Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 52
Föstudagur 25. júlí 200852 Helgarblað DV Sakamál Blóðsugan frá DusselDorf Blóðsugan frá dusseldorf herjaði á íbúa dusseldorf í Þýskalandi í kringum 1930. Ferill hans hófst 1913, en fyrri heimsstyrjöldin og fangelsisvist gerðu hlé á ódæðum hans um nokkurra ára skeið. í lok þriðja áratugarins tók hann upp þá iðju sem hann hafði verið truflaður við. í rúmt ár lifðu íbúar dusseldorf í skugga hræðilegra ódæða og hann gat sér orðspor sem lifir enn í dag. lesið um Blóðsuguna frá dusseldorf í næsta helgarblaði.umsjón: KolBeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is Varmennið sem engum Vægði Carl Panzram baðst aldrei vægðar og sýndi engum vægð á glæpaferli sem hófst árið 1899 þegar hann var átta ára og lauk árið 1930. Hann hertist við hverja refsingu sem hann hlaut og bað kvölurum sínum böl- bæna þegar þeir börðu hann í refsingarskyni. Carl Panzram fæddist árið 1891 í Minnesóta í Bandaríkjunum og var yngstur sjö barna foreldra sinna sem voru fátækt sveitafólk af þýsku bergi brotið. Bernska Carls og syst- kina hans var erfið því að skóladegi loknum beið mikið vinnuharðræði. Flestir bræðra Carls hleyptu heim- draganum eins fljótt og mögulegt var, oftar en ekki í kjölfar vandræða vegna samskipta þeirra við lög- regluyfirvöld. Ekki leið á löngu áður en fað- ir Carls fylgdi fordæmi sona sinna og árið 1899 yfirgaf hann fjölskyldu sína fyrir fullt og fast. Ekki er fráleitt að ætla að það hafi markað kross- götur í lífi Carls því þá villtist hann af þröngri stigu heiðarlegs lífs og að- eins átta ára að aldri stóð hann fyr- ir framan dómara ákærður fyrir ölv- un og óspektir. Var það tilfelli aðeins það fyrsta af mörgum slíkum sem áttu eftir að lita tilveru Carls Panz- ram næstu þrjú árin og árið 1902, þegar hann var ellefu ára, var hann sendur á Red Wing, uppeldisheimili Minnesóta, eftir að hafa brotist inn í hús nágrannanna og stolið pening- um og skammbyssu. Dvölin á Red Wing var ekkert sældarlíf því heim- ilið var rekið á grundvelli hrotta- skapar og kynferðislegs ofbeldis í bland við kristilega innrætingu. Eins og gefur að skilja höfðu þær aðferðir ekki mannbætandi áhrif á Carl, en juku til muna á andúð hans á yfirvöldum og hertu hann í þeirri afstöðu. Til að undirstrika það brenndi Carl uppeldisheimilið til grunna. nauðganir í slóð brunninna kirkna Árið 1906 fela yfirvöld Carl Panz- ram í hendur móður hans og þess var ekki langt að bíða að hann tæki til hendinni. Rán og gripdeildir virt- ust vera hans ær og kýr, en auk þess fékk hann útrás fyrir það sem virtist vera orðið rótgróið hatur í garð krist- innar trúar og var slóð hans vörðuð rústum brunninna kirkna. Á meðan á flakki hans um landið stóð lenti hann í atviki sem átti eftir að setja enn eitt markið á hann. Það gerðist þegar honum var nauðgað af fjórum flækingum í járnbrautar- vagni sem hann hafði tekið sér far með. Eftir það hóf hann sjálfur sína eigin herferð gegn flækingum og nauðgaði þeim þegar færi gafst og skipti þá litlu máli hver átti í hlut. Hann átti jafnvel til að neyða flæk- inga að nauðga hver öðrum með því að ógna þeim með skammbyssu. Eitt sinn er Carl var í miðjum klíðum að nauðga flækingi kom starfsmað- ur lestarinnar að honum. Skipti þá engum togum að Carl neyddi flæk- inginn til að nauðga starfsmannin- um áður en hann gerði það sjálfur. En þess var ekki langt að bíða að Carl Panzram lenti í höndum rétt- vísinnar, en tókst að flýja eftir stutta fangelsisvist. Þessu næst gekk Carl Panzram í herinn, en 20. apríl 1907, aðeins um ári eftir að hafa verið komið í umsjá móður sinnar, var hann færður fyrir herdómstól fyrir óhlýðni og þjófnað á eigum ríkis- stjórnarinnar. Inn og út úr grjótinu Næstu þremur árum eyddi Carl Panzram á bak við lás og slá í Fort Leavenworth. Við þrælkunarvinnu byggði hann jafnhliða upp sinn eigin styrk og hatur á yfirvaldinu. Árið 1910, þegar hann fékk frelsið, flutti hann til Kaliforníu og var litla stefnubreytingu að sjá á honum. Rán, barsmíðar og brunnar kirkj- ur vörðuðu slóð hans og hann var handtekinn í Chinook í Michigan vegna innbrots. Hann var dæmd- ur til eins árs fangelsisvistar en flýði eftir átta mánuði. Ári síðar var hann handtek- inn, en þá kallaði hann sig Jeffer- son Rhoades, og var í grjótinu um tveggja ára skeið. Eftir að honum var sleppt úr fangelsinu hélt hann áfram uppteknum hætti og var handtekinn í Oregon. Var honum þá boðin lágmarksrefsing ef hann upplýsti lögregluna um hvar hann hefði falið ránsfenginn. Hann var samvinnuþýður, en var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar. Vegna þessara svika reiddist Carl svo heiftarlega að hann braust út úr klefa sínum og rústaði og kveikti í þar sem hann gat innan fangelsis- veggjanna. Ekki mátti miklu muna að Carl Panzram yrði barinn til ólífis eftir þetta og voru báðir ökklarnir á honum meðal annars brotnir. Hann var síðan fluttur í Salem-fangelsið, en það var á þeim tíma eitt hið al- ræmdasta í fylkinu. Panzram bregst við trausti Eðli Carls blíðkaðist ekki í Salem- fangelsinu, þvert á móti. Við fyrsta tækifæri þeytti hann koppnum sín- um í andlit eins varðarins og hlaut fyrir vikið heiftarlegar barsmíðar og var hlekkjaður við klefadyrnar um þrjátíu daga skeið. Ekki varð það til að lækka í honum rostann, heldur lét hann fúkyrðunum rigna yfir alla þá sem komu í kallfæri við hann. Síðar tókst Carl að brenna til grunna verkstæði fangelsisins, efna til uppreisnar og ganga berserks- gang með öxi að vopni. Fyrir þetta lengdist dómur hans um sjö ár. En þar kom að nýr fangelsisstjóri tók við fangelsinu. Sá var hugsjóna- maður og reyndi að byggja sam- skipti sín við Carl Panzram á góð- mennsku. Meðal annars gaf hann Carl leyfi til að fara út fyrir veggi fangelsisins með því skilyrði að hann sneri aftur að kvöldi. Öllum til mikillar furðu, og ekki síst Carl Panzram sjálfum, gekk þetta sam- komulag eftir. En allt tekur enda, og eftir að hafa reynt að fela sig með fallegri nunnu þurfti byssubardaga til að koma honum í grjótið aftur. Hann var settur í einangrun upp á vatn og brauð og reglulegar barsmíðar, auk þess sem sem hann var spúlaður með brunaslöngunni. Manngæska nýja fangelsisstjórans var uppurin. Carl Panzram tókst að flýja úr fang- elsinu árið 1918. leiðin liggur til afríku Leið Carls Panzram lá til austur- hluta Bandaríkjanna þar sem hann munstraði sig á skip og sigldi til Suður-Ameríku. Þar vann hann ým- islegt, meðal annars í koparnámu í Perú, við olíuvinnslu í Chile, sem hann reyndar kveikti í síðar. Fyrr en varði var hann kominn til Banda- ríkjanna. Þar segir sagan að hann hafi stolið 40.000 dölum af heim- ili Williams Howard Taft, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta. Fyrir ráns- fenginn keypti hann sér snekkju, réð sér tíu manna áhöfn og lagði úr höfn. Áhafnarmeðlimum sínum nauðgaði hann og kastaði síðan fyr- ir borð. Panzram tók kúrsinn á Vestur- Afríku þar sem hann hélt upptekn- um hætti. Á meðal fórnarlamba hans þar var tólf ára drengur sem hann myrti eftir að hafa nauðgað honum. Eitt sinn réð hann sex burð- armenn þegar hann fór á krókódíla- veiðar. Burðarmennirnir enduðu allir sem krókódílafóður. En heimaslóðirnar kölluðu og Carl Panzram fór enn á ný til Banda- ríkjanna. Hann beið ekki boðanna og fyrr en varði hafði hann nauðg- að og myrt þrjá drengi, stolið bát og myrt þann sem var um borð, verið handtekinn og varpað í grjótið. Með hvíta hnúa um fangelsisrimlana hóf Carl Panzram fimm ára fangelsisvist í Sing Sing-fangelsinu. skipuleggur hefnd gegn öllu mannkyninu Sing Sing-fangelsið var engan veginn búið undir reiði Carls Panz- ram og var hann því sendur til Clin- ton-fangelsisins í Dannemora, en það taldist þá að öllu jöfnu enda- stöð flestra glæpamanna í Banda- ríkjunum. Barsmíðar voru tíðari og hrotta- fengnari og Panzram eyddi tíman- um í dagdrauma um hefnd gegn mannkyninu eins og það lagði sig. Í dagdraumum sínum sprengdi Carl Panzram upp lestargöng þar sem væri á ferð þéttsetin lest, hann eitraði fyrir íbúum heillar borg- ar með því að setja arsenik í vatns- bólið og hann atti Bretum út í stríð við Bandaríkin með því að sprengja breskt skip í loft upp í bandarískri landhelgi. Carl Panzram reyndi að strjúka úr fangelsinu og var fyrir vikið lát- inn hanga á haus, bundinn á hönd- um og fótum, neðan úr þverbita í fangelsinu í tólf tíma í senn. Allan tímann jós hann úr sér bölbænum í garð kvalara sinna. En einn varð- anna, Henry Lesser, fann til samúð- ar með hinum óforbetranlega fanga og dáðist jafnvel aðeins á honum. Lesser laumaði til Carls blaði og skriffærum og í sjálfsævisögu sinni sagði Carl að það hefði verið mesta góðmennska sem honum hafði ver- ið sýnd um ævina. Í sjálfsævisögu sinni var Carl harkalega gagnrýn- inn á sjálfan sig og sagði meðal ann- ars að hann hefði brotið gegn öllum lögum Guðs og hefði verið um önn- ur lög að ræða hefði hann brotið gegn þeim líka. frelsi fagnað með morði Árið 1928 var Carl Panzram sleppt úr fangelsi og fagnaði hann nýfengnu frelsi með því að fremja ellefu rán og eitt morð. Hann var handtekinn og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Í fang- elsinu hótaði hann að drepa þann sem fyrstur yrði til að ónáða hann. Hann fylgdi hótuninni eftir með því að myrða hæglátan óbreyttan þvottahússtarfsmann með járnröri. Fyrir það morð var hann dæmdur til dauða. Sjálfsævisaga Panzrams hafði mikil áhrif á fólk í félagslega geir- anum, en engu að síður hafnaði hann boði þeirra um að berjast fyr- ir því að aftöku hans yrði frestað. Panzram virtist umhugað um að horfast í augu við örlög sín. Undir lokin réðst Carl meira að segja gegn Henry Lesser og bar brigður á til- gang þeirrar manngæsku sem Less- er hafði sýnt honum. 5. september 1930 stóð Carl Panzram á aftökupallinum. Böð- ullinn spurði hvort hann vildi segja eitthvað að lokum og svaraði Carl að bragði: „Já, vertu snöggur að þessu, prjónaræfillinn þinn. Ég gæti hengt tylft manna á meðan þú slór- ar svona.“ Carl Panzram hélt því fram að hann hefði myrt tuttugu og einn mann, staðið að þúsundum rána, innbrota og íkveikja og nauðgað yfir eitt þúsund mönnum. Carl Panzram reyndi að strjúka úr fangels- inu og var fyrir vikið látinn hanga á haus, bundinn á höndum og fótum, neðan úr þver- bita í fangelsinu í tólf tíma í senn. Klefi Carls Panzram Hér skrifaði hann endurminningar sínar. Carl Panzram einungis átta ára þegar glæpaferillinn hófst. Dagbók morðingja endurminn- ingar Carls vöktu athygli félagsfræð- inga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.