptök- ur varpa nýju ljósi á skrímslið sem Dr. Spock er. eurovisioN-æviNtýrið Flacon Christ átti upprunalega að koma út á sjómannadaginn. Óttarr segir sveitina hafa sterk sjó- mannagen í sér. Hann segir doktor- inn upplifa sig sem einhvers konar skipslækni. Þetta sjómannseðli kom einnig sterkt fram í Eurovision-æv- intýri sveitarinnar. En eins og flest- ir muna slógu kapparnir rækilega í gegn með lagi Dr. Gunna Hvar ertu nú? Lagið hefur notið mikilla vinsælda og er án efa á góðri leið með að bætast í hóp klassískra sjó- mannalaga. Dr. Spock komst alla leið í úr- slitaþáttinn, en engum hafði órað fyrir að þeir kæmust svona langt og næðu svona miklum vinsældum. Óttarr segir sveitina lítið hafa breyst þó svo að hún hafi tekið þátt í einni vinsælustu söngvakeppni landsins. „Fleiri kannast við okkur. Fleiri eru farnir að nota gula gúmmí- hanska heima sjá sér, bara mjög hversdagslegt. Fleiri börn og gam- almenni kannast við okkur. Það er mælikvarði á Íslandi þegar börn og gamalmenni kannast við mann. Þá er maður kominn í Ómars Ragnars- sonar-hópinn sem er draumur allra á Íslandi,“ segir Óttarr glottandi. Blaðamaður spyr Óttar hvort leita eigi út fyrir landsteinana með nýju plötuna. „Það er verið að skoða að dreifa þessu víðar en á Íslandi. Við höfum spilað í Færeyjum þannig að það eru ýmsir markaðir undir.“ HestameNNskaN tíma- eyðsla Þegar Óttarr er ekki að braska í tónlistinni vinnur hann í Pennan- um. Þar er hann skrifstofublók eins og hann kallar sjálfan sig og segist vera sáttur í starfi. Hann virðist oft taka að sér alls kyns aukaverkefni og þegar blaðamaður spyr hvernig hann hafi tíma fyrir þetta allt sam- an segir hann einfaldlega: „Þetta er spurning um að skipuleggja sig smá og ekki vera í hestamennsku. Það er trixið. Þetta er eitthvað sem íslensk- ir leikarar gætu lært eitthvað af. Helgi Björns kæmi örugglega þrem- ur plötum út á ári ef hann væri ekki í hestamennskunni.“ FálkiNN leiðbeiNir Dr. Spock mun koma fram á tveim- ur stöðum yfir verslunarmannahelg- ina. Þeir spila bæði á Þjóðhátíð og á Innipúkanum. „Það er verið að skipuleggja ferðir, æfa prógrömm og velja úti- og innidress,“ segir Óttarr. Kapparnir í sveitinni eru þekktir fyr- ir skemmtilegar múnderingar á tón- leikum. „Annars er fálkinn farinn að hvísla beint í eyru okkar. Hann er far- inn að hafa meiri áhrif en áður.“ Söngvarinn og pönkarinn óttarr proppé botnar ekkert í hvað fólk er viðkvæmt fyrir nýrri auglýsingaherferð Vodafone þar sem Ótt- arr sjálfur fer með aðalhlutverkið. Hljómsveitin Dr. Spock hefur verið að gera góða hluti síðustu misseri, einkum vegna velgengni í Eurovision. Ný plata er væntanleg frá Dr. Spock í haust. Hún hefur hlotið nafnið Falcon Christ og segir Óttarr hana mikið stórvirki. Dr. spock Ný plata er væntanleg frá dr. spock í haust. Hún hefur hlotið nafnið Falcon Christ. Óttarr segir hana mikið stórvirki. óttarr proppé leikur í nýjustu auglýsingaherferð Vodafone. auglýsingin hefur farið fyrir brjóstið á hinum ýmsu þjóðfélagsþegnum og hefur meðal annars verið kærð til sambands íslenskra auglýsingastofa. Komnir í hóp með ómari ragnarssyni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.