Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Síða 4
föstudagur 1. ágúst 20084 Fréttir DV Sandkorn n DV sagði frá því í vikunni að tölvu tónlistarmannsins Ragnars P. Steinssonar, Ragga í Botnleðju, hefði verið stolið. Stuldurinn kom illa við Ragga og þá aðallega vegna þess að í tölvunni voru ómetanleg- ar myndir af dóttur hans, Kríu. Að auki mátti finna myndband af fæðingu hennar sem er tilfinningalega ómetanlegt fyrir fjölskylduna. Eftir að Raggi kom í viðtal við DV fékk hann símhring- ingu þar sem maður sagðist hafa tölvuna undir höndum. Raggi endurheimti svo tölvuna en það var þó ekki gæsku þjófsins að þakka því hann þurfti að greiða nokkur þúsund krónur fyrir. n Eftirmálar frægs viðtals Helga Seljan við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra ætla að verða at- hyglisverðir. Hver bloggarinn á fætur öðrum lýsir yfir furðu sinni varðandi Ólaf. Sem væri í sjálfu sér ekki fréttnæmt fyrir utan að bloggararnir eru Friðjón R. Friðjóns- son, Hafrún Kristjánsdótt- ir, systir Sig- urðar Kára, og svo ofur- bloggarinn Stefán Friðrik Stefánsson. Öll mætti kannski kalla hægrimenn í þeim skiln- ingi að þau eru hægra megin á stjórnmálaskalanum. Bloggin eru misjöfn en Friðjón spyr hreinlega hvort það sé ekki heillavænlegra að mynda nýjan meirihluta í borg- inni með vinstri grænum. Sem hlýtur að vera heldur örvænting- arfull hugmynd eftir tvo sprungna meirihluta. Stefán spyr hvort borg- arstjórinn sé að spila út og svo er Hafrún hreinlega dauðþreytt á röfli um nítjándu aldar hús. n Fréttablaðið sagði frá því að Seth Combs, gagnrýnandi hjá San Diego City Beat í Bandaríkj- unum, vildi meina að Mugison væri of ljótur og það væri helsta ástæða þess að hann væri ekki orðinn heimsfrægur. Mugison fær hins vegar frábæra dóma fyrir plötu sína og eru allir sammála um að hann sé stórkostlegur tónlistarmað- ur þó hann hafi ekki vöxt Davids Beckham og sýniþörf Par- isar Hilton. En kannski má finna útskýringu á því hvers vegna fleiri íslenskir karlkyns söngvarar hafi ekki meikað það úti í heimi. Að minnsta kosti furða margir sig á því að Bubbi sjálfur hafi ekki enn þá meikað það á heimsgrundvelli. n Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, líkir för Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á setningarhá- tíð Ólymp- íuleikanna í Peking við að fara á Ól- ympíuleik- ana í Berlín á tímum nasismans. Greinin er löng og ítarleg og virðist að auki hafa heillað guðsmann- inn Jón Val Jensson sem þreytist ekki á að skrifa lærðar greinar um andstyggð þess að vera samkyn- hneigður. Í ummælakerfi bloggs- ins hrósar Jón Valur nafna sínum sem þakkar svo innilega fyrir sig og segir þá eiga samleið í skoðun- um í þessu máli. Fordómar gegn samkynhneigðum eru enn við lýði á Íslandi. Þorvaldur Kristinsson segir mikilvægt að gera sér grein fyrir að með breyttri samfélagsmynd flytja hingað íbúar landa þar sem fangelsi liggur við samkynhneigð. Hommar og lesbíur verða fyrir aðkasti í löndum Austur-Evrópu og geta vart haldið eigin gleðigöngur. SLEGIÐ ÚR LEYNUM „Við tökum allar hótanir alvarlega Þetta er hins vegar ekki fyrsta hót- unin sem okkur berst á undan há- tíðinni. Öðru nær. En við vonum það besta og lítum svo á að þetta sé merki um sjúkt hugarfar,“ seg- ir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga sem haldnir eru í næstu viku. Hinsegin dagar ná hámarki með gleðigöngunni Gay Pride laugardaginn 9. ágúst. Bréf þar sem því var hótað að varpa sprengju á gönguna barst Stöð tvö á dögunum og greint var frá því í fréttum. Þorvaldur segir það hafa kom- ið fyrir oftar en einu sinni að for- svarsmönnum Hinsegin daga ber- ist viðlíka hótanir. Þær hafi alltaf verið tilkynntar til lögreglu en þetta er í fyrsta sinn sem fjallað er um hótanirnar í fjölmiðlum. Að- spurður hvort hann hefði valið að greina frá hótununum opinber- lega hefðu þær borist skipuleggj- endunum í ár segir hann að af- staða hafi ekki verið tekin til þess. Telur Íslending hafa sent bréfið Gleðigangan var farin í fyrsta sinn hér á landi árið 2000 og tóku tæplega fimmtán þúsund manns þátt. Hún hefur farið stækkandi ár frá ári og var metþátttaka í fyrra en lögregla telur að þá hafi um fimm- tíu þúsund manns safnast saman í miðbænum í tilefni Gay Pride. Hátíðin er því orðin stærri í snið- um en samkomur á þjóðhátíðar- daginn. Hótunarbréfið var ritað á ensku en Þorvald grunar þó að Íslend- ingur hafi sent það. „Þetta er ein af aðferðunum til þess að leynast. Það er dæmigert að fólk slær úr leynum þegar það reynir að koma höggi á okkur.“ Honum finnst fordómar þó hafa minnkað mikið gagnvart samkynhneigðum. Breytingar á lögum sem heimiluðu samkyn- heigðum pörum að staðfesta sam- vist sína breyttu miklu til hins betra. „Viðhorf þjóðarinnar breytt- ist mjög hratt eftir lagasetninguna. Mun fleiri töldu sér fært að koma út í kjölfarið, gefa kynhneigð sína til kynna og lifa opinskátt.“ Mætir enn fjandskap Fordómarnir eru þó síður en svo úr sögunni. „Ég verð alltaf var við fordóma og fjandskap af og til. Sérstaklega þegar fólk gefur sig sterkt til kynna og stendur á sínu. Ég er forseti Hinsegin daga og tók þátt í að dreifa blaðinu okkar á dögunum. Þar mætti ég vissulega andúð, fjandskap og hnútukasti á stöku stað frá fólki. Aldrei var það þó frá verslunareigendum sjálf- um heldur bara frá fólki á förn- um vegi,“ segir Þorvaldur. Honum finnst þó annað en sem áður var fyrir tuttugu til þrjátíu árum þegar aðkast vegna samkynheigðar var daglegt brauð. Nú heyrir það til undantekninga. Fangelsaðir vegna samkynhneigðar Hins vegar bendir Þorvaldur á að íslenska þjóðin sé orðin mjög fjölbreytileg. „Núna birtist hér á landi fólk með ýmsar menning- arforsendur á bakinu. Margt af því kemur úr ríkjum þar sem mik- ill fjandskapur ríkir í garð sam- kynhneigðra og þeir oft beinlín- is fangelsaðir.“ Hann nefnir sem dæmi að þjóðir Austur-Evrópu hafi átt erfitt með að halda sín hátíðarhöld vegna hótana og of- beldis, en Gay Pride-göngur eru haldnar um allan heim. „Þeim er það jafnvel ómögulegt. Marg- ir fulltrúar þessara ríkja búa á Ís- landi. Síðan eru það einnig full- trúar ólíkra trúarbragða, til dæmis kristinna bókstafstrúarmanna sem að bandarískri fyrirmynd hafa alið á fjandskap í okkar garð. Þetta gýs alltaf upp öðru hverju,“ segir Þor- valdur. Bókstafshyggja er böl heimsins Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar, segir íhalds- semi Þjóðkirkjunnar vera helstu ástæðu þess að samkynhneigðir hafa ekki fengið hér réttindi til að ganga í hjónaband. „Ég er fyrsti forstöðumaður trúfélags á íslandi til að lýsa því yfir opinberlega að við séum tilbúin til að gefa sam- kynhneigða saman í hjónaband rétt eins og gagnkynhneigða.“ Hann segir viðtökurnar almennt hafa verið góðar. Helst séu það aðilar sem eru í hagsmunavörslu trúfélaga sem hafa andmælt hug- myndinni. „Í raun er það bókstafs- hyggja sem kemur í veg fyrir að skrefið sé tekið til fulls. Það er dap- urlegt að Þjóðkirkjan geri sig seka um bókstafshyggju, þar sem hún er eitt mesta böl heimsins í dag, bæði innan kristni og annarra trú- arbragða. Bókstafshyggja byggist á ótta og þröngsýni í stað kærleika og víðsýni,“ segir Hjörtur Magni. STYRKIR TIL STJÓRNMÁLAFLOKKA Skáldið Skrifar Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Við verðum bara að fylgja flokkunum og trúa því að okkar bíði betra líf í öðrum heimi.“ eira að segja Steingrímur J. Sig- fússon, sá ágæti hagyrðingur og fulltrúi VG í einhverri nefndinni, studdi það á sínum tíma að þing- menn fengju æðstu meðferð í gegnum sjálftöku eftirlauna. Og þeir hafa allir sem einn, formenn flokkanna, stutt dyggilega við sjálftöku styrkja. Þeir búa svo um hnútana að ríkið verði að styrkja starfsemi stjórnmála- flokka. Við erum að tala um það að stjórn- málaflokkar fá af peningum skattgreiðenda heilan helling – milljónir á milljónir ofan. Já, það er sama hver flokkurinn er og það er sama hverjum boðskap mennirnir segjast fylgja, all- ir styðja þeir fjárstreymi úr ríkissjóði til flokk- anna. Það er nú reyndar þannig á okkar ágæta landi, að ýmis félög fá framlög úr ríkissjóði. Og yfirleitt er því þannig farið að slík starfsemi þarf á því að halda að fá laun fyrir þá sem sjá um rekstur félaganna. Sjaldnast hafa þessi fé- lög þó starfsmenn sem eru á launum hjá rík- inu. En þegar kemur að stjórnmálaflokkunum hafa starfsmenn þeirra komið sér þannig að kjötkötlunum að ríkið borgar allan brúsann. Ef Þursaflokkurinn hefði á sínum tíma feng- ið að stjórna fjárreiðum ríkisins hefðu rótar- inn og bassaleikarinn getað fengið laun úr rík- issjóði. Já, og auðvitað hefðu allir virkir limir flokksins fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Við erum svo aum að við fáum ekki rönd við reist, við verðum bara að fylgja flokkunum og trúa því að okkar bíði betra líf í öðrum heimi – þar sem réttlætið er ekki af skornum skammti og þar sem lýðurinn hefur allur sama rétt. Hérna megin grafar er því allavega þannig farið að stjórnmálamenn hirða allt sem þeim þykir einhvers virði. Og við erum að tala um það, kæru lesendur, að það skiptir ekki nokkru einasta bévítans máli hvað flokkatrunturnar heita og það skiptir ekki nokkru máli hverjum nöfnum gangsterarnir nefnast. Gírugir menn verða alltaf gírugir menn. Og á meðan líkn- arfélög og fólk sem stundar ýmiskonar um- önnun og hjálparstarf þarf að sækja að ríkis- sjóði með brugðinn betlistaf skiptast leiðtogar flokkanna á ávísunum sem allar eru stílaðar á okkar ástkæra ríkissjóð. Já, og því má ekki gleyma að reikningshald flokkanna má vera leyndarmál – það er óháð þeim styrkjum sem flokkarnir fá. Er þetta ekki stórkostlegt? Lýðræðið er himneskt hér og herrar af því guma en flestir vita að það er aðeins fyrir suma. M „Við lítum svo á að þetta sé merki um sjúkt hugarfar.“ Erla HlynsdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Gay Pride Metþátttaka var í gleðigöngunni í fyrra en þá söfnuðust um fimmtíu þúsund manns saman í miðbæ reykjavíkur. Enn fordómar Þorvaldur Kristinsson segist enn verða fyrir fordómum vegna kynhneigðar sinnar þó ástandið sé allt annað en fyrir tuttugu til þrjátíu árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.