Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 39
Föstudagur 25. júlí 2008 39Sport Ronaldinho mættuR á Ólympíuleikana Bros hefur færst á ný á andlit ronaldinhos eftir erfiða dvöl hjá Barcelona. Brasilíumað- urinn verður með ungu liði Brasilíu á Ólympíuleikunum. ronaldinho, sem skoraði 70 mörk í 145 leikjum fyrir Barcelona, hjálpaði liðinu að ná í spánarmeistaratitilinn árin 2005 og 2006 auk þess sem félagið vann í meistaradeildinni með hann innanborðs árið 2006. Hann átti erfitt uppdráttar hjá Barcelona en þjálfari brasilíska landsliðsins, dunga, segir ronaldinho ánægðan. „ronaldinho er mjög mikilvægur leikmaður í hópnum og hann er að að jafna sig á ýmsum áföllum. Það mikilvægasta er að hann sé ánægður og njóti þess að leika knattspyrnu,“ segir dunga. maRga vantaR á Ólympíuleikana Nokkrir knattspyrnumenn sem útlit var fyrir að myndu taka þátt í Ólympíuleikunum gera það ekki. Kaka fékk ekki lausn frá aC Milan. annar Brasilíumaður, robinho, verður ekki með á leikunum vegna meiðsla. Óvíst er með fleiri leikmenn þar sem Ólympíuleikarnir skarast á við þriðju umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Félögin gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að halda leikmönnunum á meðan knattspyrnu- samböndin setja mikla pressu á félögin að veita leikmönnunum lausn. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! Allt er til reiðu í Peking að sem er til þess fallinn að upp- ræta ský og tryggja að sól skíni á keppendur og þá fimm hundruð og fimmtíu þúsund gesti sem búist er við að heimsæki landið. ímyndarsköpun Kínverskum stjórnvöldum er um- hugað um að skapa jákvæða ímynd af landinu sem er ólík hugmyndum fólks um mannréttindabrot á borð við barnaþrælkun og slæma með- ferð á vinnuafli. Af þeim sökum hefur verið sett af stað gríðarmikil herferð til þess að hvetja fólk til að henda ekki rusli á götur og ryðjast ekki fram fyrir í röð sem er landlægt vandamál víðar en á Íslandi. Eins var leigubílstjórum og starfsmönnum leikanna gert að læra örlitla ensku svo viðskipti og samskipti gangi vel fyrir sig. Kommúnistaflokkurinn er eini stjórnmálaflokkur Kína og hef- ur hann þegar eytt um 1,5 milljörð- um dollara í auglýsingar til að kynna flokkinn á jákvæðan máta fyrir er- lendum gestum. Að auki hafa verið byggðir 12 nýir leikvangar, neðan- jarðarkerfið endurskipulagt, skýja- kljúfar byggðir og aðrir endurnýj- aðir til þess að gera borgina fallegri. Alls mun þetta kosta um 40 millj- arða bandaríkjadala. mannréttindi Í fyrra afléttu yfirvöld ritskoðun á fréttum og hafa lofað erlendum fréttamönnum algjöru frelsi til þess að segja frá því sem fyrir augu ber á leikunum. Lengi hafa yfirvöld rit- skoðað allt sem kemur frá almenn- ingi og í Kína dúsa tuttugu og níu blaðamenn í fangelsi fyrir skoðan- ir sínar. Fleiri fóru sömu leið fyrir skömmu eftir að lögregla handtók blaðamenn sem stóðu fyrir mót- mælum sökum þess að kollegar þeirra sitja í fangelsi fyrir skrif sín. „Við erum ekki Sameinuðu þjóðirn- ar eða stjórnvöld einhvers lands, en ef koma okkar til Peking hefur já- kvæð áhrif á mannréttindi í land- inu er það afar jákvætt,“ segir John Coates, fulltrúi frá Ástralíu í Ólymp- íunefndinni. „Það er ljóst að miklar breytingar eru í gangi í Peking en við skulum ekki gleyma okkur. Megin- markmiðið er að halda stöðugleika á meðan leikarnir fara fram. Pólit- ískar umbætur gerast ekki eingöngu vegna þess að Ólympíuleikarnir eru haldnir í Peking,“ segir Xu Xin, próf- essor í stjórnmálafræði við Cornell- háskóla. Raunar nota stjórnvöld Ólymp- íuleikana beinlínis sem átyllu til að halda pólitískum föngum. Amn- esty International krafðist í vikunni lausnar Ye Guozhu sem átti að losna úr fangelsi 26. júlí en því var frestað fram yfir Ólympíuleika til 1. október. Guozhu var upphaflega fangelsaður eftir að skipuleggjendur leikanna neyddu hann til þess að yfirgefa heimili sitt og fjölskylduveitinga- stað þar sem þau voru á mikilvægu landsvæði fyrir Ólympíuleikana að mati stjórnvalda. Bjartsýni Mikil bjartsýni ríkir í Peking. íþróttamenn við æfingar Breska landsliðið í innanhúss- hjólreiðum er hér við æfingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.