Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Síða 58
Leikurinn Mario Super Slugg- ers kemur út 25. ágúst. Hann mun sennilega koma aðeins seinna hér heima en Nintendo hefur kynnt leikinn á leikjaráð- stefnunni E3 2008. Um er að ræða hafnaboltaleik þar sem leikmönnum gefst tækifæri til að nota Wii-stýrikerfið til þess að líkja eftir alvöruhreyfingum í íþróttinni. Mario Super Sluggers er ekki ósvipaður Mario Strikers Charg- ed sem kom út á Wii í fyrra. Þar var fótbolti aðalmálið en nú er það hafnabolti. Líkt og í þeim leik eru grunnhugtök íþróttarinnar notuð en Nintendo bætir við alls kyns skemmtilegum aukareglum og aukakröftum á keppendurna. Þeir eru að sjálfsögðu góðkunn- ingjar Marios, svo sem Princ- ess Peach, Luigi, Yoshi, Donkey Kong, Bowser, Toad og Wario. Á leikvöllunum er að finna ýmsa hluti sem geta haft áhrif á leik- inn. Svo sem ísklumpa sem geta hægt á þér verði þeir á vegi þín- um. Eins og fyrr sagði er notast við Wii-stýrikerfið þegar spilað er. Líkt og í hafna- boltaleiknum sem fylgdi vélinni með Wii-Sports er fjarstýringunni haldið eins og kylfuskafti og henni sveiflað. Tímasetningin er lykilmálið til þess að hitta bolt- ann en hægt er að snúa kylfunni í litla rólega hringi við öxlina líkt og alvöruleikmenn gera til þess að fá örlítið meiri kraft. Hver leikmaður er síðan með sína kosti og sína galla. Sum- ir eru góðir að slá og geta neglt boltann út af vellinum á meðan aðrir eru sneggri að hlaupa eða betri að kasta. Til dæmis kemur regnbogi á eftir bolta Yoshis þeg- ar hann kastar og gerir það þeim sem slær erfiðara fyrir. asgeir@dv.is Mario Super Sluggers er væntanlegur í lok ágúst: Tölvuleikir fyrir sTelpurnar Þótt það sé algengara að reiðin, hasarinn og ævintýrin séu við völd í tölvuleikjum sem gerðir eru eftir vinsælum kvikmyndum virðist daglegt líf hins venjulega tánings vera að koma sterkt inn í tölvuleikjaheiminn á næstunni. Fyrirtækin Paramount Digital Entertainment og Legacy Interactive tilkynntu á dögunum að ætlunin væri að gera tölvuleiki sem byggðir væru á klassísku unglingamyndunum Pretty in Pink, Clueless og Mean Girls. Með þessu er líklegt að tölvuleikja- framleiðendurnir nái til breiðari markhóps og að ástsjúkar unglingsstúlkur geti nú farið að skemmta sér yfir tölvuleikjunum. Föstudagur 25. júlí 200858 Helgarblað DV Tækni umsjón: PÁll sVanssOn palli@dv.is BIrGðIr Gætu ÞrotIð nintendo Wii kom út fyrir jólin 2006 og var nánast ófáanleg strax í upphafi þar sem hún seldist upp um leið. sérstaklega í Bandaríkjunum. sömu sögu var að segja um jólin 2007 og nú gæti farið eins árið 2008. satoru Iwata, forseti nintedo, sagði nýlega í viðtali við tímaritið Forb­es að hann gæti ekki lofað því að nintendo Wii yrði undir trjánum hjá öllum sem vilja. nintendo ætlar að reyna að útvega Bandaríkjamönnum vélar eftir eftirspurn en segist engu geta lofað. Hafnabolti með mario BæTisT við GuiTar Hero Activision hefur tilkynnt að lög eftir gítargoðsögnina Jimi Hendrix verði í Guitar Hero: World tour. Þetta staðfesti fyr- irtækið á ráðstefnunni E3 sem núna stendur yfir. Lögin sem um ræðir eru ofursmellirnir Wind Cries Mary og „live“ út- gáfa af Purple Haze. Fyrirtækið tilkynnti líka nýlega að AC/DC, the Eagles og Van Halen hefðu bæst í hóp þeirra sveita sem verða í Guitar Hero-leikjunum. Þeir hafa náð gríðarlegum vin- sældum á skömmum tíma og hafa verið kallaðir hið nýja Sing Star. xxxxxxx xxxxxxxx NÝ PR EN T eh fBYGGÐASAFN HÚNVETNINGA OG STRANDAMANNA Reykjum Hrútafirði Hákarlaveiðar við Húnaflóa Shark Fishing Exhibition Opið daglega frá kl. 10:00 - 18:00 frá 1. júní til 31. ágúst Sími 451 0040 / 863 4287 www.simnet.is/reykirmuseum Mario Super Sluggers mario og vinir hans leggja fyrir sig hafnab­olta í leiknum. Wii-stýrikerfið Þú slærð b­oltann eins og með alvöru kylfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.